Morgunblaðið - 19.11.1992, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 19.11.1992, Blaðsíða 43
bjuggu þau í Reykjavík en árið 1951 liggur leiðin í Kópavoginn á Alfhólsveg 30, þar sem þau hafa búið síðan. Stellu og Friðgeir varð fjögurra barna auðið. Elstu er Jón- as, fæddur 8. október 1952, bif- reiðastjóri, búsettur á Seltjarnar- nesi, eiginkona hans er Sigurveig Runólfsdóttir og eiga þau tvo drengi, Runólf Helga, f. 1980, og Friðgeir Elí, f. 1988. Næstelst er Sigurveig, fædd 23. desember 1953, innheimtustjóri og á hún þrjú börn, Árna Geir, f. 1974, Ævar örn, f. 1976, og Elínu Ásu, f. 1981. Sigurveig býr í Kópavogi. Næst- yngstur er Ágúst, fæddur 24. jan- úar 1956, húsasmíðameistari einnig búandi í Kópavogi, kona hans er Sigurbjörg Traustadóttir og eiga þau þijú börn, Þórunni, f. 1979, Trausta, f. 1981 og Asgerði, f. 1983. Ágúst á eitt barn frá fyrra hjónabandi, Stellu Júlíu, f. 1976. Yngstur er svo Ásgeir, f. 25. októ- ber 1958, ritstjóri, búsettur í Reykjavík. Hjá Stellu var heimilið og fjöl- skylda mikilvægast og ber heimili hennar þess glöggt merki hve vel hún hlúði að því. Allt sem hún tók sér fyrir hendur bar merki vand- virkni og natni. Hún var mikil saumakona og hafði gaman af handavinnu ýmiskonar. Meðal ann- ars sem hún tók sér fyrir hendur var tréskurður og liggja eftir hana fagrir munir sem prýða heimili hennar. Og alltaf var hún að betr- umbæta og endurnýja. Það var sama hvað hún tók sér fyrir hend- ur, hún gaf sig alla. En fyrst og fremst var hún húsmóðir. Stella vann við ýmis almenn störf, einkum saumaskap, ræsting- ar og póstburð. Hún vann í nokkur ár á saumastofu Karnabæjar, við ræstingar starfaði hún í u.þ.b. þrjá áratugi í Gagnfræðaskóla Kópa- vogs sem nú er Menntaskóli Kópa- vogs. Einnig vann hún við póstburð síðustu árin. í Kópavogskirkju sá hún um fermingarkyrtla og aðstoð- aði við fermingar í um 20 ár. Þó að Stella ynni ávallt mikið lét hún einnig að sér kveða í félagsmál- um, síðastliðinn 20 ár var hún starf- andi í Kvenfélagi Kópavogs og var um árabil í stjórn félagsins. Verka- kvennafélagið Framsókn fékk einn- ig notið krafta hennar, þar sem hún var virkur félagi og sótti meðal annars þing ASI fyrir hönd félags-. ins. En hún Stella mín gekk ekki heil til skógar. Árið 1984, í apríl- mánuði, heldur hún til Lundúna, þar sem hún gekkst undir hjartaað- gerð á Bromton-sjúkrahúsinu. Að- gerðin tókst mjög vel og voru allir himinlifandi. En í lok október síð- astliðinn fer hún að finna fýrir óþægindum aftur sem síðan drógu hana til dauða. Söknuðurinn er mikill og sár og er stórt skarð höggvið í fjölskylduna. En allar góðu minningarnar eiga eftir að ylja okkur um hjartaræturnar um ókomna tíð. Um leið og ég bið góð- an Guð að blessa minningu Sigríðar Elínar Jónasdóttur bið ég einnig um styrk til handa þér, elsku Frið- geir minn, í þinni miklu sorg, einn- ig vil ég senda börnum ykkar mínar dýpstu samúðarkveðjur. Guð veri með ykkur öllum. F.h. tengda- og bamabarna, Sigurbjörg Traustadóttir Erfidrykkjur FLUGLEIDIR IDTEL LðFTLEIUK - • . . - ^ ’övtnqnw * Olv MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1992 ----------------------------“W Hjalti Jakobs- son - Kveðjuorð Fæddur 15. mars 1929 Dáinn 18. júní 1992 Það er næsta fátítt hér á landi að menn með langa starfsævi að baki hafi alla sína ævi unnið við sömu atvinnugreinina, ef frá eru taldir þeir sveitamenn sem lifað hafa með hinum hefðbundna kvik- fjárbúskap. Ylræktin, sem á sér aðeins um 70 ára sögu í landinu, á að vonum fáa svo trygglynda syni. í hinni fámennu stétt garðyrkju- bænda á íslandi er saga Hjalta Jakobssonar líkast til einsdæmi. Hann varð sem bam heimagangur í gróðurhúsum í Mosfellssveit, tók strax þá ákvörðun að helga krafta sína garðyrkjunni og vann við hana óslitið alla sína starfsævi. Hjalti var fæddur í Mosfellssveit 15. mars 1929 og lést um aldur fram eftir stutta en harða veikinda- hríð á nýliðnu sumri, 18. júní, að- eins 63 ára gamall. Ylrækt á íslandi á sér upphaf sem atvinnurekstur í Mosfellssveit um 1920. Þar vora þá stofnaðar garð- yrkjustöðvar að Reykjum og Blóm- vangi, í Reykjalandi. Garðyrkju- stöðin að Laugabóli í Reykjadal var reist um 1930 af Ólafi Gunnlaugs- syni, sem þá hafði unnið við garð- yrkjustöðina að Blómvangi um nokkurt skeið. Það er stutt á milli Laugabóls og Tjaldaness þar sem bjuggu á þessum tíma Jakob Narfa- son sjómaður og kona hans, Marta Hjaltadóttir, og kunningsskapur var milli heimilanna. Hjalti í Tjalda- nesi var ekki hár í loftinu þegar hann byijaði að venja komur sínar yfir í Laugaból og var þar öllum hnútum kunnugur þegar hann réð- ist til formlegrar vinnumennsku hjá nágranna sínum, aðeins 12 ára gamall. Hann hafði, eftir því sem Sigurður bróðir hans segir, þá þeg- ar ákveðið sitt lífsstarf og líklegast aldrei þurft að efast um réttmæti þeirrar ákvörðunar. Þessi saga lýsir vel þeirri stefnufestu sem menn áttu síðar eftir að kynnast hjá bónd- anum í Laugargerði. Garðyrkjan átti hug hans allan frá því hann sem sveinstauli byijaði að kanna gróðurhúsin á Laugabóli og um líkt leyti gerði hann tilraun- ir með túlípanarækt í kassa undir rúmi sínu heima í Tjaldanesi, við takmarkaða hrifningu annarra fjöl- skyldumeðlima. Aðeins 15 ára gamall hóf Hjalti nám í Garðyrkjuskólanum á Reykj- um í Ölfusi og mun vera yngstur þeirra sem þar hafa stundað nám. Hann var þar frá 1944 til 1946. Fyrst eftir nám var hann við garð- yrkjustörf hjá Stefáni Þorlákssyni í Reykjadal í Mosfellssveit en 1947 sigldi hann ásamt félaga sínum Jóni Ólafssyni til Danmerkur. Þar vora þeir báðir við nám og störf í garðyrkju um nokkurra missera skeið en heim kominn tók hann ásamt Einari nokkrum Kristjáns- syni stöðina í Reykjadal á leigu og ráku þeir hana til ársins 1954. Saga Hjalta verður hér aðeins rakin í fáum megindráttum. Hann kvæntist eftirlifandi konu sinni Fríði Pétursdóttur frá Siglufirði 1953 og 1954 fluttu ungu hjónin austur í Biskupstungur þar sem þau tóku á leigu garðyrkjustöðina að Stóra Fljóti, af Ragnari Jónssyni í Þórskaffi. 1957 fluttu þau sig um set, innansveitar, þegar þau stofn- uðu nýbýlið Laugargerði í Laugar- ási og bjuggu þar fýrstu árin í leigu- húsnæði í eigu Einars Ólafssonar (læknis Einarssonar). Framan af ræktaði Hjalti fyrst og fremst grænmeti, einkum gúrk- ur, en var lengstum lítilsháttar í blómarækt með og sneri blaðinu hægt við þannig að eftir að blóma- ræktin var orðin í. meirihluta var hann ennþá, og alveg þar til á allra síðustu árum, með nokkra græn- metisræktun. Þetta var algengara í garðyrkjunni fyrr á tíð að menn væra með sitt lítið af hveiju og kannski er þetta lýsandi fyrir þá festu og íhaldssemi sem einkenndi rekstur Hjalta í Laugargerði. Þó svo að saga hans og saga ylræktarinnar sé samtvinnuð þá fór hann sjaldn- t Faðir okkar, tengdafaðir og afi, AXEL ÞORKELSSON, Unufelli 31, Reykjavík, lést í Landspítalanum þriðjudaginn 17. nóvember. Fyrir hönd aðstandenda, Jóhanna Axelsdóttir, Kristján Ingimundarson, Axel Axelsson, Eva Pétursdóttir, Valdimar Axelsson, Anna Ágústsdóttir, Tryggvi Axelsson, Ingibjörg Baldursdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, INGVELDUR KARLSDÓTTIR frá Brautarholti, Garfii, verður jarðsungin frá Útskálakirkju föstudaginn 20. nóvember kl. 14.00. Anna Aradóttir, Halldór Marteinsson, Marta Sigurðardóttir, Árni Júlíusson, Þóra Sigurðardóttir, Sigurbjörn Björnsson, Guðveig Sigurðardóttir, Guðmundur Guðbjörnsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður minnar, tengdamóður, ömmu og systur, STEINUNNAR ÓLAFSDÓTTUR, Stigahlíð 24. Sérstakar þakkir eru færðar starfsfólki Landspítalans í Reykjavík og samstarfsmönnum hjá Malbikunarstöð Reykjavíkurborgar. Ólafur Arnars, Elín S. Gunnarsdóttir, Steinunn A. Ólafsdóttir, Gunnar A. Ólafsson, Elisa A. Ólafsdóttir, Hildur A. Ólafsdóttir, Björgvin Ólafsson. ast á undan í hinni öru tækniþróun sem vitaskuld hefur breytt þessari atvinnugrein eins og flestum öðr- um. Fyrir honum réði ef til vill meiru hin beina snerting ræktunar- mannsins við lífríkið enda gekk ræktun hans ávallt vel þrátt fyrir að þar væri minni tækni beitt en almennt gerðist. Seinustu árin vann Jakob yngsti sonur þeirra hjóna í garðyrkjustöð- inni með föður sínum og heldur rekstrinum nú áfram að honum látnum. Börnin í Laugargerði voru 6 og barnabörnin era nú 14. Hjalti var félagsmálamaður og naut sín þar í tveimur vígstöðvum, innan Sjálfstæðisflokksins og í fé- lagsstarfi garðyrkjubænda. í hvoru- tveggja gegndi hann íjölda trúnað- arstarfa. Þá tók hann sem aðrir þátt í störfum sem tengdust upp- byggingu þéttbýlisins í Laugarási, með veitustofnunum og fleiru. Hon- um kynntust allir þorpsbúar háir sem lágir því auk búskaparins var hann í fjöldamörg ár með lítið póst- hús heima í Laugargerði, sá þar um bréfaútburð og aðra póstaf- greiðslu. En hæst ber í félagsstörfum Hjalta starf hans innan Sölufélags- ins. Hann var þar í stjórn frá 1974 til 1985 og þar af stjór’narformaður frá 1976. Allan þann tíma bar hann hag Sölufélagsins mjög fyrir bijósti og var í næstum daglegu sambandi við stjórnendur félagsins syðra. Félagið átti á þessum áram vel- gengni að fagna en ófarir þess seinni ár urðu honum, og mörgum öðram sem unnið höfðu að félag- inu, sárar og erfiðar. Hjalti var einn stofnenda garð- yrkjubændafélags uppsveita Ámes- sýslu árið 1962 og var þar eitt ár í stjórn. 1962 var einnig stofnað Sjálfstæðisfélagið Huginn með sama félagssvæði og þar var Hjalti einnig meðal stofnenda og var með- al stjórnarmanna þar frá 1978. Hann sat í fulltrúaráði Sjálfstæðis- félaganna í Árnessýslu frá 1962 og var lengi fulltrúi í kjördæmisráði Sjálfstæðisflokksins. í stjórnmálun- um var Hjalti einn þeirra sem unnu mjög að brautargengi Þorsteins Pálssonar til alþingis og kynnti hann fyrir sveitungum sínum. Hvar sem Hjalti kom nærri fé- lagsstörfum var hann ötull að mæta á fundi og rækti af einstakri vand- virkni og trúmennsku þau störf sem honum vora falin, þó ekki sæktist hann eftir þeim störfum sem í hans hlut féllu. Bjarni Harðarson frá Laugarási. Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmæl- is- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- sfjórn blaðsins á 2. hæð í Aðal- stræti 6, Reykjavík og á skrif- stofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki era tekin til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfilegt er að birta tilvitnanir í ljóð eftir þekkt skáld, og skal þá höfundar get- ið. Sama gildir ef sálmur er birt- ur. Meginregla er sú, að minn- ingargreinar birtist undir fullu nafni höfundar. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins era birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar era birtar afmælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð og með góðu línubili. + Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar og móður okkar, KOLFINNU BJARKAR BOMBARDIER, Garðavegi 5, Keflavík. Kjartan H. Kjartansson, Hafdis Lára Kjartansdóttir, Vilhjálmur Árni Kjartansson, Marfa Ósk Kjartansdóttir. + Þökkum innilega auðsýnda samúð vegna andláts og útfarar ELÍSABETAR JAKOBSDÓTTUR, Víðilundi 12í, Akureyri. Guð blessi ykkur öll. Gunnar Árnason, Guðmundur Árnason, Guðlaug Árnadóttir, Anna Árnadóttir, Jakob Árnason, Edda Árnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Svava Engilbertsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir, HaukurJónsson, Jón Árni Elísson, Jóna Jónasdóttir, Reidar Kolsoe, + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, KRISTÍNAR ÓLAFSDÓTTUR, Hásteinsvegi 62, Vestmannaeyjum. Jensfna Guðjónsdóttir, Ólafur Guðjónsson, Hörður Guðjónsson, Hrefna Guðjónsdóttir, Bryndfs Guðjónsdóttir, Ágúst Karlsson, Árný Heiðarsdóttir, og börn. Sigurður Sigurbergsson, Böðvar Bergþórsson, Lilja Alexandersdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.