Morgunblaðið - 19.11.1992, Síða 12

Morgunblaðið - 19.11.1992, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1992 Frá Jónshúsi í Kaupmannahöfn Listamenn frá Islandi THOR Vilhjálmsson rithöfundur kom við í Jónshúsi í Kaupmanna- höfn á ferðalagi sínu til Svíþjóð- ar, þar sem hann var að taka við bókmenntaverðlaunum sænsku listaakademíunnar. Thor las þar upp úr nýjasta ritverki sínu, Raddir í garðinum, föstudags- kvöldið 25. september. í fréttatilkynningu segir að Fyrsta prent- útgáfa Grá- gásar á Islandi GRÁGÁS, lagasafn íslenska þjóð- veldisins, er_ fyrsta prentútgáfa Grágásar á Islandi og jafnframt fyrsta útgáfan fyrir almenning ekki síður en fræðimenn. Hún kom síðast út í Kaupmannahöfn á 19. öld í fræðilega stafsettri útgáfu. Umsjónarmenn eru Gunnar Karlsson sagnfræðipró- fessor, Kristján Sveinsson sagn- fræðingur og Mörður Arnason málfræðingur. I kynningu útgefanda segir m.a.: „Grágás geymir lagasafn þjóðveld- isins og er samsteypa tólf lögþátta sem voru í gildi þangað til landið gekk undir Noregskonung á ofan- verðri 19. öld. Einn af þeim, Víg- slóði, fjallar um víg og áverka, hefnd og refsingar, er það elsta sem vitað er með vissu að fest var á bók á íslandi. Það var gert veturinn 1117-18 hjá Hafliða Mássyni goða á Breiðabólstað. Grágás lýsir stjómarháttum ís- lendinga og daglegu lífi frá land- námi til ofanverðrar 19. aldar. Lagasafnið er eitt helstu undir- stöðurita í íslenskri réttarsögu og mikilvæg heimild til skilnings á þjóðveldinu og sígildum íslenskum bókmenntun. Grágás er ein af upp- sprettum íslensks ritmáls, skrifuð á kjamyrtu máli og svipmiklu, stíllinn tær og orðfæri sérstætt og athyglis- vert. I útgáfunni er texti aðalhandrit- anna felldur saman þannig að safn- ið myndar eina heild. Grágás fylgir inngangur um aldur og sögu, skýr- ingamyndir og ítarleg atriðaorða- skrá. Textinn er gefínn út með nútímastafsetningu og orðskýring- um.“ Útgefandi er Mál og menning. Bókin er 608 siður, prentuð í prentsmiðjunni Odda hf. og kost- ar 7.900 krónur. margmennt hafi verið í Jónshúsi og áliðið kvölds þegar áheyrendur slepptu Thor. Megas hélt tónleika í Jónshúsi 6. og 7. nóvember. Þéttsetið var í félagsheimilinu bæði kvöldin. Meg- as flutti bæði lög af nýja geisladisk- inum „Þrír blóðdropar" og eldri lög. í áheyrendahópnum voru bæði ís- lendingar og danskir íslandsvinir og Megas virtist eiga aðdáendur bæði í eldri og yngri kynslóð. Hann var klappaður fram aftur og aftur í lokin. Hörður Torfason hélt tónleika sunnudagskvöldið 8. nóvember í félagsheimilinu. Hörður flutti bæði lög á nýjasta geisladiski sínum, Kveðju, og eldri lög. Sólrún Bragadóttir, sópransöng- kona og Þórarinn Stefánsson píanó- leikari héldu tónleika í Jónshúsi, menningarmiðstöð íslendinga í Kaupmannahöfn, laugardaginn 31. október. Sólrún og Þórarinn voru á tónleikaferð um Svíþjóð, en lögðu lykkju á leið sína. í fréttatilkynningunni segir enn- fremur að hrifning áheyrenda hafi verið greinileg, einkum þegar Sól- rún söng íslenskt vögguljóð á hörpu eftir Jón Þórarinsson og Beltikerl- inguna eftir Sigvalda Kaldalóns. Hljómsveitin Kuran Swing, frá vinstri: Magnús Einarsson, Þórður Högnason, Björn Thoroddsen, Szymon Kuran og Ólafur Þórðarson. Kuran Swing gef- ur út geisladisk KURAN Swing-hljómsveitin hefur sent frá sér geisladisk og snældu með 19 lögum eftir fé- laga í hljósveitinni og fleiri, en hljómsveitin leikur eins og kunnugt er djass. í hljómsveitinni Kuran Swing eru Szymon Kuran fiðla, Björn Thoroddsen, gítar, Ólafur Þórðar- son gítar, Magnús Einarsson gítar og mandólín og Þórður Högnason kontrabassi. Auk laga eftir félagana í hljóm- sveitinni eru lög eftir Hallbjörgu Bjamadóttur, Oðinn G. Þórarins- son, Jón Múla Árnason og Sigfús Halldórsson. Útgefandi er hljóm- plötuútgáfan Steinar hf. Ég er meistarinn sýnt í London London. Frá Sigrúnu Davíðsdóttur. Ný uppfærsla á leikriti Hrafn- hildar Hagalin, Eg er meistarinn, var frumsýnd í London á þriðju- daginn. Leikritið verður sýnt þrisvar sinnum i þetta skiptið. Sýningunni var komið á laggirn- ar í tilefni af Norrænu menning- arhátíðipni sem stendur yfir í London þessar vikurnar en hóp- urinn sem stendur að flutningn- um hefur í huga að sýna leikritið víðar. Leikaramir sem leika í sýning- unni em Steinunn Ólína Þorsteins- dóttir, Baltasar Kormákur og Gunn- ar Eyjólfsson, sem leikur meistar- ann. Bæði Steinunn og Gunnar lærðu leiklist í London. Gunnar kom fyrst fram sem leikari fyrir 45 áram einmitt á sviði Lyric Theater í Hammersmith þar sem Meistarinn er sýndur nú. Leikstjóri er Þórann Sigurðardóttir. Elín Edda Árnadótt- ir hannaði sviðsmynd og búninga. Eins og í uppfærslu verksins í Borg- arleikhúsinu valdi og flytur Pétur Jónasson gítarleikari tónlist í sýn- Úrval spænskra ljóða í Norræna húsinu ÚRVAL spænskra ljóða 1900- 1992 í þýðingu Guðbergs Bergs- sonar er að koma út á íslensku. Bókin nefnist Hið eilífa þroskar djúpin sín og er gefin út af For- laginu. Af því tilefni munu leikar- amir Hjalti Rögnvaldsson og Geirlaug Þorvaldsdóttir, ásamt Guðbergi Bergssyni, lesa upp Ijóð úr bókinni á síðdegissam- komu í Norræna húsinu laugar- daginn 21. nóvember. Jafnframt mun Símon ívarsson leika á gítar tónlist eftir spænsk tónskáld. Dagskráin hefst kl. 15.00. í fréttatilkynningu segir að það séu mikil tíðindi þegar úrval spænskra nútímaljóða komi fyrir sjónir íslenskra ljóðaunnenda í þýð- ingu þess manns sem mest hefur .unnið að því kynna_ spænskar bók- menntir á Islandi. Úrvalið hefur að geyma 170 ljóð eftir 52 ljóðskáld. Bókinni er skipt í fjóra meginkafla sem markast af tímaskeiðum. Guð- bergur ritar formála að hverjum kafla, þar sem hann gerir grein fyrir viðkomandi tímabili. Hverju skáldi fylgir æviágrip og lýking á Gunnar Eyjólfsson og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir í hlutverk- um sínum. íngunm. I samtali við Morgunblaðið sagð- ist Hrafnhildur Hagalín vera ánægð hvernig til hefði tekist með ensku uppfærsluna. Hún dvelur á íslandi í vetur en leggur annars stund á leikhúsfræði í París. Anna Yates, blaðamaður og þýðandi, þýddi verk- ið. Jakob Magnússon menningar- fulltrúi hefur haft veg og vanda að undirbúningi sýningarinnar eins og að öðram atriðum á menningarhá- tíðinni. Hann sagðist hafa haft áhuga á að koma leikritinu á fram- færi í London og farið með það á nokkra staði en samkeppnin væri hörð svo að það hefði verið spurning um að taka frumkvæðið. Þegar hátíðin var í augsýn fannst honum fara vel á að bæta því við hlut ís- lendinga. Tíminn var stuttur en eins og oft hefði allt gengið upp á endan- um. Hópurinn hefði jafnvel fundið hús við hæfi og það væri sérlega gaman að sýna leikritið í Lyric Theater sem væri þekkt fyrir að koma nýjum höfundum á framfæri. Því miður gætu sýningamar að þessu sinni aðeins orðið þijár því leikararnir væru fastir í öðram verkum og hefðu fengið sig lausa fyrir velvilja heima fyrir. Að lokum sagði Jakob að íslendingar ættu marga listamenn sem ættu erindi út fyrir landsteinana en á samdrátt- artímum væri ekki við því að búast að útlendingar vildu fjárfesta í hug- myndum sem við vildum ekki kosta sjálf, það væri veðjað á þá sem þyrðu. Hann sagðist vera bjartsýnn á framgang Meistarans því það hefði vantað íslenskar sýningar fyr- ir útlendinga síðan Inuk-hópurinn hætti. Bandamannasaga var sýnd í London í síðustu viku, en á ís- lensku. Elín Edda Ámadóttir leikmynda- hönnuður sagði að stofnkostnaður sýningarinnar væri um tvær millj- ónir króna. Hópurinn fékk stuðning frá Flugleiðum, menntamálaráðu- neytinu, Seðlabankanum, íslands- banka, Búnaðarbankanum, SPRON, Heklu, OLÍS, Visa-ísland og íslenskum aðalverktökum. Hún sagðist vona að þessi vinna væri upphafið að sýningum hópsins er- lendis. Leikritið ætti alls staðar jafn vel við og þau hefðu þegar hug- myndir um hvert haldið yrði næst. Eins og kunnugt er hlaut leikrit Hrafnhildar Norrænu leiklistar- verðlaunin í vor, í fyrsta skipti sem þeim var úthlutað. I Noregi stendur til að setja verkið upp og á frumsýn- ingunni í London ræddi Morgun- blaðið einnig við ítalskan leikstjóra, Eduardo Salemo, sem hefur mikinn áhuga á að setja verkið upp heima fyrir. Kynning nýrra bóka Morgunblaðið/Ámi Sæberg Guðbergur Bergsson rithöfund- ur og leikaramir Hjalti Rögn- valdsson og Geirlaug Þorvalds- dóttir, ásamt gítarleikaranum Símoni ívarssyni. helstu einkennum þess eða viðhorf- um á sviði ljóðlistar. BÓKAFORLAGIÐ Mál og menning gengst í kvöld fyrir kynningu á nýjum bókum í Nor- ræna húsinu og hefst upplestur- inn kl. 20.30. Þar mun Helgi Hálfdanarson lesa úr þýðingum sínum á kín- verskum ljóðum og áður óbirtum ljóðum eftir Snorra Hjartarson sem væntanleg eru í nýju heildar- safni Snorra. Hjalti Rögnvaldsson leikari les úr smásagnasafni Böðv- ars Guðmundssonar og nýrri þýð- ingu Sigurðar A. Magnússonar á verki James Joyce, Ódysseifi. Að auki koma þarna fram eftirtaldir höfundar og lesa stutta kafla úr nýjum verkum sínum: Einar Kára- son, Kristín Ómarsdóttir, Inga Huld Hákonardóttir, Linda Vil- hjálmsdóttir, Gyrðir Elíasson og Thor Vilhjálmsson. Nýjar bækur ■ EngiII meða.1 áhorfenda eftir Þorvald Þorsteinsson. í kynningu útgefanda segir m.a.: „Það kemur á dag- inn að Engill meðal áhorf- enda er ekki venjuleg sögu- bók. Lesandi fær það skemmtilega hlutverk að vera þátttak- andi og áhorf- andi að sérkennilegu sjónarspili sem sviðsett er á síðum bókar- innar. Þorvaldur Þorsteinsson hefur samið um fímmtíu stuttar sögur þar sem hann snýr upp á lögmál leiksviðs, sögusviðs og veraleika þannig að til verður ný og óræð vídd. Hér er magn- aður seiður með galdri leikhúss- ins og töfram frásaganarinnar. Sögumar eru bæði ærslafullar og alvarlegar, fáránlegar og hversdagslegar, nýstárlegar og hefðbundnar. Þetta er ögrandi skemmtilestur." Útgefandi er Bjartur. Prentsmiðja Árna Valde- marssonar prentaði en Vala Ólafsdóttir sá um kápugerð. Bókin er 90 bls. og kostar 1.595 krónur. Þorvaldur Þor- steinsson M Aldamótakonur og ís- lensk listvakning eftir Dagnýju Heiðdal, sagnfræð- mg. Dagný Heiðdal í kynningu útgefanda segir að í bók- inni sé fjallað almennt um þá myndlist- armenntun sem evrópsk- um konum stóð til boða á síðari hluta 19. aldar og sögunni er síðan vikið sérstaklega að þeim ís- lensku konum sem vora uppi á þessu tímabili og fengu ein- hveija tilsögn í myndlist. Útgefandi er Sagnfræði- stofnun Háskóla íslands. Bókin er 85 bls. að stærð og henni fylgja skrár yfir heim- ildir, myndefni og fólk sem um er fjallað. Söluumboð er í höndum Sögufélagsins, Fischersundi 3, Reykjavík. Verð 1.300 krónur. ■ Þriðja útgáfa af íslensku lyfjabókinni, en um 200 ný lyf hafa bæst við og miklar breyt- ingar orðið á lyfjamarkaðinum síðan önnur útgáfa kom út. Bessi Gíslason lyljafræðing- ur, einn af höfundum bókarinn- ar, segir að ýmsar endurbætur hafi verið gerðar á bókinni. Nefnir hann sem dæmi að í öll- um lyijaköflum er nú getið sam- heitalyfja þeirra lyija sem eiga slík samheitalyf. „Með sam- heitaskrá getur almenningur séð að þau lyf sem hann fær nú era í raun þau sömu og gömlu lyfin þótt nöfnin á þeim séu önnur," segir Bessi. Auk hans eru höfundar þeir Helgi Kristbjarnarson læknir og Magnús Jóhannsson læknir. Af öðram nýjungum sem er að finna í bókinni nú má nefna kafla um blóðþrýstings- og hjartalyf og nýjar lyfjameðferð- ir við magasári og skeifugarn- arsári og nýjungar í baráttunni við eyðni. Þeim sem eiga eldri útgáfur gefst nú kostur á að skila þeim í apótek og fá nýju bókina i staðinn með 40% afslætti. Þetta er m.a. gert til að ná gömlu útgáfunum úr umferð en þær eru orðnar úreltar og innihalda í sumum tilvikum rangar upp- lýsingar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.