Morgunblaðið - 19.11.1992, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 19.11.1992, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1992 • • Onnur umræða um frumvarp um frumvarp félagsmálaráðherra Samkomulag um betri rétt launþega við hópuppsagnir EINNI setningu í lagafrumvarpi félagsmálráðherra um hópupp- sagnir verður breytt. Þar með telja sljórnarandstæðingar frum- varpið orðið ásættanlegt. Allir þingmenn telja að í frumvarpinu felist nokkrar réttarbætur fyrir launþega ef/þegar hópuppsagnir verða. Jóhanna Sigurðardóttir félags- málaráðherra mælti 18. september síðastliðinn fyrir frumvarpi til laga um hópuppsagnir. Þá kom fram í framsöguræðu félagsmálaráðherra að þetta frumvarp væri samið af nefnd sem hún hefði skipað til að undirbúa aðild íslands að fijálsum atvinnu- og búseturétti á evrópska efnahagssvæðinu, EES. Með sam- þykkt frumvarpsins yrðu lögfestar reglur þær, sem settar væru fram í tilskipun Evrópubandalagsins nr. 75/129, um samræmingu á lögum aðildarríkjanna um hópuppsagnir. í frumvarpinu eins og það var lagt fram var hugtakið hópupp- sagnir skilgreint þannig að það væri uppsagnir atvinnurekenda á fastráðnum starfsmönnum þegar fjöldi starfsmanna sem sagt væri upp á 30 daga tímabili væri: a) Að minnsta kosti 10 starfsmenn í fyrirtækjum sem venjulega hafa fleiri en 20 og færri en 100 starfs- menn í vinnu. b) Að minnsta kosti 10% starfsmanna í fyrirtækjum sem venjulega hafa hið minnsta 100 starfsmenn, en færri en 300 starfsmenn í vinnu. c) Að minnsta kosti 30 starfsmenn í fyrirtækjum sem venjulega hafa 300 starfs- menn eða fleiri í vinnu. I 2. grein frumvarpsins er ákvæði um samráð atvinnurekenda við trúnaðarmann starfsmanna eða annan fulltrúa sem þeir hafa til þess valið eins fljótt og auðið er. Með samráðinu skal stefnt að því að ná samkomulagi til að komast hjá uppsögnum að svo miklu leyti sem mögulegt er eða draga úr af- leiðingum þeirra. Frumvarpið felur í sér að sveit- arfélög eða vinnumiðlanir, þar sem þær starfa, eigi að annast þau verkefni sem fylgja hópuppsögn- um. Þar sem sveitarfélag er með fleiri enn 500 íbúa verður þáð að jafnaði stjórn vinnumiðlunar sem annast þetta verkefni. En í sveitar- félögum með færri en 500 íbúa yrði þetta verkefni sveitarstjórnar eða þess aðila sem hún fengi það í hendur. EES ei meir Þessu frumvarpi Jóhönnu Sig- urðardóttur félagsmálaráðherra var vísað til félagsmálanefndar 6. október síðastliðinn. í gær gerði Guðjón Guðmundsson (S-Vl) varaformaður félagsmálanefndar grein fyrir því að nefndin mælti með samþykkt frumvarpsins með einni breytingartillögu, þess efnis að fyrsta setning 7. greinar verði svohljóðandi: „Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 1993.“ En nefnd sú sem hafði samið frumvarpið hafði gert tillögu um textann: „Lög þessi öðlast gildi um leið og samn- ingurinn um evrópskt efnahags- svæði öðlast gildi að því er ísland varðar.“ Það kom þó fram í ræðu varaformanns félagsmálanefndar að einstakir nefndarmenn áskyldu sér rétt til að flytja síðar breyting- artillögur eða fylgja þeim sem fram kynnu að koma. Vel ásættanlegt Kristinn H. Gunnarsson (Ab- Vf) benti á að með breytingartil- lögu félagsmálanefndar væri þetta frumvarp ekki lengur EES-frum- varp heldur almennt lagafrumvarp sem myndi standa óháð því hver yrðu afdrif frumvarpsins til stað- festingar á samningnum um EES. Mætti segja að frumvarpið um hópuppsagnir væri orðið „vel ásættanlegt“ og horfði til bóta varðandi réttindi launþega á ís- Guðjón Guð- Ingibjörg Pálma- mundsson dóttir landi. Kristinn greindi frá því að umsagna- raðilar hefðu komið með nokkar athuga- semdir eða ábendingar en þær væru þó ekki það veiga- miklar efnis- lega að þær breytu hans afstöðu. Hann vildi þó áskilja sér rétt til að leggja frambreytingartillögur við þriðju umræðu til að koma til móts við óskir umsagnaraðila. Frumvarpið gerir ráð fyrir samráði við trúnað- armenn og vinnumiðlun þegar til hópuppsagna kemur. Það hefðu margir farið fram á breytingu á skilgreiningu á því hvenær beita ætti ákvæðum frumvarpsins. Nú væri skilgreint í 1. greina að ákvæði í frumvarpinu ættu við m.a. samkvæmt a-lið: „Að minnsta kosti 10 starfsmenn í fyrirtækjum sem venjulega hafa fleiri en 20 starfsmenn og færri'en 100 starfs- Rannveig Guð- mundsdóttir menn í vinnu." Fram hefðu komið óskir um að breyta fyrstu tölunni í 4 og annarri tölunni í 16. Krist- inn vildi einnig áskilja sér allan rétt til að athuga betur undan- þáguákvæði frumvarpsins þar sem uppsagnir á áhöfnum skipa væru undanþegar. Við eftirgrennslan hefði verið vísað til sjómannalaga og alþjóðlegra kjarsamninga. Kristinn gerði einnig að umtals- efni að Samband íslenskra sveitar- félaga hefði lagst gegn ákveðnum þáttum frumvarpsins um að vinnu- miðlun sveitarfélaga skyldi leita lausnar á vandanum. í umsögn sambandsins væri talað um „auk- inn kostnað, eftirlit og skriffinnsku og aukinn kostnað sveitarfélaga“. Kristinn undraðist þessa afstöðu, einkum í ljósi þeirrar áherslu sem stjóm þessa sambands legði á það að sveitarfélögin fengju aukin verkefni. Ingibjörg Pálmadóttir (F-Vl) furðaði sig einnig á umsögn Sam- bands íslenskra sveitarfélaga. Hún dró enga dul á það að þingmenn í félagsmálanefnd hefðu verið sam- mála um að burtséð frá samningn- um um EES væri þetta frumvarp hið besta mál. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir (SK-Rv) sagði að hún gerði sama fyrirvara og Kristinn H. Gunnars- son varðandi a-lið 1. greinar. Mörg íslensk fyrirtæki væru lft.il, hefðu t.d. 20-21 starfsmann, og henni þætti heldur mikið að segja þyrfti nálega helmingi starfsmanna upp til þess að samráðsferli færi í gang. En Ingbjörg Sólrún taldi samt að almennt væri þetta frumvarp nokkur réttarbót fyrir launþega. Rannveig Guðmundsdóttir (A-Rn) formaður félagsmálanefnd- ar vildi þakka nefndarmönnum fyrir það góða samstarf sem hefði tekist í nefndinni um afgreiðslu þessa frumvarps sem væri óum- deilanleg réttarbót fyrir launþega. Umræðu varð lokið en atkvæða- greiðslu frestað. STUTTAR ÞINGFRETTIR Fríverslunarsamningur við tékkneska og slóvakíska sambandslýðveldið Jón Baldvin Hannibalsson utan- ríkisráðherra mælti í gær fyrir til- lögu til þingsályktunar um full- gildingu fríverslunarsamnings milli ríkja Fríverslunarsamtaka Evrópu og tékkneska og slóvak- íska sambandslýðveldisins. Fríverslunarsamningurinn byggist að mestu á samningum sem einstök EFTA-ríki gerðu við Efnahagsbandalagið, EB, gerðu á árunum 1972-73, þ.e. fríverslun með iðnaðarvörur og heimild til verðjöfnunar á vörum unnum úr landbúnaðarvörum. EFTA-ríkin fella niður innflutningstolla við gildistöku samningsins en Tékkar hafa 10 ára aðlögunartíma til fella niður höft á innflutningi til Tékkó- slóvakíku. Samingurinn felur í sér að komið verður á fríverslun með fisk strax við gildistöku. Utanríkisráðherra sagði að samkomulag væri milli ríkis- stjórna í tékkneska og slóvakíska sambandslýðveldinu um að leysa sambandslýðveldið upp og stofna tvö fullvalda ríki frá og með 1. janúar 1993. En ákveðið hefði Verið að koma upp tollabandalagi þessara ríkja með fijálsu flæði vöru og þjónustu. Ríkisstjórninar hefðu lýst því yfír að þær myndu taka yfir öll réttindi og skyldur sem tékkneska og slóvakíska sam- bandslýðveldið hefði gagnvart öðr- um ríkjum. í greinargerð með frumvarpinu kemur fram að viðskipti íslend- inga við Tékka og Slóvaka hafa dregist mjög saman á undanföm- um árum. Arið 1991 var útflutn- ingur til þessa svæðis 17,7 milljón- ir króna en innflutningur þaðan nam 385,4 milljónum króna. Lög frá Alþingi í gær var samþykkt sem lög frá Alþingi framvarp um stofnun hlutafélags um Ríkismat sjávar- afurða. Tuttugu og níu stuðnings- menn ríkisstjómarinnar greiddu frumvarpinu atkvæði. Átján stjórnarandstæðingar sátu hjá. Þingmennirnir Jóhann Ársælsson (Ab-Vl), Svavar Gestsson (Ab-Rv) og Stefán Guðmundsson (F-Nv) greiddu atkvæði gegn frumvarp- inu. Morgunblaðið/Benedikt | Grasvöllurinn á Eskifirði, fyrir neðan byggð- ina innst í bænum. Á minni myndinni er vaskur hópur Austrafélaga, sem tók þátt í að tyrfa gamla völlinn í haust. Grasvöllur á Eskifirði í sam- vinnu bæiarins oor Austra Eskifirði. 91 O í ALLMÖRG ár hefur verið á döfinni að gera grasvöll fyrir knattspyrnumenn Austra á Eski- firði. Þessi draumur varð að veruleika nú í haust er lagningu grass á gamla malarvellinum innst í bænum lauk. -< Bæjarstjórn Eskifjarðar lagði nokkurt fjármagn í gerð grasvallar- ins og stjórn Austra leitaði til fé-‘ laga um sjálfboðavinnu til að auð- velda gerð hans. Skemmst er frá því að segja, að félagar brugðust vel við og um leið og íþróttaæsk- unni voru búin betri skilyrði spjöll- uðu menn og spáðu í framtíðina. Á aðalfundi Austra á dögunum flutti Arngrímur Blöndahl, bæjar- stjóri, ávarp og þakkaði stjórn Austra og öllum þeim sem lögðu hönd á plóginn við gerð grasvallar- ins. Bæjarstjórn Eskifjarðar bauð síðan fundarmönnum uppá kaffi í tilefni áfangans. BenediHt Ráðstefna um mögnleika íslensks matvælaiðnaðar HAGSMUNAAÐILAR í matvælaiðnaði í samvinnu við ráðu- neyti sjávarútvegs-, iðnaðar- og landbúnaðar hafa ákveðið að standa sameiginlega að ráðstefnu til að ræða framtíð íslensks matvælaiðnaðar. Ráðstefnan verður haldin á Hótel Loftleiðum 30. nóvember nk. og hefst kl. 8.30 með afhendingu ráðstefnu- gagna. Á ráðstefnunni er ætlunin að ræða sameiginlega hagsmuni hinna ýmsu greina iðnaðarins. Aðstandur ráðstefnunnar hafa fengið ýmsa sérfræðinga í íslenskum matvælaiðnaði og forrystumenn hagsmunasam- taka honum tengdum til þess að flytja erindi á ráðstefnunni. Erlendis frá koma Kjartan Jó- hansson, sendiherra Islands hjá EFTA í Genf, og Valgerður Bjarnadóttir, fulltrúi VSÍ og FÍI í Brussel. í frétt frá undirbúningsnefnd um matvælaráðstefnu segir m.a.: „Miklar breytingar eru fyrir- sjáanlegar á alþjóðaviðskiptum. Viðskipti innan aðildarlanda Evrópubandalagsins fara senn óhindruð fram á einum markaði og með stofnun evrópska efna- hagssvæðisins, EES, er stefnt að enn frekari fríverslun í Evr- ópu. Með GATT-samningnum verður viðskiptahindrunum enn frekar rutt úr vegi og þá á heimsvísu. Þetta á ekki síst við um viðskipti með matvæli og við tilkomu þessa alþjóðlega við- skiptaumhverfis verða íslenskir matvælaframleiðendur að bregðast og ræða með hvaða hætti þeir geti best varið stöðu sína og sótt inn á erlenda mark- aði.“ Miklar breytingar eru fyrir- sjáanlegar í alþjóðaviðskiptum. Viðskipti innan aðildarlanda Evrópubandalagsins fara senn óhindrað fram á einum markaði og með stofnun evrópska efna- hagssvæðisins, EES, er stefnt að enn frekari fríverslun í Evr- ópu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.