Morgunblaðið - 19.11.1992, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 19.11.1992, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1992 Sigríður E. Jónas- dóttír — Minning Fædd 10. apríl 1929 Dáin 11. nóvember 1991 í dag 19. nóvember 1992 er bor- in til grafar Sigríður Elín Jónasdótt- ir eða Stella frænka eins og hún var ætíð kölluð. Minningar um Stellu komu upp í huga okkar er fregnin um andlát hennar barst okkur að morgni dags, hinn 11. nóvember sl. Stella fæddist í Lýsu- dál í Staðarsveit á Snæfellsnesi 10. apríl 1929 og ólst þar upp. Foreldr- ar hennar voru Ásgerður Ágústs- dóttir og Jónas Guðmundsson bóndi sem bæði eru látin. Stella er fjórða systkinið sem fellur frá en systkinin voru níu talsins. Stella giftist eftir- lifandi manni sínum Friðgeiri Ág- ústssyni frá Hesti við Hestfjörð við ísafjarðardjúp. Þau bjuggu sér og bömum sínum fallegt heimili að Álfhólsvegi 30, Kópavogi, þar sem þau hafa búið yfír 30 ár. Stella og Geiri eignuðust fjögur mannvænleg böm sem em: Jónas bifreiðastjóri fæddur 8. október 1952, kvæntur Sigurveigu Runólfsdóttur og eiga þau tvo syni. Sigurveig innheimtu- stjóri, fædd 23. desember 1953 og á hún þijú böm. Ágúst húsasmíða- meistari fæddur 24. janúar 1956, kvæntur Sigurbjörgu Jónu Trausta- dóttur og eiga þau þrjú böm. Ág- úst á fyrir Stellu Júlíu sem nú er 16 ára og býr í Bandaríkjunum. Stella Júlía varð þeirrar gleði að- njótandi sl. sumar að dvelja hjá afa og ömmu í tvo mánuði á Álfhólsveg- inum í Kópavogi. Yngstur bama Stellu og Geira er Ásgeir ritstjóri fæddur 25. október 1958. Stella var ekki heil heilsu því fyrir átta ámm gekkst hún undir hjartaaðgerð sem heppnaðist vel. Það er undarleg til- fínning að Stella frænka sé dáin. Hún sem var ætíð svo hress og kát. Á stundum sem þessum reikar hugurinn til baka, til fimmta og sjötta áratugarins því frá þeim tíma er manni efst í huga sú mikla sam- heldni sem ríkti milli fjölskyldn- anna. Eftirminnilegust em öll jóla- boðin sem haldin voru og var það ekki síst Stellu frænka að þakka. Það sem einkenndi Stellu var hinn mikli áhugi hennar á velferð ein- staklingsins hvort sem hann var innan íjölskyldunnar eða utan hennar. Missirinn er mikill við frá- fall Stellu, ekki síst fyrir öll barna- börnin hennar sem hún umvafði mikilli hlýju og kærleika. Um leið og við sendum elsku Geira, bömun- um þeirra, tengdabörnum og bama- bömum okkar innilegustu samúðar- kveðjur, blessum við minningu góðrar konu. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (V.Briem.) Ásgerður, Þóra og Ellen Flosadætur og Guðvin Flosason. Elsku Stella er dáin! Það er svo stutt síðan við sátum í stofunni hjá mér, Stella og Inga systir, sólin skein svo fallega inn um gluggann. Hún Stella var svo frísk og glöð eins og alltaf og við töluðum um gamla daga. Skóla- gönguna í Vatnsholti, ferminguna í Búðarkirkju og allt það ljúfa og skemmtilega sem við upplifðum saman. Hún var svo minnug, traust og elskuleg. Ég þurfti bara að hringja í Stellu ef það var eitthvert vandamál, hún var alltaf tilbúin að aðstoða mig. Álltaf hafði hún nægan tíma. Aldr- ei hvarflaði að mér að það myndi breytast, en svo allt í einu er hún farin, enginn fyrirvari. Snemma morguns 11. nóvember fékk hún slæman verk, sjúkrabíllinn kom og stuttu seinna var allt búið. En fyrir 7 árum fór hún í hjartaað- gerð sem heppnaðist vel. Hún var alltaf svo dugleg, alltaf sívinnandi og dró ekkert af sér. Hún kvartaði aldrei og var mjög dugleg húsmóð- ir. Hennar verður sárt saknað. Mig langar að þakka ævarandi tryggð og elskulegheit og votta elskulegum eiginmanni hennar, börnum og fjölskyldum þeirra, inni- lega samúð. Þú leitar að leyndardómi dauðans. En hvem- ig ættir þú að fínna hann, ef þú leitar hans ekki í æðaslögum lífsins? (K. Gibran). Guð blessi ykkur öll. Björg Sigurðardóttir, fer iningarsy stir. Kallið er komið. Enginn veit hvað næsti dagur ber í skauti sér. Það hljómaði eitthvað svo ótrúlega í sím- anum þegar Sigurveig frænka hringdi og sagði „hún mamma er dáin“. Svo brátt ber dauðann að. Við Stella systir eins og hún var kölluð töluðum saman daginn áður og þá var hún hress og kát. Hún gekk að vísu ekki heil til skógar, því fyrir átta árum gekkst hún undir hjartaaðgerð. Stella var fædd og uppalin í Lýsudal í Staðarsveit, dóttir hjónanna Ásgerðar Ágústs- dóttur og Jónasar Guðmundssonar bónda sem bæði eru látin. Systkinin voru níu talsins og er hún sú fjórða sem fer yfír móðuna miklu. Eftirlifandi eiginmaður hennar ter Friðgeir Ágústsson fæddur að Hesti við Hestfjörð við ísafjarðar- djúp. Þau Stella og Geiri gengu í hjónaband 10. apríl 1953 ogeignuð- ust þau fjögur börn sem öll eru uppkomin. Þau eru: Jónas, kvæntur Sigurveigu Runólfsdóttur; Sigur- veig; Ágúst, kvæntur Sigurbjörgu Traustadóttur og Ásgeir. Bama- bömin em níu talsins. Stella átti margar ánægjustundir í Lýsudal með fjölskyldunni og bar hún mikla umhyggju fyrir æskustöðvunum. Með þessum fátæklegu orðum lang- ar okkur að þakka Stellu og Geira allar ánægjustundirnar sem við átt- um saman bæði á ferðalögum og heima. Það er mikil gæfa að eign- ast slíka vini. Þó stendur hæst minningin um heimilið þeirra, sem í alla staði var til fyrirmyndar. Uppeldi barnanna lenti mest á henni, því hann var á þeim árum langtímum á sjó. Það hefur sjálf- sagt oft verið erfitt að vita af mann- inum sínum á fjarlægum miðum í vetrarveðrum eins og þau gerast verst, en hún lét aldrei á því bera. Hún bakaði og saumaði eins og margar konur gerðu á þessum árum og eru mörgum minnisstæðir góðu kleinuhringirriir og pönnukökumar hennar Stellu. Hún var ákaflega hlýleg heim að sækja og ræðin við gesti, enda vel gefin og fylgdist með því sem var að gerast í kring- um hana. Stella var vinnusöm og það kannski um of, nú síðustu árin. Nú hvílir mikil sorg og söknuður yfír fallega heimilinu þeirra á Álf- hólsvegi 30. Að lokum kveðjum við ástkæra systur og mágkonu. Minningin um hana mun geymast í hjörtum okkar um ókomna tíð. Við biðjum góðan guð að styrkja Geira okkar og fjöl- skylduna. Bogga og Hreinn, Okkur mæðgurnar setti hljóðar þegar okkur barst sú fregn að Stella + Eiginmaður minn og faðir okkar, JÓN BJÖRNSSON loftskeytamaður, Strandgötu 37, Akureyri, lést þriðjudaginn 17. nóvember. Áslaug Jónsdóttir og börn. t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, ELI'N BRYNDÍS BJARNADÓTTIR, Hvassaleiti 56, lést 17. nóvember. Aníta Knútsdóttir, Helen Knútsdóttir, Bergþóra Guðnadóttir, Ómar Guðnason, Sonja Þórsdóttir, Þór Steinarsson, Guðni Sigurðsson, Óttar Guðnason, Stefán Þór Þórsson. t Ástkær dóttir okkar, systir, mágkona og frænka, BARBARA MARTEINSDÓTTIR, Klettahrauni 17, Hafnarfirði, verður jarðsungin frá kapellunni í kirkjugarði Hafnarfjarðar, föstu- daginn 20. nóvember kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hennar,'er bent á að láta sambýlið í Klettahrauni 17, njóta þess; minningarsjóður um Barböru Marteinsdóttur í íslands- banka við Strandgötu, reikningur nr. 200931. Elísabet Jónsson Pasch, Marteinn Jónsson, Björg Marteinsdóttir, Ólafur Einarsson, Sóley, Unnur Erna, Brynjólfur, Matthías, Pétur Marteinsson, Erna Marteinsson Sans, Michael, Brian, Reynir Marteinsson, Michelle Marteinsson Graff, Janet, Sandra, Tómas Heíðdal Marteinsson, Barbara May Marteinsson, Davið og Darri. t Móðir okkar, INGIBJÖRG ÚLFARSDÓTTIR, Njálsgötu 85, lést á heimili sínu 17. nóvember. Ásta'Nína Sigurðardóttir, Bragi Hrafn Sigurðsson. t Móðir okkar og fósturmóðir, KRISTÍN JÓNSDÓTTIR frá Káranesi í Kjós, verður jarðsungin fró Reynivallakirkju laugardaginn 21. nóvember kl. 14.00. Sætaferð verður frá B.S.Í. kl. 13.00. Svanhildur Jónsdóttir, Halldóra Lárusdóttir, Jón R. Lárusson, Þóra Björk Ólafsdóttir, Valgeir Lárusson, Aðalheiður Kristjánsdóttir, Þórunn Lárusdóttir, Haukur Bjarnason, Magnús Lárusson, Guðrún Georgsdóttir, Ólafia Lárusdóttir, Eirikur Eliertsson, Pétur Lárusson, Marta Finnsdóttir, Haraldur Jóhannsson, Kristín Magnúsdóttir. t Eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, SIGRÍÐUR ELÍN JÓNASDÓTTIR frá Lýsudal, Staðarsveit, til heimilis á Álfhólsvegi 30, Kópavogi, verður jarðsungin frá Kópavogskirkju í dag, fimmtudaginn 19. nóvember, kl. 15.00. Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeim, sem vildu minnast henn- ar, er bent á Hjartavernd. Friðgeir Ágústsson, Jónas Friðgeirsson, Sigurveig Runólfsdóttir, Sigurveig Friðgeirsdóttir, Águst Friðgeirsson, Sigurbjörg Traustadóttir, Ásgeir Friðgeirsson og barnabörn. væri dáin. Þó svo við vitum að það á fyrir öllum að liggja að deyja, kemur dauðinn alltaf eins og reiðar- slag. Það er erfitt að skilja að hún skuli ekki vera lengur á meðal okk- ar. Margt flýgur í gegnum hugann og minningarnar hrannast upp er við minnumst Stellu, eins og hún var kölluð. Hún hét fullu nafni Sig- ríður Elín Jónsdóttir og var frá Lýsudal í Staðarsveit. Stella og fjöl- skylda hennar hafa reynst okkur sérstaklega góðir nágrannar í 30 ár við Álfhólsveginn. Alltaf var hún boðin og búin að veita aðstoð í stóru og smáu þegar þess þurfti með. Hægt er að minn- ast margs, svo sem þegar Stella passaði okkur tvær systurnar í nokkra daga þegar foreldrar okkar fóru til útlanda og þegar Stella gerði sér lítið fyrir og hjálpaði til við jólaundirbúninginn eitt árið þeg- ar illa stóð á vegna veikinda. Þetta er aðeins lítið brot af því góða sem Stella hefur gert fyrir okkur. Garðarnir okkar liggja sam- an og fyrstu árin, voru trén á milli okkar lágvaxin. Þá var nú oft hlaup- ið yfir til Stellu og Friðgeirs og alltaf var tekið jafnvel á móti okk- ur. Trén uxu og við líka, en með tímanum hættum við að hlaupa yfír. Börnin okkar hafa nú tekið við og jafn vel er tekið á móti þeim og okkur. Við höfum tekið upp þá iðju, eins og þeir eldri, að ræðast við yfír limgerðið, en þá hefur jafn- an margt skemmtilegt borið á góma. Margur kaffisopinn var drukkinn úti á fögrum sumardögum og alltaf voru kleinuhringirnir hennar Stellu jafngóðir. Stella var virkur félagi í Kvenfélagi Kópavogs í mörg ár. í stjórn þess var Jiún í fjögur ár. Minnist ég, Guðborg, samstarfs með henni í stjórn þess með gleði og þökk, ásamt öðru sam- starfi. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V.Briem). Kæri Friðgeir, Jónas, Sigurveig, Ágúst og Ásgeir. Við sendum ykkur og fjölskyldum ykkar, okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Guðborg Siggeirsdóttir, Gunna Magga, Katla og Birna Rannversdætur. í dag, fímmtudaginn 19. nóvem- ber, er borin til grafar ástkær tengdamóðir mín, Sigríður Elín Jón- asdóttir, Stella eins og hún var allt- af kölluð. Stella fæddist 10. apríl 1929 í Lýsudal í Staðarsveit. Hún var dóttir hjónanna Jónasar Guð- mundssonar frá Kolviðarnesi_ í Hnappadalssýslu og Ásgerðar Ág- ústu Ágústsdóttur frá Drápuhlíð í Helgafellssveit. Þau bjuggu lengst af í Lýsudal og ólu börn sín þar upp. Stella á fimm eftirlifandi systkini, tvær systur hennar dóu í æsku og bróður átti hún sem lést fyrir tæpum fimm árum. Þegar Stella er um tvítugt yfir- gefur hún æskustöðvarnar og held- ur til borgarinnar. Haustið 1951 kynnist hún svo eftirlifandi eigin- manni sínum, Friðgeir Ágústssyni frá Hesti við Hestfjörð í ísafjarðar- djúpi. Þann 10. apríl 1953 eru þau gefín saman. Fyrstu hjúskaparárin ERFIDRYKKJUR jf ^ Verð frá kr. 850- P E R L A N sími 620200 Blóm Skreytingar Gjafavara Kransar Krossar Kistuskreytingar Opið alla daga frá kl. 9-22 Fákafeni 11 s. 68 91 20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.