Morgunblaðið - 29.11.1992, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 29.11.1992, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 29. NÓVEMBER 1992 29 og eru þau öll búin að stofna heim- ili og eignast börn sem kölluðu Stellu ömmu sína með virðingu og þökk fyrir allt sem hún var þeim frá því þau muna fyrst eftir sér, þau biðja góðan Guð að geyma hana ömmu. Svo að lokum kveð ég mína kæru frænku og þakka henni samveruna hér og hlakka til að rifja upp með henni gamla daga, þegar við hitt- umst hinumegin. Guð lýsi henni inn í eilífðarlöndin. Svo þegar loksins leggst ég hvíldar til og líf og starf og frændur við ég skil og þegar ljós ei lengur augað sér þú líknin allra vertu þá hjá mér. (Jónas Þorbergsson) Elísabet Helgadóttir. Kveðja frá Thorvaldsens- félaginu Á morgun mánudaginn 30. nóv- ember kveðjum við félagskonur í Thorvaldsensfélaginu hinstu kveðju frá Dómkirkjunni heiðursfélaga okkar Friðrikku Sigríði Sveinsdótt- ur. Friðrikka gekk í Thorvaldsens- félagið 25. janúar 1935. Alla tíð mjög virk og áhugasöm félagskona. Friðrikka var mikil hæfileika- kona. Stálgreind og vel að sér á flestum sviðum. Fylgdist með og var vel heima í allri þjóðmálaum- ræðu til hinstu stundar. Hún var mikill mannvinur og lét sér velferð annarra miklu skipta. Það fór því ekki hjá því að Friðrikka hlaut að vera valin til trúnaðar hjá þeim fé- lögum sem hún gekk til liðs við og þannig var það einnig hjá Thor- valdsensfélaginu. Hún var kosin í stjórn félagsins og til ýmiskonar átaksverkefna að söfnun fjár til styrktar þeim málefnum sem félag- ið hefur beitt sér fyrir. Öll voru þau störf unnin og innt af hendi af þeim eðlisþáttum sem einkenndu Frið- rikku, dugnaði, greind en jafnframt yfirlætisleysi. Friðrikka átti traustar rætur í uppruna sínum þar sem heimilið var hornsteinn þjóðfélagsins. Hún var alin upp á miklu myndar- og menn- ingarheimili í miðborg Reykjavíkur, í húsi sem faðir hennar byggði á Hverfisgötu 47. í því húsi stofnaði hún heimili sitt og átti þar heimili þar til fyrir nokkrum árum að hún flutti upp í Breiðholt, þá komin hátt á áttræðisaldur. Það var við þau tímamót að ég áttaði mig á því að Friðrikka var óvenju jákvæð mannéskja. Er ég spurði hana hvort henni þætti ekki erfítt að flytja svona langt frá miðborginni þar sem hún hefði átt flest sín spor. Svaraði Friðrikka að bragði: Nú er ég ennþá nær miðborginni. Strætis- vagninn stoppar við dyrnar hjá mér og eftir smástund er ég komin nið- ur á torg. Þannig var Friðrikka. Tekist var á við viðfangsefnin af þrautseigju og bjartsýni. Þó árin færðust yfir var skapað nýtt heim- ili á nýjum stað til að geta hlúð að fjölskyldu og samferðafólki. Aldrei var kvartað þó oft steðjuðu að erfíð- leikar og veikindi. Friðrikka lést á Borgarspítalan- um aðfaranótt 19. nóvember, sem er afmælisdagur félagsins okkar. Á þessum degi frá stofnun félagsins fyrir 117 árum hafa félagskonur komið saman til að fagna og gleðj- ast. í þau rúm 60 ár sem Friðrikka var félagskona í Thorvaldsensfélag- inu var hún ætíð þátttakandi í af- mælisgleði félagskvenna. Við trú- um því að svo hafi einnig verið nú þótt hún hafi verið komin yfir móð- una miklu. Við fögnum einnig með henni að hafa fengið að sofna á hljóðlátan hátt frá erfiðum veikind- um. Thorvaldsensfélagið þakkar Friðrikku fyrir öll hennar störf fyr- ir félagið. Félagskonur þakka vin- áttu og góða samleið gegnum árin. Fjölskyldunni sendum við innilegar samúðarkveðjur. Blessuð sé minn- ing góðrar konu. Ingibjörg Magnúsdóttir. _________Brids___________ Umsjón ArnórG. Ragnarsson Bridsfélag Kópavogs Þá er iokið 25 umferðum af 31 í barómetemum. Staðan: Ragnar Jónsson - Þröstur Ingimarsson 294 Sigrún Pétursdóttir—Alda Hansen 172 Guðmundur Grétarsson - Ámi Már Bjömsson 170 RagnarBjörnsson-SævinBjamason 162 Murat Serdar - Jóhannes Guðmannsson 156 Halldór Þorvaldsson - Guðni R. Ólafsson 136 Stefán R. Jónsson - Jón Páll Siguijónsson 127 Kvöldskor: RagnarJónsson-Þrösturlngimarsson 100 Sigurður ívarsson - Jón Steinar Ingólfsson 79 JensJensson-ErlendurJónsson 71 Murat Serdar - Jóhannes Guðmannsson 65 Keppninni lýkur næsta fimmtudag. Bridsdeild Húnvetn- ingafélagsins í Reykjavík Síðastliðinn miðvikudag lauk fimm kvölda hraðsveitakeppni félagsins. Sveit Þórarins Ámasonar hafði leitt mest alla keppnina og stóð að lokum uppi sem sigurvegari með 3082 stig. Með Þórami í sveit spiluðu Þorleifur Þórarinsson, Friðjón Margeirsson og Valdimar Sveinsson. Lokastaðan: SveitÞórarinsÁmasonar 3082 SveitGunnarsBirgissonar 2998 SveitEðvarðsHallgrímssonar 2961 SveitTryggvaGíslasonar 2951 Hæsta skor yfir kvöldið: SveitEðvarðsHallgrímssonar 636 SveitTrj'ggvaGíslasonar 627 SveitÞórarinsÁmasonar 607 Næsta miðvikudag hefst tveggja kvölda einmenningur, skráning er hjá Vaidimar í síma 37757 sem fyrst. Reykj avíkurmótið í sveitakeppni Reykjavíkurmótið í sveitakeppni, sem jafnframt er svæðamót og keppni um sæti í undankeppni íslandsmóts, verður að venju í janúarmánuði. Tekin hefur verið ákvörðun af stjóm Brids- sambands Reykjavíkur um að breyta fyrirkomulagi keppninnar. Sveitum verður í upphafi skipað í tvo riðla og spila allar sveitimar í riðlunum inn- byrðis 16 spila leiki. Að lokinni riðlakeppninni fara fjórar efstu sveitimar úr hvorum riðli áfram í útsláttarkeppni. Efsta sveitin úr A- riðli fær að velja sér andstæðing úr B-riðli, síðan fær efsta sveitin úr B- riðli að velja andstæðing úr A-riðli og þannig áfram þar til leikir hafa verið ákveðnir. Leikir í 8 liða úrslitum em 32 spil. Sveitimar sem sigra í þeim leikjum spila saman innbyrðis í undan- úrslitum, 48 spila leiki. Síðan verður spilaður 64 spila úrslitaleikur um fyrsta sætið en 32 spila leikur um 3. sætið. Keppnisstjóri á Reykjavlkurmótinu verður Kristján Hauksson og hann mun jafnframt reikna út árangur allra paranna með Butler-útreikningi. Spiladagar á Reykjavíkurmótinu verða 4., 5., 7., 9., 10., 12., 13., 16., 17., 23. og 24. janúar. Skráning í keppnina er þegar hafin í símum 689360 (BSÍ) og 632820 (ísak). Jólasveinatvímenningur Brids- félags Breiðfirðinga Nýlokið er aðalsveitakeppni Brids- félags Breiðfirðinga með þátttöku 16 sveita. Öruggur sigurvegari keppninn- ar var sveit Páls Þórs Bergssonar, sem leiddi allt mótið. Auk Páls em í sveit- inni Sveinn Þorvaldsson, Gísli Stein- grímsson og Sigurður Steingrímsson. Lokastaðan í keppninni varð þessi: Páll Þór Bergsson 282 ÞórðurJónsson 259 HansNielsen 255 Sigþór Ari 251 DröfnGuðmundsdóttir 235 Helgi Nielsen 234 LeifurK.Jóhannsson 233 GuðrúnJóhannesdóttir 229 Það tmflaði nokkuð framgang keppninnar að ein sveit, sveit Jóns Ingþórssonar, sem skráði sig í mótið, mætti ekki tvo síðustu keppnisdagana og hafði ekki fyrir því að tilkynna forföll. Næstu þijá fimmtudaga verður spil- aður jólasveinatvímenningur hjá félag- inu og hver einstakur fimmtudagur er sjálfstæð keppni. í verðlaun verður jólaglaðningur. Ekki er nauðsynlegt að skrá sig fyrirfram. Spilaður verður tölvuútreiknaður Mitchell og spila- mennska hefst stundvíslega klukkan 19.30. Bridsfélag byijenda Sl. þriðjudagskvöld 17. nóvember var spiiaður eins kvölds tvímenningur að vanda. Alls mættu 20 pör og urðu úrslit eftirfarandi: N/S riðill Álfheiður Gísladóttir—Pámi Gunnarsson 210 Erling Amar Óskarsson - Unnar Jóhannesson 198 HeklaSmith-BjömSigurðsson 191 A/V riðill HallgrímurKristjánss.-MagnúsHalldórss. 189 ’ Daisy Karlsd. - Ragnheiður Guðmundsd. 187 Þorbjörg Bjarnadóttir - María Jónsdóttir 178 Næsta spilakvöld er þriðjudaginn 1. desember og er spilað í húsi Brids- sambandsins í Sigtúni 9. Allir byijend- ur era hvattir til að mæta en spila- mennskan hefst kl. 19.30. Bridsfélag Hafnarfjarðar Sl. mánudag 23. nóvember hófst aðalsveitakeppni félagsins og í mótinu taka þátt 12 sveitir í A-riðli og 6 sveit- ir í B-riðli sem ætlaður er byijendum eingöngu. Staðan eftir fyrsta kvöldið er eftirfarandi: A-riðill Diöfn Guðmundsdóttir 48 VinirHafnaiflarðar ' 42 ÁrsællVignisson 34 Haukur í Holti 33 KristóferMagnússon 33 B-riðiU VinirRagnars 25 Biyndís Eysteinsdóttir 23 Margrét Pálsdóttir 18 Nk. mánudag vérður spiluð félags- keppni gegn Bridsfélagi kvenna og hefst spilamennskan kl. 19.30 í íþróttahúsinu v/Strandgötu. tfóhanw ^onssonau skálds' Á sírhim A síðum þessarar bókar birtast stórmerk bréf Jóhanns Jónssonar skálds sem fundust óvænt uppi á háalofti norður á Húsavík á útmánuðum 1992. Bréfin varpa nýju ljósi á lítt kunnan kafla í lífi upgs manns sem reynir að fóta sig í veröld á hverfanda hveli. Hér heldur á penna leiftrandi snillingur sem Halldór Laxness sagði að verið hefði „skáldskapurinn holdi klæddur“. UNDARLEGT ER LIF MITT! Gjöf handa fóUti á öllum aldri! VAKA-HEIGAFELL Síðumúla 6, 108 Reykjavík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.