Morgunblaðið - 19.11.1992, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 19.11.1992, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1992 33 Morgunblaðið/Rúnar Þór Keppnin um Landslagið 1992 fer fram í Sjallan- um annaðkvöld og hafa keppendur æft sig af kappi síðustu daga, en stærri myndin var tekin á æfingu í gær. Á innfelldu myndinni syngur Sigrún Sif Jóelsdóttir. gj Landslagið undirbúið ÞAÐ hefur verið mikill erill í Sjallanum síð- ustu daga og hefur húsið breytt um svip, en undirbúningur er nú á lokastigi vegna keppn- innar um Landslagið 1992 sem fram fer í Sjallanum annaðkvöld, föstudagskvöld. Kolbeinn Gíslason, framkvæmdastjóri Sjallans, sagði að mikill áhugi væri fyrir þessari keppni og kæmi mikið af fólki til bæjarins í tilefni af henni. „Það kemur fólk alls staðar að af landinu og það er greinilegt að fólk er spennt fyrir þessu. Ég tel að það sé mikill fengur fyrir bæinn að þessi keppni er haldin hér.“ Kolbeinn sagði að eitthvað á annað hundrað manns legði fram vinnu vegna Landslagskeppn- innar, en nú er m.a. búið að setja upp nýja leik- mynd í húskynnum skemmtistaðarins, koma þar fyrir myndatökuvélum og fullkomnu hljóðkerfi, en bein útsending verður á Stöð 2 frá keppninni. Tíu lög keppa til úrslita og voru þau valin úr um 250 lögum sem bárust í keppnina. Æfingar stóðu yfir í gær og keppendur mun einnig æfa sig á morgun, en sem fyrr segir er keppnin á föstudagskvöld. „Það hefur allt gengið hnökralaust fyrir sig fram til þessa, engin stór vandamál komið upp þannig að þetta leggst bara vel í okkur,“ sagði Kolbeinn. Súkkulaðiverksmiðj uniii Lindu veitt heimild til nauðasamninga Sorg og sorgarviðbrögð Fyrirlestur ummissibarna og skólann Már Magnússon sálfræðingur flyt- ur fyrirlestur á fundi Samtaka um sorg og sorgarviðbrögð í Safnaðar- heimili Akureyrarkirkju í kvöld, fímmtudagskvöldið 19. nóvember kl. 20.30. Már ræðir í erindi sínu um missi bama og skólann. ----♦ ...... Skólanefnd MA Framkvæmd- inn við skóla- byggingu yerði hraðað SKÓLANEFND Menntaskólans á Akureyri hefur mótmælt seina- gangi við undirbúning byggingar- framkvæmda við skólann. Nefndin kom saman til fundar í vikunni þar sem þetta var samþykkt. í samþykkt skólanefndar er vísað til nýrrar skýrslu Tryggva Gíslasonar skólameistara um byggingarmál skólans og er vakin á þvi athygli, að rými fyrir hvem nemanda í not- hæfu kennsluhúsnæði er aðeins 4,4 fermetrar, sem er það lakasta sem þekkist í framhaldsskólum landsins. „Af þeim sökum ætti Menntaskólinn á Akureyri að njóta forgangs við úthlutun framkvæmdafjár." Þá lýsir nefndin einnig andstöðu við hugmyndir um að hvika frá þeirri stefnu menntamálaráðuneytisins, að skólinn rými 600 nemendur. „Með hliðsjón af þeirri menningarlegu og efnahagslegu þýðingu sem öflugur menntaskóli hefur fyrir Eyjafjarðar- svæðið skorar skólanefnd Mennta- skólann á Akureyri á Héraðsnefnd Eyjafjarðar og Alþingi að veita skól- anum öflugan stuðning og hraða framkvæmdum við nýja skólabygg- ingu.“ FULLTRÚAR Kvenfélagsins Ið- unnar í Eyjafjarðarsveit afhentu í gær Sighvati Björgvinssyni heilbrigðisráðherra mótmæli gegn skerðingu á starfsemi Kristnesspítala. Undir mótmælin rita 1.186 Eyfirðingar. Kolfínna Gerður Pálsdóttir og Anna Guð- mundsdóttir afhentu listana. Kol- finna Gerður sagði að ráðherra hefði tekið þeim ljúfmannlega. Sagðist hún ráða af svari hans að yfirvöld væru ekki lengur að ræða um að leggja starfsemi spít- alans niður heldur hygðu á skipu- lagsbreytingar í tengslum við Fjórðungssjúkrahúsið á Akur- eyri. Undirskriftum var safnað í Eyja- íjarðarsveit, á Svalbarðsströnd, í Olafsfirði, í Hrísey og á Árskógs- strönd og einnig lágu listar frammi á Dalvík. í yfirskrift listanna er eindregið mótmælt allri skerðingu á starfsemi Kristnesspítala, hvort heldur þjónustu við aldraða eða að dregið verði úr uppbyggingu og starfsemi endurhæfingardeildar. Kolfinna Gerður Pálsdóttir sagði í samtali við Morgunblaðið að söfn- unarfólki hafi alls staðar verið vel tekið. Nefndi hún sem dæmi að all- ir fullorðnir íbúar í Eyjafjarðarsveit sem náðist í hafi skrifað undir. Súkkulaðiverksmiðjan Linda fékk í gær samþykkt frumvarp til nauðasamninga, en að undan- förnu hafa staðið yfír viðræður við lánardrottna fyrirtækisins. Vonast er til að fjárhagslegri endurskipulagninu félagsins ljúki fyrir áramót. Sigurður Amórsson fram- kvæmdastjóri Súkkulaðiverksmiðj- Kolfínna Gerður sagði að ástæða þess að Kvenfélagið Iðunn gekkst fyrir undirskriftasöfnuninni væri megn óánægja héraðsbúa með þá skerðingu sem fyrirhuguð væri á flárveitingum til Kristnesspítala samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs. Hún sagði að Kristnes- spítali skipaði sérstakan sess í hug- unnar Lindu sagði að búið væri að ganga frá frumvarpi að nauða- samningum fyrirtækisins og kæmi það í framhaldi af greiðslustöðvun sem fyrirtækinu var veitt í ágúst síðastliðnum. Greiðslustöðvunar- tímabilið rennur út 10. desember næstkomandi. Sigurður sagði að ijárhagsleg endurskipulagning fyrirtækisins um Eyfirðinga. Kristneshæli hafi verið komið á fót til þess að berkla- sjúklingar af Norðurlandi þyrftu ekki að fara suður á Vífílsstaði til lækninga. Til byggingar hælisins hafi verið safnað peningum á öllu Norðurlandi að frumkvæði eyfir- skra kvenna og hafi söfnunin geng- ið svo vel að söfnunarféð nægði hefði hafíst fyrir tveimur áram og væri hann nú hóflega bjartsýnn á að henni færi að ljúka. „Viðræður hafa verið í gangi við okkar lánar- drottna og við höfum nú fengið heimild til að ganga til nauðasamn- inga. Við vonumst til að þær skipu- lagsaðgerðir sem við höfum unnið að í tvö ár fari að skila sér og að málefni Lindu verði komin á hreint fyrir um það bil helmingi bygging- arkostnaðar. í ávarpi Önnu og Kolfinnu Gerð- ar til ráðherra segir m.a.: „Núna hefur Kristnesspítali fengið nýtt hlutverk, ekki síður mikilvægt, það er að hjúkra sjúkum og öldruðum og endurhæfa þá sem lent hafa í slysum, gengist undir stórar að- gerðir eða orðið fyrir öðrum þeim áföllum sem erfítt er að yfirvinna, nema til komi viðeigandi meðferð og þjálfun. Okkur fínnst að upphaf- legt markmið með stofnun Krist- neshælis, það er að ekki þurfi að flytja sjúklinga í hópum suður, sé enn í fullu gildi og leggjum áherslu á að sú þjónusta sem þar verði veitt verði þar áfram. Ennfremur að lok- ið verði uppbyggingu endurhæfíng- ardeildar, svo að hægt verði að reka spítalann með fullum afköstum. Ekki má heldur koma til þess að farlama gamalmenni sem dvelja á hjúkrunardeild spítalans verði rifin upp úr sínu umhverfi og flutt nauð- ungarflutningum í önnur byggðar- lög. Slíkt þætti okkur ekki sæm- andi kristnu þjóðfélagi eða almenn- um mannréttindum. Þessu til við- bótar finnst okkur enn aukið á að- stöðumun og stuðlað að ójafnvægi í byggð landsins ef dregið er úr þjónustu á landsbyggðinni og hún í staðinn sett niður á höfuðborgar- svæðinu," fyrir næstu áramót," sagði Sigurð- ur. Verksmiðjan hóf starfsemi árið 1948 og hefur framleiðslan ávallt farið fram á Akureyri og er það stefna stjómenda fyrirtækisins að svo verði áfram. Hlutafé fyrirtækis- ins var aukið fyrir tveimur árum til að styrkja stöðu þess og komu þá nokkrir nýir eigendur inn í rekst- urinn. Var félaginu veitt greiðslu- stöðvun í ágúst vegna slæmrar lausafjárstöðu, en á meðal þess sem til greina kemur að gera til að laga stöðuna er að selja eignir til að draga úr skuldum fyrirtækisins. Mikil vinna hefur verið hjá verk- smiðjunni að undanfömu, en þar er í óðaönn verið að pakka konfekti fyrir jólin. Unnið hefur verið allar helgar frá þvi í október og er fjöldi starfsfólks nú með mesta móti að sögn Sigurðar. -----»..» ♦----- ■ KIWANISKLÚBBURINN Em- bla á Akureyri, sem er eingöngu skipaður konum, verður vígður inn í Kiwanishreyfinguna við athöfn á Hótel KEA næstkomandi laugar- dagskvöld, 21. nóvember, og hefst hún kl. 19. Kiwanisfélagar víðs veg- ar af landinu munu verða viðstaddir þessa athöfn. Embla er þriðji kvenna- klúbburinn innan Kiwanishreyfing- arinnar hér á landi en sá fjórði innan undæmisins Ísland-Færeyjar. (MfHótel ' m^Harpa Nýr gistivalkostur áAkureyri Auk hagstæðs gisti verðs, njóta gestir okkar afsláttar á veitingahús- unum Bautanum og Smiðjunni. Fastagestum, fyrirtækjum og hóp- um er veittur sérafsláttur. Hótel Harpa Góð gisting á hóflegu verði í hjarta bæjarins. Sími 96-11400 k Ath.aðHótelHarpaerekkiísimaskrénni. 1186 mótmæla skerðingu á starfsemi Kristnesspítala Undirskriftarlistar afhentir heilbrigðisráðherra Morgunblaðið/Gunnar Blöndal Sighvatur Björgvinsson heilbrigðisráðherra tekur við mótmælum Eyfírðinga gegn skerðingu á starfsemi Kristnesspítala úr hendi Kolfinnu Gerðar Pálsdóttur. Fyrir miðju er Anna Guðmundsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.