Morgunblaðið - 20.11.1992, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 20.11.1992, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1992 25 Reuter Superman borinn til grafar Síðasta teiknimyndablaðið um Superman er komið út og féli hetjan þar í valinn í bardaga við forynjuna Dómsdag. Myndin er af auglýs- ingarspjaldi um þetta sögulega blað og sjást þar félagar hetjunnar . bera kistu hennar til grafar. Noregnr Kaupa rássneskt útg'erðarfyrirtæki Ósló. Frá Jan Gunnar Furuly, fréttaritara Morgunblaðsins. ÚTGERÐARFÉLAGIÐ Aarsæther Finnmark hf. hefur ákveðið að kaupa sig inn í fiskvinnslu- útgerðarfyrirtækið Sevryb Pojsk í Múrmansk, að sögn norska útvarpsins. Sevryb Pojsk er rússneskt ríkis- fyrirtæki og mun Aarsæther Finn- mark kaupa 49% hlut í því fyrir 90 milljónir norskra króna, jafn- virði 820 milljóna ÍSK. Rússneska fyrirtækið hefur um 30% hlutdeild í þorskveiðum Rússa í norðurhöf- um. Aarsæther Finnmark hefur vinnslugetu til að taka við þessum afla og er ætlunin með kaupunum að afla vinnslustöðvum fyrirtækis- ins í Kjöllefjord, Bátsfjord, Vardo og Vadso aukins hráefnis. Thorvald Stoltenberg utanríkis- ráðherra hvatti norsk fyrirtæki til aukinna fjárfestinga í rússneskum sjávarútvegi á fundi í Tromso sl. þriðrjudag. Hét hann því að norska stjómin myndi veita ríkisábyrgðir í því skyni. Kaup Aarsæther Finn- mark á Sevryb Pojsk er mesta fjár- festing norsks fyrirtækis í Rúss- landi. Morgunblaðið/Þorkell Þorkelsson Per Viz. S. Khazai menn og afturhaldsseggir af sama toga og margir samnefndir hópar í Afganistan. „Alls ekki. Mujahedin er gamalt orð sem ættað er úr arab- ísku og merkir nánast hermaður sem berst fyrir frelsi. íranska muja- hedin-hreyfingin boðar lýðræði. Ég er ekki trúmaður sjálfur en ég þekki leiðtoga hreyfingarinnar vel. Þeir segja að trúmenn eigi að geta stofn- að flokka í íran, þeir verði að geta starfað eins og kristiiegir flokkar á Vesturlöndum. Við viljum ekki rík- istrú, við virðum trúarbrögðin en því aðeins að þeim sé ekki beitt til ills. Annað sem ætti að vera nógu sannfærandi; mujahedinar betjast fyrir réttindum kvenna og 56% full- trúa í stjórn hreyfingarinnar eru konur. Leiðtoginn er kona, Maryam Rajavi, sem þing Evrópubandalags- ins hefur heiðrað sérstaklega fyrir að betjast fyrir réttindum kvenna. Þetta er fólk sem leggur sig fram um að bijóta niður gamla hefð kvennakúgunar í íran“. Khazai segir ólíka flokka og ein- staklinga standa að samtökunum. Þau hafi ekki sameiginlega stefnu á öllum sviðum, reynt sé að fara meðalveginn t.d. í efnahagsmálum, auk þess sé ljóst að þau verði leyst upp þegar lýðræði komist á. Áður er gert ráð fyrir allt að sex mánaða bráðabirgðastjórn samtakanna þar sem þingkosningar verða undirbún- ar á lýðræðislega kjömu stjórnlaga- þingi. Hann er spurður hvort aukin viðskipti íslendinga við íran, sem verið hafa til unmræðu hér, séu í andstöðu við stefnu samtakanna, hvort þau vilji viðskiptabann á stjórn Rafsanjanis. „Það er alltaf gott að læra af öðrum og við getum lært margt í sambandi við fiskveið- ar af ykkur. Við myndum mótmæla auknum stjórnmálasamskiptum og ég er viss um að slíkt er ekki á dagskrá en við erum alls ekki á móti auknum viðskiptum sem slík- utn, öðru nær. Við munum líka að fulltrúar íslendinga hafa alltaf stutt fordæmingu á mannréttindabrotum stjórnvalda í Teheran þegar þau hafa verið til umræðu hjá mannrétt- indanefnd SÞ,“ sagði Khazai. Þýskaland Framseldu Rússar tvífara Honeckers? Berlín. Reuter. RÉTTARHÖLDIN í Berlín yfir Erich Honecker, fyrrverandi leið- toga Austur-Þýskalands, tóku óvænta stefnu í gær þegar fram kom krafa um að fingraför Honeckers yrðu könnuð vegna gruns um að tvífari hans hefði verið leiddur fyrir réttinn. Krafan kom frá Hans-Ekkehard Pflöger, lögmanni ættingja þeirra sem voru drepnir er þeir reyndu að flýja til Vestur-Þýskalands. Pflöger hélt því fram að Rússar kynnu að hafa framselt tvífara Honeckers til Þýskalands í júlí. Honecker gæti síðan hafa farið til Chile, þar sem kona hans, Margot, býr. „Stjórnmálamaður eins og Honecker myndi ekki bera við veik- indum til að losna við réttarhöldin heldur standa með landamæra- vörðunum, sem hafa þegar verið sakfelldir," sagði lögmaðurinn. Veijandi Honeckers sagði Pflög- er að hætta „þessum fíflalátum". „Við hljótum að gera kröfu til þess að menn sýni hér ákveðna alvöru.“ Hansgeorg Bráutigam dómari hafnaði kröfu lögmannsins. Vetjendur Honeckers kröfðust þess að réttarhöldunum yrði frest- að vegna sjúkdóms hans, ólækn- andi lifrarkrabbameins. Úrskurðað hefur verið að Willi Stoph, fyrrver- andi forsætisráðherra Áustur- Þýskalands, og Erich Mielke, yftr- maður austur-þýsku öryggislög- reglunnar Stasi, þurfi ekki að koma fyrir réttinn, en þeir voru ásamt Honecker ákærðir fyrir að gefa fyrirmæli um að skotið yrði á þá sem reyndu að flýja yfir Ber- línarmúrinn. Þeir hafa báðir átt við veikindi að stríða og réttað verður sérstaklega í málum þeirra síðar ef heilsa þeirra leyfir. ----------».•»■■■♦■ Leiðrétting í fyrirsögn á forsíðu í gær var orðið niðurstaða haft í röngu falli með sögninni að kvíða. Rétt hefði fyrirsögnin verið: Svíar kvíða nið- urstöðunni í Sviss. Er beðist afsök- unar á þessum mistökum. Hvergi betra verð! Í, Úrvals egg 198: ? ^ CS, Jólasteikin^ þarf ekki að^íSí| kosta mikið! N“^d' K9í-«o 1 1/1 Og 1/2 JAJprkg Svínakjöt íl/logl/2 525 525 .00 pr. kg. LGiScíC 700ml. jaanca ___ Smjörlíki QQ - Gimsöy qa k 500g UU Jóiaglögg m • QQ.oo Nýjar Ferskjur J gg MARINO 1 Q K kaffi 500? í dós l03*' Sætar Clementínur 89*' ísl. Tómatar 69 pr.kg. pr.kg. Kókosmjöl A Q 250g fínt/gróft jtJ/ pr 109« MATVÖRUVERSLUNIN Rúsínur 500g Piparkökur 320g í boxi Verið vandlát - það erum við! i ji it tt tt t

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.