Morgunblaðið - 20.11.1992, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 20.11.1992, Qupperneq 21
tryggja, að fjárlagahallinn verði orðinn miklu minni eftir fjögur ár en hann er nú. Og rétti tíminn til að byija að vinda ofan af honum er núna. Til að verða fyrsti framboðs- sinnaði demókratinn í Hvíta húsinu ætti Clinton að beina ríkisafskipta- tilhneigingunum inn á svið, sem fyrirrennarar hans hafa látið að mestu afskiptalaus. Hann hefur þegar nefnt mörg þeirra. Hann hefur lofað að bæta menntun, draga úr kostnaði við heilsugæsl- una og auka fjárfestingu í sam- göngumannvirkjum. Flest mælir með því, að ríkið láti til sín taka á öllum þessum sviðum en sk'yn- samur ríkisafskiptamaður mun líka sjá, að bestur árangur næst ef ekki er litið á markaðsöflin sem óvin, heldur sem óhjákvæmilegan bandamann. Auk þessa myndi framboðs- sinnaður demókrati beina athygl- inni að skattkerfínu. Við skulum vona, að loforð Clintons um að hækka skatta á þeim ríku og Iækka þá á stóru millistéttinni hafi verið kosningaglens því að slíkt loforð á ekkert skylt við hagvöxt og sáralít- ið við „réttlæti". Framboðs-sinnað- ur Clinton beitti sér fyrir breyting- um á skattkerfinu í því skyni að auka sparnað og það gæti aftur leitt til upptöku eyðsluskatts, það er að segja, að aðeins sá hluti tekn- anna, sem er eytt, yrði skattlagður. Markaðurinn er dauður. Lengi lifi markaðurinn. Hvemig sem á allt er litið yrði hér um að ræða metnaðarfulla áætlun í innanlandsmálum á næstu fjórum árum og hún bæri öll sé- reinkenni demókrata. Á sinn hátt, þótt Clinton væri ekkert að stæra sig af því, myndi stjómarstefnan halda markaðslögmálunum fram og tækist hún vel yrði það ekki vegna þess, að hún hefði drepið kapitalismann, heldur vegna þess, að með henni hefði hann gengið í endumýjun lífdaganna. Erfiðasta verk hins nýja forseta verður að sannfæra sjálfan sig, pólitíska samheija sína og banda- ríska kjósendur um, að þolinmæði sé þörf. Framboðs-sinnuð stjómar- stefna ber ekki ávöxt nema smám saman og á mörgum áram, þess vegna einkennist hún oft af mikilli bið. Það er hins vegar miður, að Clinton virðist liggja mikið á. Hann talar um að „sparka“ efnahagslíf- inu af stað og fýrirhuguð ráðstefna býður heim alls konar kvabbi um aðstoð, talið um nýtt frumkvæði í viðskiptum og atvinnulífi er skvaldur, sem stjómmálamenn gera sig oft seka um. Bandaríkja- menn kusu breytingu og þeir eiga ekki skilið að fá neitt minna. Bandaríkin Lánsfjár- kreppu að linna? Washington. Reuter. ALAN Greenspan, seðlabanka- stjóri í Bandaríkjunum, sagði í fyrrakvöld, að margt benti til, að kreppunni á lánsfjármarkaði væri að linna en hún hefur bitnað mjög á efnahagslífinu vestra. Greenspan sagði, að bankamir virtust vera að styrkja stöðu sína og ættu því að vera betur í stakk búnir en áður til að auka útlán og þar með hagvöxt. Sagði hann, að á síðustu vikum hefðu verið að koma í ljós ýmis merki þessa en hann tók fram, að þótt staða bankanna færi batn- andi væru enn miklir erfiðleikar í greininni. „Fleiri bankar eiga eftir að verða gjaldþrota og jafnvel ein- hveijir stórbankar," sagði Green- span. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1992 ■VÓ'V 'r .f’tu 'i'II : .Vj n;* tondonlawb » pr. kg Nóatúns AF ERLENDUM VETTVANGI eftir ANTHONY HAZLITT HEARD Ástandið í Suður-Afríku kostar 10 manns lífið á hveijum degi. Myndin er frá óeirðum við háskólann í Höfðaborg. Upplausn o g yfir- vofandi borgara- stríð í S-Afríku Ekki er hægt að útiloka, að eins konar Sarajevo-ástand skapist í Suður-Afríku áður en Bill Clinton tekur við forsetaembætti í Bandaríkjunum og yrði það ekki til að gera honum lífið létt- ara. Hans biðu þá erfiðar ákvarðanir varðandi það, ekki síður en önnur úrlausnarefni, heima fyrir sem erlendis, en það get- ur skipt sköpum fyrir Suður-Afríku, að tekið sé á málunum í tíma. Fyrir þremur árum hófst F. W. de Klerk, forseti Suður- Afríku, handa við róttækar umbætur en nú blasir við upplausn í sumum hlutum landsins. í dagblöðunum er raunar talað um yfírvofandi borgarastyrjöld. Astandið í Suður-Afríku kost- ar 10 manns lífið á hveijum degi og fjöldi lögreglumanna, sem fellur fyrir ofbeldinu, hefur tvöfaldast á þremur árum. Öku- menn era skotnir að ástæðulausu á hraðbrautunum fyrir utan Jó- hannesarborg og það má heita daglegt brauð, að velvopnaðir glæpamenn ráðist á blökkufólk á leið í eða úr vinnu sinni. í þessum vítahring ofbeldisins skiptir minnstu máli að finna ein- hvern sökudólg. Það er alltaf verið að hefna einhvers og til- raunir erlendra manna sem inn- lendra til að koma á friði bera engan árangur. Banatilræðin og fjöldamorðin halda áfram. Efnahagslífið, sem hefur verið að dragast upp vegna aðskilnað- arstefnunnar, alþjóðlegra refs- iaðgerða og alvarlegra þurrka að undanfömu, er nú komið fram á gjaldþrotsbrún. Framleiðslan fer minnkandi og atvinnuleysið er á bilinu 40-50%. Bjartsýnin hefur snúist upp í bölsýni og atvinnu- rekendur örvænta enda vita þeir, að forsendur erlendrar fjárfest- ingar og endurreisnar í efnahags- lífinu er friður og stöðugleiki. Það er kaldhæðni örlaganna, að róttækar umbætur og aðgerð- ir til að binda enda á aðskilnaðar- stefnuna hafa ekki fært með sér frið og öryggi, heldur ýtt undir ágreining og fjandskap milli fylk- inga blökkumanna, sem flykkjast nú til borganna í stórum hópum. í Suður-Afríku er ófriðlegast í Natal-héraði þar sem Mangos- uthu Buthelezi, höfðingi Zulu- manna, og Inkatha-flokkur hans hafa aðsetur en Zulu-menn skipt- ast að vísu eftir stuðningi við Afríska þjóðarráðið og Nelson Mandela annars vegar og við Buthelezi hins vegar. í pólitíkinni er ekki langt á milli Buthelezi og stjómarinnar í Pretoríu og raunar virðist fara vel á með honum og hvítum mönnum, sem era til hægri við De Klerk. Ágreininginn með Buthelezi og Afríska þjóðarráðinu má rekja aftur til 1979 en hann snerist að hluta um menn og að hluta um málefni. Undirrótin er þó barátta um völdin í nýrri Suður- Afríku. Verði ekki komist að samkomulagi milli fylkinganna getur brotist út borgarastyijöld þar sem sú undarlega staða komi upp, að Zulu-menn og hvítir hægrimenn taki höndum saman gegn stuðningsmönnum Afríska þjóðarráðsins. Væntanleg ríkisstjóm Bills Clintons gæti hér látið til sín taka, kannski með einhvers kon- ar Camp David-samningi. Að sjálfsögðu er eins líklegt, að til- raunin mistækist en ástandið er svo alvarlegt, að allt verður að reyna. Aðskilnaðarstefnan í Suður- Afríku var fordæmd um allan heim og það með réttu. Nú þegar verið er að binda enda á hana eru það ekki aðeins Suður-Afr- íkumenn sjálf.r, sem bera ábyrgð á afleiðingunum, heldur einnig gömlu gagnrýnendurnir. Samfélag þjóðanna með Bandaríkin í broddi fylkingar gæti lagt að deiluaðilum í að semja sín í milli og það gæti, eftir því sem það er hægt, ábyrgst samningana. Það gæti orðið upphaf að friðartíð í Suður- Afríku. Höfundur er fyrrverandi rit- stjóri Cape Times í Höfðaborg í Suður-Afríku. Verslunfyrir þig atarkau kr. 5ðð. 9Pr- kg 7/2 lambaframpartur Nýreyktur hangiframpartur m/beini 549, pr. kg Nýreyktur hangiframpartur úrbeinaður 749,- pr. kg Hamborgarar kr. 59,- Nautagúllas Nautasnltzel Nautafiilet Nautastroganoff Nautapiparsteik pr.kg kf. 795,- pr. kg kr. 895,- pr. kg kr. 1.295,- pr.kg kr. 995,- pr. kg kr. 1.395,- pr.kg Nóatún, Nóatúni 17, Reykjavík, sími 617000. Nóatún, Rofabæ 39, Reykjavík, sími 671200. Nóatún, Hamraborg 14, Kópavogi, sími 4388Í Nóatún, Þverholti 6, Mosfellsbæ, sími 666656. Nóatún, Furugrund 3, Kópavogi, sími 42062. Nóatún, Laugavegi 116, Reykjavík, sími 2345Í

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.