Morgunblaðið - 29.11.1992, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 29.11.1992, Blaðsíða 18
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. NÓVEMBER 1992 ENGINN ER VOUIS eftir Guóna Einarsson Undanfarna tvo áratugi hefur orðið bylting hérá landi í af- stöðu til áfengissýki og með- höndlunar hennar. í viðbót við meðferðardeildir opinbera heilbrigðiskerfisins býðst nú meðferð á stofnunum reistum af hugsjónafólki sem hefur fundið leið til að hafa betur í glímunni við Bakkus. Áfengis- sjúkum bjóðast fjölbreyttari úrræði en áður og mætti því ætla að fleiri en ella finndu meðferð við hæfi. Eitt þessara meðferðarúrræða, sem talvert hefur verið rætt að undan- förnu, er Samhjálp hvíta- sunnumanna. Forstöðumaður hennar er Óli Ágústsson. ann sneri baki við vel- launuðu starfi við stórframkvæmdir, þar sem unnið var með jarðýtum og dýn- amíti, til að sinna hjálparþurfi með- bræðnim. Á þeim árum voru flestir vistmenn Samhjálpar útigangs- menn, sem aðrir töldu vonlaus til- felli. Þessi óvenjulega breyting á starfsvettvangi átti sinn aðdrag- anda. „Sjálfur lenti ég í skipbroti fyrir 30 árum. Ég var ungur og lifði hratt, en var óhamingjusamur og stefndi niður á við; réði ekki við sjálf- an mig og eiginlega kominn á flótta. Undir þeim kringumstæðum verður maður hræddur við allt og alla, stendur illa í skilum, segir ekki satt. Út úr skipbrotinu fann ég Krist og fjölskylda mín frelsaðist. Eftir að straumhvörfin urðu í lífi mínu mögn- uðust allir jákvæðu þættimir. Ég varð hvorki engill né fullkominn, en ég þorði að horfa framan í fólk og tala mínu máli. Ég fékk tækifæri til að byrja upp á nýtt! Þetta bygg- ist á því að maður fer að leggja traust sitt á Guð. Þegar veikleikam- ir koma í ljós getur maður farið inn í herbergið sitt, beðið hann að ganga í ábyrgð fyrir sig og reynt sjálfur að vera ábyrgur gagnvart honum. Þótt hamingjan sé dým verði keypt þá er stórkostlegt að komast í tæri við þessa trú. Maður vissi ekki áður að til væri himnaríki, hafði bara heyrt um það. Við að fá að upplifa það verður maður aldrei samur.“ Prestur á fjöllum Menn hafa verið varaðir við því að fara of geyst í trúnni. Jaðrar þetta ekki við að vera „ofsatrú"? „Ég trúi. Er hægt að trúa mikið eða trúa lítið? Ég trúi því að kerfi Krists sé eitt það yndislegasta sem mannkyni hefur verið gefið. Hann bendir á það sem er mikilvægast: Að elska Guð og að elska náung- ann. Fyrir þá sem em ánetjaðir sjálfselskunni og eigingiminni er þetta frelsun. Það em grænar grein- ar og líf í því að geta elskað fyrst Guð og svo sjálfan sig og náungann. Þá kemur jafnvægi í sálarlíf manns og lífsviðhorf sem gerir mann sáttan og hamingjusaman. Maður losnar úr klemmu eigingirninnar. Það er ekki nokkur spuming að drykkju- menn hugsa fyrst um sjálfa sig áður en þeir hugsa um aðra, svo bitnar það á heimilinu, fjölskyldunni og öllum öðmm.“ Eftir trúarreynsluna segist Óli ekki hafa verið til friðs. Hann fann knýjandi þörf til að tala um Krist við aðra og fór að gefa út lítið blað, Vinarkveðju. Hann var verkstjóri hjá verktökum hér heima og erlendis. „Þeir kölluðu mig „prestinn" í Búr- felli, samt vomm við allir vinir. Þeg- ar þeir réttu mér Tígulgosann rétti ég þeim Vinarkveðju,“ segir Óli og hlær. „Stundum áttu menn bágt og þá þótti þeim gott að geta talað um eitthvað sem mýkti tilvemna." ÓIi hafði sjálfur reynt hvemig harkan gat breyst í mýkt. „Maður upplifir eitthvað við snertingu Krists. Það er líkt og með koparrör sem er hart. Ef það er afglóðað verður það mjúkt! Kristur kennir manni að endurmeta sjálfan sig, ganga í sig. Það lýkst upp hvað maður hefur misskilið margt og Kristur fær mann til að skilja hlutina á annan veg.“ Erfitt starf Óli Ágústsson starfaði hjá verk- takafyrirtækinu ístaki þegar hann var kallaður til að veita Samhjálp forstöðu vorið 1977. Síðan hefur Óla Ágústsson í Samhjálp, dreymir um stað fyrir fjöl- skyldumedferd hann, ásamt konu sinni Ástu Jóns- dóttur og bömum, helgað sig hjálp- arstarfmu. Vom það ekki mikil um- skipti frá verktakavinnunni að fara í það sem margir mundu telja „mjúkt starf"? „Þetta er ekki mjúkt starf og verð- ur ekki unnið í vælutóni. Eg hef þurft að taka á allri karlmennsku minni til að mæta fjandskapnum sem sumt fólk hefur ræktað í óreglunni ámm saman. Neikvæðu tali, illgimi, rógi og skít. Það þýðir ekkert að væla á móti. Maður getur verið ná- unganum góður með því að aga hann og metur það hveiju sinni hvemig taka þarf á manneskjunni. Oft gengur þetta áreynslulaust á yfirborðinu, en þegar fólk þarf virki- lega að takast á við óreglumunstrið í lífi sínu, þá er stundum eins og djöfullinn verði laus. í tilvikum verð- ur maður að þrífa í fólk og hasta á það. Banna því að vaða um stofnun- ina eins og Þorgeirsboli með eldtung- umar út úr sér. í þessu starfi þarf fullrar karlmennsku með og starfs- menn hér oft að niðurlotum komnir þegar vinnudegi lýkur. Þótt ég ynni sleitulaust í þijá sólarhringa við að færa steypustöð frá Búrfelli upp í Vatnsfell var ég samt ekki líkt því eins þreyttur og stundum eftir vinnu hér. Þessi þreyta kemur niður á allri verunni." Afeitrun og trúariðkun Áfengismeðferð hjá Samhjálp hefst með afeitmn undir eftirliti læknis og hjúkrunarfræðings með tilheyrandi lyfjagjöf. Við sögu kemur einnig stuðningsfólk í hópi starfs- manna. Þegar afeitrun er lokið býðst meðferðardagskrá sem felst í sjálfs- mati og skilgreiningu drykkjusýki. „Við bendum á útgönguleið og hvetj- um fólk til að taka trúna með í dæmið,“ segir Óli. „Það má líta á trúarlega þáttinn sem tilboð. Það er enginn skyldugur að trúa, en þeir sem dvelja hjá okkur verða að taka þátt í meðferðinni og sýna öðmm virðingu.“ Trúariðkunin felst í Bibl- íuskýringum, bænagjörð og sam-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.