Morgunblaðið - 20.11.1992, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1992
9
Innanhússarkitekt ráðleggur
viðskiptavinum Metró
Guðrún Benediktsdóttir innanhússarkitekt, FHÍ,
verður í versluninni Metró
fimmtudag og föstudag kl. 14-18 og laugardag kl. 11-14
og veitir viðskiptavinum ráðleggingar um allt er varðar
innréttingar, gólfefni, hreinlætistæki og litaval í málningu.
/ÍÍÍAfes GROHE Villeroy & Boch
Verið velkomin í Metró og þiggið ókeypis ráðgjöf.
iWVMETRÓ
______í MJÓDD____
ÁLFABAKKA 16 • REYKJAVÍK • SÍMI 670050
VINSÆLU
ULLARJ AKKARNIR
KOMNIR AFTUR
verb 1 6.900 kr.
HANZ
KRINGLUN N I
pltrgiwilhliiiijtlíí)
Metsölubladá hverjum degi!
Dyggðinni
refsað
KsdtoÉMS?
THK
SPECWOR
Thc Spccutor. 56 Doughty Strcct. London WCIN 2LL
Tclcphonc: 071-405 1706; Tclc* 27124; Fax 071-242 0603
VIRTUE UNREWARDED
L he clection of Governor Bill Clinton is Imagine a world in which thc Amcricans of popular opinion that offcrs advantagc
■nothing less than a cultural rcvolution. showcd thc samc lack of leadcrship, and Whether hc will bc ablc to resist th.
|Remarkably, the Amcrican pcoplc havc bchaved with the samc riarrow sense of temptation of economic nationalism I
.t asidc an honourablc, if awkward. man sclf-intcrcst as. say, thc wcst Europeans. rcmains to bc secn. It is fashionable to dis-1
Bandarísk menningarbylting?
Breska tímaritið Spectator gerir persónu hins nýkjörna forseta
Bandaríkjanna að umtalsefni í nýjasta hefti sínu. Telur tímaritið
að kjör hans marki merkileg tímamót í stjórnmálasögu Bandaríkj-
anna.
í forystugrein Specta-
tors segir: „Kjör Bill
Clintons ríkisstjóra felur
í sér hvorki meira né
minna en menningarbylt-
ingu. Það vekur athygli
að bandariska þjóðin hef-
ur ýtt til hliðar heiðarleg-
um, en klaufalegum,
manni sem hefur helgað
sig þvi að þjóna landi
sínu, sem uppgjafaher-
maður, framkvæmda-
maður, öldungadeildar-
þingmaður, stjórnarer-
indreki og loks með
sæmd sem æðsti maður
heraflans. í staðinn hefur
hún kosið ungan mann
með litla reynslu af öðru
en hinni sveitalegu póli-
tik Arkansas, sem liggur
undir ásökunum um
óvandlátt framhjáhald
og hefur enga reynslu
af herþjónustu (svo að
það sé nú orðað á kurteis-
islegan hátt), til að per-
sónugera vonir og gildi
þjóðarinnar. I þessu felst
meira en að ein kynslóð
taki við af annarri. Þetta
gefur til kynna að Banda-
ríki kynslóðar eftirstríðs-
áranna séu á róttækan
hátt frábrugðin Banda-
ríkjum foreldra heiuiar.
Það væri gott ef menn
gætu huggað sig við að
Bush væri einungis fórn-
arlamb efnahagsþróun-
arinnar. En þrátt fyrir
allt svartníettishjalið hef-
ur efnahagskreppan haft
tiltölulega væg áhrif í
Bandarflqunum og þar
hefur verið hagvöxtur
undanfarið eitt og hálft
ár. Og burtséð frá þvi
þá tókst jafnvel Herbert
Hoover, í miðri krepp-
unni árið 1932, að ná
betri árangri gegn frá-
bærum andstæðingi,
heldur en George Bush.
Þessi einkennilega
kollsteypa ársins 1992 á
sér aðrar og dýpri rætur.
Það er varla annað hægt
en að komast að þeirri
niðurstöðu að stór hluti
bandarisku þjóðarinnar
hafi snúið baki við þeim
gamaldags kosti: Dyggð
- persónulegri og opin-
berri dyggð. Heimafyrir
vilja menn frelsi til að lifa
lifi sinu eins og þeir vilja
án þess að hömlur séu
settar á fríhyggjukennda
samvisku þeirra. Fólk vill
geta eytt óæskilegu
fóstri, notið hvaða lyija
eða örvunarefna sem því
dettur í hug, leggja eigið
siðfræðilegt mat á hluti
óháð einhveijum viðte-
knu hegðunarmynstri,
venjum eða trú. Erlendis
vilja menn draga sig til
baka. Þeir sjá ekki lengur
neinn tilgang með Pax
Amerieana. Hann er pen-
ingasóun. Hann er
óheppilegur. Tugir millj-
óna fulltrúa eftirstríðs-
kynslóðarinnar liafa,
undir áhrifum mennta-
mannayfirstéttar, sem
dregur siðferðilegt rétt-
mæti allra bandarískra
afskipta erlendis í efa,
misst alla tilfinningu fyrir
æðri hhitum á borð við
skyldu. í staðinn sefar
fólk sig með vellulegi’i
setustofu-fómfýsi."
Clinton er
óþekkt stærð
Áfram segir: „Ættum
við að hafa af þessu
áhyggjur? Tvímælalaust.
Imyndið ykkur veröld þar
sem Bandaríkjamenn
sýndu jafn litla forystu
og létu gjörðir sínar ráð-
ast jafn mikið af eigin-
hagsmunasjónarmiðum
og, svo dæmi sé tekið,
Vestur-Evróþubúar.
Saddam Hussein hefði
verið leyft að halda Kúv-
eit og þar á eftir hefði
hann sölsað undir sig ol-
íulindir Sameinuðu arab-
ísku furstadæmanna og
Saudi-Arabíu. Svo allrar
sanngimi sé gjeft verður
að taka fram að eim er
of snemmt að spá fyrir
um hvemig Clinton hefði
bmgðist við í slíku
neyðarástandi. Við þekkj-
um manninn ekki ennþá.
Þrátt fyrir að hann hafi
verið mánuðum saman í
sviðsljósi fjölmiðla og að
óteljandi skýrslur hafi
verið gefnar út með
stefnumörkun á öllum
sviðum þá á hann enn
eftir að sýna sinn innri
mann. Það eina sem við
vitum, í ljósi þess hvemig
hann rak kosningabar-
áttu sína, er að hann er
meistaralegur stjóm-
málamaður, reiðubúinn
að hórmangast fyrir
hvaða kjördæmi sem er
og taka upp hanskann
fyrir alla þá afkima al-
menningsálitsins sem
virðast líklegir til vin-
sælda.
Það á enn eftir að
koma i ljós hvort að hann
muni standast þá freist-
ingu að falla í gryfju
efnahagslegrar þjóðem-
ishyggju. Það er í tísku
að vísa vemdarstefnud-
aðri hans á bug sem kosn-
ingatali, sem kaldlyndir
kosningasérfræðingar
hafi lagt á ráðin um, til
að ná aftur stuðningi Re-
agan-demókratanna;
verkamannanna í iðnhér-
uðum norðursins, sem
yfirgáfu Demókrata-
fiokkinn á ofur-fijáls-
lyndistímabili hans. En ef
hann er ekki skuldbund-
inn þeim málstað að eðlis-
fari, að frjálsum viðskipt-
um verði viðhaldið í
heiminum — og fátt bend-
ir til þess — þá er lfldegt
að hann muni sökkva enn
dýpra ofan í fen verndar-
stefnunnar. Vindar blása
nefnilega í þá átt.“
Mistök EB
Síðar í greininni segir:
„Mun Clinton eyða öllum
pólitískum björgum sín-
um i baráttu við eigin
flokk vegna þessa máls?
Mun hann takast á við
bandaríska verkalýðs-
sambandið og eiga á
hættu að glata stuðningi
Reagan-demókratanna
að nýju? Auðvitað ekki.
Hann iiiun haga seglum
eftir vindi. Stinga putta
uppí loft og velja braut
hinnar miiuistu dyggðar.
Nú þegar hefur hann
kynnt áætlanir um sér-
staka skatta á erlend fyr-
irtæki með rekstur í
Bandaríkjunum, sem
byggjast ekki á hagnaði
heldur veltu og myndu í
raun fela í sér aukaálagn-
ingu í refsingarskyni.
Þetta er ekki maður sem
verður bumbult við til-
hugsunina um viðskipta-
stríð. Evrópubandalagið
mun kannski sjá eftir því
að Iiafa ekki tryggt sér
GATT-samning á meðan
síðasti alþjóðasinninn í
bandarískum forsetastóli
var emi við völd.“
SÍMINN ER
689400
BYGGT & BÚIÐ
KRINGLUNNI
FðSTUDAGUR TIL FJÁR
STURTUSETT
í DAG
Á KOSTNAÐARVERÐI
BYGGT&BtlÐ
I KRINGLUNNI