Morgunblaðið - 16.09.1992, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 16.09.1992, Qupperneq 30
30 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. SEPTEMBER 1992 t Maðurinn minn, ÓTTAR PÉTUR HALLDÓRSSON prófessor, lést í Landspítalanum mánudaginn 14. september. Nína Gísladóttir. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, LAUFEY EINARSDÓTTIR, Orrahólum 7, lést í Landspítalanum að morgni 15. september. Fyrir hönd annarra aðstandenda, Anna Hafsteinsdóttir, Þorsteinn Kárason, Margrét Káradóttir, Sigurbjörn Kárason, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær móðir okkar og unnusta, HALLDÓRA ELÍNBORG INGÓLFSDÓTTIR, andaðist sl. laugardag á Hartfield sjúkrahúsinu í London. •Jarðarförin verður auglýst síðar. Börn Halldóru og Guðmundur Kjartansson. t Elskuleg móðir okkar og tengdamóðir, ÁSTA M. EIRÍKSDÓTTIR, Hvrtabandinu, áður Stigahlíð 26, lést 15. september. Erna Guðbjarnadóttir, Guðmundur Guðbjarnason, Þórunn Magnúsdóttir. t Eiginmaður minn, sonur okkar, faðir, tengdafaðir og afi, SVAVAR PÁLL ÓSKARSSON sjómaður, Hvoli, Garði, sem lést 10. september, verður jarðsunginn föstudaginn 18. sept- ember kl. 14.00 frá Útskálakirkju, Garði. Sigrfður Halldórsdóttir, Óskar Sigurjónsson, Pálfna Guðjónsdóttir, Steinar Svavarsson, Vala Árnadóttir, íris Inga Svavarsdóttir, Birgir Páll Marteinsson, Máney Sveinsdóttir. t Eiginkona mín, móðir, dóttir og systir, RAGNHEIÐUR JÓNSDÓTTIR, Ægisgötu 3, Akureyri, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju föstudaginn 18. september kl. 13.30. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim, sem vildu minnast henn- ar, er bent á líknarstofnanir. Geir Garðarsson, Sólveig Jóna Geirsdóttir, Jón Á. Jónsson, Elfn Guðmundsdóttir, systkini og fjölskyldur. t Ástkær faðir minn, sonur, bróðir og mágur, BJARNl JÚLÍUS GUÐMUNDSSON, Fffumóa 1d, Ytri Njarðvfk, áður til heimilis á Ránargötu 20, Akureyri, lést á heimili sínu föstudaginn 11. september. Bjarni Þór Bjarnason, Marfa Júifusdóttir, Elsa Guðmundsdóttir, Helga Guðmundsdóttir, Vilhelm Guðmundsson, Freyja Guðmundsdóttir, Sigurður Guðmundsson, Pálmi Guðmundsson. Rafn Hjartarson, Ólafur Jónsson, Rannveig Alfreðsdóttir, Tryggvi Harðarson, Sigurrós Guðjónsdóttir, Minning Esther Högnadóttir - Vestmannaeyjum Fædd 1. maí 1917 Dáin 7. september 1992 Ég var ekki há í loftinu þegar ég sá- fyrst frá Kambabrún stóra kletta langt úti í hafi, sem virtust svífa fyrir ofan spegilsléttan haf- flötinn. Þetta voru Eyjarnar hennar Eddu stóru, sem urðu í huga mínum ævintýraheimur, þar sem bjó söng- elskt og glaðvært fólk í nábýli við tignarlega kletta, hella og iðandi fuglalíf og sjóinn sem gat verið bæði úfinn og spegilsléttur. Hún hét fullu nafni Elín Esther, foreldrar hennar voru Högni Sig- urðsson kennari í Vatnsdal og Sig- ríður Brynjólfsdóttir. Móður sína missti Edda fjögurra ára gömul, en seinni kona Högna, Guðný Magnús- dóttir, reyndist henni sem besta móðir. Edda ólst upp í stórum systk- inahópi, en flutti alfarin til Reykja- víkur 17 ára að aldri. Hún hélt alla tíð tryggð við eyjamar sínar og fjöl- skylduna. Tveir bræður Eddu, Haukur og Hilmir, lifa systur sína. Þeir eru búsettir í Vestmannaeyj- um. Börnin hennar dvöldu oft á sumrum hjá Högna afa og Guðnýju í Vatnsdal og ótal ferðir voru farn- ar á þjóðhátíð. Þaðan komu líka lögin hans Oddgeirs Kristjánssonar full af lífi, gáska og rómantík, sem einkenndi Eddu svo mjög. Þegar Edda kom til Reykjavíkur árið 1934 voru erfiðir tímar. Lífs- baráttan var hörð, atvinna lítil og húsakostur þröngur. Hún kynntist fljótlega mannsefninu sínu, Jóni Björgvini Björnssyni, móðurbróður mínum. Foreldrar hans, afi minn og amma, voru Björn Björnsson og Margrét Jónsdóttir. Á þessum ámm vom verka- mannabústaðirnir í Vesturbænum í byggingu. Af dugnaði og bjartsýni var ráðist í að byggja framtíðar- heimili. Afi vann fyrir fjölskyldunni en Nonni við bygginguna. Hinn 30. apríl 1937 fluttu þau svo að Ás- vallagötu 39, amma og afí, Edda og Nonni, ásamt móður minni, Jónu Björgu Björnsdóttur. Næsti dagur var mikill hátíðisdagur, 1. maí, skrúðgöngur, blaktandi fánar og lúðrablástur, rétt eins og verið væri að samfagna nýju Vesturbæingun- um. Maímánuður skipaði líka stóran sess í lífí Eddu og Nonna. Þau gengu í hjónaband 15. maí 1937, afmælisdagur Eddu var 6. maí og Edda „litla“ leit dagsins ljós 1. maí 1940. Edda og Nonni eignuðust fímm böm, Högna sem fæddist í júlí 1937. Gullfallegur glókollur, sem þau misstu aðeins tveggja ára gamlan. Edda ísfold, fædd 1940, Högni Björn, fæddur 1942, Björg- vin, fæddur 1944, og Margrét Guðný, fædd 1947. Þegar foreldrar mínir giftu sig bjuggu þau fyrstu árin í Verkó og þar fæddumst við dætur þeirra tvær. Það fjölgaði því ört heimilis- fólkinu í litlu þriggja herbergja íbúðinni á Ásvallagötu 39 og auk bamanna sem fæddust þar tóku amma og afí að sér dótturson sinn, Björn Sigurðsson. í Verkó var ekki til kynslóðabil og þar birtist mann- lífíð í sinni eftirsóknarverðustu mynd. Þó foreldrar mínir flyttu sig um set niður á Hringbraut með okkur dætur sínar, varð Verkó alltaf mið- punktur tilverunnar. Róluvöllurinn var við túnfótinn og styttra var að skreppa þangað inn ef eitthvað bját- aði á eða maginn varð tómur. Edda stóra var líknarinn minn, hún kyssti burt tárin og plástraði ótal sár sem voru fylgifiskar bernskuleikjanna. Á fullorðinsámm þroskaðist trúnað- artraust uppvaxtaráranna í órofa vináttu. Hjá ömmu og Eddu stóm fengum við líka heimsins besta „útbleyti“, sem var sætt kaffí með matarkexi út í. Amma sat oftast með prjónana sína og afí las upphátt fyrir hana. Snjóvettlingar, húfur og sokkar frá ömmu í Verkó voru ómissandi vetr- arflíkur okkar barnanna. Hjá þeim lærðum við líka ótal vísur, sálma og bænir, sem urðu okkur gott veganesti út í lífið. Ejnhvem tíma þegar við spurðum ömmu um dauð- ann sagði hún: „Þið skuluð ekkert gráta þegar ég fer hinum megin. Það er svo stutt í burtu og ég verð alltaf nálægt ykkur.“ Dauðinn var henni bara sem stutt ferðalag hin- um megin, sem hún talaði um við okkur bömin á eðlilegan hátt og sem hluta af lífinu. I Verkó var mikið sungið, hvort sem var við dagleg störf eða á hátíð-. arstundum. í húsinu bjuggu líka Jakob Richter skipasmiður, Sófus Guðmundsson skósmiður og Guðjóti B. Baldvinsson skrifstofumaður með fjölskyldum sínum. Mikill sam- gangur og góð vinátta var í húsinu, bæði meðal barnanna og fullorðna fólksins. M.a. voru haldin þorrablót og í tilefni þess ortar drápur um húsfólkið, sungið og dansað fram á nótt. Það sem skín skærast í minning- unni um Verkó er samband Eddu og Nonna. Þau geisluðu af lífsgleði, kærleika og ást. Þau kunnu þá list að láta væntumþykjuna í ljós, hann heilsaði henni alltaf með kossi og brosti með kveðjunni: „Sæl ástin mín.“ Þau voru samhent og sam- rýnd og það leið öllum vel í návist þeirra. Þau söfnuðu aldrei verald- legum auði, fóru aldrei út fyrir land- steinana, en þau voru þeim mun ríkari af andlegum verðmætum, sem þau gáfu ríkulega frá sér til bama sinna, fjölskyldu og vina. Söngurinn var þeirra hjartans mál. Nonni söng lengi í karlakór, hann söng líka við vinnu sína við höfnina hjá Eimskip og þegar hann lést árið 1965 lauk vinnufélagi hans + Móðir okkar, tengdamóðir og amma, JENSÍNA JÓNATANSDÓTTIR * t fyrrum húsfreyja á Galtalæk, verður jarðsungin frá Skálholtskirkju föstudaginn 18. september kl. 14.00. Jarðsett veröur í Bræðratungukirkjugarði. Börn, tengdabörn og barnabörn. Útför bróður okkar, HILMARS GUÐMUNDSSONAR, Hafnarbraut 1, . Hólmavík, fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 17. september kl. 15.00. Anders Guðmundsson, Hafsteinn Guðmundsson, Hreinn Guðmundsson. minningargrein um hann með orð- unum: „Töfratónn í þriðju dyrum er þagnaður." í skála 3 var oft gott að koma ef Nonni var á vakt á hátíðsdögum eins og sumardaginn fyrsta, 1. maí eða jafnvel 17. júní og hlýja sér eftir skrúðgöngurnar. Ættjarðarlög og baráttusöngvar verkalýðsins minna mig alltaf á hann. Nonni fékk alltaf tvo kossa frá mér 1. maí, einn afmæliskoss vegna Eddu „litlu“ og annan vegna frídags verkamanna. Það varð Eddu þungbær raun að missa Nonna í blóma lífsins. Börnin þeirra fjögur, barnabörnin tólf og langömmubörnin átta voru gleði hennar síðasta aldarfjórðung- inn. Þegar líður á æfina dofnar lífs- krafturinn og heilsa flestra bilar. Edda átti við nokkra vanheilsu að stríða síðustu árin og sömuleiðis móðir mín. Hluti af endurhæfingu þeirra var dvöl tvisvar í viku í Múlabæ, sem rekinn er af Rauða krossinum. Þar hittust þær mág- konurnar og uppgötvuðu sér til mikillar ánægju að þær gátu gert ýmislegt sem kom þeim á óvart. Listilega fallegar jólagjafir voru gerðar í Múlabæ, tágakörfur, hnýtt- ar mottur og teppi, málaðar gler- myndir og fallegt jólaföndur. Múla- bæjarfólkið fær bestu þakkir og kveðjur fjölskyldunnar. Rúmum sólarhring fyrir andlát Eddu, sem bar mjög brátt að, var haldin vegleg veisla á heimili dóttur hennar. Þar var Edda hrókur alls fagnaðar, var hyllt í fallegri ræðu af syni sínum, og við sem þessa veislu sátum þökkum forsjóninni fyrir endurminninguna sem við eig- um um síðustu stundirnar sem við áttum með henni í þessu lífi. Ég er þess fullviss, að Nonni hefur tekið á móti henni opnum örmum og kæmi mér ekki á óvart þótt hann hefði sungið fyrir hana „lagið hennar Eddu og hans Nonna". Kvöldið er faprt, sól er sest og sefur fugl á grein. Við skulum koma, vina mín, og vera saman ein. Ég þekki fagran, lítinn lund hjá læknum upp við foss, þar sem að gróa gullin blóm þú gefur heitan koss. (Ingólfur Þorsteinsson) Ég kveð Eddu mína stóru með virðingu og hjartans þakklæti. Heil hinum megin munum við hittast. Auður R. Torfadóttir. Okkur langar til að kveðja ást- kæra ömmu okkar á Ásó og þakka henni fyrir yndislegar samveru- stundir. Það var enginn 17. júní fyrr en við hittumst öll hjá henni í kaffi. Það fundum við best árið sem hún var að heiman þann dag. Heimilið hennar ömmu geymir ljúfar minningar frá liðinni ævi þeg- ar húsið iðaði af lífi og fjöri. Við vitum að afí okkar, sem hún sakn- aði alltaf, hefur tekið á móti henni með sömu hlýju og ástúð og hún sýndi okkur þegar við komum til hennar. Það er okkur huggun í sár- um söknuði. Guð blessi minningu elsku ömmu okkar. En minning þín er mjúk og hlý og mun oss standa nærri, með hveiju vori hún vex á ný og verður ávallt kærri. (Magnús Ásgeirsson) Barnabörn og langömmubörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.