Morgunblaðið - 19.11.1992, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 19.11.1992, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ PAGLEGT LÍF FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1992 Víti ai varast. - Það eru mörg vítin að varast í viðskiptum með notaða bfla svo sem leyndir gallar og rangar upplýsingar. Um 60 þúsund bílar skiptu um eigendur í fyrra FYRIR marga eru kaup á notuðum bíl áhættuviðskipti. í fyrra skiptu 59.404 bflar um eigendur og þarf ekki mikla reikniskunnáttu til að sjá að þessi viðskipti skipta miiyörðum . Skv. upplýsingum neytenda- stofnana í nágrannalöndunum eru kvartanir vegna bflaviðskipta ai- gengari en aðrar. Hér njóta neytendur takmarkaðrar lögvemdar og em oft berskjaldaðir ef á þeim er brotið. Löggjöf um starfsemi þeirra, sem stunda viðskipti með notaða bíla er ákaflega takmörkuð. í lögum um sölu notaðra lausafjármuna frá 1979, eru þó ákvæði um sölu not- aðra bíla en þau eru mjög ófullkom- in, að sögn Runólfs Olafssonar, frkvstj. FTB. Árið 1988 og aftur 1989 mælti Ingi Bjöm Albertsson fyrir fmmvarpi um málið sem ekki náði fram að ganga. í greinargerð kom fram að gera mætti ráð fyrir að löggjöf yrði til hagsbóta, bæði fyrir bifreiðasala og viðskiptamenn. „Löggjöf um þetta er áríðandi hags- unamál bíleigenda og bílasala sem vilja sinna sínu starfi af fagmennsku og heiðarleika," segir Runólfur. Hart lög Fulltrúar FÍB ræddu við Jón Sig- urðsson, viðskiptaráðherra, í sumar og vöktu athygli hans á því ófremdarástandi, sem er í þessum viðskiptum. Ráðherra og samstarfs- menn hans sýndu málinu strax áhuga og hófust handa við fmm- varpssmíð til að auka neytendavernd I þessum viðskiptum og má búast við að fmmvarp verði lagt fram á þessu þingi. Þómnn Erhartsdóttur í viðskiptaráðuneytinu segir að fmm- varp Inga Bjöms sé haft til hliðsjón- ar auk tillagna frá öðmm hagsmuna- aðilum. Með lagasetningu er stefnt að því að auka ábyrgð og upplýsingaskyldu bílasala. Þeir sem kaupa og selja notuð ökutæki þurfa að fá leyfi yfir- valda að uppfylltum ákveðnu fagleg- um og lagalegum skilyrðum. Bíla- sali, þarf skv. frumvarpinu að leggja fram tryggingar til að mæta hugs- anlegum bótaábyrgðum eins og er um starfsemi fasteignasala. Ekki hefur verið ákveðið hve háar trygg- ingar verður farið fram á. „Það er sjálfsögð krafa að allir bílasalar verði tölvutengdir SkýR og hafi þannig aðgang að skrám þar sem sést fram hvort áhvílandi em veðbönd eða bifreiðagjöld. Þá þarf að samræma kaupsamnings- og af- salseyðublöð," segir Runólfur. „Kaup á notuðum bíl krefjast þekkingar og árvekni, og mörg vítin að varast, s.s leyndir gallar, rangar upplýsingar um stöðu vegmælis, veðskuldir og verðlausir eða falsaðir pappírar. Eðlilegt er að fram komi meira en söluverð, t.d. reksturs- og viðhaldskostnaður. Þá verður örygg- isbúnaður að standast lágmarks- kröfur. Notaðir bflar af sömu teg- und, árgerð og álíka mikið keyrðir geta verið í misgóðu standi. Ástand- slýsing hjálpar þá neytandum eink- um þeim sem vita lítið um bfla. Það er eðlilegt að bflar á bflasölum fari í söluskoðun hjá viðurkenndu verk- stæði, sem útfylli ástandsskýrslu til að auka öryggi og auðvelda val við- skiptavinar. I lýsingu þurfa að koma fram grannupplýsingar um bílinn og aukabúnað, ábyrgðir frá framleið- anda eða umboði, ástand öryggis- búnaðar, vélar, rafkerfis, lakks ofl. og áætlaður kostnaður við viðgerðir og varahluti," segir Runólfur. ■ JI VIKUNNAR Pizzur ódýrari á Akureyri en í Reykjavík FLATBÖKURNAR ítöisku njóta sérstakra vinsælda á kvöldmatartíma á föstudögum og í samkvæmum um helgar samkvæmt þvi sem við kom- umst næst. Mörgum þykir gott að fá pizzurnar sendar heim til sín að lokinni vinnuviku og losna við eldamennsku í það skiptið. pizzur hinnar alþjóðlegu veitinga- húsakeðju. Er helmsendlngln ókeypls? Við miðuðum við 12 tommu pizzu með sveppum, skinku, papr- iku og ananas auk tómatsósu og osts. Flestir staðanna auglýsa fría heimsendingarþjónustu og í ljós kemur að verð þeirra er nokkuð ari könnun. Vel má vera að til séu bæði ódýrari og dýrari pizzur, annaðhvort í Reykjavík eða ann- ars staðar á landsbyggðinni og því ítrekum við að hér var verð aðeins kannað á nokkmm sölu- stöðum. Talið er að fyrsta pizzan hafi verið elduð í Napólí á Italíu á 16. öld þegar tómatar bámst til Evr- ópu. Sú pizza er þá var elduð hefur þó væntanlega verið fátæk- leg, a.m.k. miðað við það sem við eigum nú að venjast, því ekki var farið að nota_ ost á pizzur fyrr en mun síðar. Ólífur hafa þó lengi þótt tilheyra pizzum, en egg, nautahakk, ananas og fleira í þeim dúr er tilbreyting sem smám saman hefur fest rætur. Hinn gamli háttur að eldbaka pizzur er enn í hávegum hafður í heima- landi pizzunnar, Ítalíu, og er í mörgum tilfellum ákveðinn gæð- astimpill. ■ BT Við könnuð- um verð á pizzum á nokkmm stöðum í Reykjavík og tveimur stöðum á Akureyri, en að gefnu tilefni skal tekið fram að ekki er um heildarúttekt að ræða. Hér er heldur ekki tekið tillit til gæða eða magns, nema í einu tilfelli, sem er hið dýrasta. Á Pizza Hut var okkur tjáð að þar væm pizzur seldar eftir þyngd og væri álegg vigtað ofan á hveija pizzu. Væri þessi háttur hafður á, því staðlaðar reglur giltu um hærra en hjá hinum sem selja pizzur bæði til að snæða í heimahúsi og inná veitingastaðnum. Hin „fría“ heimsendingarþjónusta þarf því ekki endilega að borga sig. í öllum tilfellum gildir verðið í meðfylgj- andi töflu, ef kaupandi sækir pizz- una sjálfur. Á Ákureyri reyndust pizzumar vera ódýrari en í Reykjavík og þar með breikkar bilið milli ódýr- ustu og dýmstu pizzunnar í þess- Hér er pizzan, upp með veskið! 12 tommu Send heim pizza, kr. án aukagjalds Staður Bautinn, Akureyri Greifinn, Akureyri Homið Hrói höttur Jón bakan Eldsmiðjan Madonna Pizzahúsið Pizza Hut* * Pizza Hut afgreifiir ekki 12 tommu pizzur, heldur 10 tommu. Þær vega 485 gr., þar af er ostur 160 gr. og annafi álegg 60-65 gr. hvert. 780 nei 860 já 920 nei 1.020 já 1.025 já 1.050 já 1.090 já 1.230 já 1.620 já Hreindýrakjöt að hætti Vaðbrekkubænda Á HEIMILI Evu Ásgeirsdóttur og Sigurðar Aðalsteinssonar að Vað- brekku í Jökuldal er alltaf til hreindýrakjöt í frystikistunni. Ekki nema von því bóndinn er skytta með veiðileyfi fyrir þremur hreindýr- um á ári. Einn skrokk hafa þau handa sér og sínu fólki en hina selja þau. Þau sjá sjálf um að verka kjötið, úrbeina og búa til hakk. 35 Þau hjónin segjast yfírleitt bera bóg, bringukoll eða hakk , á borð fyrir heimilisfólk, sem mm er auk þeirra fjögur böm og 05 vinnumaður. Á gamlárskvöld ^51 og þegar gesti ber að garði matreiða þau hrygg eða læri. ™ Evu finnst bógur þó allt eins flL bragðgóður en segir að marg- ir séu hrifnari af hrygg vegna þess að hann sé feitari. Fitan er þó ekki borðuð en þykir gefa betra bragð. Eva segir að matreiðsla hrein- dýrakjöts sé auðveld, aðalatriðið sé að steikja kjötið lengi við vægan hita og best sé að steikja það í poka. Sósuna segir hún bragðmikla og alls konar meðlæti megi hafa með. Eins og aðrir Austfírðingar hefur Sigurður borðað hreindýrakjöt frá blautu bamsbeini, en Eva, sem er að vestan, bragðaði það í fyrsta __fskipti þegar hún fluttist austur fyr- ir tíu ámm. Daglegu lífí fannst tilvalið að leita til hjónanna að Vaðbrekku um uppskrift að hreindýrasteik. Hreindýrasteik fyrir 8 manni 3 kg hreindýrahryggur Salt og Season all Strjúkið kryddið mjög vel inn í kjöt- ið þegar það hefur þiðnað. Best er að láta hrygginn þiðna í einn og hálfan sólarhring. Steikið hrygginn í í ofni í 2'/2 til 3 klst. við 100° hita. Sósa Kjötsoð 1 dl rjómi eða mjólk 1 msk. hveiti. Látið soðið af kjötinu í pott 0 g búið til hveitijafning. Hellið smám sam- an út í 1 dl af rjóma og hrærið vel í. Hrásalat 'A haus kínakál 2 tómatar 14 agúrka 14 græn paprika 1 msk. majones 1 msk. súrmjólk 1 tsk. salt 1 tsk. aromat Brytjið grænmetið og hrærið saman við majones og súrmjólk. Kryddið. Annað meðlæti sem fólkið að Vaðbrekku gæðir sér á með steik- inni er 1 kg brúnaðar kartöflur, 'Adós gulrætur og grænar baunir og Vízdós rauðkál. Veró: Hreindýrakjötið þurfa þau hjónin ekki að borga, en 1 kg af hreindýra- hrygg kostar 1.750 kr. í Kaupfélagi Héraðsbúa. 1 dl rjómi kostar 60 kr. (2*/2 dl eða 1 peli kostar 150 kr.) 14 úr haus kínakál 70 kr. (1 kg. 266 kr.) 2 tómatar 22 kr. (1 kg. 350) 14 agúrka 25 kr. (1 kg. 198 kr.) '4 græn paprika 20 kr. (1 kg. 198 kr.) 1 kg kartöflur 130 kr. V2 dós (tæp 500 g) gulrætur og grænar baunir 48 kr. Eva Ásgeirsdóttir setur hrein- dýrahrygginn í ofninn. Vi dós (500 g) rauðkál 128 kr. Samtals kostar meðlætið rétt rúmar 500 kr. Hátíöarsósa Uppskriftin af sósu Vaðbrekku- hjónanna er fremur einföld, en vilji fólk leggja meira í matreiðsluna, gefum við hér eina uppskrift til við- bótar. Þeir sem safna villtum íslenskum jurtum; blóðbergi, bláberjalyngi, birkilaufum og vallhumli, jgeta not- að þær með villibráð. I sumum heilsuverslunum fást slíkar jurtir, sem má nota, en gott er að bæta við villtu tímíani. Þeir sem eiga heimatilbúið rifs- eða hrútaberja- hlaup nota það að sjálfsögðu. Sósusoó Lengstan tíma tekur að gera soðið og þarf að biðja kaupmanninn um bein fyrir soð. f sósu fyrir 8 manns þarf: 1 kg bein með svolitlu kjöti 8 dl kalt vatn 3 gulrætur 2 laukar 1 msk. blönduð piparkorn (rauð, hvít og svört) 1 msk. gróft salt 1 -1 '/2 dl villtar ísl. jurtir 1 dl þurrt bragðmikið rauðvín 1 msk. lítið saltaður grænmetiskraftur (ekki teningar) 1 msk. þurr einiber Grænmetið hreinsað og skorið gróft. Sett í 150° heitan ofn ásamt beinum og bakað í 2 mín. á hvorri hlið. Soðið ásamt öðm hráefni við vægan hita í 4 klst. Snöggkælt með því að setja pottinn út fyrir og þá er fítunni fleytt ofan af, hafí það ekki verið gert meðan soðið kraum- aði. Við kælinguna þykknar soðið og því þarf að velgja það aftur og sigta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.