Morgunblaðið - 19.11.1992, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 19.11.1992, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1992 Gunnarssund Mjósund mr CEICEICK] (g íj CE3CE3CE] Í tnBca B HSSfrMhf & £. A A A ■ A/ f ywyy r [y^íYYW Hótel t t Aðalinngangnr Skrifstofubygging Miðbær Hafnarfjarðar með teikningu af fyrirhugaðri byggingu. Vöndum uppbyggingu á nýjum miðbæjarkjarna í Hafnarfirði Komum í veg fyrir mikil skipulagsmistök eftirÞorgils Óttar Mathiesen Hafnarfjarðarbær er byggður á bæjarstæði sem frá náttúrunnar hendi er mjög sérstætt og fagurt. Byggðin mótaðist fyrst og fremst meðfram hraunbrúninni niður við fjörðinn og síðan suður yfir lækinn með Hamrinum. Þegar fólkinu tók að fjölga í Hafnarfirði færðist byggðin upp á hraunið og suður fyrir Hamarinn og hafnarmannvirki voru byggð þar sem áður var aðstaða smábáta og viðlegumannvirki fyrir segl- skútur. Þannig myndaðist sá mið- bær sem er í Hafnarfirði í dag með skjólríkri byggð sem hefur heppnast nokkuð vel og verið stolt bæjarbúa. Það var landslagið og mótun byggðarinnar sem hjálpað- ist að við að staðsetja og byggja miðbæinn í Hafnarfirði. Nokkuð hefur þó skort á að lok- ið hafi verið við uppbyggingu mið- bæjarins og um áratugaskeið hef- ur verið unnið að mótun miðbæjar- skipulagsins. Ákveðið var fyrir nokkrum árum að miðbæjarkjarn- inn yrði tekinn til endurskipulagn- ingar eftir að Hafnarfjarðarbær hafði fengið keyptar lóðirnar við Fjarðargötu og gat ráðið meiru um_ framvindu skipulagsins. Á sl. ári var síðan lagt fyrir bæjarstjórn endurskoðað mið- bæjarskipulag og var það sam- þykkt í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Því hefur síðan verið breytt þann- ig að byggingar hafa verið að hækka. Nú liggja fyrir útlitsteikningar Þorgils Mathiesen „Þessi gífurlega stóra bygging verður staðsett á mjög viðkvæmum stað í miðbæ Hafnarfjarðar og mun skemma og breyta umhverfi miðbæjarins verulega auk þess að vera mikil sjónmengun fyrir aðra bæjarhluta Hafnar- fjarðar.“ af fyrirhugaðri byggingu í miðbæ Hafnarfjarðar eins og meðfylgj- andi mynd ber með sér. Bygging- in, sem ætlað er að rísa við Fjarð- argötu í miðbænum, er að hluta tvær turnbyggingar þar sem önn- ur þeirra er 8 hæðir eða um 30 metra há og því í sömu hæð yfir sjávarmáli og turninn á Fríkirkj- unni. Heildargólfflatarmál bygg- ingar er um 9.000 m2 og 35.000 m3 að stærð. Þessi gífurlega stóra bygging verður staðsett á mjög viðkvæm- um stað í miðbæ Hafnarfjarðar og mun skemma og breyta um- hverfí miðbæjarins verulega auk þess að vera mikil sjónmengun fyrir aðra bæjarhluta Hafnarfjarð- ar. Á engan hátt skal dregið úr þýðingu á uppbyggingu miðbæjar Hafnarfjarðar sem hvort tveggja er mikilvægt og mjög þarft mál. Miðbærinn hefur þörf fyrir nýja verslunarmiðstöð og það líf sem henni fylgir en verslunarmiðstöð með hótelbyggingu upp á 8 hæðir er að mínu mati mikil mistök. Á bæjarstjórnarfundi í Hafnar- firði sl. þriðjudag bar ég fram ásamt Magnúsi Gunarssyni, vara- bæjarfulltrúa, tillögu um endur- skoðun byggingarskipulagsins í miðbæ Hafnarfjarðar, sem flýtt yrði og lokið fyrir 1. febrúar 1993. Því miður treysti meirhluti Al- þýðuflokks sér ekki til að greiða þeirri tillögu atkvæði og hafnaði tillögunni. Eg trúi því og vona að þeir sem fyrir væntanlegri byggingu ætla að standa séu mér sammála einsog ég veit að fjöldi Hafnfírðinga er. Við verðum að hafa í huga að umræddri byggingu er ætlað að standa um langa framtíð í hjarta Hafnarfjarðarbæjar og því mikil- vægt að til verksins sé vandað. Það væri byggingaraðilum til mikils sóma ef þeir tækju málið í sínar hendur og leggðu fram nýjar hugmyndir sem falla smekklega og eðlilega að þeim miðbæ sem verið hefur í uppbyggingu. Verkið er ekki hafið og enn hægt að koma fram breytingum. Geri þeir þetta koma þeir í veg fyrir afdrifarík skipulagsmistök í miðbæ Hafnarfjarðar að mínu mati. Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði. Af liverju segja hjúkrunar- fræðingar upp störfum sínum? eftir UnniHebu Steingrímsdóttur Ég er að skrifa í annað skiptið á stuttum tíma í Morgunblaðið og bæði málin varða hjúkrun. I fyrra sinnið (júlí ’92) var synjun námsleyfa til hjúkrunarfræðinga á Landspítal- anum útgangspunkturinn. Núna er ég búin að segja stöðu minni lausri eins og 75% hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra á Landspítalanum gerðu 1. nóv. ’92. Tilefnið var að mótmæla hvemig vinnuframlag okkar er metið til launa. Af hverju á að hækka laun hjúkrunarfræðinga? Eins og undanfarið hefur komið fram í fjölmiðlum eru hjúkrunarfræð- ingar á Landspítalanum mjög óánægðir með það óréttlæti að störf þeirra séu ekki metin launalega til jafns við sambærilega hópa innan spítalans. Þarna er um að ræða u.þ.b. 25-30 þúsund króna lægri laun á mánuði en t.d. sjúkraþjálfar, iðju- þjálfar og félagsráðgjafar hafa. Þó skal tekið fram að þeir hópar eru ekki hálaunaðir. Hjúkrunarfræðing- ar hafa bara ótrúlega iágt kaup mið- að við menntun, ábyrgð og vinnuá- lag. I mörg ár hafa hjúkrunarfræðing- ar á landsbyggðinni haft betri kjör en á höfuðborgarsvæðinu og fyrir nokkrum árum reið Landakotsspítali á vaðið með betri kjör fyrir sína hjúkrunarfræðinga en Landspítali og Borgarspítali. En núna síðast þegar fréttist að Borgarspítalinn, þ.e. hjúkrunarfræðingum í fullri vinnu (sem eru rúmlega 50 hj.fr. á? 300), varð það dropinn sem fyllti mælinn. Hjúkrunarfræðingar á Landspít- alanum geta ekki unað kjörum sínum lengur og fara fram á kjarabætur til handa öllum starfandi hjúkrun- arfræðingum á spítalanum. Hvers vegna svona láglaun? Hveijar skyldu ástæðurnar vera fyrir því að laun flestra hjúkrunar- fræðinga, a.m.k. á höfuðborgarsvæð- inu, hafi dregist svo langt aftur úr launum sambærilegra hópa með hlið- stæða menntun? Sennilega eru þær margar. Það sem mér dettur í hug er að hjúkrunarfræðinga hafí vantað tíma og orku til að sinna kjaramálum. Mikið vinnuálag er einnig stað- reynd þar sem margir hjúkrunar- fræðingar vinna langt umfram 40 stunda vinnuviku. Þessu veldur bæði skortur á hjúkr- unarfræðingum en einnig þessi lágu laun sem valda því að hjúkrunar- fræðingar þurfa að vinna yfírvinnu til að hafa í sig og á. Sumir segja kannski að hjúkrun- arfræðingar séu bara heppnir að geta unnið svona mikið, sérstaklega eins og ástandið í þjóðmálunum er í dag. Eg held hins vegar að það sé alvarlegt mál hve hjúkrunarfræðing- ar eru óánægðir með hlutskipti sitt, jafnvel svo að farið er út í uppsagnir á þessum síðustu og verstu tímum. Svo er eir, röksemd sem mér fínnst alltaf hálf pirrandi að heyra, það er að hjúkrunarfræðingar séu kvenna- stétt og.þar af léiðandi með lág laun. Ég skora á okkur hjúkrunarfræð- inga að afsanna þá tilgátu og standa saman. Ofangreindar uppsagnir sýna reyndar að það er nákvæmlega það sem við erum að gera núna. Flótti úr hjúkrun? Ég talaoi hér ofar um „undirmönn- un“ hjúkrunarfræðinga, sem þýðir að mun færri hjúkrunarfræðingar vinna en stöðuheimildir leyfa. Ég vil taka það skýrt fram að ástæðan er ekki sú að það vanti menntaða hjúkr- unarfræðinga, því þeir eru til, heldur er það enn og aftur ástand kjaramál- anna. Þeir hafa einfaldlega ekki efni á að vinna við sitt fag. Rannsóknir sýna að launin eru aðalástæðan fyrir því að hjúkrunarfræðingar hætta hjúkrunarstörfum á íslandi. Hvert er þitt álit á hjúkrunarfræðingum? Ég hef undanfarið ár unnið að kjaramálum hjá Félagi háskóla- menntaðra hjúkrunarfræðinga. Þannig hef ég talað um þau mál við marga úti í þjóðfélaginu. Oftast er viðkvæðið hjá fólki; „hvað segirðu, ekki vissi ég að þið hefðuð svona lág laun“, og ekki síður verður fólk hissa þegar maður hefur í miklum vígamóð upplýst hvaða vinna liggur að baki þessum launum. Þessum fleti á málum hjúkrunar- fræðinga er vel lýst með því sem kom upp í spjalli við hjúkrunarfræðing um daginn. Hún sagðist vera nýskil- in og vera með litla stúlku á fram- færi sínu. Það sem henni fannst slá- andi og óréttlátt sýnir eftirfarandi dæmi. Hún og- maðurinn hennar höfðu verið samferða gegnum nám sitt í Háskólanum. Hann í viðskipta- fræði og hún í hjúkrunarfræði. Bæði í fjögur ár. Eftir aðþau fóru að vinna og þiggja laun fyrir störf sín var alltaf a.m.k. helmingi meira I lau- naumslaginu hans. Eftir nokkurra ára starfsreynslu í áhugaverðu en krefjandi starfi auk þeirrar stað- reyndar núna að hún er fyrirvinna heimilis, eins á við um marga hjúkr- unarfræðinga, er hennar upplifun að vegið sé að sjálfsvirðingu hennar. Henni fínnst störf sín lítils metin, a.m.k. þegar kemur að því að borga af námsláninu, húsnæðisláninu og öðru sem þarf til að reka heimili í dag. Er ekki eitthvað skrítið við þetta? Af hveiju er svona mikill launa- munur á hliðstæðu námi? Leiðir þetta ekki til þess að fólk velji fremur nám sem gefur meira af sér peningalega þó áhuginn bein- ist að hjúkrunarstörfum? Margar ástæður kunna að vera fyrir vali þeirra sem hefja nám í hjúkrunarfræðum, samt sem áður er það staðreynd að hjúkrunarfræðing- ar þurfa að sjá fyrir sér eins og aðr- ir, hvort sem þeir eru fyrirvinna heimilisins eða ekki. Það er einnig slæmt mál að hafa það á tilfinningunni að vera ekki virt- ur að verðleikum, svo og þau störf sem maður hefur með höndum. Frá hvaða störfum ganga hjúkrunarfræðingar ef ekki verður samið áður? Hvaða hjúkrunarfræðingar hafa í gegnum árin mjög lítið kynnt í fjöl- miðlum hvað liggur að baki því að vera hjúkrunarfræðingur. Starfsvið hjúkrunarfræðinga hefur þróast og tekið miklum breytingum frá dögum Florence Nightingale. í dag «ru hjúkrunarfræðin á tnjög breiðium vettvangi þó undirstaðan sé sú 'sama, ti.e. fjögurra ára nám við Háskóla slands. Þau spanna allt frá störfum við fyrirbyggingu sjúkdóma og heil- sugæslu til hinna ýmsu starfa á deild- Unnur Heba Steingríinsdóttir um spítalanna. Hjúkrunarfræðingar eru reyndar aðeins bytjaðir að vinna utan stofnana og hafa t.d. sýnt fram á gildi sitt með hjúkrun krabba- meinssjúklinga í heimahúsum. Ekki má svo gleyma þætti stjórnunar, kennslu og rannsóknarverkefna. í flestum tilfellum velja hjúkrun- arfræðingar sér ákveðna leið eftir útskrift úr náminu og öðlast þá sér- hæfíngu í hjúkrunarmeðferð ákveð- inna hópa. Þetta gerist bæði með viðbótarnámi og síðan reynslu sem viðkomandi öðlast við störf sín. Að lokum er það von mín að fleiri hjúkrunarfræðingar láti til sín taka í fjölmiðlum. Kynnt verði fyrir fólki það sem hjúkrunarfræðin felur í sér og hvað hjúkrunarfræðingar eru að starfa. Að mínu mati og margra annarra hjúkrunarfræðinga hefur fólk almennt ekki skýra hugmynd um hvað störf okkar hafa að segja. Það er að sjálfsögðu okkar hjúkrun- arfraeðinga að koma réttum upplýs- inum til skila. Höfundur er lyúkrunarfrteðingur og deildarstjóri á geðdeild Landspítalans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.