Morgunblaðið - 19.11.1992, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 19.11.1992, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1992 Frá Jónshúsi í Kaupmannahöfn Listamenn frá Islandi THOR Vilhjálmsson rithöfundur kom við í Jónshúsi í Kaupmanna- höfn á ferðalagi sínu til Svíþjóð- ar, þar sem hann var að taka við bókmenntaverðlaunum sænsku listaakademíunnar. Thor las þar upp úr nýjasta ritverki sínu, Raddir í garðinum, föstudags- kvöldið 25. september. í fréttatilkynningu segir að Fyrsta prent- útgáfa Grá- gásar á Islandi GRÁGÁS, lagasafn íslenska þjóð- veldisins, er_ fyrsta prentútgáfa Grágásar á Islandi og jafnframt fyrsta útgáfan fyrir almenning ekki síður en fræðimenn. Hún kom síðast út í Kaupmannahöfn á 19. öld í fræðilega stafsettri útgáfu. Umsjónarmenn eru Gunnar Karlsson sagnfræðipró- fessor, Kristján Sveinsson sagn- fræðingur og Mörður Arnason málfræðingur. I kynningu útgefanda segir m.a.: „Grágás geymir lagasafn þjóðveld- isins og er samsteypa tólf lögþátta sem voru í gildi þangað til landið gekk undir Noregskonung á ofan- verðri 19. öld. Einn af þeim, Víg- slóði, fjallar um víg og áverka, hefnd og refsingar, er það elsta sem vitað er með vissu að fest var á bók á íslandi. Það var gert veturinn 1117-18 hjá Hafliða Mássyni goða á Breiðabólstað. Grágás lýsir stjómarháttum ís- lendinga og daglegu lífi frá land- námi til ofanverðrar 19. aldar. Lagasafnið er eitt helstu undir- stöðurita í íslenskri réttarsögu og mikilvæg heimild til skilnings á þjóðveldinu og sígildum íslenskum bókmenntun. Grágás er ein af upp- sprettum íslensks ritmáls, skrifuð á kjamyrtu máli og svipmiklu, stíllinn tær og orðfæri sérstætt og athyglis- vert. I útgáfunni er texti aðalhandrit- anna felldur saman þannig að safn- ið myndar eina heild. Grágás fylgir inngangur um aldur og sögu, skýr- ingamyndir og ítarleg atriðaorða- skrá. Textinn er gefínn út með nútímastafsetningu og orðskýring- um.“ Útgefandi er Mál og menning. Bókin er 608 siður, prentuð í prentsmiðjunni Odda hf. og kost- ar 7.900 krónur. margmennt hafi verið í Jónshúsi og áliðið kvölds þegar áheyrendur slepptu Thor. Megas hélt tónleika í Jónshúsi 6. og 7. nóvember. Þéttsetið var í félagsheimilinu bæði kvöldin. Meg- as flutti bæði lög af nýja geisladisk- inum „Þrír blóðdropar" og eldri lög. í áheyrendahópnum voru bæði ís- lendingar og danskir íslandsvinir og Megas virtist eiga aðdáendur bæði í eldri og yngri kynslóð. Hann var klappaður fram aftur og aftur í lokin. Hörður Torfason hélt tónleika sunnudagskvöldið 8. nóvember í félagsheimilinu. Hörður flutti bæði lög á nýjasta geisladiski sínum, Kveðju, og eldri lög. Sólrún Bragadóttir, sópransöng- kona og Þórarinn Stefánsson píanó- leikari héldu tónleika í Jónshúsi, menningarmiðstöð íslendinga í Kaupmannahöfn, laugardaginn 31. október. Sólrún og Þórarinn voru á tónleikaferð um Svíþjóð, en lögðu lykkju á leið sína. í fréttatilkynningunni segir enn- fremur að hrifning áheyrenda hafi verið greinileg, einkum þegar Sól- rún söng íslenskt vögguljóð á hörpu eftir Jón Þórarinsson og Beltikerl- inguna eftir Sigvalda Kaldalóns. Hljómsveitin Kuran Swing, frá vinstri: Magnús Einarsson, Þórður Högnason, Björn Thoroddsen, Szymon Kuran og Ólafur Þórðarson. Kuran Swing gef- ur út geisladisk KURAN Swing-hljómsveitin hefur sent frá sér geisladisk og snældu með 19 lögum eftir fé- laga í hljósveitinni og fleiri, en hljómsveitin leikur eins og kunnugt er djass. í hljómsveitinni Kuran Swing eru Szymon Kuran fiðla, Björn Thoroddsen, gítar, Ólafur Þórðar- son gítar, Magnús Einarsson gítar og mandólín og Þórður Högnason kontrabassi. Auk laga eftir félagana í hljóm- sveitinni eru lög eftir Hallbjörgu Bjamadóttur, Oðinn G. Þórarins- son, Jón Múla Árnason og Sigfús Halldórsson. Útgefandi er hljóm- plötuútgáfan Steinar hf. Ég er meistarinn sýnt í London London. Frá Sigrúnu Davíðsdóttur. Ný uppfærsla á leikriti Hrafn- hildar Hagalin, Eg er meistarinn, var frumsýnd í London á þriðju- daginn. Leikritið verður sýnt þrisvar sinnum i þetta skiptið. Sýningunni var komið á laggirn- ar í tilefni af Norrænu menning- arhátíðipni sem stendur yfir í London þessar vikurnar en hóp- urinn sem stendur að flutningn- um hefur í huga að sýna leikritið víðar. Leikaramir sem leika í sýning- unni em Steinunn Ólína Þorsteins- dóttir, Baltasar Kormákur og Gunn- ar Eyjólfsson, sem leikur meistar- ann. Bæði Steinunn og Gunnar lærðu leiklist í London. Gunnar kom fyrst fram sem leikari fyrir 45 áram einmitt á sviði Lyric Theater í Hammersmith þar sem Meistarinn er sýndur nú. Leikstjóri er Þórann Sigurðardóttir. Elín Edda Árnadótt- ir hannaði sviðsmynd og búninga. Eins og í uppfærslu verksins í Borg- arleikhúsinu valdi og flytur Pétur Jónasson gítarleikari tónlist í sýn- Úrval spænskra ljóða í Norræna húsinu ÚRVAL spænskra ljóða 1900- 1992 í þýðingu Guðbergs Bergs- sonar er að koma út á íslensku. Bókin nefnist Hið eilífa þroskar djúpin sín og er gefin út af For- laginu. Af því tilefni munu leikar- amir Hjalti Rögnvaldsson og Geirlaug Þorvaldsdóttir, ásamt Guðbergi Bergssyni, lesa upp Ijóð úr bókinni á síðdegissam- komu í Norræna húsinu laugar- daginn 21. nóvember. Jafnframt mun Símon ívarsson leika á gítar tónlist eftir spænsk tónskáld. Dagskráin hefst kl. 15.00. í fréttatilkynningu segir að það séu mikil tíðindi þegar úrval spænskra nútímaljóða komi fyrir sjónir íslenskra ljóðaunnenda í þýð- ingu þess manns sem mest hefur .unnið að því kynna_ spænskar bók- menntir á Islandi. Úrvalið hefur að geyma 170 ljóð eftir 52 ljóðskáld. Bókinni er skipt í fjóra meginkafla sem markast af tímaskeiðum. Guð- bergur ritar formála að hverjum kafla, þar sem hann gerir grein fyrir viðkomandi tímabili. Hverju skáldi fylgir æviágrip og lýking á Gunnar Eyjólfsson og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir í hlutverk- um sínum. íngunm. I samtali við Morgunblaðið sagð- ist Hrafnhildur Hagalín vera ánægð hvernig til hefði tekist með ensku uppfærsluna. Hún dvelur á íslandi í vetur en leggur annars stund á leikhúsfræði í París. Anna Yates, blaðamaður og þýðandi, þýddi verk- ið. Jakob Magnússon menningar- fulltrúi hefur haft veg og vanda að undirbúningi sýningarinnar eins og að öðram atriðum á menningarhá- tíðinni. Hann sagðist hafa haft áhuga á að koma leikritinu á fram- færi í London og farið með það á nokkra staði en samkeppnin væri hörð svo að það hefði verið spurning um að taka frumkvæðið. Þegar hátíðin var í augsýn fannst honum fara vel á að bæta því við hlut ís- lendinga. Tíminn var stuttur en eins og oft hefði allt gengið upp á endan- um. Hópurinn hefði jafnvel fundið hús við hæfi og það væri sérlega gaman að sýna leikritið í Lyric Theater sem væri þekkt fyrir að koma nýjum höfundum á framfæri. Því miður gætu sýningamar að þessu sinni aðeins orðið þijár því leikararnir væru fastir í öðram verkum og hefðu fengið sig lausa fyrir velvilja heima fyrir. Að lokum sagði Jakob að íslendingar ættu marga listamenn sem ættu erindi út fyrir landsteinana en á samdrátt- artímum væri ekki við því að búast að útlendingar vildu fjárfesta í hug- myndum sem við vildum ekki kosta sjálf, það væri veðjað á þá sem þyrðu. Hann sagðist vera bjartsýnn á framgang Meistarans því það hefði vantað íslenskar sýningar fyr- ir útlendinga síðan Inuk-hópurinn hætti. Bandamannasaga var sýnd í London í síðustu viku, en á ís- lensku. Elín Edda Ámadóttir leikmynda- hönnuður sagði að stofnkostnaður sýningarinnar væri um tvær millj- ónir króna. Hópurinn fékk stuðning frá Flugleiðum, menntamálaráðu- neytinu, Seðlabankanum, íslands- banka, Búnaðarbankanum, SPRON, Heklu, OLÍS, Visa-ísland og íslenskum aðalverktökum. Hún sagðist vona að þessi vinna væri upphafið að sýningum hópsins er- lendis. Leikritið ætti alls staðar jafn vel við og þau hefðu þegar hug- myndir um hvert haldið yrði næst. Eins og kunnugt er hlaut leikrit Hrafnhildar Norrænu leiklistar- verðlaunin í vor, í fyrsta skipti sem þeim var úthlutað. I Noregi stendur til að setja verkið upp og á frumsýn- ingunni í London ræddi Morgun- blaðið einnig við ítalskan leikstjóra, Eduardo Salemo, sem hefur mikinn áhuga á að setja verkið upp heima fyrir. Kynning nýrra bóka Morgunblaðið/Ámi Sæberg Guðbergur Bergsson rithöfund- ur og leikaramir Hjalti Rögn- valdsson og Geirlaug Þorvalds- dóttir, ásamt gítarleikaranum Símoni ívarssyni. helstu einkennum þess eða viðhorf- um á sviði ljóðlistar. BÓKAFORLAGIÐ Mál og menning gengst í kvöld fyrir kynningu á nýjum bókum í Nor- ræna húsinu og hefst upplestur- inn kl. 20.30. Þar mun Helgi Hálfdanarson lesa úr þýðingum sínum á kín- verskum ljóðum og áður óbirtum ljóðum eftir Snorra Hjartarson sem væntanleg eru í nýju heildar- safni Snorra. Hjalti Rögnvaldsson leikari les úr smásagnasafni Böðv- ars Guðmundssonar og nýrri þýð- ingu Sigurðar A. Magnússonar á verki James Joyce, Ódysseifi. Að auki koma þarna fram eftirtaldir höfundar og lesa stutta kafla úr nýjum verkum sínum: Einar Kára- son, Kristín Ómarsdóttir, Inga Huld Hákonardóttir, Linda Vil- hjálmsdóttir, Gyrðir Elíasson og Thor Vilhjálmsson. Nýjar bækur ■ EngiII meða.1 áhorfenda eftir Þorvald Þorsteinsson. í kynningu útgefanda segir m.a.: „Það kemur á dag- inn að Engill meðal áhorf- enda er ekki venjuleg sögu- bók. Lesandi fær það skemmtilega hlutverk að vera þátttak- andi og áhorf- andi að sérkennilegu sjónarspili sem sviðsett er á síðum bókar- innar. Þorvaldur Þorsteinsson hefur samið um fímmtíu stuttar sögur þar sem hann snýr upp á lögmál leiksviðs, sögusviðs og veraleika þannig að til verður ný og óræð vídd. Hér er magn- aður seiður með galdri leikhúss- ins og töfram frásaganarinnar. Sögumar eru bæði ærslafullar og alvarlegar, fáránlegar og hversdagslegar, nýstárlegar og hefðbundnar. Þetta er ögrandi skemmtilestur." Útgefandi er Bjartur. Prentsmiðja Árna Valde- marssonar prentaði en Vala Ólafsdóttir sá um kápugerð. Bókin er 90 bls. og kostar 1.595 krónur. Þorvaldur Þor- steinsson M Aldamótakonur og ís- lensk listvakning eftir Dagnýju Heiðdal, sagnfræð- mg. Dagný Heiðdal í kynningu útgefanda segir að í bók- inni sé fjallað almennt um þá myndlist- armenntun sem evrópsk- um konum stóð til boða á síðari hluta 19. aldar og sögunni er síðan vikið sérstaklega að þeim ís- lensku konum sem vora uppi á þessu tímabili og fengu ein- hveija tilsögn í myndlist. Útgefandi er Sagnfræði- stofnun Háskóla íslands. Bókin er 85 bls. að stærð og henni fylgja skrár yfir heim- ildir, myndefni og fólk sem um er fjallað. Söluumboð er í höndum Sögufélagsins, Fischersundi 3, Reykjavík. Verð 1.300 krónur. ■ Þriðja útgáfa af íslensku lyfjabókinni, en um 200 ný lyf hafa bæst við og miklar breyt- ingar orðið á lyfjamarkaðinum síðan önnur útgáfa kom út. Bessi Gíslason lyljafræðing- ur, einn af höfundum bókarinn- ar, segir að ýmsar endurbætur hafi verið gerðar á bókinni. Nefnir hann sem dæmi að í öll- um lyijaköflum er nú getið sam- heitalyfja þeirra lyija sem eiga slík samheitalyf. „Með sam- heitaskrá getur almenningur séð að þau lyf sem hann fær nú era í raun þau sömu og gömlu lyfin þótt nöfnin á þeim séu önnur," segir Bessi. Auk hans eru höfundar þeir Helgi Kristbjarnarson læknir og Magnús Jóhannsson læknir. Af öðram nýjungum sem er að finna í bókinni nú má nefna kafla um blóðþrýstings- og hjartalyf og nýjar lyfjameðferð- ir við magasári og skeifugarn- arsári og nýjungar í baráttunni við eyðni. Þeim sem eiga eldri útgáfur gefst nú kostur á að skila þeim í apótek og fá nýju bókina i staðinn með 40% afslætti. Þetta er m.a. gert til að ná gömlu útgáfunum úr umferð en þær eru orðnar úreltar og innihalda í sumum tilvikum rangar upp- lýsingar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.