Morgunblaðið - 19.11.1992, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 19.11.1992, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. NÓVÉMBÉR 1992 Borgarskipulag Hugmyndir um allt að 200 íbúða byggð á Eimskipslóðinni Eðlilegt að atvinnustarfsemi verði höfð næst stærri umferðarbrautunum HJÁ Borgarskipulagi Reykja- víkur er verið að vinna forsögn að deiliskipulagi á lóð Eim- skipafélags íslands við Borgar- tún 30. Að sögn Þorvaldar S. Þorvaldssonar forstöðumanns eru hugmyndir um allt að 200 íbúða byggð á svæðinu auk lóða Eldur í íbúð á Hringbraut ALLT tiltækt slökkvilið var kvatt út að.Hringbraut 86 rétt fyrir kl. 5 aðfaranótt miðvikudagsins. Eldur hafði komið upp í stofu í íbúð hússins á annarri hæð. Þrír menn voru í íbúðinni en þeir höfðu að mestu náð að slökkva eldinn þegar slökkvilið kom á stað- inn. Þremenningarnir voru fluttir á slysadeild vegna gruns um reykeitrun. Miklar brunaskemmdir urðu í stefu íbúðarinnar, en talið er að eldurinn hafí kraumað þar langan tíma í súrefnissnauðu lofti. Slökkviliðið þurfti ekki að nota vatn við slökkvistarfíð, en reyk- VEÐUR ræsti íbuðina. Slökkvistarf gekk fljótt fyrir sig en töluverðar skemmdir urðu á íbúðinni. Ekki er ljóst hvað olli eldsvoðanum. fyrir atvinnustarfsemi við Borg- artón og Kringlumýrarbraut. Ákveðið hefur verið að nýting lóðarinnar verði 1,5 en í íbúða- hverfum er hún yfírleitt 0,5. „Við viljum hafa allt opið í forsögninni og gefum eingöngu upp nýtingu 1,5 á lóðinni, sem er töluvert há,“ sagði Þorvaldur. „Miðað við það sýnist okkur að þetta geti orðið allt að 200 íbúða byggð en það fer mikið eftir hvernig menn ná að nýta svæðið. Við gefum upp í forsögninni að eðlilegt sé að næst stóru brautunum sé gert ráð fyrir atvinnustarfsemi, vegna um- ferðarhávaða og þess vegna ekki rétt að vera þar með íbúðir. Þessi háa nýting er vegna nálægðar við Ármannssvæðið, sem verður nýtt I DAG kl. 12.00 Hetmild: Veðurstofa (Byggt á veöurspá kl. 16.15 VEÐURHORFUR IDAG, 19. NOVEMBER YFIRLIT: Við Norður-Skotland er 965 mb djúp lægð á austurleið, en á Grænlandshafi er 985 mb aðgerðarlítil tægð, sem þokast austnorðaustur. SPÁ: Fremur hæg breytileg átt. Dálítíi él suðvestaniands, en að mestu þurrt í öðrum landshiutum. Hiti nærri frostmarki við sjávarsíðuna, en taisvert frost inn ti( landsins. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FÖSTUDAG OG LAUGARDAG: Breytiieg átt, víðast gola, smáél á Norður- og Vesturlandi, en annarstaðar að mestu úrkomu- laust. Frost 4 til 6 stig. HORFUR Á SUNNUDAG: Austan- og suðaustanátt, víðast kaldi en stinn- ingskaldi við suðurströndina. Snjókoma sunnan- og austanlands, en úrkomulítið annarstaðar. Hiti nálægt frostmarki. Nýir veðurfregnatímar: 1.30. 4.30, 7.30, 10.45, 12.45, 16.30, 19.30, 22.30. Svarstmi Veðurstofu Islands — Veðurfregnir: 990600. Ö Ö Heiðskírt Léttskýjað * r * f r r * / f * f f f f f * f Rigning Slydda Hálfskýjað Skýjað Alskýjað V ^ v Skúrir Slydduél Él * * * * * * * * Snjókoma Sunnan, 4 vindstig. Vindörin synjr vindstefnu og fjaðrimar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig.^ 10° Hitastig V Súld = Poka stig.. FÆRÐA VEGUM: (Kl.17.30fgær) Ftestir vegir á iandinu eru nú færir en víðast er talsverð hálka. Þannig er fært um Hellisheiði og Þrengsli. Vegir á Suðurlandi eru einnig færir og fært með ströndinni austur á Austfirði. Mosfellsheiði er fær en Gjá- bakkavegur ófær. Vegir eru eínnig færir um Borgarfjörð, Snæfellsnes, Dalasýslu og um Barðastrandarsýslu til Patreksfjarðar og þaðan til Bíldu- dals, Þingeyrar og ísafjarðar. Vegurinn um Klettsháis í Austur-Barða- strandarsýslu er þó þungfær. Brattabrekka er fær. Fært er frá Bolungar- vík og ísafirði, um ísafjarðardjúp og Steingrimsfjarðarheiði tii Hólmavík- ur og þaðan suður til Reykjavíkur. Vegir á Norðurlandi eru færir. Svo sem til Siglufjarðar, Ólafsfjarðar, Akureyrar og þaðan í Mývatnssveit og einnig með ströndinni til Vopnafjaröar. Vegir á Austfjörðurm eru yfir- leitt færir og fært um Möðrudalsöræfi, Vopnafjarðarheíði og Heillisheiði eystri. Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti í síma 91-631500 og í grænni línu 99-6315. Vegagerðin. VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hiti veður Akureyri +2 skýjað Reykjavik +3 alskýjað Bergen 2 léttskýjað Helsinki þokumóða Kaupmannahöfn B þokumóða Narssarssuaq +21 iéttskýjað Nuuk +10 léttskýjað Osió 0 snjókoma Stokkhólmur 6 þokumóða Þórshöfn 4 rigning Algarve 20 — Amsterdam 8 skýjað Barcelona 16 léttskýjað Berlín 6 rigning Chicago 4 skýjað Feneyjar 12 heiðskírt Frankfurt 6 skýjað Glasgow 9 skúr Hamborg 6 rigning á síð.kist. London 10 súld LosAngeles 14 þokumóða Lúxemborg 3 skýjað Madríd 16 skýjað Malaga 19 léttskýjað Maliorca 18 léttskýjað Montreal 4 alskýjað NewYork 6 alskýjað Orlando 19 alskýjað Parfs S rignfng Madeira 20 skýjað Róm 12 háifskýjað Vín 7 skýjað Washington 9 mistur Winnipeg +3 frostúði sem grænt svæði fyrir þetta nýja hverfí og nálæga byggð en gert er ráð fyrir að íþróttafélagið flytji í Borgarhverfíð í Borgarholti, þar sem félagið fær nýtt athafna- svæði.“ Verið er að kanna hvað taki við að lokinni vinnu við forsögn deili- skipulagsins. Uppi eru hugmyndir um að Eimskip ásamt arkitektum og verktökum leggi fram hug- mynd um hvemig svæðið verði byggt upp og að sömu aðilar tækju að sér framkvæmdir. Þorvaldur benti á að sami háttur hafí verið á þegar Bryggjuhverfíð við Gullin- brú í Grafarvogi var skipulagt. „Þar komu Björgun hf. ásamt verktakafyrirtækinu Ármannsfelli til borgaryfírvalda með hugmynd arkitekta að fullskipulagðri byggð,“ sagði Þorvaldur. „Þarna átti að vera höfn samkvæmt aðal- skipulagi og vorum við spurðir hvort þessar breytingar kæmu til greina og í kjölfarið tóku menn að semja um hvemig staðið yrði að málum.“ ♦ ♦ ♦ * Andri Ass sigraði Meistaramóti félagsins Hellis lauk fyrir stuttu. Tefldar voru sjö umferðir Monrad (atskák). Meistari félagsins varð Andri Áss Grétarsson en hann hlaut 6*/z vinning. í öðra sæti varð Ingvar Ásmundsson með 5'/2 vinning og þriðji var svo Gunn- ar Gunnarsson einnig méð 5'/2. Benedikt E. Guðmundsson. Benedikt E. Guðmunds- son skipað- ur siglinga- málastjóri BENEDIKT E. Guðmundsson hefur veríð skipaður siglinga- málastjóri til fímm ára. Alls sóttu sex manns um stöðuna og þóttu fjórir hæfir, Benedikt þeirra á meðal. Siglingaráð fjallaði um umsókn- irnar en mælti ekki með einum frek- ar en öðrum af þeim fjórum sem hæfír voru metnir. Samgönguráð- herra skipaði Benedikt sem tekur við starfínu í byijun febrúar á næsta ári. Benedikt er fæddur á Patreks- fírði 23. september 1939. Hann ef stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri, lauk fyrrihlutaprófí í verkfræði frá Háskóla íslands 1962 og tók lokapróf í skipaverkfræði í Kaupmannahöfn 1965. Síðan þá hefur hann verið yfírverkfræðingur hjá skipasmíði Þorgeirs og Ellerts á Akranesi. Benedikt hefur tvivegis verið skipaður í Rannsóknamefnd sjóslysa, 1986 og 1991. Grein eftir íslenska vísindamenn vek- ur athygli erlendis ÚTDRÁTTUR og lofsamleg umsögn um grein eftir íslenska vísindamenn, sem nýlega birtist í heild í American Journnl of Cardiology, birtist í októberhefti fylgirits sem bandarísku læknasamtökin birta mánaðarlega með læknablaðinu AnnaJs of Internal Medicine, en þar eru birtir útdrættir úr nokkrum athyglisverðum nýbirtum vísindagreinum. Höfundar þessarar greinar eru Gunnar Sigurðsson, yfirlæknir á Borgarspítala, ásamt starfsfólki Rannsóknarstöðvar Hjartaverndar, Ásdísi Baldursdóttur og Helga Sigvaldasyni, og læknamir Uggi Agn- arsson, Guðmundur Þorgeirsson og Nikulás Sigfússon yfir- læknir. Grein þessi hefur vákið talsverða athygli, en útdráttur úr henni hefur einnig birst í fleiri erlendum tímaritum. Gunnar Sigurðsson sagði í samtali við Morgunblaðið að um væri að ræða rannsóknir á gögn- um sem Hjartavemd hefði safn- að og væra hluti af stærri hóp- rannsókn. í þessari rannsókn voru mæld ýmis fituprótín í blóði 1.300 íslenskra karla, sem síðan var fylgt eftir með tilliti til kransæðasjúkdóms næstu átta árin. „Rannsóknin er ein fyrsta stóra hóprannsókn sinnar gerðar sem sýnir fram á mikilvægi sér- staks fítuprótíns, sem kallast lí- póprótín (a), en ef það er hátt virðist vera meiri hætta á krans- æðasjúkdómi. Hins vegar er lítið við því að gera, þar sem það em fyrst og fremst erfðaþættir sem ráða magni þess í blóðinu, en það er mjög breytilegt. Matar- æði og lyf hafa þannig lítil áhrif á magn þess, en þetta fituprótín (a) skýrir væntanlega súmt af arfgengri kransæðastíflu þar sem aðrir áhættuþættir hafa ekki reynst vera til staðar. Rannsóknin sýndi þó fram á að vægi þessa fituprótíns (a) er ekki jafn mikið og vægi heildar- kólesteróls í blóði, sem reyndist sterkur áhættuþáttur. Rann- sóknin staðfesti einnig vemd- andi áhrif HDL, góða hluta kó- lesterólsins, en hlutverk þess er að flytja kólesteról aftur frá veljjunum til lifrarinnar til út- skilnaðar. Konur hafa einmitt meira magn af HDL en karlar, og það er væntanlega hluti af skýringunni á -því hvers vegna konur fá„ síður kransæðastíflu en karlar. Rannsóknin þykir merk vegna þess hversu margir þættir voru mældir í blóði þátt- takenda samtímis við upphaf rannsóknarinnar„ svo og stærðar hópsins sem fylgt var eftir um átta ára skeið,“ sagði Gunnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.