Morgunblaðið - 19.11.1992, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 19.11.1992, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. NÖVEMBER 1992 Eldfjörugar aftiirgöugnr Borgarnesi. SAGAN um Svein sáluga Sveins- son í Spjör og samsveitunga hans. Ungmennafélagið íslendingur í Borgarfirði. Höfundar: Anna Kristín Kristjánsdóttir og Unnur Guttormsdóttir. Söngtextar: Arni Hjartarson. Leikstjóri og sviðs- mynd: Þröstur Guðbjartsson. Bún- ingar: Hópvinna Það er ótrúlega mikil virkni hjá áhugaleikfélögum hérlendis. Á síð- asta leikári sýndu 59 leikfélög alls 89 leikverk, þar af 35 íslensk verk. Áhorfendur voru taldir um 67 þúsund og áhugaleikarar voru skráðir um fjögur þúsund hjá þessum leikfélög- um. Það var strekkings suðaustan- vindur á frumsýningarkvöldið þegar ég fór frá Borgarnesi upp að sam- komuhúsinu Brún í Bæjarsveit í Borgarfírði til að sjá uppfærslu Ung- mennafélagsins íslendings á Sveini sáluga. Ekki grunaði mig að vindur- inn ætti eftir að fara með hlutverk, jafnt utandyra sem innan þetta kvöld, en sú varð þó raunin á. Þegar áhorfendur voru búnir að koma sér fyrir í sætum sínum og dregið hafði verið niður í lýsingunni í salnum, mátti heyra vindinn gnauða í ijáfrum utan dyra. Lítils háttar súgur myndaðist öðru hvoru í húsinu og við það blöktu og bylgjuðust þunn leiktjöldin draugalega til og frá, þar sem þau héngu meðfram veggjum hússins. Þessi utanaðkomandi kraft- ur var einkar viðeigandi í upphafsatr- iði leikritsins þar sem Sveinn sálugi og Hildur blaðra rísa upp úr hey- böggunum og ganga aftur á vit sam- sveitunga sinna og reyna að hafa þar áhrif út yfir gröf og dauða. Þann- ig fór verkið vel af stað og lofaði góðu. Auðsætt er að leikstjóranum hefur tekist vel að manna í öll helstu hlut- verkin og skapa verkinu rétta um- gjörð með sviðmynd og búningum en hann hefði mátt þétta verkið á unum og leikstjóranum hefur tekist að skapa. Ber þar hæst túlkun Rósu Marinósdóttur á Hildi blöðru, „síð- ustu íslensku förukonunni“. Fer þar saman frábær múndering og mjög góður leikur. Sama má segja um Ragnheiði Thorlacius og túlkun hennar á ráðskonunni Salvöru, þess- ari þrælskyggnu, fjölkunnugu og úrræðagóðu kerlingu. Jón Halldórs- son var góður draugur og skilaði Sveini sáluga vel í gegnum verkið, jafnt í áfengisleit sem í kvennafari. Mikill söngur er í verkinu og komast leikaramir misjafnlega frá honum, flestir þó vel en áberandi góða rödd og flutning hafði Margrét Snorra- dóttir sem lék Sæunni og náði hún einnig á næman hátt að túlka þessa ástföngnu yngismey. Um tónlistarflutning í verkinu sáu þeir Bjarni Guðmundsson og Sigurð- ur Jakobsson sem spiluðu á gítar og bassa og tókst þeim á einkar smekk- legan hátt að gera hvorki of né van en halda vel fyllingu og stuðningi við sönginn. Það væri spennandi að sjá þennan ieikarahóp takast á við metnaðarfullt verkefni sem gerði enn meiri kröfur til þeirra en þetta leik- verk gerir. Theodór Kr. Þórðarson Morgunblaðið/Theodór Úr leikritinu um Svein sáluga Sveinsson í Spjör. í hlutverkum sín- um, frá vinstri: Gísli Einarsson, Jón Ilalldórsson, Ólöf Bjarnadóttir og Jón Einarsson. köflum. Þetta leikrit er í ætt við leik- ritin Sveinbjörgu Hallsdóttur (frum- flutt 1976) og Ingiríði Oskarsdóttur (frumflutt 1985) eftir Trausta Jóns- son veðurfræðing. Trausti sagði eitt sinn um þau verk sín að þau væru í anda afturúrstefnu, þ.e.a.s. and- hverfa framúrstefnunnar. En í Sveini sáluga ganga höfundamir en lengra í afturúrstefnunni en Trausti gerði, auk þess að skjóta inn í verkið veru- legu tímaflakki með nútímalegum innskotum. Þessi skopleikur er í marga staði fáránlegur og er það ætlunin. Höf- undamir settu saman léttgeggjaðan skopleik, byggðan á þjóðsögum og gömlum íslenskum leikritum eins og Manni og konu og Pilti og stúlku. Blönduðu síðan saman við þetta nýj- um og gömlum lögum og söngtextum með nútíma skírskotunum. A köflum er þetta hæfileg blanda, eldijörug og skemmtileg, en til að úr yrði heil- steypt leikrit hefði þurft meira kjöt á beinin. Það sem gerir þetta verk hins veg- ar þess vert að berja það augum eru þær kostulegu persónur sem leikur- Morgunblaðið/Jón Gunnar Gunarsson Nemendur Hafnarskóla við umhverfislist af ýmsu tagi. LANDSNEFND ALÞJÓÐA VERZLUNARRÁÐSINS Á ÍSLANDI Hádegisfundur föstudaginn 20. nóvember 1992 í Skálanum, Hótel Sögu. Höfn Listavika í Hafnarskóla Höfn. LISTAVIKA var haldin 9.-13. nóvember í Hafnarskóla á Höfn. Skólinn bauð ungum sem öldnum bæjarbúum að taka þátt í listavik- unni. Þar lögðu nemendur og gestir aðallega stund á umhverfislist, al- menna myndlist, leiklist, ritlist og matargerðarlist. Yfirlistamaður var svo Öm Ingi en hann kom gagn- gert að norðan til aðstoðar heima- mönnum. JGG „Blómið“ 1982 er eitt af síðustu verkum Sigurjóns. Listasafn Sigur- jóns Ólafssonar Ný sýning á verkum frá 1934-82 NÝ SÝNING hefur verið opnuð í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar á Laugarnesi. Um er að ræða verk frá tímabilinu 1934 til 1982. I efri sal hússins gefur að líta valdar trémyndir frá síðustu æviárum listamannsins. í vetur verður safnið opið um helgar kl. 14-17. Kaffistofan er opin á sama tíma. Tekið er á móti hópum utan opnunartíma eftir sam- komulagi. (Fréttatilkynning) ----» ♦ ♦----' Nýlistasafnið Hannes Hólm- steinn ræðir um listir og stjórnmál HANNES Hólmsteinn Gissurar- son mun halda fyrirlestur um listir og stjórnmál í Nýlistasafn- inu, Vatnsstíg 3b, fimmtudaginn 19. nóvember kl. 20.30. Hannes Hólmsteinn er dósent í stjórnmálafræði við Háskóla ís- lands, Hann er höfundur sjö bóka sem ijalla aðallega um sagnfræði og stjórnmál. Þar á meðal er bókin „Fijálshyggjan er mannúðarstefna“ sem kom út snemma á þessu ári. Fyrirlesturinn er öllum opin. SÆNSKA Fyrirlesari: Jan Herin Hagfræðingur vinnuveitendasambands Svíþjóðar Landsnefnd Alþjóða verzlunarráðsins heldur aðalfund sinn á morgun, föstudaginn 20. nóvember á Hótel Sögu. Fundurinn hefst kl. 11.45 í Þingsal nr. 1 með venjulegum aðalfundarstörfum. Kl. 12.00 verður svo léttur hádegisverður og að honum loknum mun Jan Herin, yfirhagfræðingur sænska vinnuveitendasambandsins og formaður kjara- samninganefndar vinnuveitenda, flytja erindi um „sænsku leiðina" svonefndu. Á eftir svarar Herin fyrirspurnum. Þeirm sem hafa áhuga á að fræðast um þetta tíðrædda fyrirbæri er velkomið að hlýða á fyrirlesturinn. Maturinn kostar kr. 1.600,- og er jbess óskað að væntanlegir gestir tilkynni um þátttöku í síma 67 66 66 hið fyrsta. STJÓRN LANDSNEFNDARINNAR Dansarar íslenska dansflokksins í Uppreisn. íslenski dansflokkurinn Síðustu sýningar á Uppreisn Síðustu sýningar íslenska sýningu hafi verið vel tekið, en eftir William Soleau, en sá ball- dansflokksins á Uppreisn sem sýndir eru þrír ballettar eftir ett er sérstaklega saminn fyrir er á stóra sviði Þjóðleikhúss- jafnmarga danshöfunda. Fyrsta íslenska dansflokkinn. Þriðji bal- ins, eru fimmtudaginn 19. nóv- verkið er glettinn íþróttaballett, lettinn er rómantískt verk með ember og fimmtudaginn 26. þar sem dansarar dansa til dæm- söngvum Edith Piaf eftir dans- nóvember. ’ is fótbolta, karate og skauta- höfundinn Stephan Mills. í fréttatilkynningu segir að dans. Annað verkið er Notturno
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.