Morgunblaðið - 19.11.1992, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 19.11.1992, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1992 Vandamál sjáv- arútvegsins Ríkisstyrkir og tollar EB eftir Baldur Péturs- son í grein minni 8. og 15. okt. sl. var Qallað um ytri starfsskilyrði í sjávarútvegi, s.s. náttúruleg skilyrði og efnahagsleg skilyrði. I þessari grein verður áfram íjallað um ytri starfsskilyrði sjávarútvegs, sérstak- lega fískvinnslunnar, nánar tiltekið, tolla og ríkisstyrki samkeppnis- landa, s.s. Evrópubandalagsins til fiskvinnslu innan þess. Ef takast á að lagfæra rekstrar- skilyrði sjávarútvegsins í framtíð s.s. fískvinnslunnar hér á landi verð- ur að taka á orsökum vandamál- anna, s.s. samkeppnismismun fisk- vinnslu hér á landi gagnvart físk- vinnslu EB vegna ríkisstyrkja EB, þar sem þeir falla ekki niður með EES-samningunum. Það er frum- skylda stjómvalda að sjá svo um að einstaka atvinnugreinum, s.s. Gskvinnsiu sé ekki gróflega mis- munað í starfsskilyrðum gagnvart erlendum samkeppnisaðilum, s.s. fiskvinnslu EB og/eða öðmm inn- Iendum atvinnugreinum, s.s. útgerð, en það misrétti er tilefni í sérstaka umfjöllun síðar. Stefna EB í fiskvinnslu í sjávarútvegsstefnu EB er skýrt kveðið á um það að nauðsynlegt sé að efla fiskvinnslu og fullvinnslu innan landamæra þess. Einn liður í þessari stefnu er að tryggja hráefni fyrir fískvinnslu innan EB með til- tækum aðgerðum. Þau tæki sem EB hefur notað í þessum tilgangi eru tollar og ríkisstyrkir. Einu gild- ir hvor leiðin er notuð, þar sem af- leiðing beggja leiðanna er sú sama, þ.e. gerir fískvinnslu EB mögulegt að bjóða samsvarandi hærra verð í óunninn físk frá öðrum löndum, s.s. íslandi, sem tollum og ríkisstyrkjum nemur. Það þarf því ekki að koma á óvart að útflutningur á óunnum físki hafí farið vaxandi á seinustu árum. Þessi stefna er reyndar með sömu einkennum og beint var gegn nýlendum fyrr á árum (nýlendu- stefna), með skelfilegum afleiðing- um fyrir mörg hráefnislönd, þar sem iðnþróun og fullvinnslu var í raun haldið niðri á stigi frumframleiðslu, með afleiðingum minni verðmæta- sköpunar, minni hagvexti og verri lífskjörum en ella í viðkomandi lönd- um. Líklegt er að þessi stefna EB eigi töluverðan þátt í því að full- vinnsla fískafurða er svo skammt á veg komin hér á landi sem raun ber vitni. Einnig hefur það haft áhrif að einhliða gagnaðgerðum íslend- inga hefur ekki verið beitt. Þessi stefna EB lendir verr á ís- landi en öðrum löndum þar sem físk- vinnsla og sjávarútvegur er marg- falt meiri hlutfallslega á íslandi en öðrum löndum, s.s. Noregi. Við slík- um þvingunaraðgerðum er hægt að bregðast á tvennan hátt, ef ekki er hægt að ná samkomuiagi í tvíhliða- eða alþjóðasamningum: Annars veg- ar með sambærilegum ríkisstyrkjum innanlands til viðkomandi greinar (s.s. fiskvinnslunnar) eða jöfnunar- gjöldum á það hráefni sem sam- keppnin er um (eða kvótaskerðingu á útfluttan óunninn fisk). Í slíkum tiifellum sem þessum bregðast sam- keppnislönd á Vesturlöndum nær undantekningarlítið við á viðeigandi hátt (nema Island, s.s. vegna físk- vinnslu í mörg ár), til að jafna starfsskilyrði viðkomandi atvinnu- greina, þannig að hin „fíjálsa sam- keppni" sé ekki stórlega brengluð og geti því farið fram á jafnréttis- grundvelli milli einstakra landa. Það getur verið veruleg hætta á því að sum lönd hreinlega útrými eða skaði varanlega heilar atvinnu- greinar annarra landa með stórlegri mismunun í ytri starfsskilyrðum, s.s. ríkisstyrkjum og tollum, ef slík- um aðgerðum er ekki svarað í þeim löndum sem fyrir slíku verða með gagnaðgerðum sem vega upp mis- mununina og óréttlætið. Forsenda eðlilegrar atvinnu- og iðnþróunar einstakra landa, er að ytri starfsskil- yrði séu sem jöfnust á milli landa og eðlileg samkeppni sé ekki stór- lega trufluð með aðgerðum s.s. rík- isstyrkjum og tollum. Beiti sam- keppnislönd ríkisstyrkjum og toll- um, ber að mæta slíku í þeim lönd- um sem fyrir slíku verða með gagn- aðgerðum, í samræmi við ákvæði í alþjóðasamningum, og jafnréttis- ákvæði stjómarskrár og innlendum lögum öðrum. í Noregi er ríkisstyrkjum einnig beitt til þarlendrar fiskvinnslu (þeir hafa íjármagn), og standa því norskar fískvinnslur mun betur að vígi að því leyti gagnvart EB. ísland hefur ekki beitt neinum gagn- aðgerðum vegna tolla og ríkis- styrkja, s.s. jöfnunargjöldum eða kvótaskerðingu vegna útflutts óunnins físks. Eins og flestir vita er núverandi 20% kvótaskerðing vegna útflutts óunnins fisks vegna allt annarra ástæðna, þ.e. vegna þess að þeir sem sigldu út með óunn- inn físk í upphafi kvótakerfís fengu sérstakan 25% kvótabónus umfram aðra vegna þess tíma sem fór í sigl- ingar. Því má segja að útflutningur sé ekki lengur sérstaklega verðlaun- aður hjá þeim sem fengu slíka upp- bót. Hjá þeim sem fengu ekki slíka uppbót, má segja að um einhveija skerðingu sé að ræða. Skerðingin er þó hvergi nærri 20% þar sem ekki er tekið tillit til vigtunaraðferða erlendis og rýmunar sem nemur allt að 10% þar sem aflinn er ekki vigtaður áður en hann fer út. Skerð- ingin í raun er því ekki nema 10% hjá þeim sem fengu ekkí uppbót í upphafi kvóta. Jafnframt skal bent á að svokölluð Aflamiðlun jafnar á engan hátt samkeppnismismunun innlendrar fískvinnslu gagnvart er- lendri vegna tolla og ríkisstyrkja EB. Tollar EB Á undanfömum ámm hefur ís- lensk fískvinnsla mátt búa við vem- lega tolla inn á markað EB í flestum tilfellum þó í sumum tilfellum séu ekki tollar á físki héðan til EB (þökk sé bókun 6), s.s. í frystum fískflök- um, þó slíkt sé nánast undantekn- ing. Þannig era hæstu tollar að upphæð tæplega 20% á flök (fersk og salt) sem jafngilda tæpum 40 kr/kg á óunninn físk. Með öðram orðum þá getur fískvinnsla innan EB boðið allt að 40 kr. hærra verð Baldur Pétursson „Tollahindranir og rík- isstyrkir EB skerða því samanlagt samkeppnis- stöðu íslenskra fisk- vinnslu allt að 40%, eða tæplega 80 kr. á hrá- efniskíló á óunninn fisk, á þeim afurðum sem tollar eru hvað hæstir og svo hefur verið í mörg ár.“ á hvert kg af óunnum fiski frá ís- landi en íslensk fiskvinnsla getur gert, vegna tolla á unnar afurðir þeirra íslensku. Samkeppnisskerð- ing fslensku fískvinnslunnar var og er því allt að 20% eða jafngildi tæpra 40 kr. per hráefniskíló, einungis vegna tolla, undanfarin mörg ári! Þetta gildir sérstaklega um fersk flök og saltfískframleiðslu, en gildir í raun um greinina í heild þar sem möguleikar greinarinnar í heild era skertir sem þessu nemur til að fram- leiða þessar afurðir og fleiri. Þess vegna hefur framleiðsla þeirra ekki verið meiri en raun ber vitni. Áhrif ríkisstyrkja era svo þessu til viðbót- ar! Það þar því ekki að koma á óvart að vandamálin hafi hrannast upp í Skipting botnfiskaflans, eftir verkunaraðferðum, i tonnum 1981 — 1991 Ársverk í fiskiðnaði (í landi) 1981 — 1992 400-r- lOSOOr---- 10D00- 9500 9000- BOOO' 7SOO 7000 Land- frysting risitl. i*i. jc..i 1392. Söltun og hersla Sjófryst, útfl.ísf. 51 52 53 54 55 56 57 85 59 90 91 92 Hcimild: Þjófthoyaabfnun Pantaðu tíma - engin bið! SÓLNING Smiðjuvegi 34, sími: 44880 og 43988 íslenskri fískvinnslu á undanfömum áram. Ríkisstyrkir EB Til viðbótar tollum koma ríkis- styrki EB og annarra ríkja, s.s. Noregs til fískvinnslunnar, sem nema milljörðum króna. Þannig vora ríkisstyrkir EB árið 1991 til fiskvinnslunnar 28 milljarðar og til útgerðarinnar um 36 milljarðar eða samanlagt um 64 milljarðar til sjáv- arútvegs. Sé tekiö mið af aflamagni þar og hér yrði samsvarandi styrkur til sjávarútvegsins á íslandi um 17,6 milljarðar eða jafngildi um 1,5 milljónum kr á ársverk í sjávarút- vegi, þ.e. fiskvinnslu og útgerð. Þetta samsvarar u.þ.b. öllum launa- greiðslum í fískvinnslu og útgerð hér á landi. Ríkisstyrkir til fiskvinnslu innan EB samsvara því u.þ.b. 20%-25% rekstrarstuðningi til íslenskrar fisk- vinnslu, og því samsvarandi sam- keppnisskerðingu gagnvart físk- vinnslu EB. Þessi samkeppnisskerð- ing íslensku fískvinnslunnar gagn- vart fiskvinnslu EB vegna ríkis- styrkja samsvarar tæpum 40 kr. per hráefniskíló á óunninn físk!! Tolla- hindranir og ríkisstyrkir EB, skerða því samanlagt samkeppnisstöðu ís- lenskra fískvinnslu allt að 40% eða tæplega 80 kr. á hráefniskíló á óunninn fisk á þeim afurðum sem tollar eru hvað hæstir og svo hefur verið í mörg ár!!! Umræður um að fella niður aðstöðugjald, era smá- munir í samanburði við það sem fiskvinnslan hefur mátt þola vegna ríkisstyrkja og tolla EB. Með gagn- aðgerðum á því sviði má ná veru- legri hagræðingu í samkeppnisskil- yrðum. Það þarf því engan að undra að innlend fiskvinnsla hafi ekki getað boðið sambærilegt verð í samkeppni við fískvinnslu innan EB fyrir óunn- inn físk. Afleiðingin er sífellt vax- andi útflutningur á óunnum fiski og hnignandi fiskvinnslu á íslandi, verri nýting §árfestinga, aukinn taprekstur, aukið atvinnuleysi (Suð- umes 12% hjá konum) sérstaklega í þeim greinum sem verst era sett- ar. Þetta má bæði sjá af veralegri aukningu í útflutning á óunnum fiski og minnkandi hlut landvinnslu í botnfiskaflanum um 40% (!!!) á seinustu árum. Þetta kemur jafn- framt fram í 30% fækkun starfs í fískvinnslu í landi (stöðvun, gjald- þrot) frá 1987, sem jafngildir um 3000 ársverkum eða á bilinu 4000 - 5000 störfum ef reiknað er með hlutastörfum að einhveiju leyti. Þetta tjón hefði ekki þurft að vera svo veralegt sem raun ber vitni, hefðu íslensk stjómvöld bragðist við með viðeigandi gagnaðgerðum (ein- hliða) fyrir löngu vegna tolla og rík- isstyrkja EB, s.s. með sambærilegri kvótaskerðingu eða jöfnunargjöld- um vegna útflutts óunnins fisks. Líklegt er að tjón þetta nemi mörg- um milljörðum fyrir fiskvinnsluna á undanfömum árum. Tjónið er bæði beint og óbeint þar sem greininni hefur verið haldið niðri á stigi frum- framleiðslu og hún hefur því ekki getað þróast í átt til meiri úrvinnslu en raun ber vitni. Slíkt tjón hefur margfölduriaráhrif yfir langan tíma og hamlandi áhrif á hagvöxt og iðn- þróun. Verði ekki bragðist við vegna ríkisstyrkja 20-25% EB (sem ekki falla niður með EES) til fískvinnsl- unnar má búast við áframhaldandi hnignun íslenskrar fiskvinnslu af þessum ástæðum. Þetta gildir sér- staklega um fískvinnslufyrirtæki sem kaupa á mörkuðum og era án kvóta. Aðgerðarleysi; fiskvinnsla EB tekin framyfir þá íslensku Með aðgerðarleysi undanfarin mörg ár í þessum málum, hafa þeir aðilar (m.a. stjómvöld) sem ekki hafa tekið á þessu misrétti, verið að taka fískvinnslu EB fram yfír íslenska fiskvinnslu. I alþjóðasamningum og sam- þykktum svo sem hjá OECD er sér- staklega mælt með að ríkisstyrkir hafi ekki truflandi samkeppnisáhrif á greinar í fijálsri samkeppni. Um þetta er t.d. ákvæði um iðnaðarvör- ur sem nota landbúnaðarvörur sem hráefni í fríverslunarsamningi EB og íslands frá 1972 og núverandi EES-samningi. Þetta er gert með verðjöfnunargjöldum á viðkomandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.