Morgunblaðið - 29.11.1992, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 29.11.1992, Blaðsíða 30
„ÖÐRUVÍSI ævisaga“ segir á bókarkápu „Lífsins dóminó“, æviminninga Skúla Halldórssonar tónskálds sem auk þess var skrifstofustjóri Strætisvagna Reykjavíkur um hálfrar aldrar skeið. Höfundur er Órnólfur Árnason. Yfirlýsingin „öðruvísi ævisaga“ er útskýrð með því að Skúli hlífi sér ekki við því að fjalla um þau mál sem aðrir leyna eða láta liggja í þagnargildi. Það mun eiga jafnt við um ástamál, leyndustu persónulega viðburði í lífi Skúla og hans nánasta umhverf is, sem og það að horfast í augu við sjálfan sig og fjalla um takmarkanir sínar og mistök ekki síður en það sem oftar er talið mönnum til hróss. Skúli skoðar umhverfi sitt og samferðarfólk af sömu hreinskilni og sjálfan sig. Bemskuminningar Skúla frá Flateyri og ísafirði eru litað- ar af óvenjulegum heimilis- aðstæðum. Foreldrar Skúla voru Unnur, elsta dóttir Theodóru og Skúla Thoroddsen, og Halldór „Gorg- ur“ Stefánsson. Þau fluttu með böm : sín suður til Reykjavíkur eftir að Halldór hafði verið sviptur héraðs- læknisembætti fyrir drykkjuskap. Aftan á kápu „Lífsins dóminós" standa eftirfarandi orð: Hvers vegna var þessi lærisveinn Krisnamurtis svo veikur fyrir holdsins lystisemdum? Hvers vegna gerðist tónskáldið skrif- stofustjóri hjá Strætisvögnum Reykjavíkur? Hver samdi vinsælasta dægurlag í heimi? Síðasta spumingin vísar til þess hvort lagið Domino sem fór sigurför um heiminn fyrir tæpum ijörutíu ámm hafi verið stolið frá Skúla Hall- dórssyni, eins og STEF hélt fram og kærði til alþjóðastofnana á sviði höf- undarréttar. Lífshlaup Skúla spannar einstak- lega vítt svið og er fullt af andstæð- um. Hann er með annan fótinn í list- inni og hinn á skrifstofunni, annan fótinn í náttúrulækningum og kenn- ingum Krishnamurtis, hinn í sukki og kvennafari. Samferðafólk hans í lífinu er sömuleiðis af öllum stéttum og tegundum. Hér fara á eftir fáeinar giefsur úr bókinni. Gorgur læknír „Litli Goggi! Pabbi þinn er fullur, litli Goggi. Presturinn og hann em að syngja. Þeir em fullir. Gorgur læknir er blindfullur. Ætlar þú Iíka að verða fyllibytta þegar þú ert orð- inn stór?“ Þetta vom stórir strákar, eilefu eða tólf ára. Dúa sortnaði fyr- ir augum. Hann beygði sig niður. Strákamir vissu hvað það þýddi og tóku til fótanna. Hann lét steinvöl- umar vaða á eftir þeim og gladdist yfir sársaukaópinu í öðmm stráknum sem varð fyrir steini áður en hann komst í hvarf við homið á Ásgeirs- versluninni. Nú náði gráturinn tökum á honum. Fyrst ætlaði hann að hlaupa heim en hætti við og fór þess í stað á bak við pakkhús þar sem enginn sá til hans. Svo mundi hann allt f einu eftir því að í pakkhúsinu vora nú geymd öll líkin af skipbrotsmönnun- um af Talisman á meðan verið var að smíða utan um þau Idstur að senda þau f suður. Hann var gripinn ofsahræðslu og hljóp þangað sem hann átti vísast slcjól án þess að þurfa að greina frá orsök óhamingju GluggaÖ í œviminningar Skúla Halldórssonar tónskálds sem Örnólfur Árnason hefur skráÖ sinnar, en það var hjá Ásbimi vini hans, öldraðum einyrkja sem ræktaði rófur, næpur og kartöflur. Halldór læknir hafði verið í bind- indi um nokkurt skeið enda spritt- þurrð í apótekinu. Svo kom strand- ferðaskipið fyrir viku og stórri kerra með góssi var ekið heim að læknis- húsinu. Dúa hnykkti við að sjá þar risastóran, grænan glerkút með áletraninni „Spiritus concentratus." Nú var stutt í þá breytingu á föður hans sem drengurinn hefði viljað gefa mikið til að sjá aldrei gerast. í svip Halldórs komu grófir drættir og hann varð allur annar maður. Og þó að móðirin héldi ljúfmennsku sinni og jafnaðargeði hvað sem á dundi, vantaði mikið upp á venjulega gleði hennar. Fiskisagan flaug. Ekki leið á löngu áður en presturinn kom ríðandi á harðaspretti innan úr fírði. Síðan dreif að hina drykkjufélaga Halldórs og svo auðvitað aðra þorstláta sem komu þeirra erinda að kaupa hunda- skammt af lækninum. Gvendur á Görðum var yfirleitt sprettharðastur hundaskammtsmanna. Hunda- skammtur var spíritus út á lyfseðil. Á bannáranum höfðu margir læknar drjúgan skilding upp úr áfengisfíkn fólks. Hundaskammturinn var 210 g af spíritusi og jafngilti að áfengis- magni einni flösku af brennivíni. Halldór var feitlaginn en léttur á fæti og kvikur mjög í hreyfingum. Hann var fríður sýnum með stálgrá augu, beint nef og jarpt, liðað hár sem snemma fór að þynnast. Halldór átti létt með nám og þó að hann þætti snemma nokkuð svallsamur lauk hann stúdentsprófi sautján ára Skúli Halldórsson gamall og útskrifaðist sem læknir tuttugu og tveggja ára, yngstur kandídata til þess tíma. Áður en Halldór hóf læknisstörf hélt hann til Danmerkur í sérfræðinám og lauk prófí sem fæðingarlæknir. Drykkjuskapur Halldórs ágerðist eftir að hann var orðinn héraðslækn- ir á Flateyri. Margt bendir til að hann hafi átt við innri vansæld að stríða og drykkjusýki náði æ fastari tökum á honum. Þegar hann drakk byijaði hann snemma á morgnana g náði sér vel á strik fyrir hádegi. Síð- an lagði hann sig og svaf nokkuð úr sér svo að hann gat drakkið sig fullan í annað sinn sama daginn. Þetta kallaði Halldór að „tvíhlaða.“ Hann fiór aldrei í önnur hús til að drekka heldur fór drykkjan öll fram á kontómum. Ef einhveijir sátu þar að sumbli þegar sjúkling bar að garði viku gestimir út rétt á meðan læknir- inn sinnti starfinu. Halldór hafði ekki áhuga á um- gengni við aðra en stöku útvalda. Einkum þurfti að uppfylla strangar kröfur um gáfnafar. Og aldrei slak- aði Halldór á vandfysi í kunningja- vali þegar hann drakk hversu langir og strangir sem túramir urðu. Það vora helst tveir menn sem hann taldi nógu greinda til að drekka með. Það vora Kristján Ásgeirsson góðvinur fiölskyldunnar, sem sjálfur fór vel með vín, og séra Páll í Holti sem ekki var neinn hófsmaður fremur en læknirinn. Gondólar hugans „Ja, hvert i hoppandi, sýslumað- ur,“ segir þessi lágvaxni, skeggprúði maður skrækri röddu. „Það munar ekki um það, þú ætlar bara að færa móður þinni gondól í jólagjöf. Þú ert höfðingi eins og þú átt kyn til.“ Smíðaverkstæðið, eða handa- vinnustofan, þar sem þeir Guðmund- ur kennari frá Mosdal og lærisveinn hans bogra yfir heimablaðið Familie Joumalen og virða með lotningu fyr- ir sér mynd af gondól, er í öðram enda skemmuhúss þar sem afi Dúa, Skúli Thoroddsen, rak eitt sinn kaup- félag sem hann hafði komið á lag- gimar ásamt með Sigurði vini sínum í Vigur og fleiri framfarasinnuðum dánumönnum. Guðmundur frá Mosd- al er ekki allra, en hann leiðbeinir þessum unga sveini með Skúlanafn- inu hjartfólgna og aðstoðar hann af alúð við að saga út gondólinn handa frú Unni Thoroddsen og mála hann í öllum regnbogans litum svo að hann verði að minnsta kosti jafn- skrautlegur og fyrirmyndin í Familie Joumalen. „Þú ert skolli handlaginn, sýslu- maður,“ segir Guðmundur og fær sér í nefið úr forláta pontu, sem gefur lítið eftir gripnum er hann smíðaði fyrir Halldór lækni að gefa Skúla mági sínum Thoroddsen í tilefni af kjöri hans á Alþingi fyrir fsfírðinga árið áður en hann dó. „Þegar þú ákvaðst að verða píanisti missti þjóð- in gott smiðsefni.“ Hlýlegt og gamansamt mas Guð- mundar er einB og fiarlægt öldugjálf- ur. Dúi er hættur að heyra orðaskil. Móðir hans Unnur hertogafrú í Fen- eyjum hefur léð honum gondólinn góða og nú 8iglir hann léttgáraðan hafflöt merlaðan daufbleiku mánask- ini ásamt heitmey sinni og jafnöldru Ágústu Jóhannsdóttur stórkaup- manns. Hún er vel hent og vel eygð, dökk á brún og brá, en ekki með breitt nef og þykkar varir eins og sumar stúlkurnar í dönsku blöðun- um, heldur er hún fínleg og tignar- leg, kurteis og siðpráð. Það er gott í sjóinn þama á fen- eysku síkjunum. I skutnum stendur róðrarmaður með tröllaukna ár. í skini frá ljóskerinu sem Dúi tyllir á þóftuna fyrir aftan sig eftir að hafa brugðið því á loft til að skoða fram- an í elskuna sína, sér hann nú að ræðarinn er enginn annar en Olli heitinn Torfa frá Sólbakka, kominn með þrístrendan hatt og vel við skál að vanda. Dúa hlýnar um hjartaræt- umar að vita af þessum væna manni við stjómvölinn, þótt slompaður sé, þegar farið er um skuggaleg og við- sjárverð síkin með svo dýrmætan farm sem Ágústu. Ágústa var yngst fjögurra systra sem mér leist vel á allar en ég var bara ástfanginn af Ágústu. Hún bjó í næsta húsi við mig í Silfurgötunni og svo voram við líka í sama bekk. Ég elskaði hana í mörg ár þó að aldrei fengj ég svo mikið sem að kyssa hana nema í draumum dags og nætur. Sigríður systir Ágústu spilaði einstaklega vel á píanó og var ég sífellt að snuðra kringum húsið. Þessar indælu systur fluttust seinna báðar til útlanda. Sigríður hélt til Ítalíu en Ágústa giftist til Ameríku. Hjarta bæjarins „Þetta er eins og í líkhúsi, Dúi minn," segir Guðmundur prófessor í læknisfræði við Háskóla íslands, móðurbróðir hans, og lítur yfir stof- una. Klukkan er tíu á sunnudags- morgni. í sófum og stólum sofa nú vært ungmenni þau sem mestan þróttinn höfðu haft um nóttina. Sigurður Grímsson lögfræðingur og síðar leikdómari Morgunblaðsins situr bísperrtur í hægindastól, munn- urinn opinn eins og hann hafi sofnað í miðri ræðu. Tómas Guðmundsson kollega hans og skáld liggur mak- indalega á bakinu í græna sófanum og hrýtur og blístrar á víxl. Á gólf- inu hvíla Sveinbjöm Arinbjamarson og Magnús Konráðsson verkfræðing- ur, vonbiðill heimasætunnar Maríu. Sveinbjöm sefur á hliðinni með tóma ginflösku undir vanganum og heklað- ur dúkbleðill hefur verið lagður yfir andlit á honum. Dúa þykir flestir heldur ræfilslegir ásýndum í birtu morgunsólarinnar sem fellur óvægin á föl andlitin gegn- um fínlega og fagurgerða stórísa frá Theodóra Thoroddsen. Flöskur og glös standa og liggja á borðum og gólfi. Stgarettustubbar eru víða þar sem þeir eiga síst heima. Tvítugur háskólanemi, kaup- mannssonur frá ísafirði, sem Dúi þekkir bara í sjón, sefur í armlausum stól, sem dottið hefur aftur og liggur á bakinu. Ungi maðurinn er ljómandi snyrtilega búinn, í vesti og jakka, með bindið hert upp í háls, hátíðleg- ur á svip með krosslagða arma og fætuma up í loft. En einhver hefur klætt hann úr öðrum skónum og stóra táin, með hörmulegri kartnögl, stendur út um gat á sokknum hans. Þetta stingur spaugilega í stúf við virðuleika þessa unga, ísfirska menntamanns, ssem frægur er innan Thoroddsensfiölskyldunnar, líkt og I I i i i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.