Morgunblaðið - 19.11.1992, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1992
19
Athugasemd frá
Gylfa Þ. Gíslasyni
Hr. ritstjóri.
í Morgunblaðinu 4. nóvember
síðastliðinn birtist grein undir
fyrirsögninni „ísland undir vestur-
evrópskri stjórn“ og var eftir Jó-
hannes R. Snorrason. Er þar vikið
að ræðu, sem ég flutti á 100 ára
afmæli Þjóðminjasafns íslands í
hátíðarsal Háskólans 24. febrúar
1963, en ræðan vr birt í Árbók
Hins íslenzka fomleifafélags 1963.
Þá var mikið rætt um tengsl Is-
lands við þróun mála í Evrópu,
rétt eins og nú. í grein Jóhannesar
segir m.a.:
„Minnisstæð mun flestum ræð-
an, sem ráðherrann flutti á 100
ára afmæli Þjóðminjasafnsins árið
1963. Þar fór ekki milli mála, hvert
hugur hans stefndi, og stóð mörg-
um stuggur af: „Að treysta sjálf-
stæði þjóðarinnar með því að fórna
því. Þess vegna ætlum við að binda
kænu smáríkis aftaní hafskip stór-
veldis." Mér finnst ekki óeðlilegt
að rifja þessi orð ráðherrans upp
hér, enda sýnist vilji til þess að
fóma sjálfstæði íslensku þjóðarinn-
ar felast í þessum orðum.“
Orð þau, sem Jóhannes R.
Snorrason hefur eftir mér, standa
hvergi í ræðu minni. Hann endur-
segir, með eigin orðum, það, sem
hann telur mig hafa sagt. Slíkt em
vægast sagt vondir siðir í blaða-
skrifum. í ræðu minni var hvorki
boðskapur um fóm á sjálfstæði né
vanmat á íslenzkri menningu. Til
þess að tvímæli séu tekin af um
það, bið ég Morgunblaðið um að
birta ræðuna. Stjómmálaskörung-
urinn, sem vitnað er til í upphafi
hennar, er Winston Churchill.
Gylfí Þ. Gíslason.
„Svo virðist sem maðurinn sé
yfirleitt glámskyggnari á eðli og
gildi þeirra atburða, sem hann
sjálfur sér og lifír, en hinna, er
hann heyrir um eða les um, þegar
þeir eru orðnir saga. Sú þróun, er
gerist umhverfis hann og hann er
sjálfur þáttur í, virðist honum
óljósari og torskildari en örlög for-
feðra, jafnvel nýgenginnar kyn-
slóðar. Eflaust ber ekki að undrast
þetta. Lífið er margbrotið, heimur-
inn flókinn. Af ótalmörgu, sem
ávallt er að gerast, er erfitt að
segja, hvað máli skipti. Af öllu
því, sem alltaf er verið að segja,
er torvelt að dæma um, hvað lifi
og hvað gleymist. Auðvitað ber
ekki að skilja þetta svo, að sér-
hveiju mannsbami sé ekki ljóst,
hversu gerólík veröldin er nú, því
sem hún var um aldamótin síð-
ustu, að ég ekki tali um aldamótin
þar á undan. En þótt það sé ljóst,
sem orðið er, getur hitt dulizt
mönnum, sem er að verða, og eng-
inn veit að sjálfsögðu, hvað verða
mun. Einn mestur stjómmálaskör-
ungur á fyrri hluta þessarar aldar,
sagði ekki alls fyrir löngu, að svo
virtist nú komið, að helzta ráðið
til þess að efla sjálfstæði þjóðar
væri að fóma sjálfstæði hennar.
Þetta kann að hljóma sem öfug-
mæli, en orðið sjálfstæði er hér
auðvitað notað í tvenns konar
merkingu. Átt er við það, að svo
virðist sem ein tegund sjálfstæðis
verði ekki efld nema á kostnað
annarrar. Tuttugasta öid er tími
fjöldaframleiðslu, stórs markaðs,
kjamorku og geimferða. Tvö
mestu stórveldi Vesturlanda og þá
um leið veraldar, eru til orðin við
samrana þjóða og þjóðarbrota,
jafnvel rílq'a. í Austurlöndum eru
að rísa risaveldi, sem era ólíkari
hið innra en Evrópa, og greinist
‘hún þó í sundurleitar þjóðir og
mörg þjóðríki. Hvarvetna gætir
viðleitni til þess að efla samvinnu,
tengjast böndum, mynda bandalög.
Hvers vegna? Vegna þess, að
fjöldaframleiðsla og stór markað-
ur, kjarnorka og geimferðir krefj-
ast stórra átaka, sterkra afla, mik-
ils valds. En fær það dulizt mönn-
um, að sérhver samningur milli
þjóða, sérhver samtök ríkja, sér-
hvert bandalag bindur alla þá, sem
aðild eiga, takmarkar sjáifsforræði
þeirra, skerðir sjálfstaeði þeirra?
Auðvitað vinnst annað. Hversu
lengi varðveitir sú þjóð sjálfstæði
sitt, sem dregst aftur úr öllum?
Og kemur ekki hlutdeild í auknu
sjálfstæði og vaxandi öryggi vold-
ugs bandalags í stað minnkandi
sjálfsforræðis hvers einstaks?
Ágreiningur getur varla verið um
það, að þetta er að gerast í heimin-
um um þessar mundir. Um hitt
getur mönnum mjög sýnzt sitt
hvað, hvort hér stefni í rétta átt
eða ranga. En ef menn á annað
borð óska bættra lífskjara, ef menn
keppa að auknu öryggi, þá virðist
þetta leiðin í þá átt. Það, sem er
að gerast í kringum okkar, er að
stórveldi eflast, bandalög myndast,
olnbogarúm hinna smáu minnkar,
skilyrði þeirra til þess að tileinka
sér hlutdeild í framföram skerðast,
kæna smáríkis dregst aftur úr
hafskipi stórveldis eða bandalags.
En hvað kemur þetta því við,
sem er tilefni þess, að við eram
hér saman komin? í dag minnast
Islendingar aldarafmælis einnar
merkustu stofriunar sinnar, Þjóð-
minjasafns íslands. Þetta safti á
fyrst og fremst að sýna þjóðmenn-
ingu Islendinga. Það varðveitir
sýnilegar minjar um það, er gert
hefur og gerir íslendinga að þjóð.
En nú má spyija: Er það svo, að
í kjölfar vaxandi alþjóðasamstarfs
og minnkandi einangranar hljóti
það að sigla, að þjóðir glati sér-
kennum sínum, týni tungu sinni,
gleymi sögu sinni, spilli menningu
sinni? Það væri bæði léttúð og
bamaskapur að gera sér þess ekki
grein, að á slíku getur verið hætta.
En hitt er fjarstæða, að ekki sé
unnt að varðveita þjóðemi og þjóð-
menningu í þeim straumi tímans,
er nú rennur og gerir þjóðir heims
æ háðari hver annarri á sviði efna-
hagsmála og stjómmála. Máli
skiptir hér sem oftar það eitt, sem
maður vill. Sú þjóð, sem vili varð-
veita menningu sína og sérkenni,
getur það, hver svo sem hlutur
hennar er í samskiptum við aðrar
þjóðir.
Er annar tími betur til þess fall-
inn en aldarafmæli Þjóðminjasafns
íslands, að ísienzk þjóð hugleiði
stöðu sína í þessu eftii, að hún
minnist skyldunnar við sjálfa sig,
er nauðsyn tímans krefst þess, að
hún efli samskipti sín við aðra, að
hún hugsi í lotningu til forfeðra
sinna, er hún leitast við að búa í
haginn fyrir böm sín? Auðvitað
viljum við vera íslendingar og
verða það um aldur og ævi. En
verður það iært betur annars stað-
ar, en í Þjóðminjasafni íslands,
hvað það er að vera íslendingur,
og hvað til þess þarf að geta hald-
ið áfram að vera það?
Á hundrað ára afmælisdegi
Þjóðminjasafnsins hvarflar hugur-
Gylfi Þ. Gíslason
„Orð þau, sem Jóhann-
es R. Snorrason hefur
eftir mér, standa hvergi
í ræðu minni. Hann end-
ursegir, með eigin örð-
um, það, sem hann telur
mig hafa sagt. Slíkt eru
vægast sagt vondir siðir
í blaðaskrifum.“
inn til allra þeirra ágætismanna,
sem gerðu safnið að þeim fjár-
sjóði, sem það er. Með djúpu þakk-
iæti minnumst við séra Helga Sig-
urðssonar, sem gaf stofii að safn-
inu, og forstöðumanna þess, þeirra
Jóns Ámasonar, Sigurðar Guð-
mundssonar málara, Sigurðar Vig-
fússonar, Pálma Pálssonar, Jóns
Jacobsonar og prófessors Matthí-
asar Þórðarsonar. íslenzk þjóð
stendur í mikilli þakkarskuld við
alla þessa menn fyrir ómetanlegt
starf þeirra. Núverandi þjóðminja-
verði, dr. Kristjáni Eldjám, vil ég
einnig þakka frábær störf hans í
þágu safnsins. Safnverðir þeir, er
við safnið hafa starfað og starfa,
eiga einnig góðar þakkir skildar.
í tilefni þessa merkisdags í sögu
Þjóðminjasafns íslands hefur ríkis-
stjómin ákveðið að efla safnið og
auka verksvið þess með því að
koma á fót þjóðháttadeild innan
vébanda þess. Skal deildin annast
skráningu og fræðilega úrvinnslu
heimilda um íslenzka þjóðhátta-
sögu. Hefur menntamálaráðuneyt-
ið í dag ritað þjóðminjaverði um
málið og heimilað honum ráðstaf-
anir til stofnunar þjóðháttadeildar.
Er það von ríkisstjómarinnar, að
slík deild innan safnsins efli enn
getu þess til þess að sinna merku
og mikilvægu hlutverki sínu í þágu
íslenzkrar þjóðar og íslenzkrar
menningar.
Ég lýk máli mínu með því að
láta í ljós þá einlægu ósk, að Þjóð-
minjasafn íslands megi inn allar
aldir, meðan íslenzk tunga er töluð
og íslenzkt hjarta slær, vera einn
þeirra vita, er beini lítilli þjóð ís-
lendinga rétta leið um sollið úthaf
viðsjállar veraldar, viti, sem logi
skært og lýsi íslenzkri þjóð í eilífri
viðleitni hennar til þess að varð-
veita sjálfa sig.“
Höfundur var meantamála-
ríðhcm 1956-71.
og kynnir LANCASTER
I • NA
snyrtivörur i dag kl. 13-18 L&llgavegl /0.
Amitsubishi