Morgunblaðið - 04.11.1992, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 04.11.1992, Qupperneq 22
8S______ 22____________________ Margir fyrr- umnasistar í fremstu röð SKJÖL Stasi, austur-þýsku örygg- islögreglunnar fyrrverandi, sýna, að fjölmargir nasistar voru í fremstu röð stjómmálamanna í kommúnistaríkinu, samkvæmt því sem fram kom í heimildaþætti þýsku sjónvarpsstöðvarinnar ARD á mánudag. Þar kom meðal annars fram, að seint á sjötta áratugnum voru 58 af þingmönnum austur- þýska þingsins félagar í nasista- flokki Hitlers á tímum Þriðja ríkis- ins. Tugir gamalla nasista not- færðu sér umrótið í kjölfar stríðs- ins til að útmá öll gögn um fortíð sína og hófust síðan til æðstu metorða í Austur-Þýskalandi, bæði innan hersins og dómskerfisins. Minni hagvöxtur HAGVÖXTUR var minni í Banda- ríkjunum í september en spár höfðu gert ráð fyrir, að því er við- skiptaráðuneytið sagði í gær, og þykir það til marks um að þungt verði fyrir fæti í efnahagslífi lands- ins á næsta ári og sigurvegarinn í forsetakosningunum geti ekki vænst skjóts bata. Kannanir sýna að almenningur er heldur svart- sýnn á efnahagsþróunina og marg- ir eru enn að borga niður skuldir sem þeir stofnuðu til með lánskort- um fremur en að kaupa bíl eða aðrar vörur sem mundi örva efna- hagslífið. Sex af 11 vísitölum, sem mæla efnahagsstarfsemina, lækk- uðu í september. Reikningurinn hækkar stöðugt GJALDIÐ sem bresk stjórnvöld verða að greiða fyrir árangurs- lausa tilraun sína til að veija pund- ið um miðjan september hélt áfram að hækka í október, samkvæmt því sem opinberar tölur í Bretlandi sýndu í gær. Samkvæmt upplýs- ingum íjármálaráðuneytisins minnkaði gjaldeyris- og gulleign landsins um rúma þijá milljarða dollara í október og hafði áður minnkað um 7,69 milljarða dollara í september, sem var met. Gjald- eyriseignin á enn eftir að minnka næstu mánuði, þegar ljóst verður, hve umfangsmikil íhlutun Eng- landsbanka hefur verið. Bankinn tók himinhá lán hjá þýska seðla- bankanum og gjaldfalla þau ekki fyrr en í desember. Fagna stuðn- ingi Þjóðverja SPÆNSK stjómvöld fógnuðu í gær þeirri ákvörðun Þjóðveija að styðja tillögu um ódýrari útgáfu af evrópsku orrustuþotunni, EFA, og sögðust hafa áhuga á áfram- haldandi samstarfí. Sérfræðingar sögðu, að þama væri um kúvend- ingu að ræða hjá Þjóðveijum þar sem þeir hefðu lýst yfír að þeir vildu hætta við framleiðslu EFA og snúa sér að ódýrari kosti. Þýsk hermálayfírvöld sögðu á mánudag að þau hygðust leita eftir sam- komulagi við samstarfsaðila sína í Bretlandi, á Ítalíu og á Spáni um breytta stefnu við smíði EFA. Lækkandi verð á húseignum SAMKVÆMT mánaðarlegri út- tekt sambands húseigendafélaga í Bretlandi lækkaði verð á húseign- um um 2,7% í októbermánuði síð- astliðnum, miðað við verðið eins og það var í september, en um 6,6% miðað við október í fýrra. Samkvæmt úttektinni kostaði meðalhúseign í Bretlandi 53.038 pund (um 4,7 millj. ísl. kr.) í októ- ber og hafði lækkað um 1491 pund (um 135.000 ísl. kr.) frá því í sept- ember. seei naaMavöM .t- auoAauaiyaiM GiaAjaMUOHOM MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 1992 BANDARISKL FORSETAKOSNIN'GARNAR Hvað má læra af „fráleitri og andstyggilegri“ baráttu? Washington. The Daily Telegraph. GEORGE Bush forseti sagði nýlega að kosningabaráttan hefði að þessu sinni verið „fráleit, undarleg og hin andstyggilegasta sem ég man eftir“. Er forsetinn fór að sækja á í síðustu viku í skoðanakönn- unum varð baráttan æsilegri en þekkst hefur í rúma þrjá áratugi, andstæðingarnir eru ólíkir og baráttumál þeirra og áherslur einn- ig. Að kalda stíðinu loknu eru Bandaríkjamenn hættir að hafa áhyggjur af kjarnorkustríði. Á öllum þeim árum sem Bush hefur haft afskipti af stjórnmálum hafa þeir aldrei haft jafn miklar áhyggj- ur af efnahagsástandinu — þetta var áherslubreyting sem hann var lengi að átta sig á og draga ályktanir af. Þegar Bandaríkjamenn greiddu atkvæði í gær voru pólitískir ráð- gjafar þegar byijaðir að punkta niður hjá sér þá lærdóma sem draga mætti af baráttunni. Meðal ábendinganna eru eftir- farandi: „Gleymdu ekki efnahagsmálun- um, bjáninn þinn!“ Spjald með þessari áletrun var fest á vegg í aðalstöðvum kosningabaráttu Bills Clintons í Little Rock í Arkansas. Markmiðið var að minna alla starfsmenn og sjálft forsetaefnið á að hafa ávallt hugann við áhyggjur almennings vegna efnahagssam- dráttar og atvinnuleysis. Bush hefði átt að tileinka sér þessi við- vörunarorð. Þegar á leið fór Clinton að drepa á menntamál og heilbrigð- ismál er hann fjallaði um efnahags- málin. En í hvert sinn sem boðskap- ur hans til kjósenda fór að verða víðfeðmari, eins og hann hafði hneigð til á lokasprettinum, fór rík- isstjórinn að missa fylgi í könnun- um. „Notaðu lest - eða rútu!“ Árum saman hefur Bush ferðast á milli staða í þotu forsetaembættisins en áttaði sig nú á því, ef til vill of seint, að gömul aðferð Harrys Tru- mans, að ferðast um landið í jám- brautarlest og stansa á öllum stöðvum þar sem einhver hópur fólks var saman kominn, var áhrifarík við atkvæðaveiðamar. Á viðkomustöðvum er komið upp fánaskreytingum, lúðrasveitir framhaldsskólanna leika, klapp- stýmr sýna listir sínar og bömin flykkjast að, íjöldi fullorðinna kem- ur í kjölfarið. Þegar þúsundir manna safnast saman á lítilli braut- arstöð í smábæ myndast miklu hlý- legra andrúmsloft og nánari tengsl við fólk en getur nokkum tíma orðið á fjöldafundi á flugvelli. Lest Bush fór hægt um landið, á aðeins 60 km hraða að jafnaði og hvar sem sást til mannaferða var hægt énn á ferðinni svo að forsetinn gæti veifað. Á öllum viðkomustöðv- um kallaði Bush á nokkra landa sína og bauð þeim að láta mynda sig með Bandaríkjaforseta. Bush hóf lestarferðimar þegar hann sá hve vel rútuferðir andstæðinganna, þeirra Clintons og Gore, tókust. Beint lýðræði „Ljósvaka-ráðhúsið". Það var Perot sem fyrstur kom þessu hug- taki á framfæri og átti hann við að bandarískur almenningur gæti rætt málefnin á sjónvarpsskjánum, komist að niðurstöðu og loks kynnt fulltrúum sínum á þingi hana með því að greiða þegar atkvæði. Smám saman fór svo að hver einasti rabb- þáttur í sjónvarpi var kallaður Ljós- vakaráðhús. Staðreyndin er að umræðuþættir í sjónvarpi vom not- aðir í ríkari mæli en nokkm sinni fyrr til að komast að skoðunum almennings án milliliða. Meistari þessarar iðju var Larry King, vina- legur gestgjafi í kvöldþáttum CNN- sjónvarpsstöðvarinnar. Það var ein- mitt í þætti Kings sem Perot lýsti því yfir á sínum tíma að hann myndi gefa kost á sér til forseta- embættis ef það tækist að safna nógu mörgum meðmælendum til að hann gæti verið í framboði í öllum sambandsríkjunum 50. Áður en yfír lauk vom hinir frambjóð- endumir búnir að koma fram í þætti Kings. „Sókn er besta vörnin". Stjóm- endur kosningabaráttu Clintons vom á einu máli um . að helstu mistök demókratans Michaels Duk- akis árið 1988 hefðu verið þau að svara ekki á nógu skeleggan hátt og stundum of seint ýkjufullum og jafnvel ósönnum fullyrðingum um frambjóðandann er áttu uppmna sinn í herbúðum Bush. Clinton setti á laggimar starfshóp er fékk það hlutverk að hafa ávallt svör á reið- um höndum og þetta tókst afburða vel. I hvert sinn sem Bush bar á borð vafasamar ásakanir þutu stuðningsmenn Clintons i símann eða faxtækið til að vísa fullyrðing- um forsetans á bug. Að hætta eða hætta ekki „Það er hægt að hætta við að hætta“. Perot dró sig út úr barátt- unni í júlí en skipti um skoðun og hellti sér á ný út í slaginn í byijun október. Með þessu afsannaði hann allar fullyrðingar fræðimanna þess efnis að frambjóðandi mætti aldrei svo mikið sem gefa í skyn að hann gæti tapað, hvað þá gefast upp. Perot dró sig i hlé af því að hann gat ekki sætt sig við að fjölskyldan og orðspor hans lenti í mulningsvél fjölmiðlanna. En hann varð enn óánægðari er hann sá forsíðu tíma- ritsins Newsweek þar sem hann var kallaður „Hinn brotthlaupni" og áttaði sig á því að þessi merkim- iði myndi loða við hann til dauða- dags. Endurkoma hans sannar að almenningur er reiðubúinn að fyrir- gefa, nokkuð sem ekki var vitað áður. „Reyndu ekki að fela neitt, upp- lýstu málið strax!“ Clinton sýndi mönnum hvemig ekki á að leysa málin er hann skýrði frá því hvern- ig hann hefði komist hjá því að gegna herþjónustu í Víetnam. Hann hefur sjálfur viðurkennt að sér hafi tekist illa upp, segist myndu bregðast öðru vísi við fengi hann annað tækifæri. Hann virðist hafa vanmetið ákefð fjölmiðla. Það var óheppilegt fyrir Clinton að upplýsingar skyldu koma fram á sjónarsviðið í smáskömmtum, hann neyddist því stöðugt til að leggja fram ný og ný atriði í málsvöm sinni. Þegar skýrt var frá því að hann hefði sloppið við herþjónustu sagði hann fyrst að hann hefði aldr- ei fengið kvaðningu, síðar sagðist hann hafa fengið kvaðningu. Hann reyndi að fá að ganga í Þjálfunar- deild varaliðsforingja, hætti síðar við. Þegar komið var á eins konar happdrætti um herkvaðningar gaf hann kost á sér — og var heppinn, fékk svo hátt númer að hann var aldrei kallaður inn. Þegar hér var komið sögu velti Bush sér upp úr spumingunni um traust og trúverð- ugleika, spurði hvort Clinton gæti talist hæfur til að verða æðsti yfír- maður vamarmála landsmanna. „Það er langft liðið á baráttuna, reynum að sverta hann!“ Bush lék sama leikinn og 1988, hann helg- aði lokabaráttuna árásum á skap- gerð og feril andstæðingsins, oft án þess að láta sannleikann flækj- ast um of fyrir sér. Bush telur að hægt sé að breyta skoðunum kjós- enda með persónulegum árásum af þessu tagi. Fái hann meira en þriðjung atkvæða hefur hann fært sönnur á það. Reuter Bill Clinton og eiginkona hans, Hillary Clinton, heilsa viðstöddum á fundi í McCallen í Texas á mánudagskvöld. Eiginkonan er talin vera nánasti ráðgjafi forsetaefnisins í stjórnmálum en þau hafa viðurkennt að sambúðin hafi stundum verið stormasöm þótt allt virðist ganga vel núna. Þau eiga eina dóttur á unglingsaldri, Chelsea.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.