Morgunblaðið - 20.11.1992, Page 30

Morgunblaðið - 20.11.1992, Page 30
30 MORGUNBLAÐÍÐ FÖSTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1992 Þingsályktunartílllaga um aukaaðild að VES væntanleg Samningur undirritaður með fyrirvara í dag AUKAAÐILD íslands að Vestur- Evrópusambandinu, VES, var rædd utandagskrár í gær. Stjórnarandstaðan gagnrýndi mjög meintan skort á samráði við Alþingi og að ríkisstjórnin skyldi hafa ætlað sér að stað- festa samning um aukaaðild án þess að bera hann undir þingið. Mörg- um stjórnarandstæðum sýndist að Islendingar væru að gerast aðilar að „hernaðararmi hinnar sameiginlegu utanríkisstefnu EB“. Sjálfstæð- ismennirnir Eyjólfur Konráð Jónsson (S-Rv) og Guðmundur H. Garð- arsson (S-Rv) tóku undir þennan málflutning. ^ Að beiðni Steingríms Hermanns- ■ sonar (F-Rn) var dagskrá 57. fundar Alþingis rofin í gær til þess að unnt væri að ræða í hálftíma um fyrirætl- anir ríkisstjórnarinnar um aukaaðild að Vestur-Evrópusambandinu, VES. En fram hefur komið á fundi í utan- ríkismálanefnd að Eiður Guðnason umhverfisráðherra mun í dag 20. nóvember undirrita fyrir íslands hönd samning um aukaaðild að VES. Steingrímur Hermannsson (F-Rn) sagði það ótrúleg tíðindi að ríkisstjómin hefði ákveðið að skrá okkur í nýtt hernaðarbandalag og hyggðist utanríkisráðherra láta und- irrita samning um aukaaðild 20. nóvember. Þetta hefði ekki verið rætt á Alþingi. Steingrímur sagði að mörg minni mál hefðu verið ítar- lega rædd á þingi. Steingrímur sagði að sá texti sem ætti að undirrita hefði ekki fengist til skoðunar í utan- ríkismálanefnd. Það kom fram í ræðu málshefjanda að þetta banda- lag hefði verið stofnað fyrir mörgum árum fyrir forgöngu Frakka til mót- vægis við aðild Bandaríkjanna að NATO. Það hefði lengst af farið lít- ið fyrir þessu bandalagi en með Maastricht-samkomulaginu hefði þetta bandalag fengið aukið hlutverk og vægi. Því væri ætlað að vera „hemaðararmur hinnar sameigin- legu utanríkisstefnu EB“. íslandi, Noregi og Tyrklandi hefði verið boð- in aukaaðild til þess að hafa aðgang að „útvörðum Evrópu". Steingrímur taldi að íslendingar ættu ekkert er- indi í VES, „nema það væri kannski vilji ríkisstjómarinnar að við gengj- um í EB?“ Langnr aðdragandi Jón Baldvin Hannibaisson utan- ríkisráðherra vildi benda á að þetta mál hefði haft langan aðdraganda. Hans-Dietrich Genscher utanríkis- ráðherra Þýskalands hefði í desem- ber á síðasta ári skrifað bréf og boðið til viðræðna um aukaaðild. Þessu erindi hefði verið svarað já- kvætt og í júlímánuði hefðu skilmál- ar og skuldbindingar aukaaðildar legið ljósir fyrir og verið kynntir í ríkisstjóm og fyrir utanríkismála- nefnd. Hvað fælist í aukaaðild væri skilgreint í svonefndri Petersberg- yfiriýsingu. Utanríkismálanefnd hefði einnig fengið skriflega greinar- gerð í september um mat á stöðu málsins 16. þessa mánaðar hefði utanríkismálanefnd verið gerð grein fyrir jákvæðri niðurstöðu viðræðna sem hefði lokið 10. þessa mánaðar. Utanríkisráðherra sagði að í aðild- arsáttmálsskjalinu væri lögð áhersla á að varðveita Atlantshafssamstarf- ið; VES væri hinn evrópski þáttur Atlantshafssamstarfsins. Jafnframt hefði verið orðið við okkar kröfum um að ekkert í þessu skjali breyti í neinum öðram skuldbindingum og réttindum gagnvart NATO. Skilmálar aukaaðildar Utanríkisráðherra gerði nokkra grein fyrir skilmálum aukaaðildar að VES, Petersberg-yfirlýsingunni, m.a. að aukaðilar hefðu þátttökurétt og málfrelsi á fundum sambandsins en gætu ekki komið í veg fyrir sam- róma ákvörðun aðildarríkja. For- mennskulandið eða helmingur aðild- arríkja gætu þó takmarkað þátttöku á fundum við ríki sem ættu fulla aðild. Aukaaðilar gætu tengst vam- aráætlun með föstum tengilið, þ.e. áheymarfulltrúa. Aukaaðilar gætu að eigin ákvörðun tengst ákvörðun- um aðildarríkja og gætu tekið þátt í framkvæmd þeirra nema því aðeins að formennskulandið eða helmingur aðildarríkja ákvæði annað. Aukaað- ilar gætu tekið þátt í vamaraðgerð- um VES, ef þeir legðu til liðsafla. Utanríkisráðherra tók fram að ís- lendingar hefðu bókað að af þeirra hálfu kæmi slíkt ekki til greina. Utanríkisráðherra átti í nokkrum erfiðleikum með að tilgreina ná- kvæmlega hver kostnaður yrði við þessa aukaaðild að VES en hlutur Islands væri umsaminn 0,1%. Utanríkisráðherra sagði að með aðild að VES væram við að aðlagst breytingum sem væra að gerast inn- an NATO og tryggðum að sjónar- mið okkar kæmu fram í þessum samtökum. Augti og eyru Bandaríkjanna Ingibjörg Sólrún Gísladóttir taldi svör og rök ráðherra fyrir aðild Mannvirkjasjóður NATO greiðir 1,3 milljarða í ljósleiðarakerfi á íslandi - Mannvirkjasjóður Atlantshafsbandalagsins greiðir tæplega 1,3 mil(jarða króna af 2,5 mil(jarða króna kostnaði við uppbyggingu (jós- leiðarakerfisins hér á landi. Þetta kom fram í svörum við fyrirspurn frá Birni Bjamasyni (S-Rv) um ljósleiðara og kostnað við lagningu þeirra. Halldór Blöndal samgönguráð- herra svaraði í gær fyrirspum frá Bimi Bjamasyni (S-Rv) um ljósleið- ara og kostnað við lagningu þeirra. Meðal þess sem þingmaðurinn spurði um var hver væra tengsl ljós- leiðarakerfisins við ratsjárstöðvar vamarliðsins og ratsjárkerfí þess? Bjöm innti einnig eftir því hver hefði verið heildarkostnaður við lagningu ljósleiðara umhverfis land- ið og hvemig þessi framkvæmd hefði verið Qármögnuð? Það kom fram í svöram sam- gönguráðherra að með samingi árið 1989 við utanríkisráðuneytið og Póst- og símamálastofnunina hefði vamarliðinu verið tryggðar fjar- skiptalínur til allra sinna stöðva um ljósleiðarakerfi. Vegna þessa væra lagðar sérstakar lagnir út frá ljós- leiðarakerfmu inn á allar ratsjár- stöðvar varnarliðsins. Samgöngu- ráðherra sagði að heildarkostnaður við ljósleiðarakerfið yrði um 2,5 milljarðar króna þegar það yrði fullbyggt. Væri þessi framkvæmd fjármögnuð úr rekstri Pósts- og símamálastofnunar og einnig legði Mannvirkjasjóður Atlanthafs- bandalagsins fram 22 milljónir Bandaríkjadala (tæpar 1300 millj- ónir ISK) sem stofnframlag. Mun þessi upphæð að hluta til vera fyrir- fram greidd leiga fyrir afnot af ljós- leiðarakerfínu. okkar heldur rýr. Hún taldi líklegt að þessum þremur ríkjum sem boðin hefði verið aukaaðild væri ætlað að vera augu og eyra Bandaríkjanna innan Vestur-Evrópusambandsins. Hún sagði að nú blasti ný heims- mynd við og íslendingar yrðu að skilgreina sína öryggishagsmuni upp á nýtt. Hún vildi að við skiigreindum þá okkar öryggi útfrá umhverfis- þáttum og væri henni næst að halda að hlutleysi tryggði okkar öryggi best. Hún vildi fá nánar upplýst hvort þetta mál hefði verið rætt í þingflokkum stjórnarliða. AIMÍMSI Björn Bjarnason (S-Rv) formaður utanríkismálanefndar tók undir þá skoðun Ingibjargar Sólrúnar Gísla- dóttur að ný heimsmynd blasti við. Það væri mikilvægt að taka ákvarð- anir sem aðlöguðu okkur að þessum breyttu aðstæðum og aukaaðild væri skynsamleg ákvörðun til að tryggja okkar hagsmuni og öryggi. Það væri ekkert í þessu sem skaðaði okkar hagsmuni eða samstarf okkar við Bandaríkjamenn eða NATO. Athugasemdalaust hneykslismál Eyjólfur Konráð Jónsson (S-Rv) gagnrýndi að ríkisstjómin gerði ekki betur grein fyrir þessu stórmáli. Eyjólfur Konráð sagðist ekki vita til þess að aukaaðild að VES hefði ver- ið samþykkt í þingflokki sjálfstæðis- manna. Á fundi í gær hefði verið sýnt lítið plagg. Allt væri þetta með eindæmum. Menn yrðu að skilja að EB ætlaði sér að fara þær leiðir sem það ætlaði sér að fara. Með hvaða vopnum sem væri og með þeim bandamönnum sem það finndi. Hann hvatti þingmenn til að hugsa vel sinn gang. Málið væri augljóst; þetta væri hneykslismál. Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði að þetta mál hefði verið rætt í ríkisstjóm og að sjálfsögðu alln- okkram sinnum í þingflokki sjálf- stæðismanna. Reyndar hefði á þing- flokksfundi 15. júlí verið bókaður sérstakur stuðningur við það að taka upp viðræður um aukaaðild að þessu bandalagi. Jafnframt hefði að frum- kvæði Eyjólfs Konráðs Jónsonar ver- ið bókað að það kæmi fram að ís- lendingar væru vopnlaus þjóð og ætluðu sér að vera það áfram. Og á þingflokksfundi á miðvikudeginum í þessari viku, hefði málið verið rætt og í upphafí fundar hefði verið sér- staklega beðið um athugasemdir. En það hefði enginn gert slíka at- hugasemd. Stjórnarandstæðingarnir, Páll Pétursson (F-Nv), Svavar Gests- son (Ab-Rv) og Steingrímur Her- mannsson gagnrýndu ákvörðun rík- isstjórnarinnar harðlega og alla með- ferð þessa máls. Þeim var til efs að meirihluti væri fyrir þessari aukaað- ild á Alþingi. NATO að breytast Jón Baldvin Hannibalsson utan- ríkisráðherra lagði áherslu á að allir meginþættir þessa máls hefðu verið kynntir. Utanríkisráðherra sagði NATO vera á breytingarskeiði. Atl- anthafsbandalagið væri að verða eins konar tvíhliða bandalag. Það stefndi í þá átt að aðildarríki VES réðu ráðum sínum saman sem hin hin evrópska stoð í NATO. Þau NATO-lönd sem hefðu þar enga aðild tækju þá áhættu að standa frammi fyrir teknum ákvörðunum sem orðnum hlut. Með aukaaðild gætum við komið okkar sjónarmið- um á framfæri. Utanríkisráðherra minnti á að bandarísk stjórnvöld væra eindregið meðmælt því að lönd eins og Noregur og ísland stigju þetta skref. Þegar hér var komið við sögu var sá tími sem ætlaður hafði verið til þessarar umræðu útrunninn en margir þingmenn vildu ekki skilja við þetta mál eftir einungis 36 mín- útna umræðu. Gæsla þingskapa var rædd í rúman stundaríjórðung. Guð- mundur H. Garðarsson (S-Rv) sagði ummæli utanríkisráðherra um stöðu NATO vera röng. Það væri ekki rétt að það hefðu orðið breyt- ingar á stöðu Atlantshafsbandalags- ins. Bandaríkjamenn, Kanadamenn og Bretar hefðu marglýst því yfir að staða NATO væri óbreytt. Skiln- ingur utanríkisráðherra væri rangur. Það hefði ekkert það gerst sem rétt- lætti það sem utanríkisráðherra leggði til. Að ísland gerðist aðili að einni stofnun EB með þeim hætti sem hér væri verið að gera. Hann vildi mótmæla svona vinnubrögðum og því að verið væri að smeygja ís- landi á fyrsta stigi inn í Evrópu- bandalagið. Skyndifundur og þingsályktun Geir H. Haarde (S-Rv) formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins greindi frá því að Björn Bjarnason formaður utanríkismálanefndar væri nú að boða nefndarmenn til fundar um þetta mál og hann vænti þess að menn ræddu þetta mál í nefnd- inni og biðu með frekari umræðu þar til síðar ef ástæða þætti til. Orðið var við tilmælum Geirs H. Haarde og tekið til við að ræða næsta mál á dagskrá. En rúmri klukkustund síðar tilkynnti Jón Baldvin Hannibalsson utanríkis- ráðherra að í framhaldi af skyndi- fundi utanríkismálanefndar, myndi hann taka það upp á ríkisstjórftar- fundi á föstudegi beita sér fyrir því að þingsályktunartillaga um þessa aukaaðild yrði lögð fram á Alþingi við fyrsta tækifæri. Enda yrði undir- ritun samningsins um aukaaðild með löghelguðu formi, þ.e.a.s. með fyrir- vara um samþykki Alþingis. En að- ildin yrði staðfest fyrir sína hönd af Eiði Guðnasyni umhverfisráð- herra í fyrramálið. Stjórnarandstæð- ingum þótti þessi lausn eftir atvikum fullnægjandi. Geir H. Haarde sagði að hér hefði tekist farsæl lausn í erfíðu máli. Utanríkisráðherra hefði lagt sig fram til að koma til móts við óskir stjómarandstöðunnar og menn náð góðu samkomulagi. Áburðarverksmiðja rík- isins verði að hlutafélagi Landbúnaðarráðherra, Hall- dór Blöndal, hefur lagt fram frumvarp um stofnun hlutafélags um Áburðarverksmiðju ríkisins er heiti Áburðarverksmiðjan hf. Gert er ráð fyrir að rikissjóður verði eigandi allra hlutabréfa við stofnun þess. Landbúnaðarráð- herra fer með eignarhlut riki- sjóðs i félaginu. Honum verði heimilt að setfa öll hlutabréfin í félaginu eða hluta þeirra. í greinargerð með frumvarpinu sem lagt var fram í gær segir að þrátt fyrir að ijárhagur Áburðar- verksmiðju ríkisins standi traustum fótum þá ríki óneitanlega óvissa um framtíð fyrirtækisins. Samfara samdrætti í framleiðslu landbúnað- arvara hafi notkun tilbúins áburðar dregist saman hér á landi og sé meiri samdráttur fyrirsjáanlegur. Verði nýjar reglur Samþykktar á vettvangi GATT megi búast við enn meiri samdrætti. Einnig er bent á að samkvæmt samningi um evr- ópskt efnahagssvæði, EES, falli niður einkaréttur ríkisins til sölu á tilbúnumi áburði frá og með 1. jan- úar 1995. I greinargerðinni er ennfremur bent á að Áburðarverksmiðja ríkis- ins sé langstærsta og þýðingar- mesta fyrirtækið á sviði efnaiðnað- ar hér á landi. Fyrirtækið búi yfír víðtækri reynslu og sérhæfmgu á ýmsum sviðum efnaiðnaðar, s.s. í framleiðslu á vetni með rafgrein- ingu og meðhöndlun þess. Því sé brýnt að búa þannig um hnúta að verksmiðjunni verði sköpuð skilyrði til að takast á við óvissa framtíð. „Sem stofnun í eigu ríkisins hlýtur hún að teljast vanbúin til þessa verkefnis. Þess vegna er lagt hér til að rekstarformi verksmiðjunnar verði breytt í hlutafélag." Frumvarpið gerir ráð fyrir að rík- isstjóminni verði heimilt að leggja Áburðarverksmiðju ríkisins, þ.e. verksmiðjuna sjálfa ásamt öllu fylgifé hennar, til hins nýja hlutafé- lags. Ríkissjóður verði eigandi allra hlutabréfa í félaginu við stofnun þess og fari landbúnaðarráðherra með eignarhlut ríkissjóð í félaginu. Honum verði heimilt að selja öll hlutabréfín í félaginu eða hluta þeirra. í 6. grein framvarpsins er ákveð- ið: „Fastráðnum starfsmönnum Áburðarverksmiðju ríkisins skal boðið sambærilegt starf hjá hinu nýja hlutafélagi og þeir gegndu áður hjá Áburðarverksmiðju ríkis- ins. Ákvæði 14. greinar laga nr. 38/1954 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins á því ekki við um þá starfsmenn." 7. grein framvarpsins gerir ráð fyrir að Áburðarverksmiðjan hf. yfirtaki eignir og rekstur Áburðar- verksmiðju ríkisins 1. janúar 1993. í bráðabirgðaákvæðum með frumvarpinu segir að Áburðarverk- smiðjan hf. skuli hafa á hendi einka- sölu á tilbúnum áburði en sú einka- sala falli niður þegar ríkissjóður hafi selt meirihluta hlutafjár í félag- inu, þó eigi síðar en 1. janúar 1995. Ábyrgð ríkissjóðs á lánasamningum Áburðarverksmiðju ríkisins helst til loka samningstíma þeirra skuld- bindinga. Áburðarverksmiðjan hf. yfirtaki skuldbindingar Áburðar- verksmiðju ríkisins við stofnun og veiti jafnframt ríkissjóði fullnægj- andi veð í eignum sínum sem trygg- ingu fyrir skaðleysi ríkissjóðs vegna ábyrgðarinnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.