Morgunblaðið - 19.11.1992, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 19.11.1992, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1992 41 Aðalfundur Hrossaræktarsambands Islands Skorað á Hólabúið að sýna öll hross búsins AÐALFUNDUR Hrossaræktar- sambands íslands var haldinn á laugardag á Selfossi þar sem saman komu fulltrúar allra hrossaræktarsambanda auk hrossaræktarráðunauta. Breyt- ing var gerð á vali stjórnar- manna á þann veg að nú skipa stjórnina þrír fulltrúar jafn- margra samliggjandi sambanda. Eftir þennan fund skipa stjóm- ina fulltrúar frá Hrossaræktar- sambandi Suðurlands, Vesturlands og Hrossaræktarsambands dala- manna. Næsti aðalfundur verður haldinn í Borgarfirði og þá mun Sunnlendingurinn víkja úr stjórn og inn kemur Vestur-Húnvetning- ur. Þannig mun það ganga hring- inn í kringum um landið. Páll Stefánsson dýralæknir flutti erindi um frjósemi hrossa og eftir erindið var mikil umræða um málið. Nokkur brögð hafa verið að því að illa hafi haldið undan sumum stóðhestum og hafa marg- ir hryssueigendur orðið fyrir miklu fjárhagstjóni af þeim sökum. í samtali við Morgunblaðið sagði Bjarkar Snorrason, formaður Hrossaræktarsambands Suður- lands, að mjög líklega yrðu stóð- hestar í eigu sambandsins læknis- skoðaðir fyrir næsta tímabil. Verði þá kannað almennt heilbrigði þeirra, fóðurástand, eistaskoðun og einnig verði könnuð gæði sæðis- ins. Þá sagði hann það færast mjög í vöxt að menn láti sónar- skoða hryssumar. Af samþykktum sem gerðar voru má nefna hliðstæðar sam- þykktir og gerðar hafa verið á þingi Landssambands hesta- mannafélaga og aðalfundi Félags hrossabænda þar sem lagst er gegn sölu stóðhestastöðvarinnar og tilmælum um að framleiðnisjóð- ur leggi fram fjármagn til að ljúka megi framkvæmdum við stóð- hestastöðvarinnar. Þá var sam- þykkt áskorun til Kynbótabúsins á Hólum að sýna framvegis öll hross búsins í kynbótadómi eigi síðar en á fimm vetra aldri. í umræðunni um tillöguna kom fram að starfs- menn búsins hafi ekki alltaf farið eftir vilja stjórnarmanna í ýmsum gjörðum sínum við rekstur búsins. Kom þetta fram í máli tveggja sjórnarmanna búsins, Kristins Hugasonar hrossaræktarráðu- nauts og Einars Gíslasonar, sem voru á fundinum. Sagði Kristinn í samtali við Morgunblaðið að ekki væri um að ræða að starfsmenn hafi gengið þvert á ákveðnar sam- þykktir stjórnarinnar en viður- kenndi að ekki hafi allar gjörðir þeirra verið á þann veg sem hann hefði kosið. Sagði Kristinn enn- fremur að framvegis myndi stjórn- in gera ákveðnari samþykktir sem mörkuðu stefnuna skýrar en verið hefur til þessa. í máli Kristins Hugasonar kom fram að í mars nk. mun Búnaðarfé- lagið bjóða upp á kynbótadóma í Víðidal í Reykjavík um miðjan mán- uðinn og eftir það á fleiri stöðum verði sérstaklega eftir því óskað. Nokkur umræða var um leigu- gjald stóðhesta af stóðhestastöð- inni og voru fundarmenn almennt á móti því að leigugjald yrði hækk- að eins og Þorkell Bjarnason hrossaræktarráðunautur nefndi á fundinum er hann gerði grein fyrir erfiðum rekstri stöðvarinnar. EFNAVER h.f. ÞJÓNUSTU- OG HEILDVERSLUN RÉTTARHÁLSI 2 SÍMI 91-67 69 39 Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson Hrossaræktarsambandsmenn vilja að Hólabúið sýni öll hross sem fædd eru á búinu í síðasta lagi fimm vetra gömul í kynbótadómi. ____________Brids______________________ Umsjón Arnór G. Ragnarsson Kauphallarmótið 1992 Kauphallarmót Bridssambands ís- lands verður haldið á Hótel Lóftleiðum helgina 5.-6. desember. Mótið hefst með uppboði á pörunum á fóstudags- kvöldið 4. desember kl. 21.00 í sýning- arsal Hótels Loftleiða. Verðbréfa- markaður íslandsbanka mun síðan starfrækja kauphöll á staðnum og gefst þar tækifæri á að fjárfesta í spilurunum. Spilararnir hafa for- kaupsrétt á 40% af söluverði á því pari sem þeir spila í. Kauphallarpotturinn skiptist síðan í verðlaun til spilaranna fyrir góða stjórn á sínu fyrirtæki, og eiganda paranna. Einnig eru veitt umferðar- verðlaun til spilanna. Miðað er við að 32 pör séu með í þessu móti en ef fleiri skrá sig verður farið eftir meista- rastigum. Spilaður er barómeter, 4 spil milli para og spilamennska hefst kl. 13 laugardaginn 5. desember. Þátt- tökugjald er 10.000 kr. á par og lág- marksboð í par er 10.000 kr. Paraklúbburinn Þriðjudaginn 10. nóvember lauk hausttvímenningnum hjá félaginu með sigri Hjördísar og Jóns, en lokastaðan varð þessi: Hjördís Eyþórsdóttir—Jón Hjaltason 1350 Guðlaug Jónsdóttir—SverrirÁrmannsson 1259 Ljósbrá Baldursd. - Matthías Þorvaldsson 1240 Anna Þ. Jónsdóttir - Ragnar Hermannsson 1233 Guðrún Jóhannsdóttir - Jón H. Elíasson 1194 Hjördís Siguijónsdóttir - Eiríkur Hjaltason 1193 Ólöf JÓnsdóttir — Gísli Hafliðason 1192 Næsta keppni félagsins verður sveitakeppni fjögurra kvölda, spilað verður eftir monrad ef mikil þátttaka verður, annars allir við alla, sveitir geta skráð sig í síma 32482 (Edda) og 22378 (Júlíus). Bridsfélag Hafnarfjarðar Sl. mánudag 16. nóvember lauk A. Hansen mótinu, sem var þriggja kvölda barómeter. Spilað var í tveimur riðlum, öðrum ætluðum byijendum. Ijokastaðan varð eftirfarandi: A-riðilI: Ársæll Vignisson - Trausti Harðarson 81 Ingvarlngvarsson-KristjánHauksson 70 Halldór Einarsson - Guðmundur Þorkelsson 58 GuðlaugurEllertsson-BjömAmarson 56 Hæsta skor kvöldsins í A-riðli: ÁrsællVignisson-TraustiHarðarson 34 Ingvarlngvarsson-KristjánHauksson 33 Friðþjófur Einarsson - Hrólfur Hjaltason 27 GuðlaugurKarlsson-AlbertÞorsteinsson 27 B-riðiII: Bryndís Eysteinsdóttir—Atli Hjartarson 35 Þóra Ásgeirsdóttir — Þórunn Úlfarsdóttir 31 Sófus Bertelsen - Sigríður Guðmundsdóttir 12 Hæsta skor kvöldsins í B-riðli: Bryndís Eysteinsdóttir - Atli Hjartarson 25 Sófus Bertelsen - Sigríður Guðmundsdóttir 14 Nk. mánudag hefst aðalsveita- keppni félgsins og verða spilaðir tveir 16 spila leikir á kvöldi. Spiluð verða forgefin spil sem gefa tækifæri til þess að hafa fjölsveitaútreikning á árangri hvers pars. Eins og áður verð- ur sérstakur byijendariðill og eru heimaspilarar sérstaklega hvattir til þess að mæta og reyna nú með sér í alvöru sveitakeppni. Reynt verður að mynda sveitir á staðnum þannig að öllum er óhætt að mæta. Bridsfélag Hreyfíls Lokið er fimm umferðum í sveita- keppninni og er hörkukeppni um efstu sætin. Staða efstu sveita: Birgir Sigurðsson 110 ólafur Jakobsson 102 Daníel Halldórsson 102 Sigurður Ólafsson 102 Landstvímenningurinn og Philip Morris Evróputvímenningurinn Spilað verður á 19 stöðum á íslandi í Lands- og Evróputvímenningum nk. föstudag. A Reykjavíkursvæðinu verð- ur aðeins spilað í Sigtúni 9 og verður byijað kl. 19.30. Skráning er á skrif- stofu BSÍ, sími 91-689360 en þar geta spilað 60 pör. Ekki er nauðsyn- legt að láta skrá sig en ef húsfyllir verður, þá ganga þeir fyrir sem hafa látið skrá sig. Um leið og keppninni lýkur er reiknað út á landsvísu og eru gullstig gefin fyrir heildarröðina á landsvfsu. Tvöfaldur bronsstiga- skammtur er elnnig veittur fyrir þessa keppni í hveiju félagi. Hvert par fær að lokinni spilamennsku bækling með spilunum með athugasemdum um þau sem Omar Sharif, Paul Chemla og Michel Perron sjá um. Einnig fá vinn- ingshafa í hveijum riðli verðlauna- skjal. Laugavegi 62-Sími 13508 Missið ekki af þessum frábæru tilboðum sem standa fram að helgi Dæmi um verð ÁÐUR NÚ LA. GEAR SKÓR -&49Q- 3.745.-- H20 JOGGING GALLAR 5.475,- H20 EROBIKK SETT -&S5Qr- 3.990.- BARNA JOGGING GALLAR 3.990.- H20 HETTUBOLIR -&S5V:- 2.925,- H20 PEYSUR -&æúr- 3.475.- KÖRFUBOLTAR -H69ór- 1.183,- TÖSKUR -iWör- 1.530,- 20-50% AFSLÁTTUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.