Morgunblaðið - 19.11.1992, Page 51

Morgunblaðið - 19.11.1992, Page 51
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1992 51 I I I I I í I 3 I I Hugleiðing um íslenskan iðnað Frá Steinari Pálssyni: AÐUR en rætt verður um framtíð innlends iðnaðar gæti verið rétt að rifja upp sögu innréttinganna á átj- ándu öldinni. Þá er best að líta í Sögu íslendinga VI. bindi og VII. bindi. „Haustið 1751 sigldi Skúli fógeti tíl Kaupmannahafnar til að undirbúa stofnun Innréttinganna. Hann fékk góðar undirtektir hjá konungi. Þá var sú stefna uppi hjá konungi og landstjórn, að efla sem mest iðnað í ríkinu." í Sögu íslend- inga VI. segir enn: „Hann fékk öllu framgengt sem hann sótti um og reyndar nokkru meira, er framlagið úr konungssjóði var hækkað í 10 þúsund ríkisdali." Hér var hugsjónin að koma upp innlendum iðnaði. En fleira var haft í huga. Keyptar voru tvær fiskiduggur, önnur 32 smálest- ir að stærð, hin 34 smálestir. „Ekk- ert samkomulag náðist við Hör- mangarafélagið um kaup á afurðum stofnananna, en stjórnin var hin ein- arðasta og úrskurðaði allt í vil Skúla og stofnananna." Innréttingarnar áttu nokkurt blómaskeið áður en ijárkiáðinn hetj- aði og erfitt gerðist að fá nothæfa ull. Endalok þeirra urðu þau að Al- menna verslunarfélagið, sem tók við rekstri þeirra 1764, „hafði engan áhug'a sýnt á því að efla þær, þvert á móti dröfnuðu þær skjótlega niður í höndum þess og var það eflaust ekki þeim á móti skapi er fyrir félag- inu stóðu.“ „Keyrði um þverbak, er verslunarfélagsstjórnin setti Arv Guðmansen yfir stofnanirnar 1767, en stjórn hans varð með þeim hætti að helst virtist að því stefnt að koll- varpa þeim sem fyrst -og vendileg- ast. Verkafólkinu var sagt upp vinnu tugum saman, en kosti þeirra sem eftir voru, þröngvað með ýmsum hætti, ekkert skeytt um að sjá þeim fyrir verkefni, né öðru er hafa þurfti." En hvað varð um fólkið, sem vann við stofnanirnar, þegar þær iiðu undir lok á áttunda áratug átj- ándu aldarinnar? Afdrif þess urður hörmuleg sem vænta mátti. Þá voru líka Móðuharðindin skammt undan. Ég held að gott sé að hugleiða þessa sögu Innréttinganna, um leið og rætt er um framtíð iðnaðar á okkar dögum. Ekkert bendir til að eðlilegt hafi verið að láta Innrétting- arnar líða undir lok, svo skjótt. En lítum nú á okkar tíma. Þegar ég heyrði í útvarpinu sagt frá gjaldþroti Álafoss, þóttist ég heyra að skuldir hafi verið 2.300 milljónir, en eignir, mér heyrðist sagt 10 milljónir. Hvemig má slíkt ske þar sem um er að ræða tvær verksmiðjur, byggingar og vélar', fyrirtæki sem veitti mörg hundruð manns atvinnu, en býsna lítið virðist vera eftir þegar upp er staðið. Nú hefur allur tónninn í umræðunni um þetta gjaldþrot verið þannig að mað- ur gæti haldið að þessum fjármunum hefði verið fleygt í sjóinn. Þarna var þó aflað gjaldeyris. Margar þjóðir ■ borga með nær öllum sínum útflutn- ingi. Hallinn sem stendur eftir þegar Álafoss er kominn á hausinn, er í rauninni niðurgreiðslan með ullar- vörunum, sem fluttar voru út, hluti af kaupi fólksins sem vann að fram- leiðslunni, Mér hefur fundist vanta umræðu um þetta gjaldþrot á ein- hveijum vitlegum grundvelli. Var þetta gjaldþrot, svona snögglega nauðsynlegt? Var málið gaumgæfi- lega rannsakað áður en fyrirtæki, sem veitti mörg hundruð manns at- vinnu, var tekið umsvifalaust til gjaldþrotaskipta? Fortíðarvandinn var bjartsýni, sem stundum reynist um of. Það stendur ekki á köpuryrðum í þeirra garð sem reyndust of bjartsýnir, frá mönnnum sem sjálfir hafa aldrei komist nálægt neinum atvinnu- rekstri, en þykjast þó hafa manna best vit á slíkum hlutum. En nú er allt útlit fyrir að framtíðarvandinn verði svartsýni og kjarkleysi og þar af leiðandi atvinnuleysi. Þá gæti seinni vandinn orðið verri hinum fyrri. Þegar við lítum á framtíð iðn- aðar hér á landi, sýnist mér rétt að líta til dæmis á skipsmíðarnar. Ég er hvorki sjómaður né iðnaðarmað- ur, en þó blöskrar mér að sjá skipa- smíðar okkar þurfa að leggjast niður vegna samkeppni við erlenda skipa- smíði, sem öll er ríkisstyrkt. Mér sýnist það ekki geta gengið, að við sem erum fískveiða- og siglingaþjóð, leggjum skipasmíðar niður vegna óheilbrigðra undirboða erlendra skipasmíðastöðva. „Hvað eigum við nú til bragðs að taka Búkolla mín?“ sagði strákurinn í sögunni af Bú- kollu. Gott væri ef menn í háum stöðum gætu komið með viturleg svör. Framundan virðist vera stöð- ugur samdráttur í landbúnaði og ekki getur þeim fjölgað sem lifa á fiskveiðum. Þá verður ekki annað séð, en áð nú verði að snúa sér af alvöru að iðnaðinum. Hinum niður- greidda erlenda iðnaði má líkja við tröllskessuna í sögunni af Búkollu. Ný þyrfti einhver að geta svarað því hvað til bragðs skal taka, með jafn áhrifaríkum hætti eins og Búkolla forðum daga. Nú á dögum þora hinir hugrökk- ustu menn í hvorugan fótinn að stíga, vegna ótta við að verða grun- aðir um sósíalisma. En önnur var öldin þegar Skúli var að undirbúa stofnun Innréttinganna. Þá var kon- ungur Friðrik V. Nú undrumst við hin góðu svör konungs og land- stjórnar við erindi Skúla. Ekki verða þeir grunaðir um sósialisma. Þetta var meira að segja fyrir daga frönsku stjómarbyltingarinnar, með sína háleitu hugsjón um frelsi jafn- rétti og bræðralag. STEINAR PÁLSSON Hlíð, Gnúpveijahreppi Heimska og fáfræði eru sitthvað Frá Torfa Ólafssyni: FIMMTUDAGIUNN 5. nóvember hlýddi ég á útvarpsþáttinn Þjóðar- sálina, þar sem rætt var af hita um þá staðreynd að tillagan um þjóðaratkvæðagreiðslu hafði verið felld á Alþingi. Tvennt var ég ekki sáttur við í þessum umræðum. Hið fyrra var að fylgjendur þjóðar- atkvæðagreiðslu stöguðust á því að andstæðingar þjóðaratkvæða- greiðslu hefðu talið að almenning- ur væri of heimskur til að greiða atkvæði um mál eins og það. Ég hef engan heyrt halda því fram og þykist vita að þama hafi verið ruglaðsaman orðunum „heimska" og „fáfræði", en það er sitthvað. Af viðtölum við veg- farendur sem sýnd voru í sjónvarp- inu var ljóst að margir voru ótrú- lega fáfróðir um þessi mál, vissu ekki einu sinni hvort við værum í EFTA eða EES. Það sannar þó ekkert um gáfnafarr þessa fólks en sýnir það sem margan grunar að fólk hafi annaðhvort ekki nennt eða haft nægan áhuga til að kynna sér málið. Það sýndi því fáfræði en um gáfnafar þess vitum við ekki neitt. Hitt atriðið var að einhver kona spurði hvers vegna aldrei væri tekið neitt tillit til andmælahópa. Mér finnst svarið við því liggja í augum uppi. Við kjósum fólk til alþingis til að fara með okkar mál og mynda ríkisstjórn. Við höfum falið því fólki að fara með umboð okkar og þeir sem verða í minni- LEIÐRÉTTING Rangt fæðingarár Heimild, sem blaðið studdist við í gær, er sagt var frá fæðingarári Einars Jónssonar myndhöggvara, reyndist ekki traust. Hann fæddist árið 1874, ekki 1868. hluta verða að sætta sig við það. Þeir fá tækifæri síðar til að koma þeim að sem þeir kjósa heldur, ef þeir fá nægilegt fylgi til þess. Minnihlutinn hefur fullt frelsi til að láta í ljós skoðanir sínar og reyna að telja um fyrir þeim sem ekki eru á sama máli með þeim rökum sem tiltæk kunna að vera en frelsi til annars hefur hann ekki í siðuðu þjóðfélagi. Andmæla- hópar geta rökrætt og efnt til Frá Þóroddi F. Þóroddssyni: í TILEFNI af bréfi Gunnlaugs Þórð- arsonar er birtist í Morgunblaðinu 13. nóvember 1992 óskar undirrit- aður að benda á eftirfarandi: Náttúruspjöll þau sem rætt er um eru ekki á friðlýstu svæði. Þau eru á austurbakka Jökulsár á Fjöll- um sunnan Upptyppinga í svo- nefndri Krepputungu. Gunnlaugur, og ýmsir fleiri, virðast hafa staðið í þeirri meiningu að verknaðurinn hafi verið framinn fyrir augum starfsmanna Náttúruverndarráðs í Þjóðgarðinum í Jökulsárgljúfrum, sem er á vesturbakka Jökulsár ríf- lega 100 km neðan Upptyppinga, en svo var ekki. Gunnlaugur telur listamönnun- um það til afsökunar að hvergi sjá- ist að um náttúrufriðun sé að ræða á umræddu svæði. Það er nú svo að í landinu gilda ýmis almenn lög sem ekki er minnt á með viðvörunar- merkjum við hvert fótmál þar sem hugsanlega væri þörf á, enda yrði lítil prýði af slíku. En í lögum um náttúruvemd nr. 47/1971 segir í 19. gr.: „Hvers konar áletranir á náttúrumyndanir eru óheimilar. “ Líklegt er að í Hollandi séu svipuð lagaákvæði og enginn getur afsak- funda og friðsamlegra aðgerða til þess að afla sínum sjónarmiðum fylgis en ef það tekst ekki verða þeir að sætta sig við að vera í minnihluta og hlíta vilja meirihlut- ans. Reyni þeir að beita yfirgangi eða ofbeldi sýnir það að þeir að- hyllast ekki lýðræði heldur „anark- isma“ eða stjómleysi og við slíku gjalda lýðræðissinnar varhuga. TORFI ÓLAFSSON, Melhaga 4, Reykjavík að lagabrot með því að hann hafi ekki þekkt lögin. Náttúruvemdarráð frétti af um- ræddum gjörningi 1989. Það var þá mat starfsmanna ráðsins að áletrunin myndi veðrast fljótt og hverfa og valdi ekki stórtjóni þar sem hún er á afviknum stað auk þess sem önnur mál væru brýnni á verkefnalista en að leggja mikla vinnu í að afmá umrædda áletrun. Hins vegar má líta svo á að opin- ber umræða um gjörninginn hefði mátt fara fyrr af stað með það sjón- armið í huga að minnka líkurnar á að slík spjöll verði framin á ný. Gunnlaugur telur hér augljóst dæmi um sofandahátt Náttúm- vemdarráðs. Gott er að halda mönnum að verki og veita stofnun- um aðhald en ég veit ekki til þess að Gunnlaugur hafi kynnt sér starf- semi Náttúruverndarráðs þannig að hann geti haft slík orð um stofnun- ina. Býð ég því honum, og öðrum sem áhuga hafa, að koma og kynna sér hvernig starfsemi ráðsins er háttað áður en felldur er dómur um sofandahátt þess. ÞÓRODDUR F. ÞÓRODDSSON, framkvæmdastjóri Náttúru- verndarráðs, Laugavegi 105, Reykjavík. V í ðáttulistaverk eða náttúruspjöll JOLATILBOÐ 15% afsláttur af hreinlœtis- og blöndunartœkjum, stálvöskum o.fl. ^ VATNSVIRKINN/ f ÁRMÚLA21 -SÍMAR 686455-685966 Innanhússarkitekt ráðleggur viðskiptavinum Metró Guðrún Benediktsdóttir innanhússarkitekt, FHÍ, verður í versluninni Metró fimmtudag og föstudag kl. 14-18 og laugardag kl. 11-14 og veitir viðskiptavinum ráðleggingar um allt er varðar innréttingar, gólfefni, hreinlætistæki og litaval í málningu. GROHE Villeroy & Boch Verið velkomin í Metró og þiggið ókeypis ráðgjöf. JUVMETRÓ ___________í MJÓDD__________ ÁLFABAKKA 16 • REYKJAVÍK • SÍMI 670050 Vantar þig nýtt sjónvarp?? Eigum ennþá eftir örfá litsjónvarps- tæki á alveg frábæru verði!! 20" litsjónvarpstæki m/fjarstýringu. Verð frá kr. 25.900,- stgr. Hágæöa myndband m/fjarst. + 2 stk. 3ja tíma spólur. Verð aðeins kr. 25.900,- stgr. Þú finnur varia betra verð!!! □ Vasaútvarp m/heyrnatólum kr. 800 U Vasadlskó kr. 1.440 U Vasadiskó m/útvarpi kr. 1.990,- U Útvarpsklukkur frá kr. 1.400 □ Útvarpsklukkur m/segulbandi frá kr. 3.400 □ Heyrnartól frá kr. 200 □ Bíltæki m/segulbandi frá kr. 3.900 □ Biltæki með geislaspilara kr. 26.900 U Bílahátalarar frá kr. 1.600 parið U Bílamagnarar frá kr. 3.500 U Hljómtæki án geislaspilara frá kr. 13.900 □ Hljómtæki með geislaspilara frá kr. 19.900 □ 14" sjónvörp m/fjarstýringu kr. 24.600 □ 20" sjónvörp m/fjarstýringu kr. 29.900 U 21" sjónvörp m/fjarstýringu og textavarpi kr. 49.900 U Ferðatæki (útvarp - segulband) frá kr. 3.900 U Ferðaútvörp frá kr. 1.300 Þýskt gæðamerki Hefur þú efni á að sleppa þessu? TÓNVER Garöastræti 2, sími 627799. Sendum hvert á land sem er. Munalán Ábyrgð

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.