Morgunblaðið - 29.11.1992, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 29.11.1992, Blaðsíða 36
MORGUNBLAÐIÐ ATVIIMNA/BAP^^lÁ^W¥MWlV%-i« NÓVEMBER 1992 sggi a3awivr>y. i1 n/ u iv:/^- AwiOVwAmflWi/liW 1A ninA.jtr/-UTjnoM fff Leikskólar Reykjavikurborgar Stuðningsstarf Þroskaþjálfi óskast í stuðningsstarf eftir hádegi á leikskólann Ægisborg v/Ægisíðu. Nánari upplýsingar gefur leikskólastjóri í síma 14810. Dagvist barna, Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími27277. Húshjálp óskast í fullt starf á heimili franska sendiherrans í Reykjavík. Um alhliða þjónustustörf er að ræða, m.a. þrif, eldamennsku, og annað það er viðkem- ur heimilishaldi hjá sendiherra. Góð ensku eða frönskukunnátta er nauðsynleg. Umsóknir, ásamt mynd, meðmælum og upp- lýsingum um fyrri störf og annað sem um- sækjandi vill taka fram þurfa að berast til Franska sendiráðsins, Túngötu 22, PO BOX 1750, 121 Reykjavík fyrir mánudaginn 7. desember. Lögreglumaður Laus er til umsóknar staða lögregluþjóns til afleysinga í lögregluliði Vestmannaeyja. Ráðningartími er frá 15. janúartil 1. septem- ber 1993. Umsækjendur þurfa að hafa lokið prófum frá Lögregluskóla ríkisins. Umsóknum ber að skila til undirritaðs fyrir 20. desember nk. Upplýsingar gefur Agnar Angantýsson yfir- lögregluþjónn. Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum, 23. nóvember 1992. Georg Kr. Lárusson. ffra FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ \bd A AKUREYRI Staða meinatæknis við Fjórðungssjúkrahús- ið á Akureyri er laus til umsóknar frá 1. febr- úar 1993. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist Vigni Sveinssyni, að- stoðarframkvæmdastjóra FSA, fyrir 10. des- ember nk. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri, sími 96-22100. Ræsting/þvottur Óskum eftir að ráða reglusaman og heiðar- legan starfskraft til að sjá um almenn þrif á einbýlishúsi (250 m2) í Vesturbænum. Þvott- ur fylgir. Algjört skilyrði að viðkomandi reyki ekki. Vinnutími er hugsaður 2 dagar í viku t.d. mánud. og fimmtud. Góð laun í boði fyrir réttan starfskraft. Svör sendist auglýsingadeild Mbl. merkt: „K - 4994“ fyrir miðvikudagskvöld. Gott atvinnutækifæri Lítið heildsölu- og pökkunarfyrirtæki til sölu. Gott tækifæri fyrir þá sem vilja vinna sjálf- stætt. Þeir sem kynnu að hafa áhuga leggi inn nafn og símanúmer í símsvara 643393. Sölumaður óskast á fasteignasölu. Aðeins traustur aðili með reynslu kemur til greina. Umsóknir ásamt upplýsingum um fyrri störf og fleira sendist auglýsingadeild Mbl. merkt- ar: „Sölumaður - 12986" fyrir föstudaginn 4. desember. Frá Fósturskóla íslands Stundakennara vantar til að kenna lögfræði á vorönn. Upplýsingar í síma 813866. Skólastjóri. Skólaritari Starf ritara við Tónlistarskóla Garðabæjar er laust til umsóknar. Um er að ræða 70% starf frá og með 15. janúar 1993. Umsækjandi þarf að hafa einhverja reynslu í skrifstofustörfum ásamt því að hafa góða tölvukunnáttu. Umsóknir berist fyrir 10. desember nk. Tónlistarskóli Garðabæjar, Smiðsbúð 6, 210 Garðabæ. Leikskólar Reykjavíkurborgar Fóstrur, þroskaþjálfar eða fólk með aðra uppeldismenntun óskast til starfa á skóla- dagheimilið Skála v/Kaplaskjólsveg. Nánari upplýsingar gefur viðkomandi for- stöðumaður í síma 17665. Dagvist barna, Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími 27277. Staða sérfræðings í sameindarlíffræði við Tilraunastöð Háskóla íslands í meinafræði að Keldum er laus til umsóknar. Umsækjendur láti fylgja umsókn sinni ítar- lega skýrslu um vísindastörf, ritsmíðar og rannsóknir svo og námsferil og störf. Umsóknarfrestur er til 1. febrúar 1993. Umsóknir skulu sendar formanni stjórnar Tilraunastöðvarinnar að Keldum. Tilraunastöð H.í. Keldum, Vesturlandsvegi, 112 Reykjavík. Húsvörður Húsvörður óskast í blokk. Um hlutastarf er að ræða gegn afnot af íbúð. Umsóknir sendist til auglýsingadeildar Mbl. fyrir 5. des. merktar: „Húsvörður LK - 10121“. „Amma“ óskast Við erum tveir litlir kútar sem óskum eftir barngóðri og hjartahlýrri konu til að gæta okkar á heimili okkar 4 daga vikunnar. Sanngjörn þóknun. Upplýsingar í síma 677484. Tölvusamskipti hf. þróunardeild Tölvusamskipti er fyrirtæki á hugbúnaðar- sviði. Við framleiðum skjáfax fyrir tölvunet, en það er markaðssett bæði á íslandi og erlendis. Við leitum nú að starfsmanni í þróunardeild okkar. Viðkomandi þarf að hafa gott vald á C++, C og forritun fyrir MS-Windows. Um er að ræða krefjandi starf í skapandi um- hverfi, sem býður upp á mikla möguleika. Æskilegt er að viðkomandi hafi háskólapróf í tölvunarfræði, verkfræði eða tæknifræði. Skriflegar umsóknir sendist Tölvusamskipt- um hf., pósthólf 5114, 125 Reykjavík. Yfirlæknir Staða yfirlæknis við sjúkrahús Keflavíkur- læknishéraðs er laus til umsóknar frá 1. jan- úar nk. Um er að ræða 75% starfshlutfall. Umsækjendur skulu hafa viðurkenningu sem sérfræðingar í almennum skurðlækningum. Umsóknum skal skilað til undirritaðs fyrir 15. desember nk. á sérstökum eyðublöðum sem látin eru í té á skrifstofu sjúkrahússins, Mánagötu 9, Keflavík, og á skrifstofu land- læknis. Allar nánari upplýsingar veitir undirritaður í síma 92-14000. Framkvæmdastjóri. Framkvæmdastjóri Öflugt fiskvinnslufyrirtæki á Austfjörðum, óskar að ráða framkvæmdastjóra til starfa. Starfið er laust strax eða samkvæmt nánara samkomulagi. Leitað er að kröftugum einstaklingi, sem hefur menntun eða starfsreynslu til að tak- ast á við þetta krefjandi og spennandi starf. Launakjör eru samningsatriði. Húsnæði fylgir. Farið verður með allar umsóknir í trúnaði. Umsóknir er tilgreini aldur, menntum ásamt starfsreynslu sendist skrifstofu okkar. Umsóknarfrestur er til 3. des. nk. ClJÐNT IÓNSSON RÁÐC JÖF & RÁÐN l N CARf’JÓN LISTA TJARNARGÖTU 14, 101 REYKJAVÍK, SÍMI62 13 22 Ritari Ritari óskast til sjálfstæðra og krefjandi starfa hjá þekktu fyrirtæki. Starfið er fjölbreytt og felst m.a. í sjálfstæð- um ritarastörfum, samskiptum við viðskipta- vini, eftirliti með áætlunum, kostnaði o.fl. Við leitum að þjónustuliprum og skipulögð- um aðila, með góða tölvuþekkingu, sem hef- ur áhuga á að starfa með hressum hóp í lif- andi umhverfi. Reynsla af sjálfstæðum ritarastörfum nauðsynleg. Vinsamlegast sendið skriflegar umsóknir til Ráðgarðs á eyðublöðum er þar liggja frammi fyrir 5. desember nk., merktar: „Ritari 93“. RÁÐGARÐURHE STJÓRNUNAR OG REKSTRARRÁÐGJÖF NÓATÚN 17 • 105 REYKJAVÍK • SÍMI 68 66 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.