Morgunblaðið - 29.11.1992, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. NÓVEMBER 1992
eftir Sigrúnu Davíðsdóttur
HAFGÚAN hans H.C. And-
ersens svífur víða yfir vötn-
unum í heimalandi skálds-
ins. Einkaspítalinn í Ebeltoft
á Norður-Jótlandi heitir á
ensku The Mermaid Clinic.
Þegar nafnið var valið, var
vísast ekki ætlunin að um
spítalann blésu jafn sterkir
vindar og um hafgúuna hans
Andersens. Starfsemin hef-
ur verið mikið hitamál, en
nú hefur hægst um. Þegar
spítalinn tók til starfa 1989
voru tveir þriðju hlutar
Dana á móti einkaspítölum
og þriðji hlutinn fylgjandi.
Nú hefur þetta hlutfall snú-
ist við.
Fyrir opnunina höfðu um nokk-
urra ára skeið geisað heitar
umræður um einkavæðingu
í heilbrigðiskerfmu. Árið 1987
sömdu nokkrir þingmenn Jafnaðar-
mannaflokksins frumvarp, sem átti
að banna einkaspítala, en það var
ekki lagt fram. Á þessu ári er búist
við að á milli tíu og tólf þúsund
manns komi í aðgerðir á spítalann.
Upphaflega var reksturinn mið-
aður við útlendinga eða Dani bú-
setta í útlöndum. Síðan hefur þetta
breyst, meðal annars vegna þess
að Danir eiga nú kost á að kaupa
tryggingar til að fjármagna aðgerð-
ir þar. Á spítalanum gilda sömu
reglur og um opinbera spítala, til
dæmis um faglegar kröfur til lækna
og um sjúklingaskrár. Auk þess er
spítalinn tryggður fyrir skaða af
afleiðingum aðgerða eða meðferðar
á spítalanum, umfram það sem
opinberir spítaiar eru krafnir um.
Til skamms tíma hafa ríki og
sveitarfélög ein rekið heilbrigðis-
þjónustu fyrir landsmenn. Góð heil-
brigðisþjónusta fyrir háa sem lága
var eitt mesta baráttumál jafnaðar-
manna, sem svo mjög hafa sett
mark sitt á danska þjóðfélagsþróun
á þessari öld. Þó ýmislegt hafi ver-
ið gefið frjálst, ráku margir upp
ramakvein, þegar einkaspítalinn
opnaði 1989. Viðtökumar voru nei-
kvæðar. Margir stjómmálamenn
spurðu hvort spítalinn væri fyrsta
skrefíð í áttina að amerískum að-
stæðum í dönsku þjóðlífí, þar sem
þeir ríku fengju góða og örugga
heilbrigðisþjónustu, meðan þeir fá-
tæku fengju lélega.
EflBH rmat IslEflHBSi Íí I » _J | I 1 3 | * ,
n rte|4l4 : i
BJLJ. * 'i—| ii'K b BJI
Einkaspítalinn í Ebeltoft á Norður-Jótlandi.
Eitt af markmiðum spítalans er
að koma til móts við þarfír sjúkl-
inga á forsendum þeirra, ekki
starfsfólksins. í skoðanakönnun,
sem hefur verið gerð meðal sjúkl-
inga á dönskum spítala, kom í ljós
að langflestir sjúklingamir kvört-
uðu undan losaralegu sambandi við
lækna og hjúkrunarfólk.
Við fyrstu sýn líktist spítalinn
meira fallegu hóteli en spítala, með
fallegu útsýni. Innan dyra ber spít-
alinn merki góðrar, danskrar hönn-
unar. Enginn íburður, heldur lát-
leysi og smekkur. Á leiðinni út eft-
ir skoðunarferð í spítalann spurði
ég leigubflstjórann hvort bæjarbúar
yrðu varir við umferð vegna hans
og hann kvað það vissulega vera,
en bæjar- og héraðsbúar sæktu
hann líka. Hann væri viðbót við
heilbrigðisþjónustuna í bænum.
Valkostur frekar en ögrun
í upphafí vom nokkur umskipti
á eignarhaldi spítalans og allar þær
hreyfíngar hafa vitaskuld verið
fréttaefni. Núverandi fram-
kvæmdastjóri, Sten Christensen,
hefur starfað við spítalann síðan í
febrúar 1989, en var áður spítala-
framkvæmdastjóri í Viborg. Hvað
hefur hann að segja um umræðum-
ar um spítalann framan af?
„Spítalanum er að vissu leyti
stefnt gegn einokun sem hefur ríkt
í dönskum heilbrigðismálum. hann
er ögrun við henni og því fylgja
átök. Þeir sem halda um stjórnar-
taumana innan einokunarkerfís
taka því ekki þegjandi og hljóða-
laust að missa bæði völd og fé.
Margir af hörðustu andstæðingum
spftalans, til dæmis í hópi lækna,
em þeir sem hafa mest upp úr ein-
okuninni. Spítalinn er merki um
ákveðnar þjóðfélagshræringar sem
ganga í þá átt að fólk láti ekki
skammta sér hlutina og vilji líka
bera ábyrgð á heilsu sinni. Fólk
vill ekki láta segja sér hvaða þvotta-
efni það eigi að nota og þá heldur
ekki hvaða spítala það eigi að leggj-
EINKASPÍT ALAR GETA
VERIÐ AÐHALD FYRIR
OPINBERA SPÍTALA
GUNNAR Lose er einn af þremur kven-
sjúkdómalæknum Einkaspítalans í Ebelt-
oft. Hann hefur unnið þar í tæpt ár, en
vann áður á kvensjúkdómadeild Ríkisspít-
alans í Kaupmannahöfn. Undanfarin ár
hefur hann stundað rannsóknir á þvagrás-
arstarfsemi kvenna. Árangur þeirra rann-
sókna iiggur nú fyrir í doktorsritgerð, sem
hann ver á næstunni.
En af hveiju flutti hann sig um set úr góðri
stöðu á Ríkisspítalanum á miklu minni
og öðravísi spítala? „Ég fékk tilboð um að
koma upp deild hér við spítalann fyrir konur,
sem eiga við þvaglátsvandamái að stríða. Ég
þekkti bæinn, því ég átti sumarbústað héma
og flutti í hann, svo umskiptin vora einfold
að því leyti."
- Hvemig er að vinna hér miðað við þinn
fyrri vinnustað?
„Það er óhætt að segja að það er nokkuð
öðruvísi. Það er mjög ánægjulegt að vinna
héma hvað varðar samskiptin við sjúklingana.
Rætt við Gunnar Lose
yfirlækni
á Einkaspítalanum
í Ebeltoft
Þeir fá góða meðferð og læknunum er ætlað-
ur góður tími til að ræða við þá og það auð-
veldar sjúklingum að tala út um sín mál. Á
spítalanum er ailur aðbúnaður góður. Það
hefur góð áhrif á sjúklingana, sem era þá
glaðir og ánægðir og ég er líka viss um að
þetta hefur n\jög góð áhrif á bata þeirra."
Góður aðbúnaður
flýtir fyrir bata
„Batahorfur eru undir ýmsu komnar og ég
er ekki í nokkrum vafa um að sálræni þáttur-
inn skiptir miklu máli. Ég hef séð sjúklinga
fara heim daginn eftir stórar aðgerðir og það
er ekki vegna þess að það sé verið að ýta
þeim út. Ánægja sjúklinganna hefur eflandi
áhrif á þá, en það er hins vegar erfitt að
meta slikt á áþreifanlegan hátt. Það er líka
líklegt að sjúklingar, sem hingað koma hafi
oft sterkan vilja til aAl^ta sér batna. Þeir
hafa sjálfír valið að köma hingað, láta sér
sennilega annt um eigin heiisu og eru því
kannski að öllu jöfnu jákvæðari fyrirfram. Það
flýtir fyrir bata þeirra. Alit þetta gerir iæknis-
starfíð hér ánægjulegt.
Vinnuaðstaða okkar læknanna er frábær,
en við erum bundnari en gerist og gengur á
spítölum. Við vinnum hérna frá kl. 8 á morgn-
anna og fram til 17 eða 18 á kvöldin og erum
oft á helgarvöktum. Vaktimar era hins vegar
léttbærar, því hér er ekki bráðamóttaka. Við
erum með kalltæki og eigum að vera komnir
hingað innan klukkutíma eftir útkall.
Neikvæða hliðin við að vinna hér er að
maður á á hættu að einangrast faglega, því
við höfum ekki aðstoðarlækna til að létta af
Gunnar Lose yfirlæknir.
okkur fastastörfum. Maður er llka einangr-
aðri hér en á stóram spítala að því leyti að
það era færri fagbræður til að tala við, en
líka af því að tíminn fer í að stunda sjúkling-
ana. Það er erfítt að finna tíma í rannsóknir,
nema utan vinnutíma. Það er hins vegar lögð
áhersla á að við sækjum fagfundi og ráðstefn-
ur bæði innanlands og utan og þeir, sem
stjóma spítalanum eru fullir skilnings á nauð-
syn þessa, einmitt vegna smæðarinnar."
- Því er stundum fleygt að meðal lækna