Morgunblaðið - 29.11.1992, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 29.11.1992, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. NÓVEMBER 1992 31 I | I > I I I Magnús verkfræðingur, fyrir heita, óendurgoldna ást til Maju. „Gáðu fram í eldhús, Dúi, hvort þeir hafa étið sunnudagsmatinn í nótt, bölvaðir rokkamir." Dúi hleyp- ur fram. Guðmundur kemur í hum- átt á eftir. Dúi dregur fram koll og stígur upp á hann til að ná upp í gríðarstóran pott sem hangir ofar- lega á eldhúsveggnum. Þar hefur amma hans falið steikina undanfam- ar tvær helgar eða frá því að Bolli og félagar átu sunnudagsmatinn meðan aðrir sváfu. „Ég sá við þeim í þetta skiptið." Þeir snúa sér við. Þama stendur Theodóra brosandi með steikina. „Ég þorði ekki annað en stinga henni undir rúmið hjá mér. Hann Ámi minn var svo vænn að læðast til að bjarga henni á meðan þeir gleymdu sér við glúntasönginn." Dúi veit að hún á við heimilisvininn Áma Pálsson prófessor. Uppvakningamir skakklöppuðust á fætur og höfðu sig á braut heldur framlágir eftir að þeir voru búnir að fá „tvípunkt" hjá Guðmundi frænda mínum. Nánasta skyldfólk Dúa bjó allt í miðbænum. Ef Theodóra var að ryk- suga á sunnudögum átti hann það til að skreppa í smáheimsókn til ömmu í garðinum. Amma í garðinum var frú Anna Daníelsson, fóstra föð- ur hans, ekkja Halldórs Daníelssonar bæjarfógeta og síðar hæstaréttar- dómara. Hún bjó ásamt Leopoldínu dóttur sinni og Önnu dóttur hennar í fallegu húsi númer 11 við Aðal- stræti. Garðurinn hennar var gamli kirkjugarðurinn á hroni Aðalstrætis og Kirkjustrætis. Þar stendur nú styttan af Skúla fógeta, forföður Dúa. Þó að ekki væri nema mínútuferð fyrir fótfráan fjórtán ára pilt úr Vonarstræti 12 út i Aðalstræti 11 og báðar ömmumar væru ekkjur eftir valdamikla og efnaða menn, er varla hægt að hugsa sér meiri and- stæður en þessi tvö heimili. Ömmurn- ar tvær hefðu getað verið sín á hvorri plánetunni. Bókstaflega allt var öðruvísi. Hjá ömmu í garðinum var alltaf hálfrökkur inni, húsgögnin úr útskomum eðalviði, rókókóstíll og damaskáklæði. Allt var svo fínt og formfast að Dúi talaði ósjálfrátt í lágum hljóðum þar inni og vandaði framkomu sína. Ekki svo að skilja að Dúi væri hræddur við ömmu sína í garðinum. Hún var smávaxin og fínleg fríðleiks- kona með fallega, alúðlega fram- komu. Hún átti kynstrin öll af fínum kjólum en klæddist aldrei íslenskum búningi eins og mamma Dúa og hin amman. Hún var af rótgrónum Reykjavíkuraðli eins og glöggt má sjá af því að á sínum tíma létu for- eldrar hennar, Halldór Friðriksson yfírkennari við Menntaskólann og dönsk kona hans, Leopoldína, skika af garði sínum sem lóð undir Alþing- ishúsið. Hjá ömmu í garðinum voru á borð- um yndislegustu kökur sem Dúi hafði bragðað, nema kannski að undan- skildum fáeinum tegundum sem Bapja bakaði. Þær áttu það líka sam- merkt reykvíska íhaldsfrúin og ráðs- konan róttæka úr Njarðvíkunum að nota aldrei annað en íslenskt smjör í bakstur. Minningin um gyðingakökumar og hálfmánana hjá ömmu í garðinum nægir til að fylla munninn á mér af vatni enn þann dag í dag. Þó er mér ennþá minnisstæðari átta laga sveskjusultutertan hennar sem var eitt af undrum veraldar. Pabbi fór oft með mér til ömmu í garðinum á sunnudögum í kaffi og kökur. Hann var náttúrlega gijót- harður íhaldsmaður í húð og hár, þegar hann talaði við móður mína eða gesti heima hjá okkur. En þegar hann kom inn á þetta hefðarheimili þar sem hann hafði alist upp, brá svo við að stríðnin varð stjómmálas- annfæringu hans yfírsterkari. Við kaffíborðið fór hann ævinlega að halda fram róttækum skoðunum á borð við það að böm verkafólks ættu rétt á að menntast eða að atvinnurek- endur bæru ábyrgð á afkomu heim- ila þar sem fyrirvinnan hefði orðið fyrir vinnuslysi í þjónustu þeirra. Þetta hefur ugglaust látið eins og guðlast í eyrum ömmu, franskmennt- aðrar systur hennar Thoru Friðriks- ,son sem rak Parísarbúðina og gler- fínna vinkvenna sem oft sátu með okkur að borðum. Og það hefði mátt heyra saumnál detta þegar pabbi sýndi svona augljós merki þess að vera nú loksins kominn undir áhrif Thoroddsensfólksins. Theodóra Thoroddsen um sjö- tugt. Samstiga fimmundir Ég stríddi Jóni Leifs oft á þvi að Fúsi Halldórs væri langmesta tón- skáld íslendinga. „Láttu ekki svona, Skúli,“ sagði Jón. En þá sagði ég: „Fúsi getur búið til lög sem ganga beint inn í þjóðarsá- lina. Ég á í hálfgerðum brösum með þetta og þú getur það bara alls ekki.“ „Endemis kjaftæði er þetta," sagði Jón. Ýmislegt átti ég nú samt sameig- inlegt með Jóni Leifs í músíkinni og varð fyrir þó nokkrum áhrifum af honum. Ég hafði eins og ann mikinn áhuga á gamalli íslenskri tónlist og sótti efnivið í þjóðlega arfleifð, bæði tóna og texta: Ég fór líka af og tl að nota samstiga fimmundir sem er dæmigert form frá gamla tvísöngn- um og hefur sérstæðan karakter, skapar dálítið napra og einmanalega tilfinningu. Ég blanda þessu saman við rómantíska stílinn sem aldrei er langt undan í mínum verkum. Jón notar þetta aftur á móti með dissón- önsum, ómstríðum tónum, enda er hann fyrst og fremst dramatískt tón- skáld, ekki rómantískt. Úr eldhúsinu berst ilmur sem áreiðanlega er ekki allur ættaður úr jurtaríkinu. Þar ráða nú ríkjum þær Steinunn Magnúsdóttir og Þorbjörg Leifs en tónskáldin Jón og Skúli hvfla lúin bein eftir göngu um hraun og klungur, hæðir og Iautir, eru sest- ir í mestu makindum með kokkteil og brakandi ísmola í glösum inn í viðarskálann sem Sigvaldi Thordar- son teiknaði af snilld og hefur ger- breytt heimilinu. Það eru þijú þrep ofan á skálagólf- ið úr borðstofunni. Stórir gluggar í suður, mikið af pottablómum, stórum og smáum, öll þil og loft úr fallegu, dökku mahóníi. Útbyggingin er í senn góðborgarastofa og vinnustofa listamanns. Yfirbragðið ber vott um smekkvísi og góðan efnahag en er svo fijálslegt og notalegt að gestum dettur strax í hug að fara úr jakkan- um. í vesturenda stofunnar stendur stór og fallegur flygill og fyrir aftan hann, í horninu við norðurvegginn, gamla píanóið sem Skúli Thoroddsen sendi Únni dóttur sinni til Flateyrar í fyrri heimsstyijöldinni. Þeir eru jakkalausir, Jón og Skúli. Allan daginn hafa þeir notið náttúr- unnar á heitum og yndislegum degi á Þingvöllum, þar sem Jón hugðist verða þjóðgarðsvörður, gengið um hraun, andað að sér ilmi mosans, hlýtt á fuglasöng og spjallað saman um lífíð og listina. Kokkteillinn kém- ur með nýjan tón inn í samræðumar. „Mozart stendur manni miklu nær en Beethoven," segir Skúli. „Beethoven er margfalt stærri listamaður en Mozart. Það er ekki hægt að bera þá saman,“-segir Jón Leifs. „Beethoven ber höfuð og herð- ar yfir öll önnur tónskáld og líklega alla aðra listamenn sem nokkum tíma hafa verið uppi í heiminum." „Nei, ég held meira upp á Moz- art. Það verð ég að segja alveg hrein- skilnislega," segir Skúli. „Leyfðu mér að hella svolítið meiri kokkteil í glas- ið hjá þér. Og skál fyrir Mozart. Beethoven er svo sem ágætur. Moz- art er bara betri." Það er hæna sem góða lyktin er af. Gullni liturinn sýnir að steikingin hefur tekist ljómandi vel. Frúmar em líka með kokkteil í glösum því að nú er Skúli búinn að kenna Stein- unni að drekka. Allt er það samt í hófi. Strangt til tekið er kjöt bann- vara á heimilinu en við stöku tæki- færi bragða Skúli og Steinunn svo- litla flís af fuglakjöti. Sömuleiðis hafa þau nýjan fisk einstaka sinnum. „Ég veit ekki hvort ég get verið öllu lengur á heimili þar sem hús- bóndinn hefur slfkar skoðanir," segir Jón og ókyrrist í hægindastólnum sínum fyrir framan arininn. Það er greinilega farið að þykkna talsvert í honum. „Þetta er auðvitað smekksatriði," segir Skúli. „Það er ekkert smekksatriði," seg- ir Jón og stendur upp úr stólnum. Fararsniðið leynir sér ekki. En nú leggur sterkan ilm af krásunum inn í stofuna þvf konumar eru að bera matinn inn í borðstofu. Jón sest aft- ur. „Mozart er mesta séní tónlistar- innar,“ segir Skúli. „Öll hans músík nær strax inn í innsta kjarna hvers einasta manns.“ Jón er sprottinn upp aftur og tek- ur strikið fram í forstofu. Þegar hann er kominn á móts við flygilinn snýr hann sér við og hreytir í Skúla: „Mozart er bara ítölsk eftirlíking af músík. Hundómerkileg flatneskja." Steinunn kemur nú brosandi í borðstofugættina enda hafa hún og Þorbjörg enga hugmynd um rökræð- ur bænda sinna. Hún kallar: „Jæja, herrar mínir, þá er maturinn til.“ Eitt augnablik hugsar Jón Leifs sig um, síðan brosir hann við Stein- unni og um leið og hann leggur af stað að tröppunum upp í borðstofuna þar sem bíða hans, auk hænunnar, dásamlegir grænmetisréttir og heimabakað brauð, segir hann: „En Beethoven er minn maður. Það skaltu vita, Skúli." Sigfús Halldórsson, Helgi Sæmundsson og Skúli Halldórsson í kjallar- anum hjá Vilhjálmi frá Skáholti. JÓLASERÍUR Tökum að okkur að setja upp jólaseríur í tré, runna og hvar sem hugurinn girnist. Getum einn- ig útvegað seríur og alla fylgihluti. Pantið uppsetningu tímanlega í síma 91-652618 eftir kl. 18.00 virka daga og allar helgar. Barnalæknar í Mjódd Höfum flutt læknastofur okkar í Læknastöð- ina í Mjódd, Álfabakka 12 (fyrir ofan apótek- ið). Katrín Davíðsdóttir - úarnalæknir. úlfur Agnarsson - barnalæknir með meltingarsjúkdóma barna sem undirgrein. Tímapantanir í síma 683300. ÍRglliaMIlÍe KX-T9000 - Kr. 30.326 stgr. Þráðlaus sími -10 númera minni Langdrægni innanhús allt að 200m Utanhús allt að 400m. KX-T 2322 E - Kr. 5.680 stgr. KX-T 2342 E - Kr. 7.400 stgr. KX-T 2342 E handfrjáls notkun KX-T 2322 E hálfhandfrjáls notkun 26 númera minni - Veggfesting. • FARSÍMI - Frá kr. 96.773 stgr. Panasonic farsíminn er léttur og meðfærilegur, vegur aðeins 4,9 kg með rafhlöðu. Hægt er að flytja tækið meðsér, hvertsemer, ótal möguleikar á að hafa símtækið fast í bílnum, bátnum eða sumarbústaðnum. HEKLA LAUGAVEG1174 - S 695500/695550 KX-TR 2395 - Kr. 10.825 stgr. Sími með símsvara -12 númera minni Handfrjáls notkun - Veggfesting. KX-T 2365 E - Kr. 10849 stgr. Skjásimi, sýnir klukku, símanúmer sem valið er, tímalengd símtals - Handfrjáls notkun - 28 númera minni - Veggfesting. KX-F50 - Kr. 69J79 stgr. Telefax, sími og símsvari í einu og sama tækinu. PANAFAX UF 121 - Kr. 64.562 stgr. Telefaxtæki með 10 númera skammvals- minni - Sendir A4 síðu á aðeins 17 sekúndum - í fyrirtækið - Á heimiliö. PRISMA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.