Morgunblaðið - 19.11.1992, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 19.11.1992, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1992 Hvetja Bandaríkja- menn til að kaupa ekki norskar vörur New York. Frá Huga Ólafssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. BANDARÍSK umhverfisverndarsamtök birtu í gær heilsíðuauglýs- ingu í dagblöðum, þar sem skorað var á fólk að sniðganga norsk- ar vörur og fyrirtæki vegna fyrirhugaðra hrefnuveiða Norð- manna. Sagt er að ef ekki verði brugðist hart við gegn Norðmönn- um muni Islendingar og Japanir fylgja fordæmi þeirra. ors, forseta framkvæmdastjórnar Evrópubandalagsins. í skilaboðun- um til Brundtland segir að vetra- rólympíuleikamir í Lillehammer kunni að vera í hættu hætti Norð- menn ekki við hrefnuveiðar. Samtökin biðja fólk að hætta að kaupa norskan ost, lax, sardín- ur og fara ekki í ferðir með norsk- um skemmtiferðaskipum og er fyrirtækið Kloster Cruise sérstak- lega nefnt í því sambandi. Auglýs- ingin er mjög harðorð; hvalveiðar eru sagðar „grimmdarlegar og til- gangslausar“, Brundtland er sökuð um hræsni í umhverfismálum og í lok auglýsingarinnar segir að „þjóðir sem neita að hlusta á rödd skynseminnar em hættulegar ekki bara hvölum heldur mannkyninu“. Vígdís afhendir umhverfisverðlaun í gær vom afhent í Strasbourg í Frakklandi verðlaun sem Evrópu- bandalagið og samtök evrópskra blaðaútgefenda hafa ákveðið að veita annað hvert ár fyrir umfjöllun um umhverfismál. Verðlaunin vom nú veitt í fyrsta sinn. Vigdís Finnbogadóttir var beðin að af- henda ein þriggja aðalverðlauna en þau hlutu blöðin Adevarul í Rúmeníu, Dagens Nyheter í Svíþjóð og De Volkskrant í Hollandi. Kom það í hlut Vigdísar að afhenda fulltrúum rúmenska blaðsins verðlaun. Myndin var tekin við verðlaunaafhendinguna. Til hægri er Egon Klepsch forseti Evrópuþingsins sem afhenti einnig verðlaun. Sar^jevo. Reuter. HERSVEITIR múslima, Króata og Serba börðust enn í mið- og austurhluta Bosníu-Herzegov- ínu í gær en leiðtogi Bosníu- Serba, Radovan Karadzic, spáði því að blóðsúthellingunum myndi Ijúka á næstu vikum. „Ég vona að bardögunum á landsvæðum fyrrverandi Bosníu- Herzegovínu linni fyrir áramót þótt ekki komist á „algjör friður“,“ sagði Karadzic. Hann sagði að vetrarkuldar og samkomulag milli Serba og Króata um skiptingu landsvæða á kostnað múslima yrðu að öllum líkindum til þess að stríð- inu lyki. „Við teljum að Serbar og Króatar geti bundið enda á bardag- ana. Að vísu deilum við enn um landsvæði í Neretva-dal en ég tel að okkur verði ekki skotaskuld úr því að jafna þann ágreining." Bardagar blossuðu upp milli Serba og Króata um Neretva-dal í Mostar-héraði fyrir rúmri viku og þeir hafa haldið áfram að undanförnu eftir skammvinnt vopnahlé um helgina. Serbar hafa 70% af Bosníu á valdi sínu og hafa náð fram öllum meginmarkmiðum sínum í stríðinu. Yfirmaður hermála í Noregi Hugmyndir um norrænt samráð í varnarmálum ÆÐSTI maður hermála í Noregi að varnarmálaráðherra undanskild- um, Torolf Rein aðmíráll, vill að Noregur, Svíþjóð og Finnland sam- ræmi stefnu sína í varnarmálum og hyggst ræða málið við Johan Jorgen Holst varnarmálaráðherra, að sögn Aftenposten. Sl. sumar hvatti starfsbróðir Reins í Svíþjóð, Bengt Gustafsson hershöfðingi, til slíks samstarfs. Hann taldi að ekki væri hægt að útiloka hættuna á hemaði af hálfu Rússa gegn Eystrasaltsríkjunum er gæti stefnt öryggi Norðurlandanna í hættu. Stjórnmálaástandið í Rússlandi væri svo ótryggt og myndi verða það um ófyrirsjáanlega framtíð. Gustafsson ræddi um hættu á landabúum í grennd við Eystra- að nýir og þjóðernissinnaðir ráða- menn í Rússlandi gætu reynt að vinna með óánægjuöflum í hernum með það að markmiði 'að leggja Eystrasaltsríkin á ný undir Rússa. Yrði þetta reyndin væri óraunsætt að gera ráð fyrir að stórveldi Evr- ópu með Þýskaland í fararbroddi myndu reyna að hindra aðgerðimar með valdi. Gustafsson taldi málið horfa allt öðruvísi við Norður- saltsríkin; slík þróun yrði ógnun við þá og þeir ættu sameiginlegra hagsmuna að gæta varðandi við- brögð við rússneskri hernaðaríhlut- un. Rein segist ekki hafa rætt þessi mál enn við Finna en er sammála Gustafsson að verulegu leyti. Norski aðmírállinn leggur þó áherslu á að hann sé ekki jafn vantrúaður á að Evrópuríkin séu Torolf Rein aðmíráll. ófær um að veija Norðurlönd. „Að þessu leyti verð ég að undanskilja Noreg. Það er ljóst að hægt verður að nota hraðliðið sem Atlantshafsbanda- lagið (NATO) er að setja á laggim- ar m.a. til aðgerða í Noregi“. Rein álítur að um lang- tímamarkmið sé að ræða, aðstæður Svía og Finna séu enn þannig að ekki sé hægt að hrinda hugmynd- unum strax í framkvæmd. Hann segist ekki vera að velta fyrir sér norrænu vamarbandalagi eins og rætt var um skömmu eftir stríð; forsendan fyrir norrænu samráði sé að Noregur verði áfram í NATO. Það eru umhverfísvemdarsam- tökin Earth Highland Institute og dýravemdunarsamtökin The Hum- ane Society sem standa að baki auglýsingunni, sem birt var meðal annars í stórblaðinu The New York Times. Með auglýsingunni em skilaboð sem fólk getur klippt út og sent samtökunum með fjár- framlagi, auk mótmælabréfa til Gro Harlem Brundtland, forsætis- ráðherra Noregs, og Jacques Del- Lýkur stríð- inu í Bosníu fyrir áramót? CIA kaupir sovésk vopn í rík- um mæli og njósnar um Rússa Boston. Frá Karli Biöndal, fréttaritara Morgunbladsins. BANDARÍSKA leyniþjónustan CIA hefur undanfarið stundað vopnakaup í sovésku lýðveldunum fyrrverandi og ásælist nú allt frá hljóðfráum orrustuþotum til langdrægra kjarnorku- vopna, ef marka má orð bandarísks embættismanns í dagblað- inu The Boston Globe á sunnudag. Að sögn embættismannsins hafa útsendarar CIA þegar kom- ið höndum yfír flaugar og full- komnar þotur og segir hann að sig myndi ekki undra þótt lang- drægar kjamorkuflaugar af gerðinni SS-18 væru þar á meðal. Tilgangur þessara leynilegu vopnakaupa er sagður þríþættur. í fyrsta lagi er ætlunin að tryggja Bandaríkjaher yfírburði fari svo að umbótastefnan í Rússlandi bíði skipbrot, í öðm lagi að nota sovéskar tækninýjungar í banda- rísk vopn og í þriðja lagi að afla bandaríska hernum upplýsinga, sem myndu nýtast í viðureignum við þriðja heims ríki með sovésk vopn í sínum fórum. Sovésk vopn ganga nú kaup- um og sölum á vopnamörkuðum um heim allan og CIA er einn helsti viðskiptavinurinn. Sam- kvæmt The Boston Globe eru viðskiptin einna mest við Kaz- akhstan í Mið-Asíu, en einnig er gnægð sovéskra vopna að finna í Túrkmenistan, Azerbajdzhan og Georgíu, og í eitt skipti bar svo við að forseti ónefnds lýðveld- is samþykkti sölu. CIA í slagtogi við Litháa, Pólveija og Ungverja Um leið og þessu fer fram hefur CIA hafíð samvinnu við leyniþjónustur Austur-Evrópu og Eystrasaltsríkjanna, þar á meðal Póllands, Ungvetjalands og Lit- háens. Tilgangur þessa sam- starfs er að njósna um Rússa. Margir sérfræðingar Bandaríkja- stjómar eru þeirrar hyggju að Rússar stefni út í óvissuna, póli- tísk framtíð Borís Jeltsíns sé ótrygg og allar breytingar í Rúss- landi verði í gerræðisátt. Ólíklegt er talið að Bandaríkja- menn græði mikið á þessu sam- starfí. Bæði eru leyniþjónustur umræddra samstarfsríkja sagðar gagnsýrðar rússneskum gagnn- jósnurum, þannig að samtarfið geti vart farið mjög leynt, og auk þess eru samskipti Bandaríkja- manna og Rússa mjög opinská um þessar mundir. Robert Gates, yfírmaður CIA, heimsótti Moskvu fyrir skemmstu og Jevg- eníj Prímakov, yfírmaður er- lendra njósna í Rússlandi, lagði í síðustu viku til að leyniþjón- ustur Vesturlanda og Rússlands gerðu hlé á njósnum hverjar um aðrar. Á bak við alla þessa þíðu leyn- ist tortryggni á báða bóga. í Rússlandi er að fínna bæði stjórn- málamenn og herforingja sem ekki vilja vera leiðitamir Vestur- löndum. Leyniþjónustan KGB má ef til vill muna fífíl sinn fegurri, en leyniþjónusta hersins, GRU, hefur hvergi slegið af, þótt áherslur hafí breyst. Nú er sóst eftir bandarískum iðnaðar- og viðskiptaleyndarmálum, í stað hemaðarleyndarmála áður. Bandaríkjamenn em ekki ánægð- ir með þetta og fyrir skemmstu létu þeir óánægju sína í Ijósi með því að láta útsendara alríkislög- reglunnar, FBI, fylgjast á einkar áberandi hátt með ferðum í og úr rússneska sendiráðinu í Wash- ington. Staða Rússa er hins veg- ar svo veik um þessar mundir að á því verður sennilega bið að þeir mótmæli athafnasemi CIA í Austur-Evrópu og Eystrasalts- ríkjunum, hvað þá á vopnamörk- uðum heimsins. Leynivín- sali tekinn aflífi KÍNVERSK stjómvöld létu í gær taka af iífí leynivínsala, sem hafði þénað jafnvirði ríf- lega 22 milljóna ISK á því að seija svikinn Maotai-líkjör, en það er dýrasti líkjör í Kína. Hæstiréttur í suðvestanverðu Guizhou-héraði í Kína fann manninn, Luo Deming, sekan um „mjög alvarlegt“ auðgunar- brot. Luo, sem var 33 ára gam- all, var tekinn af lífí snemma í gærmorgun. Hann lét prenta fyrir sig eftirlíkingar af merki- miðum á Maotai-líkjör og seldi síðan venjulegan hrísgijóna- líkjör sem hann væri fyrrnefnt eðalvín. 60 Mirage- þotur til Tæ- vans FRAKKAR hafa samþykkt að selja 60 Mirage 2000-5 orr- ustuþotur til Tævans og verður formlegur samningur þar að lútandi undirritaður í lok þessa mánaðar. Hvorki seljandi né kaupandi hefur viljað tjá sig um samninginn. Tævanska út- varpið sagði, að kínversk stjómvöld, sem líta á Tævan sem hluta af Kína og hafa harð- lega mótmælt vopnasölum Vesturlanda þangað, hefðu samþykkt að mótmæla samn: ingnum ekki opinberlega. í staðinn hefðu Frakkar lofað, að tilkynna ekki um samnings- gerðina opinberlega. Villumbætur í Ukraínu LEONÍD Kútsjma, forsætisráð- herra Úkraínu, lagði í gær fram róttækar tillögur, sem miða að því að markaðshæfa efnahags- líf landsins og auka velferð al- mennings. Vill hann minnka mánaðarlega verðbólgu á einu ári úr 30 í 2-3% og íjárlagahall- ann úr 44 í 5-6% af vergri þjóð- arframleiðslu. „Við verðum að hætta að nota orð eins og per- estrojku," sagði hann. „Það væri nær að kalla þetta eftir- stríðs-viðreisn." Vill gera út af við skæru- liða Kúrda DOGAN GURES hershöfðingi, yfírmaður tyrkneska heraflans, sagði í gær, að herinn mundi fínna skæruliða Kúrda í Tyrk- landi í fjöru í lqolfar árásarferð- anna á hendur þeim inn í Norð- ur-írak. Hann sagði, að gengið yrði milli bols og höfuðs á Kúr- díska verkamannaflokknum og ekki látið nægja að heija í þeim tíu héruðum, þar sem herlög eru nú í gildi. Norske Skog stöðvar papp- írsframleiðslu NORSKA fyrirtækið Norske Skog hefur ákveðið að stöðva pappírsframleiðslu sína um stundarsakir vegna mikillar birgðasöfnunar. Dregið verður úr afköstum í þremur verk- smiðjum og framleiðslan stöðv- uð í allt að tvær vikur á næstu vikum. Áætlað er að 450 millj- óna norskra króna tap verði á rekstri fyrirtækisins í ár eða jafnvirði 4,1 milljarðs ÍSK.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.