Morgunblaðið - 29.11.1992, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 29.11.1992, Blaðsíða 47
aul)AqUmu3 VIAVMOl^^iAVTU ( MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. NÓVEMBER 1992 47 FLUTNINGS- AÐILAR NYJAR REGLUFt UM GREIÐSLUABYRGÐ Gárur eftir Eltnu Pálmadóttur TaJast við um telefax Frá og með 1. des. 1992 þurfa þeir viðskiptavinir okkar sem ekki hafa aflað sér viðskiptakorta hjá fyrirtækinu að framvísa beiðni, fyrir hvern farm, undirritaða af greiðanda. r A beiðni þarf að koma fram: Nafn - heimili - kennitala - símanúmer og undirskrift ábyrgs aðila. r An beiðni eða viðskiptakorts er flutningsaðili ábyrgur fyrir greiðslu sorpeyðingargjalds. Viðskiptakoft eru afhent á skrifstofu SÓRPU í Gufunesi samkvæmt skilmálum sem gilda þar um. Upplýsingar í síma 67 66 77 frá klukkan 8.20 til 16.15 alla virka daga. Stöðvarstjóri Lítið sjáum aftur en ekki fram. Mætti kannski allt eins segja: Lítið sjáum núið og alls ekki fram. Þetta kom upp í húg- ann við lestur frétta um vaxandi utanferðir á fundi. 0g það á tækniöld með öllum þessum auð- veldu og hröðu tækniaðferðum til tjáskipta. Jafnvel geta margir tal- að saman í síma í einu með því að veita sambandinu út í stofum- ar beggja megin og hver sem vill komið inn í samtalið. Meðal þeirra sem kunna að nota nútímatækni er enn almennara að skiptast á orðum um telefax. Svar berst um hæl. Ekki þarf að bíða eftir sam- bandi eða að viðkomandi sé viðlát- inn. Hann les telefaxbréfíð um leið og hann kemur inn. Líka ódýr- ara en símtöl - hvað þá ferð á staðinn. Dæmi skýrir betur en fullyrð- ingar. Af tilviljun hefí ég getað fylgst með vinnubrögðum al- þjóðasamtaka, sem jafnóðum nýta til- tæka tækni og laga sig að henni. Interco- iffure heita alþjóðleg samtök hárgreiðsiu- meistara um allan heim. Ná til Japans, Kóreu, Suður-Afríku, Bandaríkjanna, allra landa á meginlandi Evrópu o.s.frv. Þetta eru mótandi samtök um hártísku í heimin- um og þurfa mikil og almenn samskipti. Fyrir fjórum árum kusu þau í stjórnina í París íslending, Elsu Haraldsdóttur. Nú hefur Elsa verið valin ein þriggja í nefnd, sem á að móta og sjá um alla list- viðburði samtakanna. Hún er þar listráðunautur og fulltrúi stjómar- innar, en með henni tveir utan- stjórnar frá Hollandi og Banda- ríkjunum. Þetta fólk er valið til að móta alla þá atburði sem sam- tökin standa fyrir á árinu 1993. Þau voru valin með svo mikið ákvörðunarvald af því að einmitt þetta fólk hefur verið mjög ötult og skapandi á undanförnum árum að dómi fagfólksins. Mikið fyrr hefði samt ekki verið hægt að velja í slíkri heimsstarfsemi leið- andi manneskju sem situr á eyju norður í Atlantshafi - og það í sjálfstæðum alþjóðasamtökum, sem ekki hafa neinn ríkiskassa eða opinbert fé á bak við sig - nema af því að til er komin önnur samskiptaleið en áður var. Enda eru þetta timamót í starfsemi Int- ercoiffure, vegna þess að þessi umfangsmiklu tískusamtök laga starfsemi sína jafnóðum að nýjum aðstæðum. Páfí hártískunnar í heiminum, hinn frægi Alexandre de Paris, er að hætta sem forseti þeirra og leiðtogi. Við tekur Morice Franc, sem um árabil hefur verið þar list- rænn ráðunautur. Hann verður forseti með aðsetur í París. En í stað þess að einn mótandi listrænn ráðunautur verði að vera þar líka, var nú hægt að skipa í nefnd þijár manneskjur, sem sitja sín í hverju landi, til að sjá um alla listvið- burði hvar sem er í heiminum, sú leiðandi á Islandi. Kemur til af því að beitt er nýjum vinnubrögð- um í samskiptatækni, sem hafa reynst vel. Eg grenslaðist fyrir um vinnubrögðin hjá Elsu. Hún sagði þau vera búin að móta allt það sem fram ætti að fara á veg- um samtakanna á árinu 1993. Hittust á einum fundi í New York í september og lögðu línumar, sendu þær til höfuðstöðvanna í París með telefaxbréfí og fengu strax staðfest samþykki. Þar skiptu þessi þijú með sér verkum þannig að hvert þeirra sér um ákveðinn þátt. Búið er að móta hárlínuna og Elsa sendir hana út, til allra sambandanna í einu bréfí, og vinnur svo í framhaldi með list- ráðunautum deildanna í hveiju landi. Síðan notum við bara tele- faxið eins mikið og hægt er til samskipta. Við þijú þurfum ekki að hittast nema tvisvar sinnum á ári, segir Elsa. En strax og tele- faxtæknin kom á markaðinn höfðu Intercoiffure-samtökin far- ið fram á það við öll samböndin um allan heim að hafa slíkt tæki tiltækt. Og sá siður hefur mótast að svara öllu um hæl. Hægt að fá svar og viðbrögð samdægurs eða morguninn eftir. Samskonar vinnubrögð eru nú viðhöfð fyrir formannaþing Int- ercoiffure einu sinni á ári. Allur undirbúningur fer fram fýrirfram um telefax, sem sparar mikla vinnu og tíma á þinginu sjálfu. Tafsamir smámunir eru þegar afgreiddir. Samskonar vinnu- bragða krefst Elsa þegar hún fer sjálf til sýningahalds, er stif á að allt sé klárt og ákveðið fyrirfram, skipulagning. sýningarstúlkur o.s.frv. Engir lausir endar séu áður en hún leggur af stað. Mað- ur einfaldlega handskrifar eða vélritar spumingar, segir hún, og krefst staðfestingar. Þótt mun dýrara sé að nota síma, þá mundi hún þó ekki hika við það ef þyrfti. En það sýnir hve vel þetta kerfi virkar að hún þurfti aldrei að hringja af því að telefaxsvar bær- ist ekki við undirbúning á sl. ári á eigin sýningum í Suður-Afríku, Bandaríkjunum, Kanada, París og víðar. Er ekki eitthvað bogið við það þegar ferðir á samráðsfundi er- lendis fara hjá ríkis- eða borgar stofnun vaxandi við þessar að stæður? Er það ekki bara van- kunnátta eða vanhæfni? Sjálfsagt er miklu skemmtilegra að fara og hitta félagana, því maður er manns gaman, en slíkt hlýtur þá að falla undir skemmtun og greið- ast sem slíkt úr eigin vasa, ekki satt? Illa dugar að kaupa bara tækin og kunna ekki að nýta þau Eigi ætti þó skuturinn að þurfa eftir að liggja hjá þessari bráðgáf- uðu en dulítið tregu þjóð í taumi ef allvel er róið í framrúmi. bs RRA SORPEYÐING HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS Gufunesi, sími 67 66 77 H&lNÚAUrt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.