Morgunblaðið - 19.11.1992, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 19.11.1992, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1992 25 ráðleggingar lækna um sjúkrahús- vist hefði ákærði verið látinn sæta einangrunarvarðhaldi sem haft hefði stórfelld heisluspilllandi áhrif á hann. Hann hafi verið yfirheyrð- ur á handtökustað án þess að gætt hefði verið ákvæða réttarf- arslaga. Ragnar sagði skjólstæðing sinn haldinn sjúkdóminum schizophren- ia paranoid, geðklofi með of- sóknarívafi, og væri haldinn þeim einkennum þess sjúkdóms að vera framtakslaus og við ákveðnar að- stæður leiðitamur og finnast hann hafa misst stjórn á eigin lífi þann- ig að frjáls vilji hans fái engu breytt um atburði heldur séu það örlög sem ráði. Um aðdraganda málsins sagði Ragnar að ákærði hefði í byijun árs farið til Kólumbíu að heim- sækja fólk sem tengdist honum og þar hefðu mál atvikast svo að hann hafi tekið að sér að flytja pakka til Danmerkur fyrir menn. í Kaup- mannahöfn hefði enginn mætt til stefnumóts þar sem afhending átti að fara fram og í stað þess að kanna hvort ekki mætti gera sér fé úr því sem væri í töskunni hefði Steinn orðið félítill, ekki getað greitt veitingahússreikning. í framhaldi af því hefði hann lent í lögreglunni sem haft hefði sam- band við foreldra hans sem sendu út flugmiða og peninga til að hann kæmist heim til íslands. Hugur Steins hefði hins vegar staðið til þess að snúa aftur til Kólumbíu enda hefði ekkert beðið hans á íslandi nema fangelsisaf- plánun á refsidómi sem hafíst hefði skömmu eftir heimkomu. í fangels- inu hafi hann kynnst þeim manni sem varð tálbeita lögreglunnar og Steinn hafi gert í því að segja þess- um manni ýkjusögur af sjálfum sér, enda talið þarna mikilsháttar mann á ferð sem búið hefði í stærsta eins manns klefa fangels- ins og haft ótakmarkaðan aðgang að síma og heimsóknum og í raun rekið fyrirtæki sitt úr fangelsinu. Ottaðist um líf vina sinna Þessi maður, sem ætti ódæmt mál vegna aðildar að smygli hing- að til lands á 3 kg. af hassi, hefði gefið í skyn þekkingu á fíkniefna- markaðinum og boðið Steini aðstoð við að losna við kókaínið, meðal annars í gegnum viðskiptasam- bönd í Hollandi. Slík lausn hefði verið ákærða að skapi þar sem Kólumbíumennirnir hefðu sagt við hann að gegn 40 þúsund dala greiðslu gæti hann orðið laus mála gagnvart þeim, annars mætti hann vænta þess að vinir hans í Kólumb- íu þyrftu að óttast um líf sitt. Ragnar sagði að fyrir ákærða hefði aldrei vakað að dreifa efninu hér- lendis og hann hefði ekkert að- hafst til að koma efninu út fyrr en þessi maður sem hann hefði hitt í fangelsinu hefði komið til sögunnar og tekið völdin. Fór hluti sýnishornsins í dreifingu? Ragnar sagði að umbjóðandi hans hefði fengið tálbeitunni 50 grömm af kókaíni sem sýnishorn þann 30. júlí og svo virtist sem 8,8 grömm af því hefðu komist á efnaskrár lögreglunnar og það út- þynnt. Hann sagði að fleiri en lög- reglan hefðu aðgang að nafnlaus- um heimildarmönnum í undirheim- unum og hans heimildir hermdu að mikið magn af kókaíni hefðu borist í umferð fyrstu dagana í ágúst. Mætti álykta sem svo að annaðhvort tálbeitan eða lögreglan kynnu skýringar á því að svo fór. Þá sagði hann að ekki einn eyrir af þeim 80 þúsund krónum sem lögreglan segðist hafa fengið tál- beitunni til að kaupa sýnishorn fyrir hefðu skilað sér í vasa ákærða en miðað við upplýsingar lögreglu um að gramm af kókaíni seldist á um 10 þúsund krónur hefðu þeir peningar átt að nægja til að kaupa 8,8 grömm af efninu. Ragnar reifaði það að tálbeitan hefði útvegað ákærða bíl og sagst skyldu útvega honum íbúð, vinnu og peninga, allt í því skyni að ögra honum til að fremja glæpinn. Tál- beitan hafi gengið fram af miklum áhuga í málinu, enda eftir miklu að slægjast fyrir tálbeituna að kaupa sig undan refsingu fyrir eig- in brot. Veijandinn lýsti kvöldinu 17. ágúst þegar málið kom upp á yfir- borðið eftir ökuferð þeirra Steins og tálbeitunnar um bæinn. Ekki hefði verið faglega staðið að ólög- legri hlerun Björns Halldórssonar á samskiptum mannanna í bílnum. Björn hefði sjálfur tekið það upp á segulband af samtölunum sem honum hefði þótt henta að eiga á bandi. Eftir að Steinn hefði sótt heim til sín tvær töskur með efninu hefði tálbeitan tvívegis stoppað í sjoppu til að hringja og Steini hefði orðið ljóst að hann væri genginn í gildru en talið sig á valdi örlaganna og engu geta um það breytt með fijálsum vilja. Á þeim tíma hefði hann ekki grunað að um gildru lögreglunnar væri að ræða. Menn- irnir hefðu farið að vinnustað tál- beitunnar og á meðan hún hefði farið í símann enn einu sinni hefði Steinn komið efninu fyrir í hillum á lager fyrirtæksiins og talið lífi sínu betur borgið ef hann væri ekki með efnið í bílnum. Ákærði væri viss um að því aðeins hefði tálbeitan getað flutt efnið aftur í bílinn að hann væri sjónhverfinga- maður, sem kynni að vera, en einn- ig væri athyglisvert að nægur tími hefði liðið frá árekstrinum á Vest- urlandsvegi uns leit í Subaru-bíln- um hófst til þess að dugað hefði til að sækja efnið í Faxafen og koma því fyrir í bílnum. Stórfelld mistök lögreglunnar Ragnar rakti að skömmu eftir að tálbeitan hvarf úr Subaru-bíln- um við Bugðulæk hefði venjulegum fólksbíl verið ekið upp að bíl ákærða vð Sundlaugarnar í Laug- ardal og út hefðu stokkið tveir menn klæddir í gallabuxur og leð- uijakka og hefðu þeir baðað út öllum öngum og hlaupið að bíl ákærða sem ekki hefði komið til hugar að lögreglan væri á ferð. Því hefðu viðbrögð hans borið þess merki að hann hefði talið líf sitt í bráðri hættu og ekið í burtu en þá verið eltur á 5-7 óeinkenndum bílum allt að árekstursstað. Á þess- ari ferð hefði ekki verið skeytt um umferðarreglur og hraðatakmark- anir. Þessu hættuástandi sem lög- reglan hefði stofnað til hefði lokið á Vesturlandsvegi með hörmuleg- um árekstri við lögreglubíl. Þar hefði lögreglumaður, sem engan þátt átti í því sem á undan var gengið og þeim miklu mistökum sem stjórnandi lögreglunnar hefði gert í aðdraganda málsins, beðið mikið heilsutjón. Við handtökutilraunina og eftir- förina hefðu lögreglu orðið á mis- tök en rétta leiðin til að takast á við þau mistök væri ekki sú að refsa skjólstæðingi sínum. Ragnar sagði að þegar hann drægi saman málið einkenndist það af því að ákærði teldi sig eng- in áhrif geta haft á atburðarásina heldur væri hann undir nauðung sem væri eitt einkenni sjúkdóms hans. Hann hefði verið undir nauð- ung ytri atburða í ferðinni til Kaup- mannahafnar frá Kólumbíu og einnig í hlýðni sinni við Kólumbíu- mennina sem hótað hefðu að vinna vinum hans þar í landi mein ef hann færi ekki að vilja þeirra og flytti efnið með sér til íslands. Nauðungin hefði haldist hér á landi þar sem hann kynntist tálbeitunni sem leiddi hann í gildru. í þá gildru hafi hann gengið vitandi vits en undir nauðung. Þegar lögreglan hafi stofnað til hins vásama elt- ingaleiks hafi Steinn verið ótta- sleginn og það verði að hafa í huga þegar sekt og sakleysi sé metið. Siðferðileg staða tálbeitu Eins og sækjandi málsins vék veijandinn að því hvaða sögu beit- ing tálbeitu (agent provocateur) ætti sér hér á landi og erlendis og hóf þá umíjöllun á tilvitun í söguna um góða dátann Sveik þar sem tálbeita lögreglu hefði setið um að fá krárgesti til að segja eitthvað ólöglegt um Ferdinand erkihertoga og Frans Jósef keisara. Þessi tál- beita hefði hlotið þau örlög að vera étin af hundunum sínum og í þeim örlögum fælist gríðarlegur sið- ferðilegur áfellisdómur. Ragnar kvaðst ósammála sak- sóknara um að enginn vafi væri á að beiting tálbeitu væri heimil og kvaðst telja að beita ætti um þetta efni lögmætisreglunni sem feli í sér að krefjast beri réttarheimildar í lögum fyrir beitingu óhefðbund- inna aðferða sem feli í sér að unn- inn sé refsiverður verknaður til þess að afla megi sönnunargagna eins og um sé að ræða í þessu máli. Engin ástæða til að nota tálbeitu Veijandinn rakti fjölmörg atriði þar sem hann taldi að lögreglan hefði gerst sek um refsiverðan verknað við rannsóknina og sagði það grundvallaratriði að ef byggja eigi refsidóma á slíkum aðferðum og ljá þeim lögmæti þurfi að vera fyrir því sérstök lagaheimild. Ragnar Aðalsteinsson kvaðst sammála skilgreiningu sækjand- ans á þeim skilyrðum sem vera þyrftu til staðar til að beita mætti tálbeitu í máli, enda kæmi sú skil- greining fram við álit helstu fræði- manna. í fyrsta lagi þyrfti að vera til staðar rökstuddur grunur um skipulagða brotastarfsemi í at- vinnuskyni en ekki tilraunakennt fikt eins og í þessu máli. Ljóst yrði að vera að hefðbundnar að- ferðir kæmu ekki að gagni en í þessu máli teldi hann að hefð- bundnar aðferðir svo sem húsleit hefðu komið að sama gagni en án þeirra fórna sem færðar hefðu verið í þessu máli. Ákvörðun um beitingu tálbeitu þyrftu æðstu stjórnendur lögreglu að taka en Björn Halldórsson hefði fjóra yfirmenn á lögreglustöðinni og hefði ekki rætt málið við neinn þeirra. Þá skuli lögreglumaður koma fram sem tálbeita en ekki brotamaður og alls ekki brotamað- ur sem eigi yfir höfði sér ákæru og dóm vegna brots, eins og tál- beita þessa máls. Ekkert þessara skilyrða ættu við í þessu máli. Stórfelld mistök í Laugardal Þá rakti veijandinn að hann teldi að í öllu málinu hefði lögreglan ýtt undir atburðarásina og þanið hana til hins ýtrasta. Hvað varðaði glæfraaksturinn væri ljóst að ef ekki hefðu komið til aðgerðir lög- reglunnar í því máli hefði ekki sá skaði orðið sem kom á daginn að varð. Stórfelld mistök hefðu verið gerð með handtökutilrauninni við Laugardal þegar einum bíl hefði verið beitt til að handtaka ákærða þegar fjórir aðrir lögreglubílar hefðu verið í 15-30 sekúndna fjar- lægð. Síðan hefi gráu verið bætt ofan á svart með eftirför sem ver- ið hefði stjórnlaus af hálfu lögregl- unnar. Loks sagði Ragnar Aðalsteins- son að teldi dómurinn þrátt fyrir allt að saknæmisskilyrði væru til staðar og dæma þyrfti Steini Ár- manni Stefánssyni refsingu þá bæri að taka mið af framburði Högna Oskarssonar geðlæknis fyr- ir dómi um andlegt ástand sak- borningsins og skert sakhæfi hans. Dómurinn verði því að meta hvort refsivist sé líkleg til að bera árang- ur eða hvort réttargeðdeildin á Sogni muni veita læknisfræðilega meðferð sem komið geti ákærða að gangi en í því tilfelli geti komið til álita að dæma honum vist á þeirri stofnun. Þá rakti veijandinn að hann teldi að ýmsar refsilækkunarástæður bæri að hafa í huga. Ákærði hefði gert allt sem honum hefði verið kleift til að upplýsa málið og með- al annars veitt lækni leyfi til að fjalla fyrir rétti um viðkvæm einka- mál til að varpa ljósi á málið. Þá skorti huglæg refsiskilyrði því ákærði hefði engan brotavilja haft. TILBOÐ VIKIJNNAR HUMAL fiskbolluk CA.390gPAKKI 12&r SS1944 2PAKKAR +hrísgrjon hellás lakkrískonfekt^ lkg ÁÐX 1 399,- flávorite kornoliá 710 v& ÁÐ13K 145,- amebískgæða hánv)K1.lo1 9 PVOTTASTY^ l59r HAGKAUP - allt í einni ferd
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.