Morgunblaðið - 29.11.1992, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 29.11.1992, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. NÓVEMBER 1992 Nýbyggingar þar sem ísraelsk yfirvöld skipuðu araba að rífa hús sitt í Abu Tor. Arabinn reif þriggja hæða hús sitt sjálfur og býr í tjaldi, sem er við veginn á miðri mynd. Ástæðan? Skýring ísraela: vegna óleyfis og vangoldinna byggingagjalda. Skýring araba: vegna intifata, uppreisnar araba. VEIKOMIN Á VESTURBAKKANN eftir Elínu Pólmadóttur VELKOMIN á Vesturbakkann! Þannig bauð Þórður Jónsson flugmað- ur okkur velkomin á heimili sitt í Austur-Jerúsalem. í morgunsólinni er þetta þó svo fjarska friðsamlegur og ljúfur staður. Ný falleg rað- hús utan í hæðunum á þtjá vegu og af svölunum blasa við um skarð í mistrinu í austri Jórdaníufjöllin og sér niður á blett af Dauðahaf- inu. Þó var ísraelskur maður stunginn þarna í bakið í næstu götu í vikunni áður. Við erum í Austur-Jerúsalem, sem fyrir 1967 var jór- danskt land, þ.e. á árunum frá 1948 fram til 1967. Betlehem með nærliggjandi Deheisheh flóttamannabúðum er í aðeins 10 km fjar- lægð, en nú get ég ekki ekið þangað í bílaleigubíl eins og 1984. Hef ekki efni á því, þar sem í leiguskírteininu stendur að leigutakinn verði að greiða allar skemmdir sem verða á bílnum ef hann aki á Vestur- bakkanum. Og margir eru þeir bílamir með Israelsnúmeri sem koma stórskemmdir af grjótkasti úr slíkri ferð. Andrúmsloftið og ástandið er mikið breytt síðan intifata hófst fyrir 4 ámm. Ósjálfrátt kemur upp í hugann hvort vera kunni að einmitt þama hafi e.t.v. verið sett jarð- ýta á heimili einhvers Arabans, sem endur fyrir löngu byggði sér hús í óleyfi, til að rýma fyrir nýju byggingunum, eins og gerst hefur í Austur-Jerúsalem. Ég veit það ekki, fremur en svo margt annað á þessum flókna stað. Eg skynja bara yndislegt dalverpi í borginni helgu, baðað roða i morgunsólinni. etta er starfsumhverfi Þórðar Jónssonar, flugmanns frá íslandi, sem nú er öryggis- vörður á vegum UNTSO, elstu friðar- gæslu Sameinuðu þjóðanna í Austur- löndum, sem hófst 1948 og er enn miðstöð til eftirlits á öllu svæðinu með aðsetri í Jerúsalem. Hann er því mikið á flakki, í förum til Jórdaníu, Sýrlands, Líbanons og Egyptalands, auk þess sem hann er vaktstjóri hjá lögreglu friðargæslunnar í Jerúsal- emsborg. Þórður er nýkominn úr ferð yfír Sinai- og Gasasvæðið til Egyptalands með diplómatapóst SÞ og hafði á landamærunum lent í þrasi við ísraela, sem ekki ætluðu að hleypa honum í gegn án þess að gegnumlýsa póstpokann. Bíllinn var kominn hálfur inn í ísrael og stöðv- aði alla umferð meðan hann kallaði upp höfuðstöðvámar og fékk fyrir- mæli þaðan. Neitaði að hreyfa sig þar til greitt var úr málinu. Safnari og módelsmiður Á þessum fagra morgni var það þó annað og mikilvægara sem þvæld- ist fyrir. Þórður Jónsson og Jytta Fogtman hjúkrunarkona ætluðu að ganga í það heilaga og voru að búa undir brúðkaupið, en danska skrif- fínnskan þvældist fyrir, vísaði út og suður, svo þrátt fyrir hjálp danska prestsins í Jerúsalem var óútséð hvort nauðsynleg vottorð bærust í tæka tíð, sem þau þó gerðu á endan- um. Þau Þórður og Jytte kynntust gegn um störf fyrir Rauða krossinn. Hún var m.a. hjúkrunarkona í Afg- anistan. Nú eru þau að koma sér fyrir og að gera Jerúsalem að heim- ili sínu í bráð. Jytte var búin að fara í viðtal hjá Sameinuðu þjóðunum til að komast hugsanlega þar í starf við heilsugæslu. Þórður var raunar flutt- ur áður til Jerúsalem, eins og sjá má í notalegu stofunni þeirra, því hann hefur tekið með sér frá íslandi gamla fallega kommóðu, gamla íslenska kistu og gamlar ljósmyndir auk allra bókanna og hluta úr söfnunum hans. Þórður er nefnilega ástríðusafnari, safnar frímerkjum, einkennisbúning- um og mörgu fleiru. Á t.d. alla bún- inga íslensku lögreglunnar. Svo smíðar hann flugvélamódel. Smíðaði Þórður og Jytte með börn hans Benedikt og Valdísi, sem voru i heim- sókn þjá þeim. Þórður og Jytte giftu sig 10. október þar suður frá. t.d. Spitfíre-flugvélina hans Þor- steins Jónssonar úr stríðinu, sem sjá má í Lúxemborg. Og hann hefur smíðað módel fyrir Flugleiðir, Land- helgisgæsluna o.fl. Þórði er sem sagt margt til lista lagt, sem ekki er rúm til að tíunda hér nánar. „Meðan ástandið er svona heima og ég fæ ekki vinnu sem ég kýs, hefí ég ráðið mig hingað, til að byija með til eins árs og er að bíða eftir að komast hjá SÞ hér í störf sem ég er þjálfaður til, svo sem flug eða flugumsjón," segir Þórður. Við ræð- um aðeins nánar um slík störf og Þórður segir að þeir gætu allt eins vel sent hann til að hafa umsjón með flugi á flugvellinum í Sarajevo eða til Kambódíu, þótt það séu ekki ós- kastaðirnir. „Maður fer þangað sem maður er sendur. Þegar maður fer að kynnast hjálparstarfi og friðar- gæslu og sér hve þörfín er mikil á þessum stöðum, þá skilur maður þetta betur. Því fylgir líka viss spenna." Hann hefur þegar gripið í flugið hjá SÞ í Jerúsalem, flaug 10 tíma á Fokkervélum sem notaðar voru -eftir að litlu vélamar höfðu verið sendar til Kambódíu. Heima hafði hann flogið á Fokker Landhelgisgæslunnar. Og í Súdan var hann frá janúar og fram á haust 1991 á vegum Rauða krossins í tíma- bundnu starfí. Sá um birgðaflutninga á landi. Þetta var ekkert smáræðis Iandflæmi, 2‘h milljón ferkílómetra. Kvaðst hafa verið að skakklappast á Twin Otter-vél. Barnahjálpin lánaði vélina. Verið var að flytja matvæli og sjúkragögn. Hungursneyðin var byrjuð þar og flóttamenn að koma frá Eþíópíu.„„í Súdan lærði ég að setja í lága drifíð og keyra á þeim hæga rytma sem þar hæfir,“ segir Þórður þegar hann er spurður hvem- ig hafí verið að vinna í Súdan. „Ég var búinn að vera þar í sjö mánuði, þá skall Flóastríðið á. Súd- anir eru múslimar og þeir studdu Saddam Hussein. Þótt þeir væru sjálfír sveltandi þá sendu þeir honum skip með matvælum. Þarna í Khart- úm vorum við 60 talsins frá hjálpar- stofnunum, fréttastofum og sendi- ráðum, en það var ekkert amast við okkur. Við vomm bara skyggðir. Alls staðar njósnarar og slíkt, en ég fann ekki til neins óöryggis. Það fór svo sem ekki fram hjá okkur hvað var að gerast. Fram til 15. janúar, þegar alþjóðaherinn réðjst inn í írak, höfðum við verið að kveðja alla út- lendingana. Bandaríkjamennirnir og Bretarnir vom bara allir horfnir frá landinu. Við héldum áfram þótt aðr- ir hyrfu á brott og vomm í flugi á leið til Khartúm þegar innrásin var gerð.“ I Súdan kveðst hann hafa kynnst stofnunum Sameinuðu þjóð- anna, því hann vann í samvinnu við þær, og sótti um flugmannsstarf hjá þeim.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.