Morgunblaðið - 29.11.1992, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 29.11.1992, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. NÓVEMBER 1992 11 Þingfulltrúar risu úr sætum og klöppuðu er þeir þökkuðu fráfar- andi forseta, Ásmundi Stefánssyni, trúnaðarstörf fyrir Alþýðusam- bandið. Þingfulltrúar Verslunarmannafélags Reykjavíkur að störfum, en félagið átti langflesta fulltrúa á þinginu, tæplega 60. Magnús L. Sveinsson, formaður félagsins til hægri. Viðbrögð gegn mengun sjávar íslendíngar aðilar að 2 fj ölþj óðasamþy kktum ISLENDINGAR eru að verða aðilar að tveimur fjölþjóðasamþykktum um viðbrögð gegn mengun sjávar. Þessar samþykktir eru Kaup- mannahafnarsamkomuiagið, sem fjallar um gagnkvæma aðstoð Norð- urlandanna komi til mengunaróhapps, og OPRC-samþykktin, sem er alþjóðlegur samningur um samstarf og viðbrögð við olíumengun. Benedikt Davíðsson, sem fyrir fáum árum var formaður Sambands byggingarmanna, er þrautreyndur eftir margra áratuga starf i verka- lýðshreyfingunni og nýtur mikils og víðtæks trausts innan hennar og utan. Hann hefur hins vegar heldur verið draga sig í hlé og fækka þeim trúnaðarstörfum sem hann hefur verið í. Hann átti sæti í kjömefnd og tók því alla tíð fjarri að til greina kæmi að hann gæfí kost á sér í forsetaembættið, þó eftir því yrði sótt. Þó hafði nafn hans verið nefnt nokkru fyrir þing og var þannig rökstutt að æskilegt væri að gera hann að forseta eitt kjörtímabil meðan leitað væri að arftaka Ásmundar til frambúðar. Óánægja með pólitík meðal yngri manna Á fundi fulltrúa sem tilheyra Alþýðubandalaginu seint að kvöldi þriðjudagsins var það hins vegar sameiginleg niðurstaða að skora eindregið á Benedikt að gefa kost á sér. Hann tók sér umhugsunar- frest en að morgni miðvikudagsins varð hann við óskum þar að lútandi og sigraði Pétur eins og kunnugt er í forsetakjörinu með rúmlega 60% atkvæða. Það gætti óþolin- mæði og óánægju meðal margra yngri þingfulltrúa í garð þess hvað stjórnmálin settu mikin svip á kosn- ingar á þinginu. Þeir skildu ekki sumir þessa leit að öðrum frambjóð- anda, sögðu sem svo að það hefði einn frambjóðandi gefíð kost á sér og ef enginn annar vildi í framboð þá ætti bara að kjósa hann. Yngri þingfulltrúamir eru ekki sprottnir upp úr þeim pólitíska jarðvegi sem margir hinna eldri hafa vaxið úr innan verkalýðshreyfingarinnar og eðlilega gætti mismunandi áherslna vegna þess. Kannski verður pólitík- in eins og við þekkjum hana meira og minna horfín eftir nokkur ár þegar yngra fólkið, sem hefur ekki tekið þessa pólitísku sýn hinna eldri í arf, hefur í áuknum mæli tekið við, eins og einn þingfulltrúa sagði þegar þetta barst í tal. Aðrir sögðu að verkalýðshreyfíngin hlyti alltaf að vera öðrum þræði pólitísk, því hún ætti svo mikið undir stjóm- málaöflum og verkalýðsbarátta væri og yrði alltaf að hluta til bar- ' átta á hinum pólitíska vettvangi. Brotthvarfíð skilur eftir skarð Það er óumdeilt að brotthvarf Ásmundar Stefánssonar af forseta- stóli eftir 12 ára setu þar og sam- tals 19 ára starf hjá Alþýðusam- bandinu skilur eftir sig mikið skarð og það er óhætt að segja að það stendur veikara eftir en áður. í þeim efnum skiptir ekki máli hver hefði verið kjörinn forseti í stað Ásmundar og raunar vandséð að þing Alþýðusambandsins hefði get- að kjörið betri mann í embættið þegar litið er til áratugareynslu Benedikts af forystustörfum fyrir verkalýðshreyfínguna og trausts sem hann nýtur. Sú skoðun var almenn meðal þingfulltrúa að kjör hans væri sterkur millileikur ef svo má að orði komast. Fyrir þing hafði Benedikt ekki hugsað sér að taka að sér embættið og hann ætlar sér ekki að vera í því til langframa. Því reikna menn með að tíminn fram að næsta þingi verði notaður til að finna arftaka. Ný forysta þarf tíma Þetta þing Alþýðusambandsins markar tímamót. Sú tilfínning var sterk á meðal margra þingfulltrúa. Orð eins þeirra lýsa þessu ágætlega þegar hann sagði: „Alþýðusam- bandið verður ekki sama Alþýðu- sambandið án Ásmundar.“ Það er ekki hægt að búast við að Alþýðu- sambandið verði jafn stefnumótandi í þjóðmálum og það hefur verið síð- ustu árin. Hvernig það breytist er hins vegar erfitt að segja. Það er eðlilegt að það myndist tómarúm þegar jafn áhrifamikill talsmaður hreyfingar og Ásmundur hverfur á braut. Ný forysta hlýtur að þurfa tíma til að skilgreina verkefnin og hvemig best verður tekið á þeim. Hennar bíða erfið verkefni, senni- lega erfíðari en mörg undanfarin ár, og það var margítrekað á þing- inu. Atvinnuleysi er meira nú en í marga áratugi og enn vaxandi og fá sóknarfæri í atvinnulífínu. í jafn erfíðu atvinnuástandi og nú er ekki auðvelt fyrir verkalýðshreyfinguna að efna til aðgerða. Þingið skoraði á félögin að undirbúa uppsögn samninga, sem að öðrum kosti renna sitt skeið 1. mars. Mörgum fannst árangri þjóðarsáttarinnar og samninganna í vor kastað á glæ með gengisfellingunni og ef svo færi þá hefðu launþegar til lítils reynt á langlundargeð sitt til að ná tökum á verðlagshækkunum. Þró- unin í efnahagsmálum næstu mán- uði ræður miklu um það hvaða stefnu verkalýðsfélögin taka við gerð nýrra kjarasamninga. Veigamikill þáttur í vörnum gegn mengun sjávar er hvers konar um- hverfísvöktun, segir í fréttatilkynn- ingu frá Siglingamálastofnun ríkis- ins og Landhelgisgæslu íslands. Þar segir að víða erlendis sé umfangs- mikið eftirlit á hafsvæðum úr lofti til að kanna hvort verið sé að varpa efnum sem hættuleg eru umhverf- inu eða losa þau á annan hátt í sjó. Innan Kaupmannahafnarsam- komulagsins setji aðildarþjóðirnar sér það markmið að vakta hafið úr lofti til að draga úr hugsanlegri mengun eins og kostur er. Siglingamálastofnun og Land- helgisgæslan tóku upp formlegt samstarf hinn 1. janúar 1992 varð- andi eftirlit með yfirborðsmengun á hafinu úr lofti. Eftirlitið er fram- kvæmt í anda Kaupmannahafnar- samkomulagsins. Hinn 27. nóvem- ber 1992 var undirritað samkomu- lag um frekara samstarf þar sem nánar er kveðið á um verkaskipt- ingu. Það er trú forráðamanna Sigl- ingamálastofnunar og Landhelgis- gæslu að samkomulag sem þetta auki skilvirkni og stuðli að betri nýtingu á mannafla og fjármunum jafnframt því sem auðveldara er að ná þeim markmiðum sem að er stefnt, segir í fréttatilkynningunni. Siglingamálastofnun ríkisins hef- ur séð um framkvæmd og eftirlit með lögum um varnir gegn mengun sjávar í samvinnu við ýmsar stofn- anir svo sem Landhelgisgæslu ís- lands, Geislavarnir ríkisins, Holl- ustuvernd ríkisins og Hafnarmála- í fréttatilkynningu kemur fram, að ef nægur áhugi er fyrir hendi verði boðið upp á gönguferðir um Mallorka um páskana. Slíkar ferðir hafa verið farnar héðan tvisvar. Þá voru þátttakendur á aldrinum 7-70 stofnun ríkisins. Lögin kveða svo á um að takist mengunvaldi ekki að koma í veg fyrir mengun af völdum mengunaróhapps eigi hafnaryfir- völd að gera slíkt á hafnarsvæðum en Siglingamálastofnun ríkisins í samvinnu við Landhelgisgæslu og Hafnarmálastofnun utan hafnar- svæða. Siglingamálastofnun og Landhelgisgæslan hafa lengi starf- að saman við að draga úr umfangi mengunaróhappa þegar þau hafa orðið. Siglingamálastofnun hefur einnig haldið námskeið fyrir starfs- menn Landhelgisgæslunnar þar sem fjallað hefur verið um aðgerðir og viðbrögð við mengunaróhöppum. ára og voru allir mjöf ánægðir með ferðina, að því er segir í tilkynning- unni. Gönguklúbburinn stefnir að því að fara í gönguferð um Madeira næsta haust. ' 4>ví 3<f% Bamaheíll Sigtúni 7, sími 680545 ] KRISTJÁN JÓHANNSS0N s Sinfóníuhljómsveit Islands Mótettukór Hallgrímskirkju Stjómandi: Bernharður Wilkinson s Hörður Askelsson, orgelleikari STJÓRNANDI: MAESTRO RIC0 SACCANI I Hallgrímskirkju, þriðjudaginn 22. desember, kl. 20:30 Forsala aðgöngumiða frá 2. desember kl. 10-17 á skrifstofu Sinfóníuhljómsveitar íslands, sími: 628388 og við innganginn. Listamenn gefa sína vinnu og allur ágóði rennur til styrktar samtökunum BARNAHEILL. EIMSKIP Klúbbur stofnaður um gönguferðir erlendis Undirbúningsfundur að stofnun gönguklúbbs, sem hefur það mark- mið að standa fyrir gönguferðum og náttúruskoðun í útlöndum, verður haldinn í Geysishúsinu, Aðalstræti 2, á mánudagskvöld kl. 20.30. Gengið er inn í Ferðabæ. t

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.