Morgunblaðið - 19.11.1992, Side 14

Morgunblaðið - 19.11.1992, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. NÖVEMBER 1992 Eldfjörugar aftiirgöugnr Borgarnesi. SAGAN um Svein sáluga Sveins- son í Spjör og samsveitunga hans. Ungmennafélagið íslendingur í Borgarfirði. Höfundar: Anna Kristín Kristjánsdóttir og Unnur Guttormsdóttir. Söngtextar: Arni Hjartarson. Leikstjóri og sviðs- mynd: Þröstur Guðbjartsson. Bún- ingar: Hópvinna Það er ótrúlega mikil virkni hjá áhugaleikfélögum hérlendis. Á síð- asta leikári sýndu 59 leikfélög alls 89 leikverk, þar af 35 íslensk verk. Áhorfendur voru taldir um 67 þúsund og áhugaleikarar voru skráðir um fjögur þúsund hjá þessum leikfélög- um. Það var strekkings suðaustan- vindur á frumsýningarkvöldið þegar ég fór frá Borgarnesi upp að sam- komuhúsinu Brún í Bæjarsveit í Borgarfírði til að sjá uppfærslu Ung- mennafélagsins íslendings á Sveini sáluga. Ekki grunaði mig að vindur- inn ætti eftir að fara með hlutverk, jafnt utandyra sem innan þetta kvöld, en sú varð þó raunin á. Þegar áhorfendur voru búnir að koma sér fyrir í sætum sínum og dregið hafði verið niður í lýsingunni í salnum, mátti heyra vindinn gnauða í ijáfrum utan dyra. Lítils háttar súgur myndaðist öðru hvoru í húsinu og við það blöktu og bylgjuðust þunn leiktjöldin draugalega til og frá, þar sem þau héngu meðfram veggjum hússins. Þessi utanaðkomandi kraft- ur var einkar viðeigandi í upphafsatr- iði leikritsins þar sem Sveinn sálugi og Hildur blaðra rísa upp úr hey- böggunum og ganga aftur á vit sam- sveitunga sinna og reyna að hafa þar áhrif út yfir gröf og dauða. Þann- ig fór verkið vel af stað og lofaði góðu. Auðsætt er að leikstjóranum hefur tekist vel að manna í öll helstu hlut- verkin og skapa verkinu rétta um- gjörð með sviðmynd og búningum en hann hefði mátt þétta verkið á unum og leikstjóranum hefur tekist að skapa. Ber þar hæst túlkun Rósu Marinósdóttur á Hildi blöðru, „síð- ustu íslensku förukonunni“. Fer þar saman frábær múndering og mjög góður leikur. Sama má segja um Ragnheiði Thorlacius og túlkun hennar á ráðskonunni Salvöru, þess- ari þrælskyggnu, fjölkunnugu og úrræðagóðu kerlingu. Jón Halldórs- son var góður draugur og skilaði Sveini sáluga vel í gegnum verkið, jafnt í áfengisleit sem í kvennafari. Mikill söngur er í verkinu og komast leikaramir misjafnlega frá honum, flestir þó vel en áberandi góða rödd og flutning hafði Margrét Snorra- dóttir sem lék Sæunni og náði hún einnig á næman hátt að túlka þessa ástföngnu yngismey. Um tónlistarflutning í verkinu sáu þeir Bjarni Guðmundsson og Sigurð- ur Jakobsson sem spiluðu á gítar og bassa og tókst þeim á einkar smekk- legan hátt að gera hvorki of né van en halda vel fyllingu og stuðningi við sönginn. Það væri spennandi að sjá þennan ieikarahóp takast á við metnaðarfullt verkefni sem gerði enn meiri kröfur til þeirra en þetta leik- verk gerir. Theodór Kr. Þórðarson Morgunblaðið/Theodór Úr leikritinu um Svein sáluga Sveinsson í Spjör. í hlutverkum sín- um, frá vinstri: Gísli Einarsson, Jón Ilalldórsson, Ólöf Bjarnadóttir og Jón Einarsson. köflum. Þetta leikrit er í ætt við leik- ritin Sveinbjörgu Hallsdóttur (frum- flutt 1976) og Ingiríði Oskarsdóttur (frumflutt 1985) eftir Trausta Jóns- son veðurfræðing. Trausti sagði eitt sinn um þau verk sín að þau væru í anda afturúrstefnu, þ.e.a.s. and- hverfa framúrstefnunnar. En í Sveini sáluga ganga höfundamir en lengra í afturúrstefnunni en Trausti gerði, auk þess að skjóta inn í verkið veru- legu tímaflakki með nútímalegum innskotum. Þessi skopleikur er í marga staði fáránlegur og er það ætlunin. Höf- undamir settu saman léttgeggjaðan skopleik, byggðan á þjóðsögum og gömlum íslenskum leikritum eins og Manni og konu og Pilti og stúlku. Blönduðu síðan saman við þetta nýj- um og gömlum lögum og söngtextum með nútíma skírskotunum. A köflum er þetta hæfileg blanda, eldijörug og skemmtileg, en til að úr yrði heil- steypt leikrit hefði þurft meira kjöt á beinin. Það sem gerir þetta verk hins veg- ar þess vert að berja það augum eru þær kostulegu persónur sem leikur- Morgunblaðið/Jón Gunnar Gunarsson Nemendur Hafnarskóla við umhverfislist af ýmsu tagi. LANDSNEFND ALÞJÓÐA VERZLUNARRÁÐSINS Á ÍSLANDI Hádegisfundur föstudaginn 20. nóvember 1992 í Skálanum, Hótel Sögu. Höfn Listavika í Hafnarskóla Höfn. LISTAVIKA var haldin 9.-13. nóvember í Hafnarskóla á Höfn. Skólinn bauð ungum sem öldnum bæjarbúum að taka þátt í listavik- unni. Þar lögðu nemendur og gestir aðallega stund á umhverfislist, al- menna myndlist, leiklist, ritlist og matargerðarlist. Yfirlistamaður var svo Öm Ingi en hann kom gagn- gert að norðan til aðstoðar heima- mönnum. JGG „Blómið“ 1982 er eitt af síðustu verkum Sigurjóns. Listasafn Sigur- jóns Ólafssonar Ný sýning á verkum frá 1934-82 NÝ SÝNING hefur verið opnuð í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar á Laugarnesi. Um er að ræða verk frá tímabilinu 1934 til 1982. I efri sal hússins gefur að líta valdar trémyndir frá síðustu æviárum listamannsins. í vetur verður safnið opið um helgar kl. 14-17. Kaffistofan er opin á sama tíma. Tekið er á móti hópum utan opnunartíma eftir sam- komulagi. (Fréttatilkynning) ----» ♦ ♦----' Nýlistasafnið Hannes Hólm- steinn ræðir um listir og stjórnmál HANNES Hólmsteinn Gissurar- son mun halda fyrirlestur um listir og stjórnmál í Nýlistasafn- inu, Vatnsstíg 3b, fimmtudaginn 19. nóvember kl. 20.30. Hannes Hólmsteinn er dósent í stjórnmálafræði við Háskóla ís- lands, Hann er höfundur sjö bóka sem ijalla aðallega um sagnfræði og stjórnmál. Þar á meðal er bókin „Fijálshyggjan er mannúðarstefna“ sem kom út snemma á þessu ári. Fyrirlesturinn er öllum opin. SÆNSKA Fyrirlesari: Jan Herin Hagfræðingur vinnuveitendasambands Svíþjóðar Landsnefnd Alþjóða verzlunarráðsins heldur aðalfund sinn á morgun, föstudaginn 20. nóvember á Hótel Sögu. Fundurinn hefst kl. 11.45 í Þingsal nr. 1 með venjulegum aðalfundarstörfum. Kl. 12.00 verður svo léttur hádegisverður og að honum loknum mun Jan Herin, yfirhagfræðingur sænska vinnuveitendasambandsins og formaður kjara- samninganefndar vinnuveitenda, flytja erindi um „sænsku leiðina" svonefndu. Á eftir svarar Herin fyrirspurnum. Þeirm sem hafa áhuga á að fræðast um þetta tíðrædda fyrirbæri er velkomið að hlýða á fyrirlesturinn. Maturinn kostar kr. 1.600,- og er jbess óskað að væntanlegir gestir tilkynni um þátttöku í síma 67 66 66 hið fyrsta. STJÓRN LANDSNEFNDARINNAR Dansarar íslenska dansflokksins í Uppreisn. íslenski dansflokkurinn Síðustu sýningar á Uppreisn Síðustu sýningar íslenska sýningu hafi verið vel tekið, en eftir William Soleau, en sá ball- dansflokksins á Uppreisn sem sýndir eru þrír ballettar eftir ett er sérstaklega saminn fyrir er á stóra sviði Þjóðleikhúss- jafnmarga danshöfunda. Fyrsta íslenska dansflokkinn. Þriðji bal- ins, eru fimmtudaginn 19. nóv- verkið er glettinn íþróttaballett, lettinn er rómantískt verk með ember og fimmtudaginn 26. þar sem dansarar dansa til dæm- söngvum Edith Piaf eftir dans- nóvember. ’ is fótbolta, karate og skauta- höfundinn Stephan Mills. í fréttatilkynningu segir að dans. Annað verkið er Notturno

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.