Morgunblaðið - 29.11.1992, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 29.11.1992, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. NÓVEMBER 1992 23 Taxtar og aðgerðir í upplýsingabæklingi frá Einkaspítalanum í Ebeltoft eru nefnd 36 atriði sem boðið er upp á. Þar á meðal er glas- afijógvgun, móðurlífskvill- ar, aðgerðir á hnjám, nýir nyaðmaliðir, ennisholubólga, hrotur, æðahnútar, gall- steinaaðgerð, lænisskoðun, efnaskiptasjúkdómar, sykur- sýki og of hár blóðþrýsting- ur. Auk þess lýta- og fegrun- araðgerðir svo eitthvað sé nefnt. Sem dæmi um verð má nefna að gerviglasafjóvgun kostar um 200 þúsund ÍSK. andlitslyfting 150—210 þúsund og aðgerð til að minnka bijóst 180-200 þús- und. Sjúklingur með tryggingu borgar um sjötíu þúsund fyrir bijósklosaðgerð, um 230 þús- und fyrir nýjan mjaðmalið, rúm fímmtíu þúsund fyrir aðgerð vegna tennisoinboga og um 100 þúsund fyrir aðgerð til að koma í veg fyrir hrotur. Þeir sem hvorki hafa trygg- ingar né handbært fé til að greiða sinn hlut á móti tiygg- ingunum eiga kost á bankal- áni. Lágmarksimphæðin er hundrað þúsund ISK. Lánið er veitt með sömu kjörum og venjulegt neyslulán. Vextímir eru rúm 15% eins og vepja er með slík lán. Á Einkaspítalanum er íþróttadeild, þar sem íþrótta- mönnum, bæði einstaklingum og liðum er boðið upp á rann- sóknir áður en keppnistímabil hefst, hugsanlega i sambandið við þjálfun. Deildin er einnig sérhæfð í að takast á við áföll og slys sem íþróttamönnum er hætt við. tryggingar sem gera fólki kleift að nýta sér þjónustu okkar og margir notfæra sér þær. Bankar veita líka lán til aðgerða hér, rétt eins og í aðrar fjárfestingar. Aðrir nota sparifé, sleppa sumarfríinu eða eitt--- hvað í þessa átt. Hjá okkur gildir fast verð. Fýrst fær fólk viðmiðunarverð og eftir viðtal hjá lækninum er hægt að segja nákvæmlega fyrir hver kostn- aðurinn verði. Ef óvænt er þörf á ófyrirséðri eftirmeðhöndlun, kostar það sjúklinginn ekkert aukalega. Auk þess fá sjúklingamir nákvæm- lega að vita, hvað þeir eiga að fá fyrir peningana sína. Sjúklingurinn kaupir vöru, sem hann hefur sjálfur valið og getur þá hnippt í okkur og krafíst þess að fá það sem um var rætt. Það er gaman að vinna þar sem viðskiptavinimir gera kröfur, en taka ekki bara þegjandi því sem að þeim er rétt.“ Hvemig geta væntanlegir sjúk- lingar verið vissir um að það verði ekki á einhvem hátt sparað í með- ferðinni á þeim og hvað með það sem sumir segja að einkaspítali fleyti ijómann af, taki auðvelda sjúkdóma fyrir? „Við vinnum auðvitað undir sömu lögum og reglum og ríkisspítalamir, en emm auk þess undir smásjá al- mennings og fjölmiðla. Svo er auka- trygging að við ráðum aðeins mjög hæft fólk, til dæmis aðeins lækna sem era hæfír til að gegna yfírlækn- isstöðu á opinberum spítala. Varðandi það að einkaspítalar velji úr, þá er að minna á að við ætlum ekki að koma í staðinn fyrir eitt né neitt, heldur bæta við. Við bjóðum ekki upp á meðferð við öllum sjúkdómum, en það gerir heldur enginn. Tilboð okkar nær yfir marg- víslegar aðgerðir og flóknar. Hjá okkur er mikið af gömlu fólki, sem krefst umönnunar og þetta segir sína sögu um starfsemi okkar. Segja má að við léttum á ríkiskerfinu með því að taka sjúklinga af biðlistum þess.“ Hvað með rannsóknir og menntun sem er snar þáttur í rekstri opin- berra spítala? Getið þið tekið ein- hvem þátt í slíku starfí? „Við höfum yfír þokkalegu fjár- magni að ráða til að tryggja að læknar hjá okkur geti haldið sér við faglega með því að sækja fundi og ráðstefnur innan og utan landstein- anna. Rannsóknarstarfsernin hefur verið óveraleg, en ég vona að frá og með næsta ári getum við gefið starfsfólkinu betri aðstöðu hvað það snertir. Við tökum þátt í að mennta utan- aðkomandi fólk. Við höfum verið með hjúkrunarkonur í námi. Ungum læknum getum við boðið upp á verk- legt nám, sem er annars að verða hörgull á, því læknanám er að verða æ fræðilegra og minna verklegt.“ Nú hefurðu kynnt þér aðstæður á íslandi. Áttu von á að fá sjúklinga þaðan? „Eftir kynni mín af íslendingum fékk ég mjög sterklega á tilfinning- una að þið væra einstaklega sjálf- stæðir einstaklingar, svo mér þætti ekki ótrúlegt að einhvers konar einkavæðing í heilbrigðiskerfinu ætti sér hljómgrunn þar. Þið hefðuð vart lifað af sem þjóð, ef þið væruð ekki gædd ríkulegum krafti og sjálf- stæðishneigð. Við höfum kynnt spítalann fyrir íslenskum læknum og ætlum að gera það frekar, svo að þeir viti hvað við höfum upp á að bjóða og sjúklingar geti þá vitað um þennan valkost og hvað hann felur í sér. Þannig geta þeir sloppið við biðlista, en líka gengið að því vísu að fá ákveðna umönnun. Það er álag að leita sér lækninga og enn frekar ef það er erlendis, en íslendingar geta gengið að ákveðnum hlutum vísum hér, því við erum norræn þjóð eins og þið og eigum margt sameiginlegt, með- al annars í því hvemig er komið fram við fólk. Þeir ættu því að geta fundið sig öragga í dönsku um- hverfí." Öllum þeim sem sýndu mér vinsemd og hlýhug á 100 ára afmœli minu 15. nóvember sl. sendi ég mínar bestu þakkir. Finnur Jónsson listmálari. Innilegar þakkir sendi ég öllum þeim, sem sýndu mér hlýhug og vináttu og glöddu mig með heimsóknum, gjöfum ogskeytum á áttrœð- isafmœli mínu þann 11. nóvemb.er sl. Þráinn Sigurðsson. Metsölublad á hverjum degi! Hvergi færðu annað eins fyrir peningana: 9 dagar (8 nætur) — abeins kr. 88.900 (Frá kr. 75.000.- án fæðis) í tvíb. og allt innifalið: Allar máltíðir, allir drykkir áfengir og óáfengir, íþróttir, skemmtun, sælkeralíf í paradfs við pálmum skrýdda hitabeltisströnd. Viðbótarvika: Aöeins kr. 27.500 — allt innif. nema flugvallask. HEIMSKLUBBUR INGÓLFS KYNNIR: aii og býður þér hlutdeild í gæðum heimsins: GULLhA STRÖhDlh OG SILFURHÖFh Puerto Plata á draumaeynni Dómeníku á áður óþekktu veröi: 1. fl. gisting 4 ****hótel í Edensgarði við pálmum skrýdda hitabeltisströnd og allt innifalið: Fullt fæði, íþróttir, skemmtanir, vín, bjór og allir drykkir ómældir. Ótrúlegt kynningarverö Heimsklúbbsins stendur óbreytt fyrir þá sem panta og gera upp fyrir 15. desember Kynning: í Háskólabíói, sal 2, kl. 13.30 í dag. Miss Carolina Berges, fulltrúi Dóminíku kemur sérstaklega til íslands, kynnir draumastaðinn í máli og myndum ocj svarar fýrirspumum. Missið ekki af tækifærinu. Okeypis aðgangur. Starfsfólk Heimsklúbbsins til viðtals eftir kynningu og tekur við pöntunum og innborgunum. Á eyjum Karíbahafs ríkir eilíft vor og sumar. í þeirri sumarparadís rætist ferðadraumurinn sem flestir þrá. DÓMINÍKA er heillandi heimur, nú kynnt íslendingum í fyrsta sinn. Sögufrægust er hún af eyjum Karíbahafs og flestum fegurri. Verðlag þar er samt miklu lægra en annars staðar og með samningum Heimsklúbbsins aðeins um þriðjungur þess sem algengt er í Vestur Indíum. Óskaveður: Lofthiti 23—27° C, sjávarhiti 24—25°C. Frábær golfvöllur, úrval veitingastaða, diskótek, nætur- klúbbur, kynnisferðir um fagurt land og til höfuðborgar- innar Santo Domingo, þar sem saga Nýja heimsins hófst. Ferðatilhögun: Flug til New York, gisting. Flug til Puerto Plata og dvöl þar í 1, 2 eða 3 vikur. Heimflug um New York. HEIMSKLUBBUR INGOLFS AUSTURSTRÆTI 17, 4. hæð 101 REYKJAVIK-SIMI 620400-FAX 626564 Takmarkað sætamagn. Sumar brottfarir uppseldar. ___ fYR ÍRLICCIÁNPÍ Brottför vikulega frá 2. janúar 1993.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.