Morgunblaðið - 19.11.1992, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 19.11.1992, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1992 ------------:----------:-------------|—.— Vinstríð á íslandi eftir Jóhann M. Hauksson _Er maður ber vinstri flokka hér á íslandi saman við flokka sem telja sig aðhyllast sömu stefnu úti í hinum stóra heimi verður maður ráðvilltur, veit ekki í hvom fót á að stfga og efast um að vinstri flokkar hér séu í raun til vinstri. Það sem einkennir vinstri stefnu er að hún beinist að samfélaginu, hún vill styrkja heildina sem ein- staklingamir íifa í og gera hana þannig úr garði að hún geti tryggt hveijum og einum réttindi og tæki- færi. Vinstri stefna einkennist af áherslu á mannréttindi, á „frelsi, jafnrétti og bræðralag", og hún lítur jákvæðm og bjartsýnum augum til framtíðar, fullviss um að hægt sé að bæta það sem aflaga fer og gera morgundaginn betri og fegurri en gærdaginn. Andstæð hugmyndafræði er íhaldssemin. Hún einkennist af þvf að það sem er gamalt er gott vegna þess að það er gamalt. Ihaldssamt fólk vill ekki breyta hlutum því það treystir ekki eðli eða skynsemi manna til að gera betur. Sá kostur er á því gamla að maður veit hvað það er, meðan það sem kemur er óþekkt og enginn veit með vissu hvort það reynsit vel eður ei (á þess- um hugsunarhætti eru heimspeki- legir vankantar sem ég mun ekki fara út í hér). Önnur vídd er, en þar takast ann- ars vegar á fasismi alls konar, og frelsi og jafnrétti hins vegar. Fas- isminn gengur undir ýmsum nöfn- um: nasismi, kommúnismi, þjóðem- ishyggja eða undir sjálfu fasisma- hugtakinu. Þessi hugmyndastefna einkennist af því að réttindum ein- staklinga er fómað fyrir einhverjar abstrakt og mis-súrrealískar heildin ríki, flokk, stétt, þjóð. Gegn þessu hafa vinstrimenn hampað mannrétt- indahugtakinu. Mörgum kemur sjálfsagt á óvart að ég tel kommún- isma til hægristefnu þrátt fyrir að hann rísi frá Marx og hans hug- myndafræði, og þrátt fyrir að komm- únistar hafi sjálfir alltaf talið sig til vinstri. Þessu svara ég þannig að litlu skipti hvað menn segja um sjálfa sig, það mikilvæga er hvað þeir gera, og ég held að fáir mundu treysta sér til að segja að kommúnistar í Sovétríkjunum og Austur-Evrópu hafi byggt upp samfélag sem ein- kennst hafi af frelsi, jafnrétti og mannréttindum. Þess í stað var þetta samfélag sem ráðamenn gerðu fyrir sig, nómenklatúruna, á kostnað hins almenna borgara. Annað dæmi er að Hitler kallaði stefnu sína „þjóð- ernissósíalisma". Víst er að nóg var af þjóðemishyggju hjá honum, en hann sótti næsta lítið í smiðju Marx og annarra sósíalista. En lítum á hvemig manni sem telur sig vinstrisinnaðan líður hér á íslandi er hann ætlar að velja sér flokk. Hann litast um í kringum sig og sér fjóra flokka. Fyrst verður fyrir sjónum hans vinstrisinnaður flokkur í ríkisstjóm með flokki sem flestir telja hægrisinnaðasta flokk landsins. Það þarf ekki að segja neitt í sjálfu sér, hugsar hinn furðu lostni vinstrisinni með sér, en svo fréttir hann að þessi ríkisstjóm hef- ur skorið velferðarkerfið niður meir en nokkur önnur í manna minnum. Þetta hefur stjómin gert á sama tíma og hún hróflar ekki við milljarðarsó- un í gömlum atvinnugreinum, og loks virðist hún ekki hafa neinar áætlanir um hvemig eigi að bæta þjóðfélagið og búa það undir fram- tíðna. Nei, nú hefur vinstrisinninn sannfærst um að Alþýðuflokkúrinn sé ekki sá sem hann leitar að. En framsóknarflokkurinn, getur verið að hann reynist betur? Hann staldrar ekki lengi við á þeim víg- stöðvum því honum verður hugsað til þess hvað þessi flokkur skiptir auðveldlega um skoðun, og virðist segja það sem þarf til að ná góðri kosningu án þess að detta í hug að efna það sérstaklega. Hann er ein- ungis fastur fyrir er veija þarf gaml- ar atvinnugreinar, þar sem önnur, landbúnaður, sem þarf að dragnast með landbúnaðarmafluna á bakinu, virðist hafa þá náttúm að kosta meira en hann gefur af sér. Er eitt- hvað vinstrisinnað við þessa íhalds- semi, hugsar okkar maður, og svar- ar sér fljótt: nei! Hann gefur þó ekki upp von því enn em tveir flokkar eftir. En svo verður hann var við að þeir einkenn- ast ekki síst af því að vera á móti Ysa var það heillin Heimilishorn Bergljót Ingólfsdóttir Það er bæði þaégilegt og hag- kvæmt að kaupa það ríflega af fiski til að sjóða, ekki síst þegar það er ýsan okkar góða, að eftir verði nóg í aðra máltíð. Margar aðferðir em til að gera góðan mat úr soðinni ýsu og er þá sleppt að minnast á gratín og plokkfisk, sem er mjög góður matur og al- gengur. Þegar ganga á frá fiski til geymslu þarf auðvitað að íjar- lægja roð og bein, setja yfir skál- ina álpappír eða annað, soðinn fiskur geymist ágætlega í kæli- skáp I nokkra daga. Hér fylgja með uppskriftir af réttum úr soð- inni ýsu, fyrir þá sem ekki hafa komið sér upp eigin aðferðum til að nýta fisldnn sem afgangs er. Fiski-„krókettur“ 500 g soðin ýsa 1 msk. smjör eða smjörlíki 3 msk. hveiti 1 bolli vatn) 1 bolli mjólk 1-2 eggjarauður salt og pipar eggjahvíta og rasp (eða brauð- mylsna). FÍskurinn tekinn í sundur í litia bita. Búinn er til jafningur úr smjörlíki, hveiti og mjólk eða fisksoði. Þegar jafningurinn er orðinn kaldur er fiskur, eggja- rauður og kiydd sett saman við. Úr jafningnum era mótaðar boll- ur með skeið, þeim velt upp úr eggjahvítu og raspi (eða brauð- mylsnu), og látnar bíða aðeins áður en þær era steiktar á pönnu. Bollumar eiga að vera gullin- brúnar. Soðnar kartöflur og grænmetissalat borið með. Enskt fisk-buff 350-400 g soðin ýsa 2 soðnar kartöflur 1 msk. kartöflumjöl 1 egg 2 msk. brytjað dill salt og pipar smjör til að steikja úr Fiski og kartöflum stappað saman, egg og kartöflumjöl sett saman við. Síðast er dill (eða önnur kiyddjurt) sett saman við og kryddað að smekk. Búin til „buffstykki" eða bollur, steikt á pönnu við vægan straum. Hægt er að hafa hvaða sósu sem vill með, t.d. heita pakkasósu, eða búin er til köld sósa. Köld sósa: 1 dl kotasæla, 1 dl kaffiijómi, sýrður ijómi eða mjólk. 2 msk. sýrðar agúrkur brytjaðar smátt. Soðnar kartöflur og salat með. Falinn fiskur 3-4 dl soðinn fiskur 2 dl soðin hrísgijón 2 dl soðið makkaróní 2 harðsoðin egg 2 hrá egg 1 stór laukur púrra, magn eftir smekk ‘/2-1 dl mjólk pipar og salt múskat ostur í bitum rifinn ostur Hrísgrjón og makkaróní soðið, egg, púrra og laukur brytjað smátt. Mjólk, eggjum og kryddi hrært saman í skál, fiskur, hrís- gijón, makkaróní og ostbitar settir saman við. Allt sett í ofn- fasta skál, rifnum osti stráð yfir og bakað í 30-40 mín. við 225°C. Osturinn má ekki verða of dökk- ur. Soðnar kartöflur og grænmetissalat með. Fiski-„fríkadeUur“ 400 g soðinn fiskur 200 g soðnar kartöflur 1 egg salt og pipar graslaukur Fiski og kartöflum stappað saman, eggi og kryddi bætt út í og hrært vel. Gerðar úr þessu kringlóttar kök- ur, tekið með skeið og síðan flatt út. Velt upp úr hveiti eða brauð- mylsnu og steikt á pönnu. Soðnar kartöfl- ur, grænmetissalat og brætt smjör borið með. Jóhann M. Hauksson „Það eru engir vinstri flokkar hér á landi, flokkar sem einkennast af því að fólk horfi bjartsýnum, djörfum augnm fram á við, full- visst um að þess bíði betri tíð með blóm í haga, að það geti breytt og bætt þjóðfélagið.“ nýjungum og af þjóðemishyggju. Þeir em á móti EES-samningnum vegna þjóðemishyggju, þeir vilja ekki missa sjálfstæði og fullveldi, þó að í raun sé þessi missir hverfandi - og umdeilanlegt hvort hann sé nokkur. Kvennalistinn er á móti álveri, sjálf- sagt af því að það er ljótt eða eitt- hvað slíkt, og öfl innan Alþýðubanda- lagsins em sömu skoðunar. Raunar hefur einn af foringjum síðamefnda flokksins lýst sér sem þjóðlegum íhaldsmanni, en þetta mundi umsvifa- laust setja hann á bás langt til hægri hvarvetna nema hér. Það em engir vinstri flokkar hér á landi, flokkar sem einkennast af því að fólk horfi bjartsýnum, djörfum augum fram á við, fullvisst um að þess bíði betri tíð með blóm í haga, að það geti breytt og bætt þjóðfélag- ið. Hér era engir flokkar sem móta stefnu til að fylgja, heldur einkenn- ast þeir af því að þeir bregðast að- eins við því sem að höndum ber, og þá oft á misvitran hátt. Vinstri flokk- ar hér virðast fastir í fortíðinni, sitja önugir úti í homi, og setja á sig hundshaus, er breytingar ber á góma. Þetta er slæmt, ekki bara fyrir vinstrisinnað fólk eins og mig, sem finnur engan flokk til að vera í og beijast fyrir, heldur einnig fyrir þjóð- félagið allt, því það skortir alla fram- tíðarsýn. Hlutir eru látnir reka á reiðanum eins lengi og við verður komið, á þeim tímum er róttækra aðgerða er þörf, ef ekki á illa að fara. Hér á landi vantar djarfan vinstriflokk sem berst undir merkj- um nytjahyggjunnar, og býr til skyn- samlega og góða áætlun fyrir fram- tíðina sem hann berst svo fyrir með höfuðið hátt og stoltur. Hér vantar flokk með framtíðarsýn, þar sem framtíðarsýnin er ekki bara í kosn- ingabaráttu, heldur varanleg. Höfundur er nemi í stjómmálafræði ogheimspeki við Háskóla íslands. Mannaveiðarinn Harrison Ford á flótta undan „útlaganum“ Rut- ger Hauer í framtíðarvestranum endurbætta, Blade Runner. Af tilfinninga- málum vélmenna um og á hún að líta út einsog Scott vildi í upphafi en fékk ekki ráðið fyrir yfirboðumm sínum hjá Wam- er. Er skemmst frá að segja að hann breytti fyrst og fremst þess- um tveim þáttum, klippti önnur út og jók við og betrambætti tónlist- ina. En allt var efnið til staðar í filmugeymslum Wamer Bros. Nú er áratugur liðinn frá því að myndin var frumsýnd, minnið svik- ult og breytingamar smávægileg- ar. Endirinn er tvimælalaust til bóta, enn skýrari áhersla lögð, haldið ykkur nú, á tilfinningalff vélmennanna. Þráðurinn sá sami. Mannaveiðarínn Ford er fenginn til að hafa uppá fjóram, afar full- komnum vélmennum (Hauer, Cassidy, Hannah og James), sem hafa verið í þrældóm á einum ný- lenda Jarðarbúa einhverstaðar útí buskanum. Þau hafa gert uppreisn um borð í geimskipi á leið til jarð- ar. Ætlun þeirra að eiga betri daga framundan og em til alls vís. Annars hefur Blade Runner ekki elst neitt sérlega vel. Sviðsmyndin, litimir, götulífið, allt er þetta jafn magnað og ógnvekjandi sem fyrr, enda tímamótaverk sem við emm búin að sjá eftiröpuð í fjölda mynda. En hægagangur atburðarásarinnar á ekki við kvikmyndahúsagesti samtímans sem eiga því að venjast að spennumyndir minni helst á glæfraferð í rússíbana með ógn og skelfíngu æ í sjónmáli. Engu að síður er myndin velkomin tilbreyt- ing, forvitnilegt að sjá hvemig leik- stjórinn mistæki vildi að hún liti út í upphafi og tækifæri fyrir yngri áhorfendur að sjá eina af athyglis- verðari myndum siðasta áratugar. Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Saga Bíó: „Blade Runner - The Director’s Cut“ Leikstjóri: Ridley Scott. Handrit: Hampton Fancher og David Peoples, byggt á sögunni “Do Androids Dream of Electric Sheep?“. Tónlist: Vangelis. Sjón- rænar brellur: Douglas Trum- bull. Leiksvið: Syd Mead og Lawrence G. Paul. Kvikmynda- tökustjóri: Jordan Cronenweth. Aðalleikendur: Harrison Ford, Rutger Hauer, Sean Young, Edward James Olmos, Brion James, Daryl Hannah, Joanna Cassidy. Bandarisk. Warner Bros 1992. Endurskoðuð útgáfa frummyndarinnar frá 1982. Réttur áratugur er liðinn frá því leikstjórinn Ridley Scott hristi upp í kvikmyndahúsagestum með fram- tíðarvestranum Blade Runner. Menn vom alls ekki sammála um gæði hennar, þeir vom þó mikið fleiri sem hrifust af þeirri óvistlegu og gleðisnauðu sýn sem við mönn- um blasti i Los Angeles borg árið 2019, sem er sögusviðið. Hefur Blade Runner fyrir margt löngu verið tekinn í tölu „cult-“ mynda. Tvennt var það þó sem fór fyrir brjóstið á jafnvel einlægustu aðdá- endum hennar; persóna Fords tal- aði inná myndina og mjúkur endir- inn þótti ekki í samhengi við grimmdina sem á undan hafði gengið. En núna, tíu ámm síðar, er komin ný útgáfa á markaðinn, endurskoðuð af leikstjóranum sjálf-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.