Morgunblaðið - 06.12.1992, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 06.12.1992, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. DESEMBER 1992 11 n i krakkar fara heim eftir vistun, aðrir á unglingaheimilið í Sólheimum, að Torfastöðum eða í sveitadvöl. Ef krakkinn á við geðræna erfiðleika að stríða kemur til greina vistun á Barna- og unglingageðdeild. Þegar vímuefni eru með í spilinu, og það er oft, eru krakkamir sendir að Tind- um.“ Þau úrræði sem Félagsmálastofn- un hefur aðgang að nýtast ekki öllum unglingum, sem lent hafa í afbrotum, þessi hópur þarfnast nýrra úrræða. „Þessi böm hafa hlaupist linnulaust frá allri meðferð og starfsfólk gefist upp á þeim. Þau eru undir 16 ára aldri og nánast á götunni. Það vant- ar stað þar sem ekki er gefist upp á þessum hópi, þannig að þótt þau strjúki séu þau vistuð jafnharðan og til þeirra næst. Svona staður þyrfti að vera utan borgarinnar og sameina heimili, vinnustað og skóla," segir Snjólaug. Það er sjaldgæft að unglingar undir 16 ára aldri séu dæmdir, þótt það sé hægt samkvæmt lögum. Fyrstu dómar hljóða venjulega upp á fjársektir og eru skilorðsbundnir, einnig ákveður saksóknari oft að fresta útgáfu ákæru þegar um unga afbrotamenn er að ræða.„Sem betur fer lætur mikill meirihluti unglinga sér þetta að kenningu verða og kem- ur aldrei aftur við sögu hjá okkur," segir Grétar Sæmundsson rannsókn- arlögreglumaður. Þau afbrot sem framin eru eftir að unglingur nær 15 ára aldri geta reiknast honum til refsiauka síðar meir ef hann lætur ekki af óskundanum. Skaðabætur Unglingarnir halda oft að bank- amir beri skaða af ávísanafalsi og finnst það allt í lagi. Móðurinni, sem vitnað er til í upphafí, þykir slæmt að sonur hennar þarf ekki að standa ábyrgur gerða sinna gagnvart þo- lendum, né horfast í augu við þann skaða sem hann veldur öðrum. „Son- ur minn veit að hann verður ekki sakfelldur vegna ungs aldurs og hlær að kerfínu. Hann hefur verið vistaður tímabundið á unglingaheimilum en þarf ekki að svara fyrir afbrotin gagnvart þeim sem skaðast. Það þarf að gera unglingana sjálfa ábyrga fyrir gerðum sínum og það sem fyrst eftir að afbrot eru fram- in.“ Grétar Sæmundsson rannsókn- arlögreglumaður segir tjón í ávísana- falsmálum sjaldnást bætt. „Það er þó oftar að foreldrar greiði ávísanir sem börn þeirra hafa falsað en full- orðnir falsarar. Þeir em oftast eigna- lausir og ekki borgunarmenn fyrir tjóninu. Yfirleitt ber sá sem kaupir ávísunina skaðann." Snjólaug Stef- ánsdóttir segir að hjá Félagsmála- stofnun Reykjavíkur hafí í sumum tilvikum verið reynt að fara þá leið að halda fund með síbrotaunglingum og þolendum afbrotanna. „Við skoð- um hvert mál fyrir sig og grípum til viðeigandi ráðstafana. Fyrir þremur ámm var t.d. gengi sem skemmdi töluvert í einu úthverfi borgarinnar. Þá unnu lögreglan, Íþrótta- og tóm- stundaráð, Útideild og krakkamir að því í sameiningu að kveða þetta og hér í ráðuneytinu hafa verið efa- semdir um ágæti sérdómstóla af ýmsu tagi.“ Snjólaug sagði að sér- stakur dómstóll hefði ekki verið mik- ið í umræðunni meðal þeirra sem vinna að bamaverndarmálum. Hún sér ekki brýna þörf fyrir sérstakan unglingadómstól til að skikka ungl- inga innan 16 ára aldurs til vistunar eða meðferðar, bamaverndarnefndir geti vel sinnt því hlutverki. Úrbóta er þörf Unglingaheimili ríkisins hefur' það hlutverk að aðstoða unglinga á aldr- inum 12-15 ára vegna hegðunar- vandamála og annarra misbresta á eðlilegum högum. „Það sem þarf að tryggja er að við getum tekið völdin af krökkunum í lengri tíma en nú,“ segir Einar Gylfi Jónsson forstjóri Unglingaheimilisins. „Við höfum lagt til að sett verði upp lokuð meðferðar- deild svo krakkamir fínni að full- orðna fólkið er búið að segja stopp og taka völdin af viðkomandi. Þessi deild yrði hluti af stærri heild og skoðaðist sem skammtímaúrræði. Þaðan væri hægt að vinna sig upp á opna deild." Nú eru það barna- vemdaryfírvöld sem taka hina end- anlegu ákvörðun um hvað verður um unglinginn og telur Einar Gylfi það ágæta skipan. „Ákvörðunin skil- greinist sem úrræði í bamavemdar- máli, en ekki sem dómur. Bama- vemdarnefndir þyrftu að hafa meiri úrræði og hef ég sérstakar áhyggjur af minni sveitarfélögum sem hafa enga möguleika á að fylgja málum eftir vegna vanmáttar. Það ætti að útvega þessum bamavemdamefnd- um aðgang að faglegri ráðgjöf, til dæmis í gegnum ráðuneytið. Ráðgjöf fýrir barnaverndamefndir þarf ekki að kosta mikla peninga og lokuð deild fyrir fímm til sex unglinga þarf ekki heldur að verða dýr.“ Til þessa hafa málefni barna og unglinga heyrt undir að minnsta kosti fjögur ráðuneyti en um áramót- in færist málaflokkurinn að verulegu leyti til félagsmálaráðuneytisins. Þá taka gildi ný bamavemdarlög (nr. 58/1992) sem þykja mjög til bóta. „Samráðsnefnd um málefni bama og ungmenna", skipuð fulltrúum fjögurra ráðuneyta og tveggja sveit- arfélaga, skilaði nýlega áfanga- skýrslu til félagsmálaráðherra. Nefndin fagnar ýmsum þeim breyt- ingum sem eru að verða en bendir jafnframt á atriði þar sem úrbóta er þörf. Hér verður stiklað á því helsta sem getur snert úrræði varð- andi afbrotaunglinga. Koma þarf á fót skammtíma- og langtímavistun sem bamaverndar- nefndir geta gripið til. Talin er þörf á. að nýta fósturheimili með mark- vissari og faglegri hætti en nú er gert. Komið verði á fót öflugri ráð- gjafarþjónustu fyrir bamaverndar- nefndir, langfæstar barnaverndar- nefndir á landinu hafa aðgang að fagfólki. Lagt er til að á vegum Unglingaheimilisins verði komið á fót lokaðri skammtímameðferðardeild; að unglingaráðgjöf verði efld, en nú em langir biðlistar eftir viðtölum í Unglingaráðgjöfínni; að opnað verði limbrot 08 hnupl imgmenna í Reykjavík Fjöldi kæra til lögreglunnar í Reykjavík vegna innbrota og hnupls 1991 til 17.11 1992 rlnupl 14 ára og yngri 15-16 ára Innbrot 14 ára 15-16 ára og yngri 30 19 19 ■ 11 □ ■ Q 1 '91 ’92 '91 ’92 niður. Krakkarnir voru hreinlega ráðnir til vinnu við að snurfusa og laga til í hverfinu. Þetta mæltist mjög vel fyrir.“ Viðmælendur Morgunblaðsins voru nær einróma um að ekki væri þörf á að taka upp nýtt dómsstig fyrir unglinga, frekar ætti að styrkja þau úrræði sem þegar bjóðast. Hjalti Zóphóníasson skrifstofustjóri Dóms- málaráðuneytisins telur unglinga- dómstól ekki neina „patentlausn" í málefnum afbrotaunglinga. „Hjá okkur hefur þetta virkað bærilega meðferðarheimili fyrir unglinga á Norðurlandi. Nefndin gagnrýndi sérstaklega að sjálfræðisaldur var ekki hækkaður úr 16 árum i 18 ár í nýju lögunum. ísland sker sig úr vestrænum þjóðum að þessu leyti og flest böm eru í heimahúsum langt fram yfír sjálf- ræðisaldur. Barnaverndarforsjá lýk- ur við 16 ára aldur og afbrotaunglin- ar geta þá yfirgefið meðferð og stuðning, sem þeir hafa notið, þótt þeir séu ekki tilbúnir til að standa á eigin fótum. fiflp'xa a ífTTfíAenivfVf * r diíTA.ifíi Játaði að hafakveikt í bifreið Rannsóknarlögregla rikisins hefur upplýst hver kveikti í bif- reið í Þingholtunum fyrir skömmu. Það reyndist vera mað- ur, sem taldi sig eiga eitthvað sökótt við eiganda bílsins. Kveikt var í bílnum með þeim hætti, að hliðarrúða var brotin og logandi tusku, vættri í bensíni, kast- að inn. Bíllinn skemmdist mikið í eldinum. Maður nokkur, sem taldi sig eiga óuppgerðar sakir við eiganda bíls- ins, hefur nú gengist við að hafa kveikt í bflnum og er málið að fullu upplýst. Barcana jólatré Barcana gervijólatré, sérlega fatleg og varanleg jólatré. Fást í eftirtöldum stærðum: 120 cm kr. 5.350,00 m/vsk. 150 cm kr. 8.125,00 m/vsk. 180 cm kr. 9.325,00 m/vsk. Sendum í póstkröfu. HRÍM v Skerjabraut 1, sími 614233. J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.