Morgunblaðið - 29.11.1992, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 29.11.1992, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. NÓVEMBER 1992 komuhaldi. Þennan þátt annast bæði leikmenn og fólk með embættispróf í guðfræði. Megnið af starfsmönnum Sam- hjálpar þekkir eymd óreglunnar af eigin raun. Óli segist eiga auðvelt með að setja sig í spor skjólstæðing- anna. „Hér gildir ekki „ég og þið“ heldur „við“. Ég er að útskýra hlut- ina fyrir fólki sem statt er á hörm- ungasvæði og það er oft auðveldara en að útskýra þetta fyrir þeim sem eru á þykkum teppum." Umönnun bætir líkamlegt ástand sjúklingsins og hefur jákvæð áhrif á andlega líð- an, en það er ekki nóg að mati Óla. „Líkamleg lækning fyllir ekki tómið sem myndast í sálarlífinu. Margir skjólstæðingar okkar hafa sagt að það sé eitt að koma frá óreglu og annað að fylla tómið eftir hana. Þar verður trúin svo afskaplega mikil- væg og yndisleg." Að meðferð lokinni fara flestir aftur út í lífið og takast á við tilver- una frá degi til dags. Sumir eiga alla aðstöðu í Iífinu, fjölskyldu, heim- ili og vinnu. Aðrir eru einstæðingar en hafa aðstöðu og fara í hana. Þriðji hópurinn eru þeir sem ekkert eiga, hafa jafnvel tapað heimili og vinnu vegna óreglu. Þeim býðst að flytja í áfangaheimili Samhjálpar við Hverfisgötu, þar sem sex menn geta búið í einu. Óli segir vanta pláss fyrir sjö til viðbótar. Heimilismenn í áfangaheimilinu verða að vera komnir í launaða vinnu innan tveggja vikna frá því þeir flytja í heimilið. Til þessa hefur gengið vel að afla öllum starfa. Mönnum gengur misvel að fóta sig í bindindi eftir langa misnotkun vímugjafa. Hvernig líður Óla þegar skjólstæðingar falla fyrir freisting- unni? „Það var ógurlega sárt fyrst, maður grét úr sér hjartað. Svo lærði maður að fólki gekk ekkert betur fyrir það. Vonbrigðin eru alltaf sár vegna þess að við gerum út á að láta okkur þykja vænt um fólkið. Sumir koma aftur og aftur, við vilj- um það. Reyndar hefur komið fyrir að ég hef lokað á fólk. Einu sinni var manneskja búin að koma oft og hafði ekki staðið sig betur en það að ég vildi hana ekki oftar. Starfs- fólkið fór á bakvið mig og tók hana i inn, þrátt fyrir bannið. Nú er þessi manneskja búin að vera frelsuð í tvö ár. Maður hættir við að segja eitt- hvað þegar svona lagað gerist." Leitarsvæðið má ekki minnka Það er enginn hörgull á verkefn- um þegar um áfengisvandann er að ræða. „Við höfum SÁÁ og Landspít- alann og það er blessað að Sam- hjálp skuli fá að vera með, það breikkar leitarflokkinn. Því fleiri sem tengjast hönd í hönd, þess meiri lík- ur eru á að týndur finnist." Óli telur að vel megi skoða ný og ódýrari til- brigði við þá meðferð sem nú býðst. „Það vantar fímm daga meðferð, til að menn, sem hafa starf, ábyrgð og Qölskyldu, en eru búnir að drekka sig í drep, geti komið og rétt sig af. Það á ekki að þurfa að reka þá í 15 daga vist hér og 30 daga þar. Það er ekkert víst að manninn langi í meira en fimm daga, auk þess sem sumir kunna meðferðina orðið utan að! Þegar mikið er um endurkomur á meðferðarstofnanir af mönnum, sem hafa alla aðstöðu í lífinu, þá er ekki þörf fyrir þessa dýru með- ferð.“ Draumur Óla er að færa út tjald- hælana, til að geta tekið heilar fjöl- skyldur til meðferðar. Hann þekkir sjálfur að raunhæf hjálp á neyðar- tímum getur skipt sköpum fyrir framtíð íjölskyldu í vanda. „Þegar við Ásta áttum í erfiðleikum fyrir þijátíu árum voru ráðgjafar okkar svo ráðþrota að þeir vildu tvístra fjölskyldunni um allar jarðir. Þá tók trúað fólk austur í sveitum okkur til sín með fjögur lítil börn, það elsta átta ára. Fólkið hjálpaði okkur með aðstöðu um leið og það kom okkur á trúarlegt spor. Við vorum þar þangað til við gátum aftur farið að takast á við lífíð. Allar götur síðan hefur verið í hjörtum okkar þrá eft- ir að taka utan um ijölskyldur sem eru að leysast upp. Maður veit ekk- ert um hvert börnin fara, hvaða tækifæri þau fá, eða hvað um hjón- in verður. Svo les maður um allt þetta vonda sem er angistaróp í ör- væntingu ráðþrota fólks.“ Heil þorp fyrir fjölskyldumeðferð Fyrirmyndin að Samhjálp er sótt til LP stofnunarinnar í Svíþjóð sem er kristilegt hjálpar- og mannúðar- starf. í fyrstu einbeitti LP stofnunin sér að áfengismeðferð einstaklinga en hefur þróast mikið yfir í fjöl- skyldumeðferð. Reynt er að endur- hæfa fjölskylduna í heild, enda mót- ar vandi áfengissjúklingsins þá sem næstir honum standa. Fjölskyldu- meðferð LP stofnunarinnar fer fram í litlum þorpum þar sem búa 10-15 fjölskyldur auk starfsmanna stofn- unarinnar, allt að 200 manns á hveijum stað. Hver fjölskylda hefur eigin íbúð, en allir matast í einu mötuneyti og á hveiju kvöldi er sam- verustund. Bömin sækja skóla eða eru í daggæslu, foreldramir vinna eftir því sem mögulegt er. Það er öll þjónusta á staðnum, læknishjálp, ráðgjöf, skóli og daggæsla. Margar fjölskyldur em sendar af félagsmála- stofnunum, aðrar koma gegnum meðferðarstofnanir. „Konan getur verið forfallinn pillusjúklingur, börain ráfa um van- hirt og karlinn týndur. Svona fjöl- skyldur em til hér á landi. Við höfum hjálpað fjölskyldu þar sem húsmóðir- in, 28 ára gömul, hafði verið í vímu frá 12 ára aldri. Það eiga allir menn möguleika. Enginn er vonlaus. Ég verð mjög sæll í hjarta mínu þegar ég hugsa um fjölskyldur sem hafa bjargast. Við höfum hjón á meðal okkar nú sem svona var ástatt um. Þau vom skilin og börnin dreifð í allar áttir. Svo græddi Kristur þessi hjón saman og börnin uxu að þeim aftur. Þau fengu tækifæri til að spreyta sig og gripu það. Nú fagna sex manns tveimur ámm í nýju lífí. Ég hef þá trú að félagsmálastofnan- ir mundu fagna því ef aðstaða til fjölskyldumeðferðar kæmi hér á landi," segir Óli. „Ég hafði svona starf í huga þegar ég leitaði til heil- brigðisráðherra með hugmynd um að breyta Gunnarsholti í íjölskyldu- meðferðarstöð. Það þarf ekki að bæta miklu við til að skapa þar frá- bæra aðstöðu fyrir svona starf. Ef við fáum ekki Gunnarsholt reynum við að gera þetta í Hlaðgerðarkoti, þótt nálægðin við þéttbýlið sé ekki ákjósanleg í þessu samhengi." Óli segir að efnahagserfiðleikar og óregla fari oft saman hjá fjöl- skyldum í vanda. Af þeirri blöndu spinnist margt vont. „Auk áfengis- meðferðarinnar hjálpum við fólki að koma lagi á fjármálin, semja við lánastofnanir, tölum við lögfræðinga og þurfum jafnvel að gangast í ábyrgð'r og leggja til fjármuni. Að fólk hefur samið um skuldir sínar upp á nýtt hefur stundum létt af því slíkri byrði að það þurfti ekki meira. Fólkið var orðið svo skelfingu lostið að það hafði alveg tapað átt- um. Við kennum fólkinu að ganga reglulega til starfa. Það þarf ekkert endilega að verða „yfirtrúað", heldur þarf það fyrst og fremst'að ná tökum á lífi sínu.“ Opinber framlög og sjálfsaflafé Samhjálp starfar á þremur stöð- um í fimm starfseiningum. í Hlað- gerðarkoti í Mosfellsbæ em 30 rúm, í áfangaheimili við Hverfisgötu 6 rúm og í Gistiskýlinu við Þingholts- stræti 15 rúm. Að Hverfisgötu 42 er félagsmiðstöðin Þríbúðir, kaffi- stofa og skrifstofur stofnunarinnar. Starfsmenn em alls 25. Samhjálp gefur út Dagskrá, tímarit sem kem- ur fjórum sinnum á ári og hefur um 9.000 áskrifendur. Samkomur fyrir skjólstæðinga og velunnara era haldnar í félagsmiðstöðinni, þangað koma um 20.000 gestir i ár. Heil- brigðisráðuneytið kostar rekstur, vistun og meðferð vistmanna í Hlað- gerðarkoti, en rekstur og viðhald fasteigna er kostað af sjálfsaflafé. Samhjálp er verktaki hjá Reykjavík- urborg vegna reksturs Gistiskýlisins í Þingholtsstræti. Borgin styrkir starfið í félagsmistöðinni og kaffi- stofunni. Sjálfsaflafé Samhjálpar nam allt að helmingi af veltu stofn- unarinnar þegar best lét. Samhjálp hefur gefið út hljómplötur og bækur sem hafa selst í tröllaupplögum. Fyrir afraksturinn var byggt upp í Hlaðgerðarkoti og félagsmiðstöðin á Hverfisgötu keypt. Þessa dagana er að koma út geisladiskur, Allt megn- ar þú, með úrvali söngva af Sam- hj álparplötunum. Á vegum Samhjálpar er rekið mikið félagsstarf fyrir skjólstæðinga og velunnara sem kallast „Samhjálp- arvinir". Haldnar em samkomur í Þríbúðum tvisvar í viku og margir smærri fundir. Þangað getur fólk sótt félagsskap og styrk í amstri dagsins. „Við stefnum að því að gera manneskjuna sjálfstæða svo hún geti ráðið sér sjálf án þess að fíkn eða óyndi taki af henni völdin. Okkur finnst það fullkominn árang- ur ef okkur tekst að sætta manneskj- una við tilvemna. Sumir kjósa að vera í trúarsamfélagi til að efla sér þrek. Það er ekkert endilega fólk sem er trúað með upphrópunum. Þetta er venjulegt fólk sem ræktar sína trú í hljóðlátu hjarta og krydd- ar lífið með henni. Aðrir velja að standa utan trúarsamfélagsins en eiga vináttu okkar. Það sem tengir okkur saman er vinátta og trú.“ SJOMANNAKAFFI I HAFNARFIRDI Byggðasafn Hafnarfjarðar, Sjóminjasafn íslands og veit- ingahúsið A. Hansen, sem öll eru í sögufrægum húsum við Vesturgötu í Hafnarfirði, brydda upp á nýjungum alla sunnudaga til jóla. Söfnin eru opin kl. 14-18, A. Hansen býður upp á kaffihlaðborð með vænum kleinum og þykkum jólakökusneiðum að sjómannasið og Karl Jónatansson leikur sjómannalög á nikkuna. Byggðasafn Hafnarfjarðar er í húsi sem Bjarni riddari Sívertsen byggði 1803 og er því 190 ára gamalt og langelsta hús í Hafnarfirði. Sjóminjasafn íslands er til húsa í gömlu slökkvistöðinni og Brydepakkhúsi, sem var byggt 1865 og er því að verða 130 ára gamalt. Það var sérstaklega endurbyggt fyrir Sjóminjasafnið. A. Hansen er í Hansensbúð, verslunarhúsi frá 1880. Hans- ensbúð er unglingurinn í hópnum, aðeins 112 ára göm- ul. Komið og njótið þessara fallegu, gömlu húsa! Öll fjölskyldan skellir sér á söfn, sjómannakaffi og spilirí í Firðinum í dag! LIO\ LLOYD skór aðeins kr. 9.800.- Viðskiptavinir atfiugið! Beinn innflutningur áAMmiskóm úr verslun í Þýskalandi hefur verið stöðvaður vegna einka- umboðs hér á landi. Með tilkomu EES vonumst við til að geta boðið upp á luwb skó í framtíðinni. Gerið verðsamanburð Tilboð: Sólum og hælum Lloyds skóna þína með úrvals leðri og ekta Lloyds hælplötum fyrir aðeins kr. 1,800,- tilboðk>stendurútii. 12.1992 GISLI FERPINANPSSON HF LÆKiARGÖTU 6A ■ 101 REYKJAVÍK ■ SlMI 91-20937 OPIÐ l DAG SUNNUDAG! hab itat pHHHjjjH FRA KL. 13.00 TIL 16.00 Viö bjóöum ykkur velkomin í dag, sunnudag, í verslun okkar aö Laugavegi 13. Mikiö úr\saI af nýjum \sörum. J Allt einstakar \sörur sem fást aöeins í Habitat. \Zerið \selkomin! IHI U £5Hþ LAUGAVEGI 13 - SÍMI (91) 625870

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.