Morgunblaðið - 19.11.1992, Side 26
26
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1992
Hvetja Bandaríkja-
menn til að kaupa
ekki norskar vörur
New York. Frá Huga Ólafssyni, fréttaritara Morgunblaðsins.
BANDARÍSK umhverfisverndarsamtök birtu í gær heilsíðuauglýs-
ingu í dagblöðum, þar sem skorað var á fólk að sniðganga norsk-
ar vörur og fyrirtæki vegna fyrirhugaðra hrefnuveiða Norð-
manna. Sagt er að ef ekki verði brugðist hart við gegn Norðmönn-
um muni Islendingar og Japanir fylgja fordæmi þeirra.
ors, forseta framkvæmdastjórnar
Evrópubandalagsins. í skilaboðun-
um til Brundtland segir að vetra-
rólympíuleikamir í Lillehammer
kunni að vera í hættu hætti Norð-
menn ekki við hrefnuveiðar.
Samtökin biðja fólk að hætta
að kaupa norskan ost, lax, sardín-
ur og fara ekki í ferðir með norsk-
um skemmtiferðaskipum og er
fyrirtækið Kloster Cruise sérstak-
lega nefnt í því sambandi. Auglýs-
ingin er mjög harðorð; hvalveiðar
eru sagðar „grimmdarlegar og til-
gangslausar“, Brundtland er sökuð
um hræsni í umhverfismálum og
í lok auglýsingarinnar segir að
„þjóðir sem neita að hlusta á rödd
skynseminnar em hættulegar ekki
bara hvölum heldur mannkyninu“.
Vígdís afhendir umhverfisverðlaun
í gær vom afhent í Strasbourg í Frakklandi verðlaun sem Evrópu-
bandalagið og samtök evrópskra blaðaútgefenda hafa ákveðið að
veita annað hvert ár fyrir umfjöllun um umhverfismál. Verðlaunin
vom nú veitt í fyrsta sinn. Vigdís Finnbogadóttir var beðin að af-
henda ein þriggja aðalverðlauna en þau hlutu blöðin Adevarul í
Rúmeníu, Dagens Nyheter í Svíþjóð og De Volkskrant í Hollandi.
Kom það í hlut Vigdísar að afhenda fulltrúum rúmenska blaðsins
verðlaun. Myndin var tekin við verðlaunaafhendinguna. Til hægri
er Egon Klepsch forseti Evrópuþingsins sem afhenti einnig verðlaun.
Sar^jevo. Reuter.
HERSVEITIR múslima, Króata
og Serba börðust enn í mið- og
austurhluta Bosníu-Herzegov-
ínu í gær en leiðtogi Bosníu-
Serba, Radovan Karadzic, spáði
því að blóðsúthellingunum
myndi Ijúka á næstu vikum.
„Ég vona að bardögunum á
landsvæðum fyrrverandi Bosníu-
Herzegovínu linni fyrir áramót
þótt ekki komist á „algjör friður“,“
sagði Karadzic. Hann sagði að
vetrarkuldar og samkomulag milli
Serba og Króata um skiptingu
landsvæða á kostnað múslima yrðu
að öllum líkindum til þess að stríð-
inu lyki. „Við teljum að Serbar og
Króatar geti bundið enda á bardag-
ana. Að vísu deilum við enn um
landsvæði í Neretva-dal en ég tel
að okkur verði ekki skotaskuld úr
því að jafna þann ágreining."
Bardagar blossuðu upp milli
Serba og Króata um Neretva-dal
í Mostar-héraði fyrir rúmri viku
og þeir hafa haldið áfram að
undanförnu eftir skammvinnt
vopnahlé um helgina.
Serbar hafa 70% af Bosníu á
valdi sínu og hafa náð fram öllum
meginmarkmiðum sínum í stríðinu.
Yfirmaður hermála í Noregi
Hugmyndir um norrænt
samráð í varnarmálum
ÆÐSTI maður hermála í Noregi að varnarmálaráðherra undanskild-
um, Torolf Rein aðmíráll, vill að Noregur, Svíþjóð og Finnland sam-
ræmi stefnu sína í varnarmálum og hyggst ræða málið við Johan
Jorgen Holst varnarmálaráðherra, að sögn Aftenposten. Sl. sumar
hvatti starfsbróðir Reins í Svíþjóð, Bengt Gustafsson hershöfðingi,
til slíks samstarfs. Hann taldi að ekki væri hægt að útiloka hættuna
á hemaði af hálfu Rússa gegn Eystrasaltsríkjunum er gæti stefnt
öryggi Norðurlandanna í hættu. Stjórnmálaástandið í Rússlandi
væri svo ótryggt og myndi verða það um ófyrirsjáanlega framtíð.
Gustafsson ræddi um hættu á landabúum í grennd við Eystra-
að nýir og þjóðernissinnaðir ráða-
menn í Rússlandi gætu reynt að
vinna með óánægjuöflum í hernum
með það að markmiði 'að leggja
Eystrasaltsríkin á ný undir Rússa.
Yrði þetta reyndin væri óraunsætt
að gera ráð fyrir að stórveldi Evr-
ópu með Þýskaland í fararbroddi
myndu reyna að hindra aðgerðimar
með valdi. Gustafsson taldi málið
horfa allt öðruvísi við Norður-
saltsríkin; slík þróun yrði ógnun
við þá og þeir ættu sameiginlegra
hagsmuna að gæta varðandi við-
brögð við rússneskri hernaðaríhlut-
un.
Rein segist ekki hafa rætt þessi
mál enn við Finna en er sammála
Gustafsson að verulegu leyti.
Norski aðmírállinn leggur þó
áherslu á að hann sé ekki jafn
vantrúaður á að Evrópuríkin séu
Torolf Rein
aðmíráll.
ófær um að veija
Norðurlönd. „Að
þessu leyti verð ég
að undanskilja
Noreg. Það er ljóst
að hægt verður að
nota hraðliðið sem
Atlantshafsbanda-
lagið (NATO) er
að setja á laggim-
ar m.a. til aðgerða
í Noregi“. Rein álítur að um lang-
tímamarkmið sé að ræða, aðstæður
Svía og Finna séu enn þannig að
ekki sé hægt að hrinda hugmynd-
unum strax í framkvæmd. Hann
segist ekki vera að velta fyrir sér
norrænu vamarbandalagi eins og
rætt var um skömmu eftir stríð;
forsendan fyrir norrænu samráði
sé að Noregur verði áfram í NATO.
Það eru umhverfísvemdarsam-
tökin Earth Highland Institute og
dýravemdunarsamtökin The Hum-
ane Society sem standa að baki
auglýsingunni, sem birt var meðal
annars í stórblaðinu The New York
Times. Með auglýsingunni em
skilaboð sem fólk getur klippt út
og sent samtökunum með fjár-
framlagi, auk mótmælabréfa til
Gro Harlem Brundtland, forsætis-
ráðherra Noregs, og Jacques Del-
Lýkur stríð-
inu í Bosníu
fyrir áramót?
CIA kaupir sovésk vopn í rík-
um mæli og njósnar um Rússa
Boston. Frá Karli Biöndal, fréttaritara Morgunbladsins.
BANDARÍSKA leyniþjónustan CIA hefur undanfarið stundað
vopnakaup í sovésku lýðveldunum fyrrverandi og ásælist nú
allt frá hljóðfráum orrustuþotum til langdrægra kjarnorku-
vopna, ef marka má orð bandarísks embættismanns í dagblað-
inu The Boston Globe á sunnudag.
Að sögn embættismannsins
hafa útsendarar CIA þegar kom-
ið höndum yfír flaugar og full-
komnar þotur og segir hann að
sig myndi ekki undra þótt lang-
drægar kjamorkuflaugar af
gerðinni SS-18 væru þar á meðal.
Tilgangur þessara leynilegu
vopnakaupa er sagður þríþættur.
í fyrsta lagi er ætlunin að tryggja
Bandaríkjaher yfírburði fari svo
að umbótastefnan í Rússlandi
bíði skipbrot, í öðm lagi að nota
sovéskar tækninýjungar í banda-
rísk vopn og í þriðja lagi að afla
bandaríska hernum upplýsinga,
sem myndu nýtast í viðureignum
við þriðja heims ríki með sovésk
vopn í sínum fórum.
Sovésk vopn ganga nú kaup-
um og sölum á vopnamörkuðum
um heim allan og CIA er einn
helsti viðskiptavinurinn. Sam-
kvæmt The Boston Globe eru
viðskiptin einna mest við Kaz-
akhstan í Mið-Asíu, en einnig er
gnægð sovéskra vopna að finna
í Túrkmenistan, Azerbajdzhan
og Georgíu, og í eitt skipti bar
svo við að forseti ónefnds lýðveld-
is samþykkti sölu.
CIA í slagtogi við Litháa,
Pólveija og Ungverja
Um leið og þessu fer fram
hefur CIA hafíð samvinnu við
leyniþjónustur Austur-Evrópu og
Eystrasaltsríkjanna, þar á meðal
Póllands, Ungvetjalands og Lit-
háens. Tilgangur þessa sam-
starfs er að njósna um Rússa.
Margir sérfræðingar Bandaríkja-
stjómar eru þeirrar hyggju að
Rússar stefni út í óvissuna, póli-
tísk framtíð Borís Jeltsíns sé
ótrygg og allar breytingar í Rúss-
landi verði í gerræðisátt.
Ólíklegt er talið að Bandaríkja-
menn græði mikið á þessu sam-
starfí. Bæði eru leyniþjónustur
umræddra samstarfsríkja sagðar
gagnsýrðar rússneskum gagnn-
jósnurum, þannig að samtarfið
geti vart farið mjög leynt, og auk
þess eru samskipti Bandaríkja-
manna og Rússa mjög opinská
um þessar mundir. Robert Gates,
yfírmaður CIA, heimsótti
Moskvu fyrir skemmstu og Jevg-
eníj Prímakov, yfírmaður er-
lendra njósna í Rússlandi, lagði
í síðustu viku til að leyniþjón-
ustur Vesturlanda og Rússlands
gerðu hlé á njósnum hverjar um
aðrar.
Á bak við alla þessa þíðu leyn-
ist tortryggni á báða bóga. í
Rússlandi er að fínna bæði stjórn-
málamenn og herforingja sem
ekki vilja vera leiðitamir Vestur-
löndum. Leyniþjónustan KGB má
ef til vill muna fífíl sinn fegurri,
en leyniþjónusta hersins, GRU,
hefur hvergi slegið af, þótt
áherslur hafí breyst. Nú er sóst
eftir bandarískum iðnaðar- og
viðskiptaleyndarmálum, í stað
hemaðarleyndarmála áður.
Bandaríkjamenn em ekki ánægð-
ir með þetta og fyrir skemmstu
létu þeir óánægju sína í Ijósi með
því að láta útsendara alríkislög-
reglunnar, FBI, fylgjast á einkar
áberandi hátt með ferðum í og
úr rússneska sendiráðinu í Wash-
ington. Staða Rússa er hins veg-
ar svo veik um þessar mundir
að á því verður sennilega bið að
þeir mótmæli athafnasemi CIA í
Austur-Evrópu og Eystrasalts-
ríkjunum, hvað þá á vopnamörk-
uðum heimsins.
Leynivín-
sali tekinn
aflífi
KÍNVERSK stjómvöld létu í
gær taka af iífí leynivínsala,
sem hafði þénað jafnvirði ríf-
lega 22 milljóna ISK á því að
seija svikinn Maotai-líkjör, en
það er dýrasti líkjör í Kína.
Hæstiréttur í suðvestanverðu
Guizhou-héraði í Kína fann
manninn, Luo Deming, sekan
um „mjög alvarlegt“ auðgunar-
brot. Luo, sem var 33 ára gam-
all, var tekinn af lífí snemma
í gærmorgun. Hann lét prenta
fyrir sig eftirlíkingar af merki-
miðum á Maotai-líkjör og seldi
síðan venjulegan hrísgijóna-
líkjör sem hann væri fyrrnefnt
eðalvín.
60 Mirage-
þotur til Tæ-
vans
FRAKKAR hafa samþykkt að
selja 60 Mirage 2000-5 orr-
ustuþotur til Tævans og verður
formlegur samningur þar að
lútandi undirritaður í lok þessa
mánaðar. Hvorki seljandi né
kaupandi hefur viljað tjá sig
um samninginn. Tævanska út-
varpið sagði, að kínversk
stjómvöld, sem líta á Tævan
sem hluta af Kína og hafa harð-
lega mótmælt vopnasölum
Vesturlanda þangað, hefðu
samþykkt að mótmæla samn:
ingnum ekki opinberlega. í
staðinn hefðu Frakkar lofað,
að tilkynna ekki um samnings-
gerðina opinberlega.
Villumbætur
í Ukraínu
LEONÍD Kútsjma, forsætisráð-
herra Úkraínu, lagði í gær fram
róttækar tillögur, sem miða að
því að markaðshæfa efnahags-
líf landsins og auka velferð al-
mennings. Vill hann minnka
mánaðarlega verðbólgu á einu
ári úr 30 í 2-3% og íjárlagahall-
ann úr 44 í 5-6% af vergri þjóð-
arframleiðslu. „Við verðum að
hætta að nota orð eins og per-
estrojku," sagði hann. „Það
væri nær að kalla þetta eftir-
stríðs-viðreisn."
Vill gera út
af við skæru-
liða Kúrda
DOGAN GURES hershöfðingi,
yfírmaður tyrkneska heraflans,
sagði í gær, að herinn mundi
fínna skæruliða Kúrda í Tyrk-
landi í fjöru í lqolfar árásarferð-
anna á hendur þeim inn í Norð-
ur-írak. Hann sagði, að gengið
yrði milli bols og höfuðs á Kúr-
díska verkamannaflokknum og
ekki látið nægja að heija í þeim
tíu héruðum, þar sem herlög
eru nú í gildi.
Norske Skog
stöðvar papp-
írsframleiðslu
NORSKA fyrirtækið Norske
Skog hefur ákveðið að stöðva
pappírsframleiðslu sína um
stundarsakir vegna mikillar
birgðasöfnunar. Dregið verður
úr afköstum í þremur verk-
smiðjum og framleiðslan stöðv-
uð í allt að tvær vikur á næstu
vikum. Áætlað er að 450 millj-
óna norskra króna tap verði á
rekstri fyrirtækisins í ár eða
jafnvirði 4,1 milljarðs ÍSK.