Morgunblaðið - 19.11.1992, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.11.1992, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1992 Hæstiréttur fjallar um bótamál vegna heilaskemmda við fæðingu KRAFIST er tæplega 30 milljóna króna bóta af fjórðungssjúkrahús- inu á Akureyri, FSA, í máli sem tekið var fyrir í Hæstarétti í gær. Foreldrar sex ára drengs tejja að mistök á sjúkrahúsinu við fæðingu hans hafí valdið því að hann er öryrki og ósjálfbjarga vegna heila- skemmda. Sjúkrahúsið var sýknað af bótakröfum í héraði. Helstu rök sækjenda í málinu eru vinnutekna og 5 milljóna í miska- þau að enginn læknir hafi verið viðstaddur fæðinguna, eins og átt hafi að vera eftir reglum sjúkra- hússins og sérstaklega vegna þess hvemig á stóð. Þar er helst átt við að konan hafi verið 37 ára gömul á þessum tíma og sykursýki í fjöl- skyldu hennar, fæðingin hafí verið sett af stað og hún fengið vilyrði fyrir nærvera læknis. Sækjendur telja að eftirliti hafí verið áfátt eft- ir að konan kom á fæðingardeild- ina. Meðal annars hafí kallkerfí verið óvirkt og síriti um ástand bams og móður ekki nægilega not- aður. Sjúkrahúsið krefst sýknu fyrir Hæstarétti og vísar í héraðsdóm, þar sem talið var að ákveðin atriði hefðu mátt betur fara en ekki hafí verið um að ræða vanrækslu eða gáleysi starfsmanna. Lögfræðileg atriði varðandi sönnunarbyrði eru meðal þess sem um er deilt. Krafist er 13,6 milljóna króna i bætur til drengsins vegna missis Skjöldur hf. á Sauðárkróki bætur. Þá er þess krafíst að Fjórð- ungssjúkrahúsið greiði foreldrunum 9,7 milljónir króna vegna umönnun- arkostnaðar og móðurinni 1,5 millj- ónir vegna miska. Við kröfumar bætast vextir og málskostnaður. Varakröfur sækjenda nema tæp- um 22 milljónum og sjúkrahúsið gerir varakröfu um lækkun bóta. Málflutningurinn í gær tók 6 klukkustundir og sækir Jón Steinat_ Gunnlaugsson málið en Þómnn Guðmundsdóttir er veijandi sjúkra- hússins. Guðrún Erlendsdóttir stýr- ir hópi 5 dómara sem fjalla um málið. Utanríkisráðherra um áhríf þess ef Svisslendingar fella EES-samninginn Líkur á að önnur ríki stað- festi að samningurinn standi Morgunblaðið/Júlíus Bruggari tekinn við suðu Breiðholtslögreglan lét til skarar skríða gegn enn einum braggara í gær- kvöldi, að þessu sinni í miðborginni. Er menn frá lögregl- unni ruddust inn í húsnæði mannsins, sem var einn að verki, var hann að sjóða gambra. Sam- kvæmt upplýsingum lögreglunnar var hellt niður um 310 lítram af gambra hjá manninum. Maður þessi, sem er á þrítugsaldri, hefur áður komið við sögu braggmála hérlend- is. Myndin var tekin þegar lögreglumenn settu braggtækin i bíl sinn. FSA er krafið um 30 milljóna bætur TVÍSÝNT er hvort tekst að staðfesta samninginn um evrópskt efna- hagssvæði á hollenska þinginu fyrir áramót vegna reglna um að ákveðinn tími skuli líða á milli umræðna um mál í deildum hol- lenska þingsins. Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra stað- festi að honum hefðu borist fregnir um að þetta væri tvísýnt og óljóst i Hollandi. „Við höfum heyrt í gegnum fastafulltrúa okkar í Brussel að það kunni hugsanlega að verða einhverjum erfíðleikum bundið fyrir þá af þingtæknilegum ástæðum," segir hann. Jón Baldvin seg- ir að ef Svisslendingar hafni EES í þjóðaratkvæðagreiðslu 6. desem- ber séu allar líkur á að hin EFTA-ríkin muni setjast að samninga- borði með Evrópubandalaginu til að staðfesta að samningurinn muni þrátt fyrir það standa gagnvart þeim en það muni þó væntan- lega þýða einhverja tímatöf. Um 40 sagt upp vegna jólastopps ALLAR líkur eru nú á að um 40 manns sem starfa í frystihúsi Skjaldar hf. á Sauðárkróki verði sagt upp störfum frá 20. desem- ber og til 10.-15. janúar á næstá árí vegna jólastopps hjá togara fyrirtækisins. Árni Guðmunds- son framkvæmdastjóri Skjaldar segir að hann hafí þegar tilkynnt trúnaðarmönnum starfsmanna að þessi ákvörðun standi til. End- anlega verður ekki gengið frá málinu fyrr en um helgina. Ástæður þess að fólkinu er sagt upp þennan tíma segir Ámi einkum þær að togarinn sé að fara í við- gerð og hefðbundið jólastopp og því verði verkefnaskortur í frystihúsinu á þessum tíma. Áður hafa þessi stopp verið brúuð með viðhaldsverk- efnum en þau séu ekki til staðar í neinum mæli nú. „Ég stend ekki að þessari ákvörð- un nema tilneyddur og vonandi verða allir ráðnir aftur um miðjan janúar á næsta ári,“ segir Ámi. Jón Baldvin sagðist ekki vilja gefa sér úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunn- ar í Sviss fyrirfram en skoðana- kannanir bendi til að samningurinn fái ekki hreinan meirihluta í helm- ingi kantóna landsins. „Fari það svo mun það trúlega valda einhveijum töfum en ef Sviss er eina landið sem heltist úr lestinni eru yfirgnæfandi líkur á að hin EFTA-ríkin óski eftir því að setjast aftur að samninga- borði með Evrópubandalaginu til þess að fá það staðfest að þau vilja halda áfram,“ sagði hann. Hugsanlegt er að Evrópubanda- lagið muni þá gera kröfur um að samið verði upp á nýtt um vissa þætti samningsins eins og greiðslur í þróunarsjóði en þar vegur hlutur Sviss þungt. Greiðslum EFTA-ríkj- anna er skipt með tilliti til vergrar landsframleiðslu og er gert ráð fyrir að ísland greiði um 70 milljónir króna á ári í fimm ár. Tekið er fram í sam- eiginlegri yfirlýsingu að ef einstök EFTA-ríki gangi í EB muni það ekki leiða til aukinna Qárskuldbindinga. AFLABRÖGÐ á þorski hjá togur- um eru með eindæmum léleg um þessar mundir. Um 17 togarar eru nú á Kögurgrunni og sama sagan þjá þeim öllum, engin veiði. Hjalt- eyrin EA hefur verið í tíu daga á miðunum og er með tóma lest Jón Baldvin sagði um þetta að tvíhliða samningur Sviss og EB um þungaflutninga í gegnum Alpana hafi þegar verið staðfestur og sé kominn í gildi og engar líkur séu á að honum verði kippt til baka. Auk þess hafí svissneska stjómin ákveðið að sækja um aðild að Evrópubanda- laginu. „Það er ekki góðs viti um framhald af þeirra hálfu að fylgja slíkri aðildarumsókn eftir með því að kippa til baka hlutum eins og samningnum um þungaflutningana. Síðan vita þeir að ef þeir sækja um aðild koma þeir til með að borga mörgum sinnum hærri upphæð í þróunarsjóði EB, þannig að EB er ekki líklegt til þess að gera mjög eins og skipstjórinn, Guðmundur Jónsson, orðar það. Hann segist ekki muna eftir jafnlélegum afla- brögðum í 10-15 ár. Vilhelm Ann- asson skipstjóri á Sléttanesi ÍS tekur undir þetta og segir það gráti næst hve lítið aflast. Ólafur Karvel Pálsson fiskifræðingur segir að léleg aflabrögð á þorski sýni hve nærri hefur verið gengið stofninum á undanförnum árum og bendir á að sæmilega fískist af öðrum bolfisktegundum, eink- um þó karfa og ufsa. Er Morgunblaðið hafði samband við Sléttanes í gærdag var skipið statt á Kögurgrunni. Vilhelm segir að þar sé ekkert að hafa og afla- brögðjn hrein hörmung. „Það hafa oft komið tímabil, svona mánuður og mánuður, þar sem aflabrögð hafa verið léleg vegna veðurs og annars en ég man ekki eftir jafnlöngu tíma- bili og nú þar sem ekkert hefur ver- ið að hafa,“ segir Vilhelm og bendir á að svipað hafí verið upp á teningn- um í allt sumar. Sléttanes var ný- komið á miðin er Morgunblaðið ræddi við Vihelm en hann sagði að í túmum áður hefðu þeir fengið um 55 tonn eftir vikuúthald. „Þessi afli hefði þótt lélegur fyrir 2-3 áram en nú megum við þakka fyrir að fá þó þungar kröfur á hendur þessum ríkj- um sem eru í umsóknarferli. Allar líkur eru á því, að mati þeirra sem gerst þekkja til, að falli þetta í Sviss muni menn einfaldlega koma saman til að staðfesta að samningurinn standi í hinum tilvikunum," sagði Jón Baldvin. í frétt Reuter-fréttastofunnar frá Brassel í gær er haft eftir ónafn- greindum stjórnarerindrekum að felli Svisslendingar EES-samninginn sé talið fullvíst að samningurinn verði líka felldur í þjóðaratkvæða- greiðslu í Liechtenstein 13. desem- ber og að EES-samningurinn muni ekki öðlast gildi fyrr en um mitt næsta ár. þetta," segir Vilhelm. „Ástandið er vægast sagt skuggalegt.“ Guðmundur Jónsson segir að það sé sama hljóðið í öllum skipstjómar- mönnum sem hann hefur heyrt í að undanfömu, engan fisk sé að hafa á miðunum. „Það er helst að menn geti fiskað karfa í flottroll en þorsk- urinn er bara ekki til staðar á miðun- um nú. Við á Hjalteyrinni ætlum að skipta um í kringum áramótin og fara á rækju,“ segir Guðmundur. Ólafur Karvel Pálsson fískifræð- ingur er nú staddur um borð í rann- sóknarskipinu Árna Friðrikssyni út af Vestfjörðum, nánar tiltekið í Kantinum norður af Patreksfirði, í einni af fjölstofnarannsóknum þessa árs. Ólafur segir að þótt lítið aflist af þorski megi benda á að ágætur karfaafli sé nú og einnig veiðist vel af ufsa. „Hvað þorskinn varðar er það vitað mál að of mikið hefur ver- ið veitt af honum á undanförnum árum og árgangamir þar að auki lélegir svo slæm aflabrögð koma ekki á óvart," segir Ólafur. I máli Vilhelms kemur fram að lítil ástæða sé til bjartsýni með fram- hald veiðanna i vetur. Vitað sé að sama ördeyðan sé við austurströnd Grænlands og því ekki von á göngu þaðan. fttircgtsttÞfafrto t dag EimskipslóÖin______________ Gert er ráð fyrir að 200 íbúðir verði á lóð Eimskips við Borgartún. 4 Norrænar varnir____________ Norskur aðmíráil vill að Noregur, Svíþjóð og Finnland samræmi stefnu sína í vamarmálum. 26 Fólk i fréttum_____________ írskur pöbb verður samastaður ís- lendinga. 45 Leiðari Sæstrengur og hagsmunir Reyk- víkinga. 28 Dagskrá ► Shakespeare einnig fyrir böm — Borgarafundur um EES í beinni útsendingu — Myndbanda- listinn — Spennumyndaflokkur um Fimmtánda höföingjann |Ror0nnblnbiti VSXSKDFTIJOVINNUIÍF IIAGKVÆMASTI ” KOSTURINN na 1'tGAR ALLS ER GÆTT. Viöskipti /A tvinnulíf ► Afkoma Flugleiða í járaum - Hlutabréf Olís í Nýherja seld - Lán til íslenska saltfélagsins - Viðskipti í Tævan - Togast á um sæstreng - Ný samkeppnislög Togarar með tóma lest eftir nær 10 daga hark Lélegasti afli í 10-15 ár, segir skipsljórinn á Hjalteyrinni >
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.