Morgunblaðið - 19.11.1992, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 19.11.1992, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1992 $— ...............- —1 .- * ---:—' —i <>:<]' "' ■■ ‘ • •<— Aðalfundur Félags hrossabænda Samruna- og hagræðingar- andi sveif yfir vötnum Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson Hrossabændur vilja að hestaeigendur fái að fylgjast með þegar kyn- bótadómarar dæma byggingu hrossanna og einnig að þeir dæmi hæfileikana hver í sínu lagi likt og tíðkast viða erlendis. Hestar_____________ Valdimar Kristinsson Félag hrossabænda hélt á föstudag aðalfund sinn í Bænda- höllinni. Þótti léttara yfir fundin- um nú en verið hefur síðustu tvö árin þegar miklar væringar ríktu meðal hrossaræktarmanna og endurspeglaðist sá andi á aðal- fundum félagsins. Fundurinn bar nokkum keim af þeirri sameiningaröldu sem virðist teygja sig í flesta anga þjóðfélags- ins og virðast hrossaræktarmenn hafa áhuga á ýmiskonar samruna til hagræðingar. Tvær tillögur í þessa átt voru samþykktar. I ann- arri er gert ráð fyrir að stjóm fé- lagsins vinni að því að stofnað verði fagráð hrossaræktarinnar þar sem saman kæmu allir aðilar sem hags- muna eiga að gæta. í hinni tillög- unni er stjóminni falið að leita leiða til hagræðingar í félagskerfi hrossaræktenda og hestaáhuga- fólks. Mátti á ýmsum fundarmönn- um skilja að hugmyndin að baki tillögunni væri hugsanleg samein- ing Landssambands hestamannafé- laga, Hestaíþróttasambands ís- lands, Félags hrossabænda og e.t.v. fleiri aðila í framtíðinni. Virðist orð- inn áhugi fyrir að hagræða og ein- falda félagskerfi hrossaræktar- og hestamanna. Þá var samþykkt til- laga sem endurspeglar nokkuð skiptar skoðanir manna um hvemig standa skuli að kynbótadómum hrossa. Þar er skorað á stjóm Fé- lags hrossabænda og ráðunauta Búnaðarfélagsins að tryggja að eig- endum hrossa verði heimilt að vera viðstaddir byggingardóma hross- anna. Að undinn verði bráður bugur að því að koma á einstaklingsdóm- um a.m.k. við hæfíleikadóma. Er þar átt við að dómarar dæmi hver í sínu lagi og rétti upp einkunna- spjöld eins og tíðkast í gæðinga- keppni. Þessi háttur mun hafður á víða erlendis við dóma á íslenskum hrossum. Að síðustu er mælst til að dómarar fái ekki vitneskju um ættartölu hrossa sem koma fyrir dóm hveiju sinni. Sem kunnugt er hafa ráðunautar Búnaðarfélagsins verði alfarið á móti þessum vinnu- brögðum og kom það fram í máli Kristins Hugasonar á fundinum. Málefni Stóðhestastöðvarinnar bar nokkuð á góma og var sam- þykkt að félagið sækti um styrk úr framleiðnisjóði til byggingar reiðskemmu við stöðina. Einnig var skorað á landbúnaðarráðherra að endurskoða hug sinn varðandi hug- myndir innan ríkisstjórnarinnar um fyrirhugaða sölu stóðhestastöðvar- innar og tryggja að starfsemi stöðv- arinnar haldist með einhveijum hætti í höndum bænda komi til sölu. Fundurinn dró í efa ágæti þessara hugmynda. Samþykkt var naumlega að mót- mæla reglugerðarbreytingum um Stofnvemdarsjóð þar sem einstakl- ingum og ræktunarfélögum eru fyrirmunuð framlög úr sjóðnum. Telur fundurinn eðlilegt að í allri þjónustu hins opinbera skuli bænd- ur og áhugahópar ræktunarmanna njóta sömu fyrirgreiðslu og hrossa- ræktarsamböndin. Einnig var til- laga frá Rangárvalladeild naumlega samþykkt, með 10 atkvæðum gegn 7. Þar er þeim tilmælum beint til stjómar Gunnarsholtsbúsins að hrossastóð búsins verði selt hið fyrsta. Jafnframt skoraði fundurinn á forsvarsmenn þeirra ríkisstofnana og búa sem kunna að vera í svip- aðri stöðu að gera slíkt hið sama. Tillagan hafði verið felld í nefnd en Þorkell Steinar Ellertsson endur- flutti hana með þessum árangri. Athygli vakti að aðeins 17 af 30 atkvæðabærum fundarmönnum greiddu atkvæði. í skýrslu stjómar kom fram að samtals voru flutt út 1.834 lífhross á síðasta ári. Vora það 47 ógeltir hestar, 812 hryssur og 975 gelding- ar. Skipting eftir löndum var þann- ig að til Þýskalands fóra 798 hross, Sviþjóðar 504, Noregs 204, Dan- merkur 105, Hollands 66, Austur- ríkis 44, Finnlands 43, Englands 22, Sviss 19, Færeyja 13, Banda- ríkjanna 9, Frakklands 6 og eitt hross fór til Lúxemborgar. Fyrstu tíu mánuði þessa árs hafa verið flutt út 1.856 hross, þar af vora 38 ógelt- ir hestar, 826 hryssur og 992 geld- ingar. Skipting milli landa á þessu ári er sem hér segir: Þýskaland 904, Svíþjóð. 537, Danmörk 136, Noregur 110, Bandaríkin og Kan- ada 58, Austurríki 26, Holland 23, England 22, Finnland 18, Færeyjar 10, Frakkland 4, Sviss 4 og til Ital- íu fóru 4 hross. A sama tíma í fyrra höfðu farið út 1.563 hross, 34 ógelt- ir hestar, 643 hryssur og 886 geld- ingar. Er þetta aukning um 293 hross, en búist er við að fjöldi út- fluttra hrossa geti farið í 2.000 í árslok. Félag hrossabænda skilaði rekstrarhagnaði upp á 5 milljónir fyrir reikningsárið, sem er frá 1. september til 31. ágúst. Segir í skýrslu stjórnar að umsvif félagsins hafi aukist mjög á þessu ári og beri reikningamir þess glögg merki. 1 stjóm voru kjömir Hreinn Magnússon frá Leysingjastöðum í Austur-Húnavatnssýslu og Bergur Pálsson frá Hólmahjáleigu í Rang- árvallasýslu, en þeir koma inn fyrir Kjartan Georgsson, Ólafsvöllum, og Grím Gíslason, Blönduósi, sem ekki gáfu kost á sér til endurkjörs. Aðr- ir í stjóm era Einar E. Gíslason, Syðra-Skörðugili, formaður, Hall- dór Gunnarsson, Holti, varaformað- ur og framkvæmdastjóri, Þórir ísólfsson, Lækjarmóti, Bima Hauksdóttir, Skáney, gjaldkeri. Enskjólakaka Matur og matgerd Kristín Gestsdóttir „Bara rúmur mánuður til jóla.“ Oft heyrum við þessa setningu og hugsum um leið: „Nú ætla ég að byija jólaundirbúning- inn snemma,“ en hann dregst stundum úr hófi með tilheyrandi stressi. En þeir sem ætla að búa til enska jólaköku, ættu að drífa sig í baksturinn, þar sem kakan batnar við geymslu. Með batnandi velmeg- un hefur fólk látið eftir sér að baka þessa íburðarmiklu köku, sem er lítið annað en þurrkaðir ávextir og hnetur — aðeins deig til að halda ávöxtum og hnetum saman. Kakan geymist mjög vel og er þess vegna hægt að baka hana og geyma til næstu jóla eða jafnvel jólanna næstu 25 árin, en dæmi era um slíkt í Englandi, en íslending- ar eru líklega ekki svo forsjálir. Alltaf er leiðinlegt að skera þurrkaða ávexti í sund- ur, þeir klessast við hnífinn. Gott er að klippa þá með skærum, sem dýft er í vatn. Kakan er bökuð við lágan hita, eins konar suðu. Ekki má losa hana úr forminu fyrr en eftir 20-30 mínútur. Síðan þarf að kæla hana, pikka með fínum prjóni, hella yfir hana með skeið volgu víni eða ávaxta- safa, væta grisju eða þunnt stykki í vfninu eða safanum, veíja utan um kökuna, setja álpappír þar utan yfir og stinga henni síð- an ofan í þétt box með loki. Gott er að líma límband yfir samskeytin. Boxið má helst ekki vera miklu stærra en kakan. Englendingar setja mjög oft krydd í þessa köku, en mér finnst betra að sleppa því. Hér era tvær uppskriftir, önnur með kryddi en hin án þess. Kökuna má skreyta að vild. Hér er önnur kakan skreytt með marsipanstjömum en hin með afliýddum möndlum og kirsubeijum. Möndlumar era afhýddar með því að láta þær standa í sjóðandi vatni í um 5 mínútur. Þá er hýð- ið laust á. Jólakaka án krydds 1 dl saxaðar gráfíkjur 2 dl súkkat 1 dl orangeat (ef það fæst) 15 rauð sykrað kirsuber 200 g blandaðar hnetur Vi dl hveiti yfir ávextina lh-1 dl romm, brandy, sherry eða ávaxta- safi 250 g jurtasmjöriíki og smjör blandað 1. saman 250 g sykur 5 egg 4 msk. mjólk 2. 250 g hveiti lh tsk. lyftiduft 2 dl ljósar rúsínur (ef þær fást, annars 3. má nota meira af þeim dökku) 2 dl dökkar rúsínur 4. Wi dl kúrenur 1 dl þurrkaðar saxaðar perur eða apríkósur 5. Vi dl saxaðar döðlur Klippið alla ávextina smátt, rúsínur líka, en saxið hnetumar frekar gróft. Strá ið Vi dl af hveiti yfir ávextina og hnetumar og blandið saman. Hrærið smjör, jurtasmjöriíki og sykur saman, setjið 1 egg í senn út í og hrær- ið á milli. Sigtið hveiti ásamt lyftidufti, hrærið variega saman við ásamt mjólk. Hrærið síðan ávextina varlega saman við. (Ekki í hrærivél.) Notið hátt springform, klippið hring úr bökunarpappír eftir botninum á forminu og leggið á botninn, smyijið síðan hliðar formsins. 6. Setjið deigið í formið, slétt- ið vel að ofan. 7. Hitið bakaraoftiinn í 140- 150öC, blástursofn í 120- 130°C. Setjið kökuna neðar- lega í ofninn og bakið í Wi-2 klst. Hækka má hitann um 20 gráður síðustu 10-15 mín- útumar. 8. Losið kökuna ekki úr forminu fyrr en eftir 20-30 mínútur, kælið síðan á grind. Pikkið og hellið víni eða ávaxtasafa yfír kökuna, sjá formála. Skreytið kökuna skömmu fyrir notkun. Jólakaka með kryddi Wi dl vatn 2 Vi dl púðursykur 200 g smjör 1 bolli dökkar rúsínur 2 bollar ljósar rúsínur, ef þær fást, notið annars meira af þeim dökku 1 Vi bolli kúrenur 1 pakki söxuð, sykruð kirsu- ber 1 pakki súkkat 1 pakki orangeat (ef það fæst) Vi tsk. kanill 'A tsk. engifer Vt tsk. allrahanda Vi tsk. sódaduft Vi tsk. lyftiduft 3 egg 7 dl hveiti 1. Saxið rúsínur og kirsuber. 2. Setjið vatn, púðursykur og smjör í pott og hitið. 3. Takið af hitanum. Hrærið matarsódann út með 1 msk. af vatni, setjið út í ásamt ávöxtum og kryddi. Setjið aftur á hell- una og látið sjóða. Takið síðan af og kælið. 4. Hrærið egg saman við það, sem er í pottinum, hrærið síðan hveiti út í. 5. Klippið bökunarpappír eftir botninum á springformi, leggið hann á botninn, en smyijið barmana á mótinu. 6. Setjið deigið í formið. 7. Hitið bakaraofn í 150°C, blástursofn í 130°C. Setjið formið með kökunni neð- arlega í ofninn og bakið í Wi-2 klst. Auka má hitann um 10-20°C síðustu 10-15 mínútumar. 7. Sjá lið 8 í uppskriftinni hér á undan og aðferð við geymslu í formála hér að framan.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.