Morgunblaðið - 29.11.1992, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 29.11.1992, Blaðsíða 10
10 seei smsMavöK .es HUOAauvíwue aiOAjaMUDHOK MÓRG'UNBLAÐTð SUNNUDAGUR 29. NÓVEMBER 1992 ■ Margir óttast að þátta- skil hafi ordið í samskipt- um verkalýðshreyfingar og ríkisvalds með efna- hagsaðgerðunum sem kynntar voru í vikunni AHMAMOTUM eftir Hjólmar Jónsson. Myndir Rúnar Þór Björnsson. EFNAHAGSAÐGERÐIR ríkisstjórnarinnar voru eins og köld vatnsgusa yfir fulltrúa á 37. þingi Alþýðu- sambands íslands þegar þeir mættu til þinghaldsins að morgni mánudagsins var. í fyrstunni voru menn ringlaðir og ekki vissir um hvernig bæri að taka á málinu en mjög fljótlega spratt upp grenya sem nú endurspeglast í kjaramálaályktun þingsins. Það voru ekki bara ráðstafanirnar sjálfar, einkum gengis- fellingin, sem ollu gremjunni heldur ekki síður hvernig að þeim var staðið og sú tilfínning var sterk að það hefðu orðið þáttaskil í samskiptum verkalýðshreyfingar og ríkisvalds sérstaklega ef borið er sam- an við þau samskipti sem verið hafa síðustu tvö til þijú ár. Þessi tilfinning fyrir því að einhvers konar þáttaskil væru að eiga sér stað var enn sterkari fyrir þær sakir að sterkur forustumaður var að hverfa af vettvangi og nýr að taka við, sem gerir það tíl bráðabirgða þvi ekki er gert ráð fyrir að að hann sitji nema þetta eina kjörtímabil, sem þó spannar fjögur ár. Nú var það ekki þannig að efna- hagsaðgerð- irnar kæmu eins og þruma úr heiðskíru lofti. Menn vissu að efna- hagserfíðleik- amir voru í brennidepli og að ríkis- stjómin var á fundum um málið. Forystumenn Alþýðusambandsins höfðu ásamt fulltrúum Vinnuveit- endasambandsisns lagt mikla vinnu í að undirbúa tillögur í efnahags- málum í atvinnumálanefnd aðila vinnumarkaðarins, stjómvalda og sveitarfélaga og þeim hugmyndum hafði ítrekað verið reynt að vinna brautargengi í helstu valdastofnun- um Alþýðusambandsins. í þeim hugmyndum var gengið út frá óbreyttu gengi ogtilfærslu kostnað- ar frá atvinnufyrirtækjum yfir á einstaklinga með skattahækkunum og gjaldtöku ýmis konar. Forystu- menn í verkalýðshreyfingunni vom mjög tvístígandi yfír þessum hug- myndum og búist var við að þær yrðu ræddar ýtarlega á þinginu og ekki síður það hvort verkalýðs- hreyfíngin væri ekki komin út fyrir hlutverk sitt þegar hún tæki þátt í og legði fram hugmyndir um álögur á félagsmenn sína. En úr því að efnahagsaðgerðir höfðu ekki litið dagsins ljós í vikunni fyrir þingið taldi fólk að tækifæri gæfist til þess á þinginu að ræða þessar hug- myndir og hversu langt verkalýðs- hreyfíngin ætti að ganga í sam- vinnu við stjórnvöld um slíka hluti. í framhaldinu og ef til viil í ljósi umræðunnar á þinginu myndu stjómvöld gripa til þeirra aðgerða sem þau teldu nauðsynlegar. Hlutverk verkalýðshreyfingar Það skipti mjög í tvo horn um viðhorfið til hlutverks verkalýðs- hreyfíngarinnar. Annars vegar töldu menn, og þar á meðal As- mundur Stefánsson, fráfarandi for- seti ASÍ, að það væri ábyrgðarhluti fyrir verkalýðshreyfínguna að sitja hjá þegar væri verið að véla um jafnmikla hagsmuni launafólks og þama væru í húfí. Verkalýðshreyf- ingin ætti að vera þess megnug að axla ábyrgðina á erfiðum og óþægi- legum ákvörðunum. Efnahagserfið- leikarnir væru staðreynd og það skipti miklu að stýra þeim aðgerð- um sem væm óumflýjanlegar í þann farveg sem hentaði hagsmunum launafólks best. Annað væri ábyrgðarhluti. Annars færi eins og á árinu 1989 þegar kaupmáttur hrapaði um rúmlega 10% án þess að rönd yrði við reist og það bitn- Nokkrir fulltrúar verkakvennafélagsins Framsóknar á þinginu. Ný forysta Alþýðusambands íslands. Talin frá vinstri Hervar Gunn- Ragna Bergmann, formaður félagsins, fyrir miðju. arsson, 2. varaforseti, Ingibjörg R. Guðmundsdóttír, 1. varaforseti, og Benedikt Davíðsson, forseti. Fráfarandi miðsljórnarfólki voru þökkuð störf í þágu hreyfingarinnar, en alls hættu átta manns í mið- stjórn. Fimm þeirra voru á þinginu þegar því var slitið og þau eru talin frá vinstri Sævar Frímanns- son, Guðmundur Hallvarðsson, Þóra Hjaltadóttir, Kristin Iljálmarsdóttir og Asmundur Stefánsson. aði jafnt á láglaunafólki sem þeim sem höfðu hærri tekjur. Aðrir, og þeir voru færri, töldu og telja það ekki hlutverk verkalýðshreyfingar- innar að kalla álögur yfír sína fé- lagsmenn. Hennar hlutverk sé miklu þrengra og hún eigi ekki að taka þátt í að móta stefnu í efna- hagsmálum. Það bjóði þeirri hættu heim að hún sé gerð ábyrg fyrir kjaraskerðingum og það sé ekki viðunandi. Með því móti bregðist verkalýðshreyfíngin félagsmönnum sínum. Hátekjuskattur til málamynda Ef efnahagsaðgerðimar hefðu ekki litið dagsins ljós í upphafí þings má gera ráð fyrir að talsmenn þess- ara tveggja viðhorfa hefðu tekist á á þinginu og búast má við að úr því hefðu orðið hörð skoðanaskipti. Af þessu uppgjöri varð hins vegar ekki, því eftir að aðgerðirnar urðu heyrum kunnar gátu menn samein- ast um að vera á móti þeim. Það var greinilegt á þingfulltrúum að það var einkum gengisfellingin sem fór fyrir brjóstið á þeim og það mat þeirra að með aðgerðunum væri hagur láglaunafólks ekki varinn sem skyldi. Sú skoðun kom ítrekað fram að hátekjuskattur á tekjur hærri en 200 þúsund og fyrirheit um fjármagnstekjuskatt væm hluti af aðgerðunum til málamynda. Skattahækkunin væri fyrst og fremst almenn og hátekjuskattur skilaði ekki tekjum í ríkissjóð sem neinu næmi. Þingfulltrúar vitnuðu í það að forsætisráðherra hefði sagt að leggja þyrfti á hátekjuskatt og fjármagnstekjuskatt af sálfræðileg- um ástæðum. Kemur önnur gengisfelling? Á þinginu kom fram greinilegur skilningur hjá mjög mörgum á að við erfíðleika væri að etja í efna- hagslífinu og að við þeim yrði að bregðast. Erfítt ástand í atvinnu- málum og stórlega vaxandi at- vinnuleysi var mönnum mjög hug- stætt og hvað væri til ráða í þeim efnum. Efnahagsaðgerðirnar hefðu hins vegar þurft að leggja hlutfalls- lega miklu þyngri byrðar á hinna hærra launuðu og kaupmátt lægstu launa hefði þurft að veija eins og nokkur kostur var til þess að þing- fulltrúar hefðu látið þær yfir sig ganga eða jafnvel lagt blessun sína yfír þær. Margir telja einnig að með geng- isfellingunni sé horfíð af braut þess stöðugleika sem hafi verið viðfangs- efni tveggja síðustu kjarasamninga sem spanna síðustu þrjú ár. Verð- lagshækkanir hafa sífellt hægt á sér frá því í ársbyijun 1990 að þjóð- arsáttin var gerð og síðustu mánuði hefur verðbólga verið við núllið. Margir telja að gengisfellingin marki tímamót í þeim efnum og von sé á fleiri gengisfellingum úr því ein sé komin. Það hafi aldrei gerst á íslandi að það hafi bara komið ein gengisfelling eins og það var orðað. Samskipti verkalýðshreyf- ingar og ríkisvalds hafi beðið hnekki. Það séu þáttaskil og þróun- in næstu mánuði ráði úrslitum um það í hvern farveg þessi samskipti fara. Kjör nýrrar forystu Kjör nýrrar forystu setti að sjálf- sögðu mikinn svip á þingið og þá sérstaklega mikil leit Álþýðubanda- lagsmanna að frambjóðanda í for- setaembættið sem væri þeim að skapi. Þeir gátu engan vegin fellt sig við Pétur Sigurðssson, forseta Alþýðusambands Vestfjarða, sem er Alþýðuflokksmaður, og raunar var andstaðan við Pétur miklu víð- Nýr forseti ASÍ slítur 37. þingi Alþýðusambandsins. tækari. Hann naut ekki stuðnings sjálfstæðismanna, sem gengu með óbundnar hendur til kjörsins og mikil andstaða var við hann innan Landssambands íslenskra verslun- armanna sem er næststærsta lands- samband ASÍ með tæplega 100 þingfulltrúa af um 500 sem höfðu heimild til að sitja þingið. Kunnugir segja að það hafi verið ljóst nokkriim dögum fyrir þing að Grétar Þorsteinsson, formaður Sambands byggingarmanna, myndi ekki gefa kost á sér, en víðtækur stuðningur var við hann í forseta- embættið. Að honum frágengnum var lagt að Erni Friðrikssyni, for- manni Málm- og skipasmiðasam- bandsins og fráfarandi öðrum vara- forseta ASI að gefa kost á sér og gerðu menn sér vonir fram á seinni- hluta þriðjudags að það myndi verða, en forsetakosningin átti að fara fram að morgni miðvikudags- ins samkvæmt dagskrá þingsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.