Morgunblaðið - 19.11.1992, Blaðsíða 27
MOKGUNBLAÐH) FIMMTUDAG.UR 19. NÓVEMBER 1992
27
Hitnar í kolunum í rússneskum stjórnmálum
Rútskoj gagnrýnir efnahags-
stefnu ríkisstjómar Gajdars
Varaforsetinn segir Krímskaga eign Rússa en ekki Ukraínumanna
Moskvu. Reuter.
Alexander Rútskoj, varaforseti Rússlands, réðst í gær á umbóta-
stefnu Jegors Gajdars forsætisráðherra, einkum viðleitni Gajdars
til að fá vestræna fjárhagsaðstoð, að sögn rússneska sjónvarps-
ins. Einnig sagði Rútskoj, sem var staddur í Omsk í Síberíu, að
Rússar ættu að fá aftur Krímskaga sem varð hluti Ukraínu á
sjötta áratugnum. Yfirlýsingin er talin geta valdið nýrri misklíð
í sambúð ríkjanna tveggja. Varaforsetinn vill fara hægt í markaðs-
umbætur og hefur mánuðum saman gagnrýnt stjórn Gajdars sem
Borís Jeltsín forseti hefur varið dyggilega en undanfarnar vikur
virtist sem áherslur Rútskojs væru að breytast. Ljóst er nú að
klofningur verður í æðstu röðum ráðamanna er fulltrúaþing
Rússlands kemur saman í desember en margir hafa spáð upp-
gjöri á þinginu milli stuðningsmanna og andstæðinga Jeltsíns.
Stjórn Gajdars vann nokkurn sigur í gær er Æðsta ráðið, starf-
andi þing Rússlands, hafnaði tillögu um að greidd yrðu atkvæði
num vantrauststillögu á stjórnina.
Kosið var til fulltrúaþingsins
árið 1990 og valdi það síðan úr
sínum röðum fulltrúana í Æðsta
ráðið, mun fámennari samkundu
sem venjulega er nefnt rússneska
þingið og situr allt árið. Fulltrúa-
jffngið kemur saman tvisvar á ári
í tvær vikur í senn samkvæmt
stjórnarskrá. Kommúnistar höfðu
yfirburðaaðstöðu 1990 oglýðræði
var enn lítt þróað, mikill meiri-
hluti þingmanna var því úr röðum
flokksmanna og flestir aftur-
haldssamir. Jeltsín var á hinn
bóginn kjörinn í fullkomlega lýð-
ræðislegu þjóðaratkvæði um for-
setaembættið og hlaut meirihluta
atkvæða.
Rússneskir fjölmiðlar virðast
sannfærðir um að til úrslita dragi
á fulltrúaþinginu í desemberbyij-
un í baráttu Jeltsíns við aftur-
haldssinna. Talið er að forsetinn
reyni að koma því til leiðar að
þinghald standi aðeins í fjóra daga
að þessu sinni. „Forsetinn hefur
gert það lýðum ljóst að sérhver
tilraun til að bijóta umbótastefn-
una á bak aftur gæti haft i för
með sér að ekki yrði framar hægt
að ná fram málamiðlun", sagði
fréttaskýrandi sjónvarps Sarn-
veldis sjálfstæðra ríkja.
Flest blöð álíta að möguleikar
Jeltsíns á að sigra andstæðinga
sína á fulltrúaþinginu án mikilla
átaka séu góðir en aukin andstaða
Rútskojs getur þó að sjálfsögðu
haft mikil áhrif á niðurstöðuna.
Jeltsín hefur engan stjórnmála-
flokk á bak við sig, stuðnings-
menn umbóta eru lítt skipulagðir,
en hið sama er að segja um aftur-
haldsöflin. Það getur því skipt
sköpum hvernig Jeltsín nýtir
hæfileika sína og möguleika á að
vinna hikandi þingfulltrúa á sitt
band með skjalli og hvers kyns
loforðum. Aukið sjálfstraust hans
kom vel í ljós í mánuðinum er
hann tilnefndi umbótasinnann
Sergej Shakraj í öryggisráðið,
afar valdamikla nefnd sem skipuð
er völdugustu ráðherrunum og
ráðgjöfum forsetans í öryggismál-
um. Shakraj lét af opinberum
embættum skömmu áður en full-
trúaþingið kom síðast saman og
var Jeltsín með þeirri ákvörðun
að reyna að friða æstustu aftur-
haldsmennina á þingi. Tilnefning
Shakrajs nú styrkir enn vald for-
setans yfir öryggisráðinu. Nýlega
var stofnað ráð æðstu manna
sjálfstjórnarlýðvelda Rússlands.
Talið er að þessar tvær stofnanir
geti orðið helstu valdastoðir Jelts-
íns ef hann grípur til örþrifaráða,
leysir upp þingið og stjórnar fram-
vegis með neyðarlögum eins og
hann hefur gefið í skyn að komi
til greina þótt stjórnarskráin
banni slíkar ráðstafanir.
Gjaldþrot eða óðaverðbólga?
í síðustu viku sáust merki um
að ótryggt vopnahlé væri að kom-
ast á í deilum Jeltsíns við Borgara-
sambandið, áhrifamikil samtök
þingmanna er hafa ítök í helstu
fyrirtækjasamsteypum landsins.
Sambandið hefur gagnrýnt harka-
lega efnahagstefnu Gajdars og
hraða einkavæðingu, sagt að-
haldsstefnu hans munu leiða til
lokunar þúsunda verksmiðja og
atvinnuleysis milljóna manna.
Þess vegna verði að koma til
auknar fjárveitingar til að halda
fyrirtækjum á floti. Gajdar full-
yrðir hins vegar að aukin seðla-
prentun myndi valda óðaverð-
bólgu sem yrði enn hættulegri
viðureignar auk þess sem loku
yrði skotið fyrir fjárhagsaðstoð
frá alþjóðlegum peningastofnun-
um eins og Alþjóðabankanum.
Þingið hefur æðstu völd yfir
seðlabanka landsins og stjórnandi
hans, Viktor Geratsjenkó, er tal-
inn fylgja Borgarasambandinu að
málum. Jeltsín hefur nú gert Ger-
atsjenkó að ráðherra en óljóst er
hvernig sú breyting hefur áhrif á
stefnu seðlabankans sem hefur
haldið áfram mikilli seðlaprentun
Borís Jeltsín
gegn ráðum ríkisstjórnarinnar.
Stjórnmálaskýrendur álíta að með
þessu sé Jeltsín ef til viil að reyna
að auka sjálfstæði bankans gagn-
vart þinginu.
Þingmenn samþykktu fyrir
skemmstu að Jeltsín skyldi bera
tilnefningar í ráðherraembætti
undir þingið en ekki er hægt að
meta áhrif þessarar lagasetningar
fyrr en fulltrúaþingið hefur íjallað
um hana því að fulltrúaþingið
hefur síðasta orðið í lagasetningu.
En eitt er ljóst; Jeltsín verður að
knýja fram einhvers konar úrslit
í baráttunni við afturhaldsmenn,
sigur eða viðunandi málamiðlun.
Takist það ekki glatar forsetinn
trausti ráðamanna í sjálfstjórnar-
lýðveldunum sem gætu þá ákveð-
ið að kreljast fulls sjálfstæðis.
Erlendir fjárfestar munu einnig
að mestu halda að sér höndum
þar til þeir telja sig geta treyst
því að ekki verði snúið við á um-
bótabrautinni.
<$óhann&
cjáimoiuu' Miáld'S
A ciAnrti
Á síðum þessarar bókar birtast stórmerk
bréf Jóhanns Jónssonar skálds sem
fundust óvænt uppi á háalofti norður á
Húsavík á útmánuðum 1992.
Bréfln varpa nýju ljósi á lítt kunnan kafla
í lífi ungs manns sem reynir að fóta sig í
veröld á hverfanda hveli. Hér heldur á
penna leiftrandi snillingur sem Halldór
Laxness sagði að verið hefði
„skáldskapurinn holdi klæddur“.
UNDARLEGT ER LIF MITT!
Gjöf handa fólki á öllum aldri!
VAKA-HELGAFELL
Síðumúla 6, 108 Rcykjavík