Morgunblaðið - 29.11.1992, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 29.11.1992, Blaðsíða 43
ég á frekar von á því að draga veru- lega úr þessu eftir þetta tímabil." Aldrei haft verulegan áhuga á dómgæslu „Eg hef eiginlega aldrei haft veru- legan áhuga á dómgæslu — þannig lagað. Ég sinnti því til dæmis aldrei að fara út í að taka alþjóðlegt próf, fyrst og fremst vegna þess að ég hafði ekki áhuga fyrir því. En þegar ég ákvað að vera eitthvað áfram í þessu ætlaði ég að taka alþjóðapróf- ið en þá vildu þeir ekki svona gamla menn sem nýliða, þó svo eldri menn en ég séu að dæma í alþjóðlegum rnóturn." Manst þú e&ir einhverjum leikjum þar sem þú hefur lent í hasar og orðið fyrir aðkasti leikmanna, þjálf- ara eða áhorfenda? „Nei, ég man ekki eftir því að hafa lent í neinum hasar, en ég hef verið að dæma þar sem meðdómarar mínir hafa lent í hasar. Auðvitað hefur maður fengið ýmsar athuga- semdir, bæði frá leikmönnum, þjálf- urum og áhorfendum, en ég hef aldr- ei lent í neinu sem orð er á gerandi." Nú hefur þú haft orð á þér fyrir að vera ekkert að gefa tæknivíti nema mikið gangi á. Hver er kúnst- in við að komast í gegnum leiki án þess að beita tæknivítum og lenda í hasar? „Mér fínnst best að reyna að halda ró sinni í leiknum, æsa sig ekki upp eins og leikmenn og þjálfarar gera stundum. Tæknivítin eru mjög góð til síns brúks og það er hægt að beita þeim vel. Ef þau eru gefin á réttu augnabliki þá getur maður bjargað heilum leik, en að beita þeim fyrir smá mótmæli eða slíkt getur eyðilagt leikinn. Maður veit það frá því maður var í þessu sjálfur að þó menn reki upp eitthvert gól í miðjum leik og því sé beint til dómarans þá er því oftast, innst inni, beint til manns sjálfs. Ég reyni að nota ekki tæknivíti nema í ítrustu neyð.“ »Hann bara hlær að manni!“ „Ég ákvað það fyrir löngu síðan að leyfa þjálfurum að ergja sig dálít- ið á bekknum og brosa til þeirra þá frekar en að vera að veita þeim til- tal eða tæknivíti. Einar Bollason orðaði það þannig á góðri stund að hann færi alveg á taugum þegar hann sæi að ég ætti að dæma hjá sér því það væri ekki hægt að æsa mig neitt upp. „Hann bara hlær að manni!“ sagði Einar. Eins hef ég haft það fýrir reglu að ræða ekki mikið við leikmenn og þjálfara um leikinn. Mér finnst það ekki sniðugt þegar menn eru með alltof vinsamleg samskipti við þjálf- ara og leikmenn fyrir leiki, og í raun ekki heldur eftir leiki. Það hefur eitt hð gert athugasemd við það þegar ég og annar dómari ræddum dálítið lengi við þjálfara hins liðsins." Hafa orðið miklar breytingar á körfunni og dómgæslunni frá því þú byrjaðir að fylgjast með? „Já, og til batnaðar. Það eru meiri kröfur gerðar núna, bæði til leik- manna og dómara. Það er miklu meiri hraði í leiknum núna og það er oft mjög erfitt að dæma, sérstak- lega þykir mér erfitt að dæma þegar lið beita pressuvörn. Einnig er oft erfitt að dæma ef annað liðið er gott en hitt slakt. Körfuboltinn hefur batnað mikið á síðustu árum og er enn í framför og það sama má segja um dómgæsluna. Sérstaklega á þetta við eftir að ungu strákarnir komu inn í þetta. Þeir eru í þessu af lífi og sál og leggja mikinn metn- að í það sem þeir eru að gera. Þetta er allt annað en þegar ég var að byija og maður var skikkaður til þess.“ Er mikill munur á að dæma í úr- valsdeildinni og í 1. deild kvenna? „Eins og kvennakarfan hefur þró- fs} ,°g ver'ð undanfarin ár þá eru leikirnir hjá stelpunum orðnir mörg- um sinnum betri og skemmtilegri en þeir voru, þeim hefur farið mikið fram. Ég geri því ekki upp á milli þess að dæma hjá þeim eða strákun- um. Kvennaleikir eru ef til vill að- eins hægari, en það er það eina. En það er alveg jafn erfitt að dæma kvennaleikina," sagði Jón Otti Ólafs- son. seeuiaaMamÉL.t ÍÞRÓTTIR JU É lOfl4l GiaAjanuoaoi/. SUNNUDAGUR 29. NOVEMBER 1992 43 Arnar Már tekur sér hvíld frá upptökum á La Manga. Ætlaði alltaf að verða goHkennari - segir Arnar Már Ólafsson sem hefur gefið út kennslumyndbönd ARNAR MÁR ÓLAFSSON er aðeins 26 ára gamall en hefur engu að sfður getið sér gott orð sem golfkennari. Hann er menntaður sem slíkur í at- vinnumannaskólanum i Sví- þjóð (PGA) og hefur sótt nám- skeið til að fylgjast með því nýjasta sem er að gerast á hans sviði. Nýverið var hann til dæmis í kennslu hjá einum af frægustu kennurum heims í Bandaríkjunum. Eftir Skúla Unnar Sveinsson Amar er nýkominn frá Banda- ríkjunum þar sem hann var í kennslu í skóla Leadþetter, sem er frægasti golfkennari heims, fyrst og fremst fyrir að hafa gert Nick Faldo að góðum kylfingi. Amar var i tíma hjá kennara sem heitir Simon Holmes, en hann er þekktastur fyrir að vera kennari þeirra Anders Forsbrands frá Sví- þjóð og Bernhard Langers frá Þýskalandi. Von var á Faldo í tíma til Holmes nokkrum dögum síðar þar sem Leadbetter sjálfur var ekki viðlátinn. „Það er mjög mikilvægt fyrir mig að komast að hjá Holmes, og ég á eftir að fara oftar til hans. Þarna sér maður hvernig þeir bestu gera hlutina og hvemig þeir haga kennslunni og það er auðvitað mikil- vægt fyrir kennara," segir Arnar Már. Hvernig stóð á því að þú fórst að kenna golf? „Það var nú eiginlega fyrir tilvilj- un. Ég var beðinn að taka að mér kennslu fyrir unglinga hjá Keili fyr- ir nokkmm árum og það hlóð uppá sig þannig að 1988 var ég ráðinn til pmfu á Hvaleyrina til að sjá um golfkennslu. Það gekk vel og það var mikið að gera þannig að það lá beinast við að fara og læra þetta. Það er ekkert launungarmál að ég stefndi alltaf að því að verða golfkennari. Ég fór í Kennarahá- skólann eftir menntaskólann til þess að ná mér í þekkingu í uppeldis- og kennslufræðum og var þar í tvö ár. Þegar ég átti að fara á þriðja árið komst ég inn í skólann í Sví- þjóð og vildi ekki missa af því tæki- færi. Þar var ég í tvö ár og fékk þá réttindi sem kennari og missti um leið áhugamannaréttindin þann- ig að nú má maður bara vera með í mótum hér heima sem gestur.“ Erum við á réttri leið í golfínu hér á landi? „Já, ég held að það sé ekki nokk- ur vafí og ég er meira en sannfærð- ur um að það verða nokkrir íslensk- ir kylfingar með í evrópsku móta- röðinni innan ekki allt of margra ára. Við erum með miklu, miklu betri efnivið í höndunum en áður og miklu betri aðstæður og nú verða menn bara að fara að trúa þvf að við eigum góða kyifinga. Birgir Leifur [Hafþórsson, úr Leyni á Akranesi] er til dæmis með betri forgjöf en Úlfar [Jónsson, íslands- meistari úr Keili] var með á sama aldri. Þessir tveir og fleiri eiga eftir að ná langt og ég held að við gætum átt nokkra á „Evróputúmum" eftir nokkur ár. Ég tel líka mikilvægt fyrir kylf- inga hér á landi að þeir geti haft einhveija sem styðja_ við bakið á þeim fjárhagslega. Ahugamanna- reglumar em strangar en víðast hvar er mönnum leyft að hafa stuðn- ingsaðila þó svo þeir séu ekki að flagga því þegar komið er í mót erlendis. Það er talsvert um þetta hér en það á ekki að þurfa að fara með það eins og hemaðarleyndar- mál. Það má ekki fréttast að efnileg- um kylfíngum hafi verið gefinn golf- bolti þá fer allt á annan endann!“ Nú ert þú einnig að senda frá þér myndband þar sem þú ferð yfír helstu atriðin í golfinu. Fyrir hverja eru þessi myndbönd? „Ég er í rauninni ekki að senda myndböndin frá mér heldur Kvik- myndafélag Nýja bíós. Við fórum út til Spánar um miðjan september ogfengum níu holu völl á La Manga fyrir milligöngu Evrópusamtaka golfkennara. Þar vomm við í tíu daga og unnum frá morgni til kvölds og útkoman era þijú myndbönd sem öll era um 50 mínútna löng. Þetta er allt vel unnið og fagmannlega enda era þeir hjá Nýja bíói mjög metnaðarfullir og vandvirkir og það þurfti að taka þetta margoft upp, nokkuð sem ég gerði mér ekki grein fyrir áður en ég fór út í þetta. Við fengum að setja PGA stimpil á þetta og hann á að tryggja að þetta sé fagmannalega unnið. Á fyrstu spólunni fer ég lauslega í undirstöðuatriði golfsveiflunnar og er spólan miðuð við byijendur í golfi. Á þeirri næstu er farið nánar í golf- sveifluna og hvemig menn eiga að húkka, slæsa, slá hátt eða lágt, hvernig slá á úr brautarglompum og karga og á þriðju spólunni fer ég í stutta spilið og púttin. Á öllum spólunum sýni ég nokkrar góðar æfíngar sem fólk getur gert hvar sem er. Kylfingar geta nýtt sér spólurnar með því að sjá hvað þeir era að gera rangt og leiðrétta það, annað hvort sjálfír eða með því að fara til kennara. Eftir að fólk hefur skoðað myndböndin ætti það að vera mót- tækilegra fyrir því sem kennari hef- ur að segja þeim og því vona ég að sem flestir geti nýtt sér þetta framtak,“ sagði Amar Már. Hvenær koma myndböndin í verslanir og hvað kostar spólan? „Þau eiga öll að vera komin fljót- lega uppúr mánaðamótunum og hver spóla kostar 2.980 krónur." ■ ■ i Frítt með snyrtivörum Fæst í betri snyrtivöruverslunum og apótekum RAFMAGNSVEITA REYKJAVÍKUR Húsbyggjendur Þeim húsbyggjendum, sem þurfa á rafmagns- heimtaug að halda í hús sín í vetur, er vinsamleg- ast bent á að leggja inn umsókn um hana sem allra fyrst til þess að unnt sé að leggja heimtaug- ina áður en frost er komið í jörðu. Gætið þess að jarðvegur sé kominn í sem næst rétta hæð þar sem heimtaug verður lögð og að uppgröftur úr húsgrunni, byggingarefni eða ann- að, hindri ekki lagninu hennar. Heimtaugar verða ekki lagðar ef frost er komið í jörðu, nema gegn greiðslu þess aukakostnað- ar, sem af því hlýst. Jafnframt bendir Rafmagnsveitan á að inntaks- pípur heimtauga fyrir einbýlis- og raðhús skulu ná út fyrir lóðamörk. Nánari upplýsingar eru gefnar á heimtaugaaf- greiðslu Rafmagnsveitunnar, Suðurlandsbraut 34, í síma 604600. STEINAR WAAGE Póstsendum samdægurs. 5% staðgreiðsluafsláttur Verð 4.995,- StærðÍR 36-46. Litun Natur-brúnn. Efni: Vatnsvarið leður og ullarfóður Sóll: Randsaumaður grófur göngusóli Ath: MJög gott fótform. V. Égilsgötu 3, sími 18519 Kringlunni 8-12, simi 689212 Veitusundi, s1mi 21212. ^ -

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.