Morgunblaðið - 29.11.1992, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 29.11.1992, Blaðsíða 25
24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. NÓVEMBER 1992 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjöm Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið. Jámblendinn vemleikinn Meginauðlindir þjóðarinnar, gróðurmoid og nytjafiskar, sín nýtingarmörk. Markaður- inn setur búvöru framleiðslumörk. Aðstæður í lífríki sjávar og stofn- stærð nytjafiska setja sjávarútveg- inum aflamörk. Nauðsynlegt þótti því að nýta þriðju auðlindina, vatns- orkuna og jarðvarmann, til að mæta atvinnu- og tekjuþörf vaxandi þjóð- ar. í þeim efnum var orkufrekur iðnaður nærtækasti kosturinn. Hann hefur skapað fjölda starfa, bæði beint og óbeint, skilað samfé- laginu verulegum skatttekjum og komið vatnsafli okkar í verð og gjaldeyri. Skiptar skoðanir voru hins vegar um eignarhald stóriðjufyrirtækja sem hér yrðu starfrækt og kröfðust gífurlega mikils stofnkostnaðar og áhættuíjármagns. Það var sjónar- mið hinna forsjálli í þessum efnum á sjöunda og áttunda áratugnum að við ættum að reisa og reka raf- orkuverin sem hinn orkufreki iðnað- ur þarfnaðist, en taka að öðru leyti okkar á þurru í sölu raforkunnar, störfum, sem orkuiðnaðurinn skap- aði, bæði í framleiðslu og þjónustu við framleiðsluna, og í skattheimtu til ríkis og sveitarfélaga. Þeir hinir sömu héldu því fram að hyggilegt væri að láta erlenda aðila sem bjuggu að fjármagni, tækniþekkingu og markaðsyfir- ráðum um áhættuna af eign og rekstri framleiðslufyrirtækjanna, a.m.k. fyrst í stað meðan þau væru að komast yfír byrjunarörðugleika og festa sig í sessi á heimsmark- aði. Þetta sjónarmið réð ferð við byggingu og rekstur álversins í Straumsvík. Á valdatíma Alþýðubandalagsins í iðnaðarráðuneytinu á fyrstu árum áttunda áratugarins var á hinn bóg- inn „mótuð ný stefna að því er varð- ar orkufrekan iðnað“, eins og segir í nefndaráliti fulltrúa Alþýðubanda- lagsins á Alþingi í apríl 1975, „að hugsanlegt fyrirtæki yrði að veru- legum meirihluta í eigu íslenzka rík- isins“. Þetta sjónarmið réð ferð við eignarhald járnblendiverksmiðjunn- ar á Grundartanga. íslenzka ríkið á 55% hlutafjár í jámblendiverksmiðj- unni, norska fyrirtækið Elkem 30% og japanska fyrirtækið Sumitomo .15%. Rekstur jámblendiverksmiðjunn- ar, sem hóf störf árið 1979, hefur aðeins skilað arði í tvö rekstrarár af fjórtán. Hún hefur átt í veruleg- um erfiðleikum síðustu misserin vegia niðursveiflu í verði jámblend- is. í fréttaskýringu Morgunblaðsins sl. fímmtudag segir um þetta efni: „Þær 3.400 milljónir króna sem íslenzka ríkið hefur sett í verk- smiðjuna hafa að mestu leyti tapast og á næstu dögum ætti að ráðast hvort þær em að fullu glataðar." Ríkisstjómin hefur og þurft nú í haust og þarf augljóslega áfram að veita fyrirtækinu umtalsverða fjár- muni sem lent geta á skattgreiðend- um. „Til að tóra næstu misseri telja jámblendismenn sig þurfa 560 m.kr. til viðbótar frá eigendum", segir í þessari fréttaskýringu. Ef erlendir meðeigendur halda að sér höndum lenda þessir viðbótarfjármunir alfar- ið á íslenzka ríkinu/skattgreiðend- um ef fyrirtækinu á að gefast kost- ur á að standa af sér niðursveifluna í verði framleiðslunnar, sem enginn veit raunar hve lengi stendur. Á móti þeim áhættufjármunum sem íslenzka ríkið/skattgreiðendur hafa axlað í þessu sambandi koma að sjálfsögðu nokkrir ávinningar tekjumegin í uppgjörið, einkum í formi atvinnu, orkusölu og gjaldeyr- is. Þeir ávinningar hefðu hins vegar jafnt verið til staðar þótt áhætta eignar og rekstrar jámblendiverk- smiðjunnar hefði alfarið verið hjá erlendum aðilum eins og varð með álverið. íslenzka ríkið/skattgreið- endur hefðu á hinn bóginn sparað sér nokkra milljarða króna. Það er því dómur reynslunnar, járnblendinn veraleikinn, að sjónar- mið Alþýðubandalagsins um meiri- hlutaeign íslenzka ríkisins í járn- blendiverksmiðjunni á Grundar- tanga var rangt og hefur kostað íslenzka ríkið/skattgreiðendur vera- lega fjármuni. I f MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. NÓVEMBER 1992 25 „Málskrúðsmold- veður“ EKKERT SKÁLD fer varhluta af gagn- rýni; jafnvel árásum. Og því meira skáld, því meiri gagnrýni. Kröfumar era meiri en til meðal- skussa. En þá fá skáldin líka einnig lofsamlega dóma og geta að lokum vel við unað; Iífíð og iistin leita jafn- vægis. Það næddi einnig um Einar Bene- diktsson. En hann gaf líka höggstað á sér. Einsog Jónas. Eða Grímur Thomsen þegar Eiríkur Magnússon í Cambridge réðst á hann. Það er sjaldnast lognmolla um stórgeðja skáld. Þau hafa sjaldnast klapplið á sínum snæram. Einar Benediktsson skrifaði af- leitan ritdóm um Gunnar Gunnars- son sem brauzt af einstakri karl- mennsku og vegna ósvikins skáld- legs upplags til mikils frama í Höfn og víðar, t.a.m. í Þýzkalandi, þóað sá frami sé nú minni en áður einsog verða vill. Einar gerði „árásina“í Skírni. Grein hans heitir Landa- mörk íslenzkrar orðlistar (1922). Mér er nær að halda Einar hafi ekki unað því að þessi íslenzki skáldlingur hlyti svo góðar viðtökur með Dönum, enda landvarnarmaður að eðli og erfðum og fyrirleit víst ekkert meira en ef Islendingur skrifaði á dönsku (gerði grín að dönskum framburði í ljóði og réðst á — sen í greinarkomi). Hann seg- ir það bregði aldrei fyrir andagift, skáldskap eða stíl hjá Gunnari; hann skorti anda, málsmennt og smekkvísi; stundum sé líkast því hann skrifí í nokkurs konar óráði; maður verði að stíga niður á lægstu þrep meðal auvirðilegustu ritsmíða samtímans til að finna líkingu við bækur hans. Einkenni Gunnars séu: tómahljóð, hugsanavillur, smekk- leysur og uppgerð. 0g hann klykk- ir út með því að segja að af öllum svonefndum sjálfmenntuðum skáld- um Islands standi Guðmundur Frið- HELGI spjall jónsson hæst: „G.F. er skáld, en Gunnar Gunnarsson ekki.“ Einar bendir á að Ibs- en hafi sagt það sé skáldskapur „að flytja út landamæri", það hafi Guðmundur Friðjónsson gert en ekki Gunnar Gunnarsson. Fáir íslenzkir höfundar hafa þó „flutt út landamærin" eins og Gunnar Gunnarsson, enda mikill skáld- sagnahöfundur hvaðsem þjóðþótt- arafstöðu Einars leið. Grein hans sýnir rækilega sannleiksgildi þeirra orða gamals fólks, að ekki koma allir dagar í böggli. Fyrst sjálfur skáldkonungur íslands, Einar Bene- diktsson, gat flaskað svo eftirminni- lega, hvað þá um hina minni spá- mennina? En þetta er ekkert einsdæmi. Jónas var { fullum rétti þegar hann gagnrýndi rímnabullið í Fjölni forð- um daga, en hann skýtur yfir mark- ið, þegar hann ræðst eingöngu á lágkúru Sigurðar Breiðflörðs, en lætur sig engu skipta perlumar í ljóðrænum skáldskap hans. Og illa ferst Jónasi að tala um „óþverra og viðbjóð“ þegar hann afgreiðir þennan fátæka og illa farna skáld- bróður sinn, hvað þá þegar hann segist „að sönnu ekki [hafa] lesið Svoldar-rímur og þekki þær ekki, en fyrst hann [Sunnanpósturinn] telur þær saman við rímurnar af Tristrandi og Indíönu og hvuru- tveggja rímurnar eru eftir sama manninn, þá geri ég ráð fyrir hinar muni ekki taka þeim stórmikið fram“(!) Fyrst vanþókun og áreitni geta ruglað Jónas í rírninu með þessum hætti, hvað þá um hina minni spámenn? Þá sem eru ekki skáld, en lifa á skáldskap einsog flær á starra. Jafnvel Jónas Hallgrímsson, listaskáldið góða, sást ekki fyrir í þessum eilífa bókmenntahasar, enda hafði Sigurður gefið höggstað á sér. Jónasdýrkaði gerviskáld eins- og Eggert Ólafsson svo ég miði við orð einsog gervismiður, en vó að Sigurði sem átti fallega ljóðræna taug. En þar réð bókmenntasmekk- ur Jónasar ekki ferðinni, a.m.k. ekki alfarið, heldur önnur sjónar- mið: þ.e. menningarpólitísk. Eggert átti lofið skilið, en ekki sem skáld (nema í tveimur eða þremur vísum, en kannski er það nóg þegar öllu er á botninn hvolft). Jónas hafði drakkið í sig frelsisanda Eggerts Ólafssonar, fengið hann með móð- urmjólkinni — það réð úrslitum(!) Ást hans á Eggerti, t.a.m. í Huldu- ljóðum er óskiljanleg ef þessar for- sendur era ekki hafðar í huga. Það var ekki Jónas sem gekk af rímunum dauðum, heldur þær sjálf- ar. Þær höfðu gengið sér til húðar. Lokið hlutverki sínu. Jafnvel Einar Benediktsson gat ekki endurvakið þær, hvorki í formála sínum fyrir Úrvalsritum Sigurðar Breiðfjörðs (1894), né Ólafs rímu Grænlend- ings: Grundir fólnuð byrgja blóm. Bleika gröfin þegir. Undir Fjölnis dauðadóm dísin höfuð beygir... Falla tímans voldug verk, varla falleg baga. Snjalla ríman stuðlasterk stendur alla daga, segir hann m.a. í mansöngnum þarsem hann minnist bæði Sigurðar Breiðfjörðs og Bólu-Hjálmars. Og í formálanum segir Einar til- gangur hans með útgáfu Úrvalsrit- anna sé sá „að skýra fyrir mönnum hveija hæfileika til skáldskapar Sigurður Breiðfjörð hafi átt...“. Hann talar um hvað mikið sé til „af yndislegum, blíðum og svip- hreinum ljóðum Sigurðar", nefnir ýmis beztu Ijóð hans „sem eru prýði og sómi fyrir bókmenntir vorar“ — en minnist á hann hafi skort mennt- un Jónasar. M. (meira næsta sunnudag.) Kvótinn er della HÉR í BLAÐINU OG víðar hefur verið fjallað um athafna- skáld og því ekki úr vegi að nefna þau hér í bréfinu. Athafnaskáldin gerðu ekki út á forréttindi; eða eignir annarra. Þau hefðu afgreitt kvót- ann einsog Einar Oddur Kristjánsson sem hefur komist nær grasrótinni en nokkur annar athafnamáður sem verið hefur í forystu at- vinnurekenda síðustu misseri. Einar Oddur sagði í samtali hér í blaðinu 6. september sl. að mikill meirihluti útgerðarmanna væri óvilj- ugur að hverfa frá kvótakerfinu vegna þess að útgerðarmenn teldu hagsmunum sínum ógnað með því. Mestu verðmæti í útgerð væra fólgin í kvótaeigninni eins og við sjáum nú þegar rætt er um eignir Einars Guðfinns- sonar vestur í Bolungarvík og raunveralega væri kvótaeignin eina verðmætið sem bank- arnir teldu veðhæft, eins og hann komst að orði. „Menn óttast þvi að með því að falla frá kvótakerfínu muni þeir standa verr eignalega. En þetta er grandvallarmisskilningur," bætti Einar Oddur við. En það er þá aftur galli á gjöf Njarðar að útgerðarmenn eiga ekki kvót- ann og hér í blaðinu hefur margoft verið gagn- rýnt að með hann hefur verið farið eins og eign. Jafnvel skattyfírvöld hafa krafist þess að kvótinn sé bókfærður sem slíkur en það er að sjálfsögðu alveg út í hött og mótmæli útgerðarmanna í þéim efnum hafa átt við rök að styðjast þótt þeir hafi margir hveijir reynt eða viljað líta á kvótann sem eign sína þegar það hentar. Að fyrirmælum Alþingis er kvót- inn líka framseljanlegur svo að sjósóknuram er vorkunn. Þeir bera ekki ábyrgð á því ástandi sem ríkt hefur og þeim illdeilum og vonda hug sem núverandi fiskveiðistjómun hefur kallað yfír okkur og þá ekki síst útgerðina sjálfa. Það er í tvískinnunginn á Alþingi sem rekja má þann vandræðagang sem verið hefur í fisk- stjórnunarmálefnum þjóðarinnar. Annars veg- ar eru samþykkt lög um að fiskimiðin séu sameign þjóðarinnar allrar en hins vegar era þau gefin þeim sem „rétt“ skip eiga og þá í því skjóli að það muni besta skipulagið til að draga úr offjölgun fískiskipa en allt hefur þetta kerfí misfarist með öllu og lítil sem engin hagræðing orðið fyrir tilstuðlan þess þótt nokkur fyrirtæki hafí verið sameinuð af illri nauðsyn ef svo mætti komast að orði. Málgagn LÍÚávilli- götum UM AFSTOÐU Morgunblaðsins hef- ur verið rætt með vil- landi hætti í mál- gagni Landssam- bands íslenskra út- vegsmanna og bom- ar sakir á blaðið með fullyrðingum sem eiga ekki við rök að styðjast og dylgjum sem lýsa veikum málstað. Þar hefur aftur á móti ekki verið gerð atlaga að einum helsta útgerðar- manni landsins um þessar mundir, Einari Oddi Kristjánssyni, fyrir afstöðu og ummæli sem era í raun og vera miklu harðari en við- höfð hafa verið hér í blaðinu. En útgerðarmað- urinn talaði enga tæpitungu og sagði að vel gæti komið til greina að selja afnot af auðlind- inni, „en í mínum huga og mínu hjarta ætti sú greiðsla að vera fyrir sókn, en ekki fyrir afla,“ eins og hann sagði. Og hann bætti við þessum skynsamlega rökstuðningi: „Vegna þess að þannig tryggjum við að þeir sækja helst sjóinn sem ná mestum árangri við veið- arnar — það er eina réttlætið sem kemur okkur við. Þannig væri sjósókn stunduð frá þeim stöðum þar sem arðbærast er að gera út og ekkert kjaftæði um einhveija byggða- stefnu." Og útgerðarmaðurinn lét ekki þar við sitja, heldur bætti forstjóri Hjálms hf. á Flateyri við, ómyrkur í máli: að kvótakerfið væri della, hvorki meira né minna! Eða með orðum Einars Odds sjálfs: „... kvótakerfið, eins og það er og eins og það virkar, er hrein- ræktað „idjótí" og ekkert annað. Kvótakerfíð er allt saman uppbyggt, frá upphafi til enda, af „ökonómedikusum", sem í öllum tilvikum taka módelin sín fram yfir veraleikann. Þeir lifa bara í sínum eigin heimi.“ Kannski verður gefið út sérstakt eintak af málgagni LÍÚ þar sem ummæli þessa forystumanns í íslenskri útgerð nú um stundir verða brotin til mergjar — en Einar Oddur á þá ekki von á góðu ef málflutningurinn yrði með svipuðum hætti og þegar Morgunblaðið var „afgreitt" á forsend- um sem eiga sér enga stoð í veruleikanum. En við það verða menn víst að una, svo við- kvæmt sem málið er. Hitt er annað mál að ástæða er til að líta á það sem Einar Oddur segir í framhaldi af fyrmefndri fullyrðingu. Þegar hann talar um fiskveiðistjómunina þá kemst hann svo að orði: „Auðvitað verðum við að sljóma fiskveið- um og það er enginn að hafa neitt á móti því. En menn mega ekki gleyma því hvað er grandvöllurinn að því að fískveiðar og -vinnsla hafa verið mjög arðsöm atvinnugrein og hvers vegna við höfum getað byggt hér upp velferð- arþjóðfélag á grandvelli sjávarútvegs, sem engin önnur þjóð hefur gert. Það er fyrst og fremst sveigjanleikinn í þessari atvinnugrein, bæði veiðum og vinnslu, sem hefur gert hana svona hæfa og arðbæra. Þeir sem skilja það ekki, skilja ekki neitt. Þeir sem vita það ekki, þeir vita ekki neitt.“ Og enn segir Einar Oddur: „Við eram með í gangi kerfí sem byggir á módelum hagfræð- inganna, sem er bara hrein og klár della. Við höfum í raun og vera ekki náð nokkram ár- angri, frá því að stjóm fiskveiða hófst árið 1977. Stjómun hefur fyrst og fremst gengið út á það að reyna að takmarka veiðamar og til þess höfum við fyrst og fremst notað þá aðferð að reyna að takmarka notkun fram- leiðslutækjanna, þ.e.a.s. fískiskipanna, en all- an tímann höfum við samt sem áður verið að stækka og auka afkastagetu þessa flota. Við höfum því allan tímann verið að fjarlægjast það markmið að veiðar væra í samræmi við skynsamlega nýtingu fískimiðanna. Og við eram enn á þessari braut. Núna til dæmis liggur öll ný fjárfesting I frystiskipum. Frystiskip era mun afkastameiri en þau skip sem eru úrelt í staðinn fyrir þau. Á tímabili byggðum við á annað þúsund trill- ur. Svona hefur þetta gengið og svona gengur þetta enn.“ Að haga seglum eftir vindi ÞEIR SEM HAFA gagnrýnt Morgun- blaðið fyrir svipaðar ábendingar ættu fremur að líta í kring- um sig innan eigin raða og hlusta á reynslumikla forystumenn sína tala um van- kanta kerfisins og hvað sé til úrbóta. Það er eina leiðin til að ná einhveijum árangri og koma okkur úr þeirri sjálfheldu sem við höfum verið í frá því við þurftum að huga að minnk- andi afla og takmarkaðri auðlind. Það skal viðurkennt að engum dettur í hug að það sé neitt sældarbrauð að höggva á þennan hnút. En við þurfum öll á jiví að halda, við þurfum frið um fiskimiðin. Á þau eiga að sækja þeir sem hæfastir era og best í stakk búnir til að breyta hráefni í mikil verðmæti. Við þurfum að sjálfsögðu umfram allt að nýta skipin miklu betur en verið hefur því það er engin ástæða til að búa við flota sem er helmingi of stór eða frystihús sem era alltof mörg. Slíkur bú- skapur kallar einungis á einhvers konar dulið atvinnuleysi og við slíkt skipulag verður full- nýting gæðavöra aldrei efst á baugi, né launa- kjör eins og annars væri. Við eigum að gera út á hentugustu skipunum og veita þeim sem best kunna til verka nauðsynlega aðstöðu til að þeir geti fundið kröftum sínum viðnám. Og við eigum þó að sárt geti verið að efla útgerð þar sem arðvænlegast er. Það er eina byggðastefnan sem nokkurt vit væri í. íslend- ingar hafa alltaf kurinað að haga seglum eft- ir vindi. Þeir hafa flutt sig þangað sem fiskim- iðin era gjöfulust hveiju sinni. Einu sinni var Ingólfsfjörður einhvers konar tískustaður síld- arinnar, nú eru þar minningar einar. Þannig hefur þetta gengið alla tíð. Við höfum verið sveigjanleg verstöðvaþjóð og kunnað að nýta okkur ný tækifæri. Við höfum aldrei fest okk- ur í fordóma enda er náttúran fordómalaus og í hana sækjum við aflann og auðæfín. AfFiski- MORGUNBLAÐIÐ hefur ekki verið eitt á báti í þessum um- þingi ræðum, síður en svo. Við þurfum ekki ann- að en líta til umræðna á síðasta Fiskiþingi, en þar kom meðal annars fram tillaga þar sem lýst var andstöðu við kvótakerfið. Menn tak- ast á um sóknargetu og aflamark þar sem annars staðar. En kjami málsins er kannski sá að þama gæti hentað þriðja leiðin eða þá jafnvel mismunandi eða „blandaðar" leiðir eftir því hvar eða hvemig sótt er. Við verðum ekki gæfusöm þjóð fyrr en við fínnum þá leið sem allir geta sætt sig við. Deilur eru fánýtar ef þær ijalla einungis um keisarans skegg og ástæðulaust að halda þeim uppi deilnanna vegna. Við þurfum þvert á móti að finna leið- ir út úr vandanum og þær leiðir eiga að hjálpa okkur að komast upp úr þeirri efnahags- kreppu sem við blasir. Við höfum alltaf lagað REYKJAVIKURBREF Laugardagur 28. nóvember okkur að breyttum aðstæðum, án þvergirðings og þijósku eða fordóma ef það hefur verið nauðsynlegt þegar fískgengd var mikil. Það er ekki síður nauðsynlegt nú þegar afli fer minnkandi og fátt er mikilvægara en breyta tiltölulega litlum afla í mikil gæði. Á Fiskiþingi féllu þau orð m.a. að hagsmun- ir heildarinnar væru látnir ráða. Þá var undan- skilið að heildin á fískimiðin og kjami heildar- innar er einstaklingurinn; þ.e. eigendur fiski- miðanna. Hitt er svo annað mál að það er alltaf eitthvert óbragð af því þegar menn fjargviðrast um hagsmuni heildarinnar því að heildarhyggjan svokallaða var aðalsmerki og einskonar vígorð marxismans og vita nú allir hvar hann stendur um þessar mundir. Það fer a.m.k. hrollur um það fólk í Austur-Þýska- landi sem heyrir talað um „vísindalegan sósíal- isma“ og „hagsmuni heildarinnar". Við þurf- um svo sannarlega á öðram vígorðum að halda nú um stundir. Það var hárrétt sem fram kom í máli Péturs Bjamasonar á Akureyri þegar hann sagði á Fiskiþingi að gagmýnin á fram- salsréttinn væri ekki síst sú að menn væru að selja eignir sem þeir hefðu ekki keypt. Það væri hægt að siðvæða það, eins og hann komst að orði, með því að taka upp auðlindaskatt og mætti til sanns vegar færa. Þá er ekki hægt að líta framhjá því sem Reynir Trausta- son á Flateyri sagði að nýleg skoðanakönnun hefði sýnt að yfír 50% af þjóðinni hafnaði kvótakerfinu. Menn verða að horfast í augu við þá staðreynd hvað sem öðru líður. Og eitt er víst að þau ummæli sem fram komu á Fiski- þinginu þess efnis að það yrði aldrei sátt um óhefta sölu kvótans eru án efa orð að sönnu. Og framhjá því verður ekki heldur gengið sem Kristján Loftsson forstjóri f Reykjavík sagði að nú hefði aflamarkið verið reynt í nokkur ár og allt væri á suðupunkti eins og hann komst að orði. Það var því rétt sem Einar Hreinsson á ísafírði sagði að þær leiðir sem verið hefðu til umræðu á Fiskiþingi, þ.e. sókn- armark eða sóknarstýring og aflamark eða kvóti, væra ófærar um að leysa þann vanda sem við væri að glíma eins og hann sagði. Möguleikar auðlindaskatts til að leysa málið hefðu ekki verið ræddir og væri það gagnrýnis- vert. Ástæða væri til að menn íhuguðu málið og viðurkenndu að núverandi ástand gengi ekki. Það þyrflti að hugsa málið allt upp á nýtt og er það hveiju orði sannara. Við verð- um að finna einhveija lausn á því og best færi á því að lausnin yrði fundin á vegum þeirra sem nú fjalla um málið í kvótanefndinni og viturra stjómmálamanna í samráði við þá for- ystumenn í sjávarútvegi sem sitja ekki í helli sínum og neita að horfa út um hellismunn- ann. Það er nóg af slíku fólki um land 'allt. Upphrópanir, illyrði og fordómafjas mun aldrei leysa okkur úr þeirri sjálfheldu sem verið hefur. Við þurfum víðsýnt fólk á þjóðarskút- una; þá sem sigla eftir náttúralögmálum en ekki villuljósum. „Kratarnir“ á Morgun- blaðinu VIÐ NEFNDUM athafnaskáldin í upp- hafi þessa bréfs. Við skulum ekki ganga að því gruflandi að dugnaðarforkar í út- gerð og kvótakarlar eiga einnig sínar hugsjónir um sköpun og framkvæmdir og margir eru þeir kunnáttu- menn í sínu fagi. En meðan þeim finnst sjálf- sagt að selja það sem aðrir eiga og borga ekki eigendunum, þ.e. þjóðinni, era þeir á villu- götum og geta ekki ætlast til þess að vera bomir á gullstól eins og gömlu athafnaskáld- in. Þetta hafa margir í þeirra röðum séð. Og þetta kom rækilega fram í umræðum á Fiski- þingi. Þar — og víðar — tala menn óhikað fyrir sóknarmarki í stað aflamarks eða kvóta án þess þeir séu sakaðir um að vilja rústa sjávarútveginn eins og formaður LÍÚ sakar ritstjóra Morgunblaðsins um í fyrrnefndri grein { málgagni LÍÚ. Úr gjallarhorni LÍÚ hefur ekki síst verið tönnlast á „hagsmunum heildarinnar" eins og þar sé um eitthvert nýtt guðspjall að ræða. Heildarhyggjan hefur svo sem birst með ýms- um hætti og nú er hún komin í grímubúning kapítalismans! Og ritstjórar Morgunblaðsins kallaðir kratar! í gamla daga prédikuðu kratar þjóðnýtingu. Síðan gerðust þeir harðir einka- rekstrarpostular og jafnvel fijálshyggjumenn og boða nú einkavæðingu sem er í tísku. All- ir boða einkavæðingu, jafnvel gamlir kommún- istar í Lithaugalandi og Rúmeníu; eða Kína. En það mega kratar eiga að þeir vilja vernda eignarrétt fólksins í auðlindinni. Þar eru þeir á réttri braut, líkt og Morgunblaðsmenn o; aðrir sjálfstæðismenn af gamla skólanum. i ■' ■ - - 1 - , ■ ■ Kvóti eða aflagjald? þennan rétt verður ekki gengið átakalaust. Marxistar gerðu það óhikað — og við sjáum nú afleiðingamar. En jafnvel Alþýðubandalag- ið hefur nú breytt kóssinum og siglir eftir þeirri leiðarstjömu sem ein getur komið okkur úr vandanum, það er burt frá dellunni sem Einar Oddur Kristjánsson útgerðarmaður nefnir svo, eða kvótakerfinu öðra nafni. En hvað dvelur Orminn langa? hefur mátt spyija. EN NÚ HEFUR ríkisstjórnin tekið af skarið. Með ákvörðun hennar um gjaldtöku í Þróunarsjóð sjávar- útvegsins hefur væntanlega verið dregið til muna úr því siðleysi að afhenda þjóðarauðlind- ina ókeypis og framsal kvóta því réttlætan- legra en áður. Af þeim sökum er hægt að taka undir með Davíð Oddssyni forsætisráð- herra þegar hann sagði í samtali hér í blaðinu um ráðstafanir ríkisstjórnarinnar í efnahags- málum að þróunargjald (þ.e. veiðigjald) á fisk- veiðiheimildir eftir fjögur ár væri til þess fall- ið að tryggja sættir í þjóðfélaginu. Gjaldtakan sé ákveðin í anda lagaákvæðisins að fískimið- in séu sameign þjóðarinnar. Forsætisráðherrann var spurður hvort með ákvörðun að taka upp svonefnt þróunargjald á aflaheimildir eftir tæp fíögur ár væri verið að framfylgja þeirri grundvallarreglu að inn- heimt yrði gjald fyrir afnot af fiskveiðiauðlind- inni. Hann sagðist vera ánægðastur með það að sátt væri f kvótanefndinni um mótun sjávar- útvegsstefnu „um þetta fyrirkomulag og að sjóðurinn sem stofnaður verður til að gera þessa stóru og miklu atvinnugrein skilvirkari, verður fjármagnaður algjörlega af greininni sjálfri. Það er algjör breyting frá því sem verið hefur. Ég tel að það sé algjört grundvall- armál og góð niðurstaða". Forsætisráðherra var spurður hvort gjald- taka fyrir veiðiheimildir tryggði virkni laga- ákvæðis um að fiskimiðin væra sameign þjóð- arinnar en hann talaði um það fyrir síðustu kosningar að tryggja þyrfti virkni þess ákvæð- is. Hann kvað ljóst að þetta væri gert „í anda þess ákvæðis. Það er ekki vafí. Mér finnst líka fagnaðarefni að aðilar í þessari grein era sáttir við þetta. Þetta er gert með hófsömum hætti og í mínum huga er ekki vafí á að þetta er fallið til þess að ýta undir sættir í þjóðfélag- inu. Sjávarútvegurinn veit núna hvar hann stendur og getur horft fram í tímann um nokkuð langt árabil, sem hann hefur ekki getað lengi“, sagði ráðherrann. Þegar forsætisráðherra talar um sættir í kvótanefndinni á hann auðvitað við að grand- vallarstefnan sé tekin á gjaldtöku án þess gjaldið sjálft hafí verið ákveðið. Það yrði verk- efni framtíðarinnar ef kvótakerfið héldi velli. En þá yrði það einnig verkefni framtíðarinnar að gæta þess að hagræðingin og árangurinn af réttlætinu yrði ekki til þess helst að safna auðlindinni á fárra hendur. Hér á það kannski við sem lesa má útúr Hume, að skortur og réttlæti eiga ekki samleið. En það getur varla verið markmiðið með fiskveiðistjómun hér á landi að mynda auðhringi um útgerðina. En gjaldtaka færi þá vafalaust eftir aflabrögðum eins og gerist t.d. um laxveiðiár svo að hún gæti þá allt eins sveiflast til frá einu ári til annars. Það gæti t.a.m. verið eðlilegra að setja gjald á afla en skip því þá yrði einungis greitt fyrir þau verðmæti sem útgerðin fengi í sinn hlut. Skipskvóti er svipull eins og sjávar- afli og gjald á hann er líkast aðstöðugjaldi sem nú hefur verið afnumið en það þótti held- ur ranglátur skattur því það var tekið af fyrir- tækjum hvort sem þau skiluðu hagnaði eða tapi. En ef stuðst yrði við aflagjald yrði að stórefla eftirlit á miðunum og koma í veg fyrir rányrkju. Það er hvort eð er brýn þörf nú þegar. Við verðum að trúa því að til séu menn sem láta ekki ævinlega freistast í um- gengni við náttúrana. En málið er vandmeðfarið. Á því era marg- ar hliðar og annmarkar á öllum lausnum. Eina raunveralega lausnin væri náttúrulega sú, að rækta upp auðlindina, svo að hún gæfi af sér það sem markaðurinn þarfnast. En það er víst langt í land — óvíst hvort tekst. Og gjald á afla gæti komið harðast niður á mestu afla- mönnunum og fáránlegt að refsa þeim sérstak- lega. Við ættum þá frekar að fínna kerfí sem gefur þeim kost á að njóta sín til fulls. fljósmynd/Gunnar Blöndal „Við verðum ekki gæfusöm þjóð fyrr en við finn- um þá leið sem allir geta sætt sig við. Deilur eru fánýtaref þær fjalla einungis um keisarans skegg og ástæðulaust að halda þeim uppi deilnanna vegna. Við þurfum þvert á móti að finna leiðir ót úr vand- anum og þær leið- ir eiga að hjálpa okkur að komast upp úr þeirri efnahagskreppu sem við blasir.“ +

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.