Morgunblaðið - 20.11.1992, Blaðsíða 10
Stór hluti af Hamrahlíðarkórnum.
UM HELGINA
Tónlist
Norræna húsið
Útgáfutónleikar Aflalsteins Ás-
bergs Sigurðssonar og Önnu Pálínu
Árnadóttur í Norræna húsinu verða
næstkomandi mánudagskvöld 23. nóv-
ember kl. 21. Plata þeirra „Á einu
máli“ sem kom út fyrir skömmu, hef-
ur að geyma fjölbreytta visnatónlist
með djass- og blúsívafi.
Aðalsteinn og Anna Pálína hafa kom-
ið fram á ýmsum stöðum bæði hér heima
og á Norðurlöndum. í fréttatilkynningu
segir að nú gefist tækifæri til að hlýða
á flutning þeirra á gömlum og nýjum
lögum og ljóðum.
Með þeim leika að þessu sinni: Þórir
Baldursson á píanó, Tómas R. Einarsson
á kontrabassa, Pétur Grétarsson á slag-
verk og Gísli Helgason á blokkfiautur.
Fiðluleikari frá Litháen
unum, Þýskalandi, Sviss og á flestum.
Norðuriöndum, ýmist sem einleikari eðai
undirleikari hjá öðrum.
Á efnisskrá tónleikanna eru verk eftir
fjögur tónskáld, ítölsk, rússnesk, þýsk
og frönsk að uppruna; „Teufelstriller"-
sónata eftir Giuseppi Tartini, Sónata nr.
1 eftir Sergej Prokofíev, Sónata í G-dúr
eftir Johannes Brahms og Rapsódía„Tz-
igane“ eftir Maurice Ravel.
Myndlist
Café Laugavegur 22
BJARNI Ragnar opnaði sýningu á
Café Laugavegi 22 þann 16. nóvember
sl.
Á sýningunni eru 24 verk, öll unnin
með bleki, flest verkin eru unnin í Port-
úgal þar sem listamaðurinn 'hefur búið
sl. tvö og háift ár.
Sýningin er opin á opnunartíma kaffi-
hússins.
Hamrahlíðarkórarnir með
tónleika í Hallgrímskirkju
KÓR Menntaskólans við Hamrahlíð og Hamrahlíðarkórinn halda
tónleika í Hallgrímskirkju sunnudaginn 22. nóvember, sem hefjast
kl. 16. En um þessar mundir eru 25 ár liðin siðan kórstarf hófst
í Menntaskólanum við Hamrahlíð og munu kórarnir báðir sem
kenna sig við Hamrahlíð minnast þess á ýmsan hátt á þessu skóla-
ári. Hamrahlíðarkórinn, sem var tilnefndur til tónlistarverðlauna
Norðurlandaráðs 1993, hefur í haust unnið að undirbúningi og
upptökum á nýjum geisladiski með íslenskum þjóðlögum.
Á efnisskrá tónleikanna á
sunnudag eru verk. eftir Ales-
sandro, Scarlatti, Grieg, Jennefelt
(sænskur, f. 1954) og Britten. Öll
verkin eiga það sameiginlegt að
vera samin við Biblíutexta eða
sálma. í fréttatilkynningu segir að
það sé óvenjulegt fyrir kórana í
Hamrahlíð að efna til tónleika, þar
sem eingöngu eru flutt erlend tón-
verk, en Hamrahlíðarkóramir hafa
lagt mikla áherslu á flutning ís-
lenskrar tónlistar.
Þorgerður Ingólfsdóttir er stofn-
andi beggja kóranna í Hamrahlíð
og hefur stjórnað þeim frá upp-
hafi. Á sunnudag fær hún til liðs
við sig belgískan stjórnanda, Johan
Duijck, sem mun stjórna verki
Brittens. Kórarnir vilja þannig
benda á hið ríkulega samstarf sem
þeir hafa átt við kóra og kórstjóra
á erlendri grund.
Einsöngvarar á tónleikunum
verða Gunnar Ólafur Hansson bar-
itonsöngvari í Fjórum sálmum op.
74 eftir Grieg, Þorgeir J. Andrés-
son tenórsöngvari og Bergþór
Pálsson baritónsöngvari í Cantata
Misericordium eftir Britten. Auk
þess leikur strengjakvartett og lítil
hljómsveit úr Tónlistarskólanum í
Reykjavík í verki Brittens. Benja-
mín Britten samdi Cantata Mis-
ericordium í tilefni af 100 ára af-
mæli Alþjóða rauða krossins og
verkið var frumflutt í Genf árið
1963. Textinn er sagan af mis-
kunnsama Samverjanum.
Á tónleikunum koma fram 130
kórsöngvarar, þeir yngstu 16 ára.
Aðgöngumiðar eru seldir við inn-
ganginn.
Tónlistarfélagið í Reykjavík og
Tónlistarskólarnir í Njarðvík og
Keflavík með styrk frá Iceland Sea-
food Limited í Hamborg standa fyrir
komu litháíska fiðluleikarans Martyn-
as Svegzda-von Bekkcr hingað til
lands, og mun hann leika á tveimur
tónleikum hér ásamt Guðríði St. Sig-
urðardóttir píanóleikara. Fyrri tón-
leikarnir verða í íslensku óperunni
laugardaginn 21. nóvember kl. 14.30,
en hinir síðari sunnudaginn 22. nóv-
ember kl. 20.30 í Ytri- Njarðvíkur-
kirkju.
Martynus Svegzda-von Bekker stund-
aði nám í Ciurlionis-listaskólanum í Vil-
níus, þar sem hann hóf fiðlunám aðeins
fimm ára gamall, og síðar í Hochschule
fúr Musik und Theater í Hamborg en
þangað flutti hann árið 1989. Hann kom
fyrst fram sem einleikari með sinfóníu-
hljómsveit í Vilníus 1974, og hefur unn-
ið ýmsar keppnir og titla í heimalandi
sínu eftir það. Undanfarin ár hefur hann
orðið eftirsóttur einleikari og fengið mjög
lofsamlega dóma gagnrýnenda sem
áhorfanda. Guðríður St. Sigurðardóttir,
píanóleikari, kláraði einleikarapróf frá
Tónlistarskólanum í Reykjavík 1978,
1978-1980 var hún við nám í Univerity
of Michigan í Ann Arbor í Bandaríkjun-
um, 1984-1985 stundaði hún nám í Köln
í Þýskalandi hjá prófessor Gúnter Ludw-
ig. Hún hefur haldið tónleika í Bandaríkj-
Sólon Islandus
Laugardaginn 14. nóvember birtist
fréttatilkynning um opnun sýningar
á verkum Hrafnkels Sigurðssonar.
Þar er talað um sýningu á ljósmynd-
um, en listamaðurinn vill heldur láta
tala um ijósmyndaverk.
Á sýningunni eru unnar ljósmyndir, ’
stækkaðar í ljósrita. Myndirnar eru sagð-1
ar í beinu framhaldi af myndum á sýn-
ingu í Gallerí einn einn fyrir tveimur
árum, þar sem unnið var með íslenskt-
landslag og „signature" listamannsins.
Sýningin er opin alla daga kl. 9-20
fram til 15. desember.
Gallerí 11
ÞÓRDÍS Rögnvaldsdóttir opnar laug-
ardaginn 21. nóvember kl. 14 sýningu
í Gallerí 11, Skólavörðustíg 4A.
Þar sýnir hún olíumálverk og vatns-
litamyndir sem allar eru unnar á þessu
ári. Þórdís er fædd árið 1951 á Siglu-
firði. Hún stundaði nám við Myndlista-
og handíðaskóla íslands 1968-1972 og
aftur frá 1988-1990. Þetta er önnur ,
einkasýning Þórdísar en hin fyrri var í
FÍM-salnum við Garðastræti í nóvember
1991.
Sýningin stendur til 3. desember og
er opin aila daga frá kl. 14 til 18.
Jólabókafréttir
Langflestar jólabækurnar eru komnar út eða um það bil að koma.
Og þegar er búið að leggja fram nokkrar bækur til íslensku bók-
menntaverðlaunanna. I bókatíðindum verða rúmlega 400 titlar, sem
eru íslensk skáldverk og erlend þýdd, Ijóðabækur og bækur almenns
eðlis. Frumsamdar og þýddar barnabækur eru mjög stór þáttur, einn-
ig skipa viðtals- og ævisögur stóran sess eins og verið hefur síðustu
ár. Verð á bókum er svipað og í fyrra. Innbundin islensk skáldverk
kosta á bilinu 2.600-2.900 kr., en stærri verk fara yfir 3.000 krónur.
Algengt verð á Ijóðabókum er á bilinu 1400 upp í 2.000 kr. Kvæða-
söfn kosta um og yfir 3.000 krónur. Samkvæmt upplýsingum frá Fé-
Iagi íslenskra bókaútgefenda koma út rúmlega 500 titlar á árinu, sem
er svipuð tala og í fyrra. Flestar bækurnar koma út fyrir jólin að venju.
VAKA-HELGAFELL
Verktengd
Halldóri
Laxness og
ýmis skáldverk
Vaka-Helgafell gefur út á þessu ári
milli 30-40 bækur, um 60% íslensk
skáldverk, 40% þýddar bækur. Viða-
mestar eru endurútgáfur af 12
skáldverkum Halldórs Laxness fyrr
á árinu í samvinnu við Laxness-
klúbbinn. Má þar nefna Kvæðakver,
þar sem aukið hefur verið við fyrri
útgáfur. Og fyrir nokkru komu út
Vefarinn mikli frá Kasmír og Heims-
ljós I—II í nýrri útgáfu.
Bókin, Lífsmyndir skálds, sem
fjallar um líf og starf Halldórs Lax-
ness í máli og myndum er væntanleg
fyrir jól. Ólafur Ragnarsson útgef-
andi og Valgerður Benediktsdóttir,
bókmenntafræðingur, tóku bókina
saman. Og í tilefni af níræðisaf-
mæli Halldórs er komin út smásaga
hans, Jón í Brauðhúsum, með mynd-
skreytingum Snorra Sveins Friðriks-
sonar.
Af öðrum bókum má nefna Und-
arlegt er líf mitt, bók sem birtir
bréf Jóhanns Jónssonar skáids til
séra Friðriks A. Friðrikssonar frá
1912-25. Lengsta bréfið er yfir 40
handskrifaðar síður. Bréfin fundust
uppi á háalofti norður á Húsavík á
liðnu vori. Ingi Bogi Bogason bjó
bókina til prentunar.
Undir samtals- eða ævisagnabók-
um eru: Alltaf til í slaginn, eða lífs-
sigling Sigurðar Þorsteinssonar
skipstjóra, sem hefur verið á sjó í
hartnær hálfa öld, skráð af Friðriki
Erlingssyni. Ómar Valdimarsson
skráir sögu Guðna Guðmundssonar,
rektors Menntaskólans í Reykjavík
og kallar til vitnis ýmsa samferða-
menn. Bókin ber heitið Guðni rekt-
or. Lífsganga Lydiu með Guðmundi
frá Miðdal, er um konu sem orðið
hefur fyrir margskonar mótlæti, en
ekkert látið buga sig. Bókin er skráð
af Helgu Guðrúnu Johnson.
Fyrir utan Kvæðakver Laxness
eru ljóðabækurnar Áfangar Jóns
Helgasonar prófessors í Kaup-
mannahöfn og Lilja eftir Eystein
munk í umsjá Péturs Más Ólafsson-
ar í nýrri og endurbættri útgáfu.
Einnig má nefna nótnabókina, Maí-
stjarnan og fleiri lög, sem geymir
lög Jóns Ásgeirssonar tónskálds við
ljóð Halldórs Laxness.
Af barna- og unglingabókum má
nefna Benjamín dúfu eftir Friðrik
Erlingsson; Draugar vilja ekki dósa-
gos eftir Kristínu Steinsdóttur og
Háskaleik, nýja spennusögu eftir
Heiði Baldursdóttur. Allir þessir höf-
undar hafa fengið íslensku barna-
bókaverðlaunin. Ný bók eftir Ár-
mann Kr. Einarsson, Grallaralíf í
Grænagerði, er einnig komin út.
Meðal þýddra barnabóka koma
nú út 2 bækur um Fríðu og dýrið
fyrir yngri og eldri lesendur, einnig
bókin Bangsímon og jólin.
FRÓÐI
Fullhugar á
fimbulslóðum
og Furðuflug
meðal
útgáfubóka
Ellefu bækur koma út hjá Fróða
og eru flestar þeirra komnar út.
Fullhugar á fímbulslóðum eru þættir
úr sögu Grænlandsflugsins eftir
Svein Sæmundsson, fyrrverandi
blaðafulltrúa Flugleiða. Meðal
þýddra bóka má nefna skáldsögu
eftir bandaríska rithöfundinn Steph-
en King sem hefur hlotið nafnið,
Furðuflug, í þýðingu Guðna Jóhann-
essonar og Karls Birgissonar.
Tvær bækur koma út eftir Þor-
grím Þráinsson, unglingabókin Bak
við bláu augun og barnabókin Lalli
ljósastaur. Barnabókin, Puntrófur
og pottormar, er fyrsta bók Helgu
Möller.
Tvær ævisögur eru á útgáfulista:
Rósumál, ævisaga Rósu Ingólfsdótt-
ur, sjónvarpsþulu og myndlistakonu,
sem Jónína Leósdóttir skráir. Svavar
Gests, hljóðfæraleikari og útvarps-
maður, skráir sjálfur sína ævisögu,
sem hann nefnir Hugsað upphátt.
Einnig má nefna bókina EM í knatt-
spyrnu, sögu Evrópumótanna í
knattspyrnu, sem Sigmundur Ó.
Steinarson blaðamaður tók saman.
FJÖLVI
Laxaveislan
mikla
Fjöjvaútgáfan er með margar
bækur í takinu sem verið er að vinna
að og búa til prentunar.
Laxaveislan mikla eftir Halldór
Halldórsson fjallar um „mistökin í
laxeldinu sem kostuðu þjóðina 10-11
milljarða". Fuglarnir er þriðja og
síðasta bindi um fugla heimsins í
ritröðinni Undraveröld dýranna. Nú
eru spörfuglar teknir fyrir.
íslenskar skáldsögur eru þijár:
Sogar svelgur eftir Þorvarð Helga-
son, sem er lýsing á gjaldþrotum
fjölskyldna og fjármálamönnum sem
hagnast á eymdinni; í Granda Café
eftir Baldur Gunnarsson er sviðið
Vesturbærinn og gamla höfnin; og
bókin, Út frá, eftir Nemo Nemo (dul-
nefni) lýsir vistun unglingsstúlku á
geðdeild að ástæðulausu.
Erlenda skáldsagan er Pírönurnar
eftir Harold Robbins. Fyrsta bindi
af Hringadrottinssögu Tolkiens er
að koma út. Einnig má nefna And-
lát og endurholdgun eftir indverska
lærimeistarann Sri Chinmoy og
sjálfsævisögu Ingmars Bergmans
kvikmyndaleikstjóra.
Af bókum sem fjalla um bætta
heilsu eru: Fjölskyldubók um heima-
hjúkrun, sem er stór bók full af leið-
beiningum um aðhlynningu sjúkra,
þýdd af þremur hjúkrunarfræðing-
um; í toppformi sem fjallar um holl-
ari lífshætti og Andlitslyfting nieð
punktaþrýstingi sem segir hvemig á
að nudda andlitsvöðvana með kín-
verskri aðferð. Einnig má nefna leið-
beiningabók fyrir unglinga sem ber |
heitið Bálskotin og kunnum ekkert >
að passa okkur.
Bókin íslenskir fiskar lýsir öllum
þekktum fískitegundum við ísland,
293 alls, og er eftir Gunnar Jónsson
fískifræðing. Grikklandsgaldur er
um Grikkland og gríska menningu
eftir Sigurð A. Magnússon; Kólum- :
bus S kjölfar Leifs, er fræðibók eftir
Ian Wilson sem snertir enska tíma- ;
bilið í sögu íslands; British Trawlers
in Icelandic Waters eftir Jón Þ. Þór
í þýðingu Hilmars Foss, er íslenskt
sagnfræðirit á ensku um sögu bre-
skra togara á íslandsmiðum.
Margar Jjóðabækur eru í vinnslu,
til dæmis Úrvalsljóð eftir Jónas Frið-,,
geir, Tíu tungl á lofti, ljóðaþýðingar :
úr sænsku eftir Pjetur Hafstein Lár-I
usson, og Ljóð handa eftir Guðna ; I
Má Henningsson, fyrsta bók ungs > |
höfundar.
Fyrir yngri kynslóðina eru
Grimmsævintýri og nýr bókaflokkur
um Búdda bangsabarn.
FORLAGIÐ
Tröllakirkja og
Júlía
Forlagið gefur út rúmlega 30 titla.
Tvær íslenskar skáldsögur, Trölla-
kirkju eftir Ólaf Gunnarsson og Júl-
íu eftir Þórunni Valdimarsdóttur.
Smásagnasafnið, Ó fyrir framan,
eftir Þórarinn Eldjárn. íslenskar
ljóðabækur eru þijár: Andartak á
jörðu eftir Jónas Þorbjarnarson,
Klukkan í turninum eftir Vilborgu
Dagbjartsdóttur og Fljótið sofandi
konur eftir Sindra Freysson. Að
auki kemur út úrval spænskra nútí-
maljóða, með 170 ljóðum eftir 52
ljóðskáld, sem í þýðingu Guðbergs
Bergssonar ber heitið, Hið eilífa :
þroskar djúpin sín.
, Ejórar minningabækur koma út.
I viðtalsbókinni Guðbergur Bergsson
ræðir Þóra Kristín Ásgeirsdóttir við