Morgunblaðið - 29.11.1992, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 29.11.1992, Blaðsíða 41
MÖRGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. WÓVEMBER 'Í992 Viðtal við Þórð Jðnsson, flugmann og ðryggisvirð í Jerúsalem Þórður Jónsson, flugmaður og nú öryggisvörður, á svölunum á íbúð sinni í Austur-Jerúsalem. Bifreið brennd og ýtt út af í Abu Tor, arabíska hverfinu í Jerúsalem. Kemur fyrir að gyðingar eru rifnir út úr bílum sínum og þeir síðan brenndir. „Ég hefði viljað halda áfram hjá Rauða krossinum í birgðaflutning- um, en svo dagaði ég uppi hjá herlög- regu UNTSO,“ segir hann og hlær við. „Þótt við Bláhúfurnar séum óbreyttir borgarar undir heraga, þá vill SÞ helst að menn hafí 5 ára starfsreynslu í her, lögreglu eða sam- bærilegu starfi, auk þess sem flugið kemur manni til góða.“ Slíka starfs- reynslu hafði Þórður. Hann starfaði í 9 ár í lögreglunni á íslandi og var byijaður í vopnagæslunni á Keflavík- urflugvelli. Hér sannast sem fyrr hve vel það kemur sér fyrir þá íslendinga sem sækja í verið erlendis að flestir þeirra hafa víða komið við í vinnu. Orðavalið viðkvæmt UNTSO hefur aðsetur í landstjóra- höllinni, sem byggð var fyrir land- stjóra Breta uppi á hæð sem gnæfir yfir borgina. Þaðan blasir við gamla Jerúsalem umlukt borgarmúrum. Þegar Sameinuðu þjóðimar höfðu samþykkt stofnun Israelsríkis og skiptingu þessa landsvæðis milli ísra- ela og Palestínumanna en að Jerúsal- emborg yrði alþjóðleg, enda báðum helgur staður, yfirgáfu Bretar landið og landstjórahöllina 1948. Jórdanir tóku hana fyrst, en síðan var höllin gefín Rauða krossinum, sem svo lét hana í hendur Sameinuðu þjóðanna. Við Þórður gengum um þessa fallegu skrúðgarða. Þar er grafreitur hunda landstjóranna með grafskriftum, sem sýna að þeir hafa þó átt í hundunum sínum góða vini í þessu erfiða lífi. Þarna í Landstjórahöllinni gömlu er vinnustaður Þórðar. Lögregla Sameinuðu þjóðanna sér um örygg- isgæslu í Jerúsalem, ef t.d. einhver frá friðargæslunum lendir í vandræð- um. Eftir að hafa verið þama í sex vikur í öryggislögreglu SÞ var Þórð- ur gerður að varðstjóra yfir einni vaktinni, sem í eru átta menn. Hann ber beina ábyrgð gagnvart yfirhers- höfðingja UNTSO einum, en hann er nú frá Finnlandi og hefur bústað í gömlu höllinni. Einnig fer Þórður þjálfunarferðir með nýliða til að kenna þeim aðferð- arfræði, þ.e. hvemig þeir eiga að koma fram og komast af við landa- mæraverði og aðra þá sem þarf að umgangast. Það er ekki einfalt í þessum heimshluta.„Þessar tvær þjóðir em svo ólíkar og allt svo við- kvæmt,“ segir Þórður og tekur dæmi. Diplómatapassana geta SÞ-mennirn- ir aðeins notað út úr ísrael, Jórdaníu- megin em stimpluð nafnskírteini, sem gilda ein frá Jórdaníu til Sýr- lands. Þegar komið er á landamærin inn í þessi arabalönd má ekki sjást nokkurt framleiðslumerki á flík eða hlutur með ísraelsku letri, ekki einu sinni vatnsflaska. Alla þarf að um- gangast af þeirri kurteisi sem við á. Og hreint. ekki sama hvaða orð era valin á hveijum stað. Til dæmis er venjulega talað um Vesturbakk- ann og Gasa sem hemumdu svæðin, en á kortum arabaþjóða heitir það sem við köllum Vesturbakka Palest- ína og í munni Israela heitir þetta landsvæði Júdea og Samaría. „Þess- vegna segi ég alltaf að ég komi frá frá King-Hussein brúnni austan megin og Allenby-brúnni ísraelsmeg- in. Eða austan megin að ég sé frá Amman, aldrei ísrael eða Jerúsalem. Þetta er það sem ég er að leiðbeina strákunum með, syo að þeir komist í gegn án vandræða fyrir þá eða Sameinuðu þjóðimar. Ekki að ljúga heldur að segja eitthvað sem hægt er að standa við,“ útskýrir Þórður. Og hann bætir við: „Umgengnin verð- ur að vera afslöppuð. Maður verður að setjast niður og brosa, sýna kurt- eisi og hafa biðlund." Við þessi orð rifjast upp það sem Timur Goksel, talsmaður friðargæslunnar í Líbanon, hafði sagt við mig: „Við SÞ-menn verðum alltaf að muna, að hér hafa allir rétt fyrir sér. Og það verður allt- af að gefa sér tíma til að hlusta." Bros og grjótkast Þórður segir mér að þeir séu alltaf óvopnaðir í ferðum. En þeir era með bláu hjálmana og í skotheldum vest- um til að taka við gijóthnullung- unum, sem dynja líka á hvítum bílum merktum UN og með sérstök Sam- einuðu þjóða númer. „Við skrúfum alltaf niður rúðurnar þegar ekið er um Gasasvæðið. Hvorki fullorðnir né bömin gera nokkurn greinarmun á Sameinuðu þjóða-bílunum, þegar þeir era í intifata-stuði. Þó er þeim ekkert i nöp við Sameinuðu þjóðimar nema síður sé. Á Gasasvæðinu era Sameinuðu þjóðimar lífæð þessa fólks. Það ferðast t.d. til vinnu með bílum Sameinuðu þjóðanna.“ Því má bæta við að á Gasa-strandlengjunni era 50 þúsund manna flóttamanna- búðir Araba, sem lifa við hörmulegar aðstæður þótt stofnanir Sameinuðu þjóðanna leggi þar til heilbrigð- is-, fræðslu- og velferðarþjón- ustu. Þórður segir að það sé stund- um dálítið kúnstugt að sjá þessa litlu krakka, sem standa og veifa brosandi með annarri hendi þegar maður fer framhjá. Hinni halda þau fyrir aftan bak og era svo eldfljót að kasta steininum. „Líklega vita litlu greyin ekki af hveiju þau era að kasta. En manni bregður alltaf þegar steinvölur skella á bílnum og hjálminum. Og satt að segja er maður alltaf með hnút í mag- anum og spenntur meðan ekið er þama í gégn. Þetta er ekki hræðsla, en maður venst því ekki eða slær því upp í kæraleysi." Ekki til að furða sig á, enda hefí ég rekið augun í einn af bílum Sameinuðu þjóðanna illa farinn, bílstjórinn hafði orðið fyr- ir steini og misst meðvitund. Bíllinn valt og eyðilagðist. Það er ekkert einsdæmi. Slík bílhræ sér maður víða með vegum. Ég spyr Þórð hvemig bömin hans taki því að vita af honum þama, stöð- ugt með nærmyndir af slíkum átökum í sjónvarpinu fyrir augunum. Bömin hans tvö, Valdís og Benedikt, sem era 5 og 8 ára gömul, era á íslandi. Þau vora nýlega hjá honum með ömmu sinni og sáu vinnustað pabba. Þórður fór með þau um allt og sýndi þeim trakkana og búnaðinn, sem þeim fannst spennandi. Hann hefur það eftir móður þeirra að þau séu rólegri á eftir þegar þau sjá slíkar fréttir frá ísrael. „Þama hittu þau vinalega her- menn og þetta er nú ekki eins aga- legt í þeirra augum og sjónvarps- myndimar,“ segir hann. Ekki að furða þótt bömum gangi illa að skilja það sem þama gerist. Það reynist okkur fullorðna fólkinu full erfitt. Oft slær það ókunnan gest á ferð hve margt er líkt með þessu fólki fremur en að kynstofn- amir séu svo ólíkir. Báðar þjóðimar era líka upprannar af sömu Semita- rótum, báðar komnar af hirðingjum að langfeðratali, báðar dreifðust í útlegð og þreyðu ofsóknir, niðurlæg- ingu og pyndingar. Ef allt væri með felldu ættu þeim að koma prýðisvel saman. Gallinn bara sá að báðir aðil- ar gera kröfu til að snúa aftur til sama landsvæðisins. Og báðir hóp- arnir hafa gripið til ofbeldis til að láta drauminn um sitt sjálfstæða ættland rætast. í þessu friðsamlega umhverfi heima hjá honum Þórði og henni Jytte eram við því stödd í miðj- um miklum harmleik. Sædýra- og sæþörungadag- ur á höfuðborgarsvæðinu SÝNINGAR verða á ýmsum stöð- um á höfuðborgarsvæðinu á sæ- dýrum og sæþörungum. Þetta er gert til að hvetja til aukinnar kynningar á sjónum og sævarbú- um, þannig að það sæmi þjóð sem byggir afkomu sína á skynsam- legri nýtingu sjávarafla. Á sunnudaginn verður eftirfar- andi sýnt: Kl. 10.30-12.00 S Varm- árskóla, Mosfellsbæ, þurrkuð sæ- dýr, kl. 12.00-16.00 í Laugames- skóla, þurrkuð sædýr kl. 13.00- 15.00 í Hafrannsóknarstofnun, Skúlagötu 4, lifandi sædýr og sæ- þörungar, kl. 13.30-16.00 í sýning- arsal Náttúrufræðistofnunar Is- lands, Hlemmi 5 (gengið inn frá Hverfisgötu), þurrkuð sædýr og sæþörungar íd. 14.00-16.00 í Nátt- úrugripasafni Seltjarnarness, Val- húsaskóla, þurrkuð sædýr kl. 14.30-16.00 í Náttúrufræðistofu Kópavogs, þurrkuð sædýr og lifandi sædýr og sæþörungar kl. 16.00- 18.00 í vöruskemmu á Grófarbakka (gömul vöruskemma ríkisskips) að vestanverðu, lifandi sædýr, þörung- ar og ísaðir nytjafiskar. Sælífsker með botnlífverum verða utandyra allan daginn ef veður leyfir. Náttúr- an sjálf sýnir lifandi og dauða sæ- þörunga og sædýr á fjöru milli kl. 15.00 og 17.00 víðsvegar í fjörum á höfuðborgarsvæðinu. Um næstu helgi verða samskonar sýningar á Suðvesturlandi utan höfiiðborgar- svæðisins. (Fréttatilkynning frá NVSV) ------» ♦ ♦------ Kolrössur halda tónleika f TILEFNI þess að hljómsveitin Kolrassa Krókríðandi er að gefa út sína fyrstu plötu, munu Kolrössur standa fyrir tveimur uppákomum í Reykjavik í næstu viku. Mánudaginn 30. nóvember mun Kolrassa spila á kaffi Rósinberg ásamt hljómsveitinni Rut-t- og föstu- daginn 4. desember munu svo Kolrössur halda hina eiginlegu út- gáfutónleika. lUlarkápur, ullarfakkar. Glæsilegt úrval. V/Laugalæk, sími 33755.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.