Morgunblaðið - 19.11.1992, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 19.11.1992, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1992 39 Skólakerfi á villigötum? Starfsmenntun á framhaldsskólastigi eftir Albert Einarsson Fyrirkomulag skólahalds og menntamála hefur talsvert verið til umræðu að undanfömu. Efasemdir eru uppi um ágajti íslenska skóla- kerfisins, bæði grunn- og fram- haldsskólans. Nýlegar rannsóknir og kannanir gefa ástæðu til þess að efast og skoða málið gaumgæfi- ' lega og eru því velkomnar jafnvel þó þær segi ekki mikið meira og hægt sé að túlka þær á marga vegu. Það er deginum ljósara og hefur verið lengi að skólakerfið er á marga lund á villigötum. í þessari grein ætla ég að fjalla einvörðungu um framhaldsskólann. Menntaskólar eða fjölbrautir Með íjölbrautakerfinu, þ.e. áfangaskólunum, bættist skólakerf- inu liðsauki. Fyrir voru menntaskól- ar með bekkjaskipulagi og nokkrir sérskólar. Áfangaskólamir þróuð- ust í raun án laga og annars heildar- skipulags en þess sem þeir skópu sjálfir. Ef markmið fjölbrautakerf- isins hefur nokkum tímann verið fastmótað og skýrt hefur það alla- vega glatast og kerfið sveigst stöð- ugt í áttina að hefðbundna mennta- skólanum. Hafí það verið markmið- ið var engin ástæða til þess að setja kerfíð af stað í upphafi. Hafi mark- miðið verið að búa til öðmvísi skóla með önnur markmið en hefðbundna menntaskólans, þá hefur það ekki tekist nema að litlu leyti. Fjöl- brautaskólarnir skila yfírgnæfandi meirihluta nemenda sinna sömu leið og menntaskólarnir gera og hafa gert ágætlega, þ.e. til áframhald- andi náms á háskólastigi. Hafí markmið fjölbrautaskólanna verið að nýta kosti áfangakerfisins til þess að flétta saman almenna menntun óg starfsmenntun og skila nemendum út í samfélagið með góða undirstöðu og/eða réttindi til starfa, hefur því ekki verið náð í aðalatriðum. Lítill sem enginn greinarmunur er gerður á hefðbundnum mennta- skólum og fjölbrautaskólum, a.m.k. eru þeir hikstalaust bomir saman í ranpsóknum og mati á starfsem- inni. Líklega vegna þess að þessir skólar eru almennt taldir gegna svipuðu hlútverki. Samanburður ætti að vera og er raunar ótraustur vegna þess að um er að ræða tvennskonar skólagerðir sem a.m.k. að hluta til hafa mjög svo ólík markmið. Margir áfangaskólanna flétta saman almenna menntun og starfs- menntun og því er ekki að leyna, að enda þótt almenna menntunin, þ.e. stúdentsprófsbrautirnar, sé yf- irgnæfandi, setja starfsmennta- brautimar svip sinn á störf þessara skóla. Sú ofuráhersla sem lögð er á stúdentsprófsbrautir hefur einnig orðið til þess að draga verulega úr þeirri nýsköpun sem áfangakerfíð býður upp á í starfsmenntun. Þetta gerist bæði innan skólanna sjálfra og ekki síður með því að nám það sem fram hefur farið í sérskólum á framhaldsskólastigi hefur ekki orð- ið liður í starfí íjölbrautaskólanna. Það er nauðsynlegt að gera skýr- ari greinarmun á hefðbundnum menntaskólum, sem hafa það aðal- markmið að skila nemendum til háskólanáms, og áfangakerfisskól- um, sem hafa það sem aðalmark- mið að búa nemendur undir störf í samfélaginu. Sérskólarnir Sérskólamir eru böm síns tíma. Þeir urðu til við hlið menntaskól- anna og gegndu hver fyrir sig ákveðnu afmörkuðu hlutverki. Stýrimannaskóli, vélskóli, iðnskóli, sjúkraliðaskóli, o.s.frv. í mörgum tilvikum er um einokunarskóla að ræða, þ.e. ekki er hægt að stunda tiltekið nám nema við viðkomandi skóla eða með hans heimild. Með tilkomu fjölbrautaskólanna færðist í fýrstu aðeins iðnnámið þar inn og síðar einstaka námsbrautir eins og sjúkraliðanámið. Eðlilegt hefði ver- ið að færa smám saman mestan hluta sérskólanámsins inn í fjöl- brautaskólana, sem hafa orðið tij og vaxið í öllum landshlutum. í sumum tilvikum ætti að færa náms- svið sérskólanna ofar, þ.e. í blöndu efri hluta framhaldsskóla og neðri hluta háskólastigs og sameina skóla. Þannig skapaðist svigrúm m.a. fyrir styttri starfsmennta- Albert Einarsson „Hvað snertir fram- haldsskóla í sjávar- byggðum er það heldur nöturleg staða að þurfa að vísa öllum frá sem vilja fiskvinnslumennt- un.“ brautir í fjölbrautaskólunum sem um leið væru aðfaranám að sérskól- um til framhaldsnáms fyrir þá nem- endur sem það vildu. Hinir færu sem sérhæfðir starfsmenn út í at- vinnulífið. Vaxandi þörf atvinnulífs- ins fýrir menntað starfsfólk hefur ekki verið svarað og verður ekki með núverandi skipan mála. Nýjar námsbrautir Nýjar atvinnulífstengdar náms- brautir eiga ekki auðvelt uppdráttar Ölvun við stjórn býður hættu heim eftirPál V. Daníelsson Mitt í umræðunni um þjóðar- nauðsyn þess að allir standi saman og búi sig til átaka til að vinna gegn atvinnuleysi og bæta stöðu „Tíminn líður eins og óð fluga“ sagði gamall útvarpsstarfsmaður, Thorolf Smith, eitt sinn á góðra vina fundi í Ríkisútvarpinu. Þá var allt í „beinni útsendingu", eins og stundum er sagt nú, þegar mikið ber við. Ekkert hægt að kalla aftur af því sem sagt var í hljóðnemann. Töluð orð urðu ekki aftur tekin. Miklu skipti að starfsmenn væru vökulir og við öllu búnir. Þröng húsakynni, erill og ferill, æfíngar og undirbúningur fengu takmark- aðan tíma. Allt varð að gera á hrað- fleygri stund. Þá var eins gott að hvergi skeikaði og traustar hendur væru að verki í flokki tæknimanna. í hópi þeirra var margur sem kunni vel til verka. Einna fýrst kemur í hugann Stefán Linnet, en hann verður sjötugur í dag. Stefán réðst til Ríkisútvarpsins árið 1946. Hann hafði þá stundað störf loftskeytamanns á togurum hér við land, en einnig unnið um skeið hjá bandarískri stjórnstöð vestanhafs. Þegar Stefán réðst til starfa hjá Ríkisútvarpinu varð það þegar ljóst að þar fór verkmaður góður er kappkostaði jafnan að leysa hvert starf af lipurð og trú- mennsku. Hann var ljúfur í lund og léttur í máli. Háttvís í fram- komu, en gamansamur á góðri stund, enda á hann til þeirra að telja, sem^höfðu hvað best skop- atvinnuveganna og þjóðarinnar allrar taka sig til ölkærir menn og halda bjórhátíð og þá er hámarki náð þegar fólk veltur út af á götum úti og verður að fá lögreglu til að koma því til síns heima. Þetta á að vera þáttur í menningunni enda við hæfí fyrst menningin, sem stað- skyn. Þarf ekki iengra að leita en í vísur sem til skamms tíma voru á hvers manns vörum, Konuvísur eft- ir Ingimund og braginn um Nikkól- ínu, sem Bjarni Bjömsson gerði frægar á sinni tíð með söng sínum. Faðir Stefáns, Kristján Linnet bæj- arfógeti, var höfundur fjölda gam- anvísna, sem hvert mannsbam kunni. Mér er ljúft að minnast þess að Stefán var einn hinn besti sam- starfsmaður sem hægt var að óska sér á morgunvöku í Ríkisútvarpinu. Þar unnum við saman um áratuga- skeið. Þar mátti jafnan ganga að vísri góðvild hans og hjálpsemi. Greind hans og verkhyggni, höndin hög, en umfram allt vilji hans til góðra verka, sem stýrði starfí hans. Þegar Stefán hætti útsendingar- starfí, sem svo er kallað, hvarf hann að hljóðritun og afritun og varð- veislu gamals útvarpsefnis, ýmissa þátta og efnis frá fyrri tíð, sem geymt er í fórum Ríkisútvarpsins. Með alúð og nákvæmni hefír hann bjargað mörgu, sem annars hefði farið í glatkistuna gaflalausu. Hefír hann unnið þar ómetanlegt starf og aukið þar mörgu við það sem Jón Sigbjömsson og Sigurður Hall- grímsson höfðu áður vel unnið. Sú stofnun sem hefir á að skipa starfsmönnum á borð við Stefán Linnet er vel á vegi stödd. ið hefur af sér eld og ísa, einokun og óáran um aldir er allt í einu komin á það stig að dómi menning- arfrömuðanna, sem talið hafa sig sjálfskipaða gæslumenn, að hún muni líða undir lok lendi hún í 14% virðisaukaskatti. Hvort skatturinn væri réttlátur eða ekki læt ég íslendingar eiga því láni að fagna að hafa öðru hveiju fengið hæfileg- an skammt af erlendu blóði, sem hefir orðið þjóð vorri til heilla. Ég nefni þar t.d. Linnetsættina. í Hafn- arfirði er til Linnetsstígur, kenndur við forföður Stefáns. Knútur Zims- en borgarstjóri í Reykjavík flutti með sér fagra tijáplöntu úr garði Linnets kaupmanns í Hafnarfírði og gróðursetti við bústað sinn Gimli í Lækjargötu. Svo er stórkostleg ljósaauglýsing við Ráðhústorgið í Kaupmannahöfn þar sem Linnets- kaffi er auglýst stórum ljómandi stöfum. Ég vona að afmælisdagur Stef- áns verði honum og konu hans El- ínu Sigurðardóttur ljómandi dagur og framtíðip verði þeim góð. Pétur Pétursson þulur. Afmæliskveðja Stefán Linnet liggja á milli hluta að þessu sinni. Með vínflöskuna á lofti Ástandið í efnahagsmálum er mjög alvarlegt meðal margra þjóða. íslendingar hafa ekki farið varhluta af því. Þeir þurfa virkilega að taka á til að veijast stórum og þungbær- um áföllum. Þar verður hvert sæti að vera skipað dugmiklu fólki með ósljógvaða dómgreind. Vandamálin verða ekki leyst með brennivíns- flöskuna á lofti. Ekki viljum við hafa hóp fólks sem búið er til átaka í ölvunarástandi. Ekki viljum við hafa verkstjórann ölvaðan. Ekki vilj- um við hafa bflstjórann sem ekur okkur ölvaðan. Ekki viljum við hafa flugstjórann í vímuástandi. Ekki vilj- um við að læknirinn fái sér í staup- inu áður en hann gerir á manni aðgerð og þannig mætti lengi telja. En stjórnmálamenn? En hvemig er þá með stjórnmála- mennina? Er það ekki sama þar? Viljum við hafa sveitarstjómamenn í ölvunarástandi við störf og ákvarðanatöku? Viljum við að al- þingismenn veifí vínglasinu við hvert tækifæri sem býðst? Og hvað með ráðherrana? Þar era menn sem í raun verða ávallt að vera færir til ákvarðanatöku án tillits til reglu- bundins vinnutíma. Þeir eru varð- gæslumenn sem aldrei mega klikka. Og sannleikurinn er sá að því meira stjómunarstarfi sem fólk gegnir því ábyrgara verður það að vera í þessu efni. Eitt víxlspor getur orðið landi og þjóð dýrt. Tvær þjóðir Við erum með tvær þjóðir í land- inu. Önnur er sú vímulausa, sem vinnur verk sín vel og er ekki að marki til vandræða. Hin er vímu- þjóðin. Hjá henni eru mestu vand- ræðin. Þar þróast ofbeldið, lögbrot- in á flestum sviðum, sjúkdómarnir, félagslegu vandamálin, siðleysið og öll nienningarleg eymd. Flestir halda sig geta tilheyrt báðum þess- í framhaldsskólakerfinu. í fyrsta lagi vantar talsvert upp á að kröfur atvinnulífsins um hæfni séu skil- greindar. í öðra lagi vantar mennta- stefnu sem tekur mið af þörfum atvinnulífsins og gerir skólum kleift að verða við hæfniskröfum. í þriðja lagi standa sérskólar beinlínis í vegi fyrir þróun nýrra ^ atvinnulífs- tengdra námsbrauta. í fjórða lagi má nefna tregðu innan skólakerfís- ins til þess að þróa atvinnulífstengd- ar námsbrautir og sveigja af stúd- entsáherslunni. Ágætt dæmi er menntun á sviði sjávarútvegs og fiskvinnslu. Hlutur fjölbrautaskólanna á þessu sviði er lítill sem enginn ef undanskilið er nám til skipstjómar og vélstjómar á smábátum. Fiskvinnsluþátturinn er sér á báti. Þar ræður ríkjum einn skóli, Fiskvinnsluskólinn í Hafnar- fírði, og er honum ætlað það hlut- verk að annast nær alla fískvinnslu- menntun í þessum undirstöðuat- vinnuvegi okkar. Það er nauðsyn- legt að einokunarstöðu skólans verði aflétt, þannig að framhalds- skólar fái tækifæri til þess að vinna atvinnulífinu gagn. Hvað snertir framhaldsskóla í sjávarbyggðum er það heldur nöturleg staða að þurfa að vísa öllum frá sem vilja físk- vinnslumenntun. Við Verkmennta- skóla Austurlands liggja fyrir tillög- ur um sjávarútvegsbraut og físk- vinnslubrautir og ítarlegar tillögur hafa fyrir alllöngu verið sendar Fræðsluráði sjávarútvegsins, um nýsköpun á þessu sviði. Fiskvinnsluskólinn er eins og aðrir sérskólar bam síns tíma og þarf að ganga í gegnum endumýjun lífdaga eða leggjast af. Það er nauð- synlegt að stýra og skipa mennta- málum úr ráðuneyti í samvinnu við aðra, svo sem atvinnulífíð, en einok- un á jafn almennu sviði og menntun er, getur aldrei leitt til annars en stöðnunar. Höfundur er skólameistari Verkmenntaskóla Austurlands. Páll V. Daníelsson „Vímuþjóðin leysir ekki þann vanda sem við er- um í. Aldamótakynslóð- in skildi það. Hún bjó sig til átaka án vímu.“ um þjóðum en það tekst fáum að skaðlausu. Annaðhvort hnjóta þeir sjálfír á vegi vímunnar eða aðrir sem reyna að feta í fótspor þeirra bíða tjón, líkamlegt og eða andlegt. Hvor þjóðin leysir vandann? Vímuþjóðin leysir ekki þann vanda sem við erum í. Aldamóta- kynslóðin skildi það. Hún bjó sig til átaka án vímu. Og hún náði góðum árangri. Nú ættum við að feta í fótspor hennar. Það kostar ekkert að kasta frá sér brennivíns- flöskunni, það hefur enginn farið á hausinn út af því. Og þarna ættu ríkisstjórn og alþingismenn að hafa forystu. Þá munu aðrir eftir fylgja. Nú liggur mikið við, efnahagur þjóðarinnar, sómi hennar, já sjálft sjálfstæði hennar. Það getur nefni- lega glatast á meðan við liggjum úti á víðavangi ofurölvi eftir bjór- hátíðir eða annað ölteiti. Höfundur er viðskiptafræðingvr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.