Morgunblaðið - 06.12.1992, Page 12

Morgunblaðið - 06.12.1992, Page 12
12 MORGUNBLAÐJÐ SUNNUDAGUR 6. DESEMBER 1992 Ljóðleikhúsið Lesið úr ljóðum sex skálda Leið- beinendur í grunn- skólum landsins Hlutfall (%) af stöðugildum '91/2'92/3 Færri leiðbeinendur í grunnskólum landsins Fæstir leiðbeinendur í Reykjavík en fiestir á Vestfjörðum HLUTFALL leiðbeinenda í grunnskólum á Islandi lækkaði úr 17,2% stöðugilda á síðasta skólaári, í 11,9% á yfirstandandi ári. Á sama tíma- bili fækkaði stöðugildum í heild um tæp 1,9% og heildarfjöldi kennara og leiðbeinenda minnkaði um tæp 3,7%. Þá er hlutfall leiðbeinenda Ianglægst í Reykavík, eða 1,8%, en hæst á Vestfjörðum, 39,4%. Þetta kemur fram í svari menntamálaráðherra við fyrirspurn Einars K. Guðfinnssonar, alþingismanns. LJÓÐLEIKHÚSIÐ stendur fyrir ljóðaupplestrum í Þjóðleikhús- kjallaranum fyrsta mánudags- kvöld hvers mánaðar í vetur. Fyrsta ljóðakvöldið var haldið 2. nóvember sl. og tókst það með miklum ágætum, enda hentar staðurinn vel til upplestra. Annað ljóðakvöld Ljóðleikhússins veður í Þjóðleikhúskjallaranum mánudaginn 7. desember nk. kl. 20.30. Þá verður m.a. lögð sérstök áhersla á að kynna ljóðlist Baldurs Óskarssonar. Þórður Helgason mun Ijalla um skáldið og vek þess, Arn- ar Jónsson leikari les upp úr ljóða- bókum Baldurs og loks les skáldið óbirt ljóð. Að auki koma fram og lesa bæði ný og eldri frumort ljóð þau Elísabet Jökulsdóttir, Jón frá Pálmholti, Ragnhildur Ófeigsdóttir o g Vilborg Dagbjartsdóttir, en Ragnar Halldórsson les úr nýrri ljóðabók eftir Matthías Jóhanness- en. Þriðja ljóðakvöldið verður mánu- daginn 4.janúarkl. 20.30. Þá verð- ur sérstök umfjöllun um skáldskap Geirlaugs Magnússonar auk þess sem hann les úr væntanlegri bók sinni. Þá les Guðmundur Magnús- son leikari úr óbirtum þýðingum Geiriaugs úr pólsku. Einnig koma fram og lesa úr vekum sínum Árni Ibsen, Hallfríður Ingimundardóttir, ísak Harðarson, Kjartan Árnason og Linda Vilhjálmsdóttir. Ljóðabókamarkaður er á staðn- um, en þar fást bækur þeirra sem koma fram hveiju sinni. (Fréttatilkynning) Á landinu öllu starfa nú 3.362 kennarar og leiðbeinendur á grunn- skólastigi, og er það 72 færri en í fyrra. Munar þar mestu um fækkun leiðbeinenda, sem voru 746 en eru nú 504. Kennurum íjölgaði hins veg- ar um 114 milli skólaára, og eru þeir nú 2.858. Af einstökum fræðsluumdæmum hefur Vestfjarðaumdæmi vinninginn hvað varðar hlutfall stöðugilda leið- beinenda síðastliðið skólaár, eins og sjá má af meðfylgjandi mynd. Á eft- ir fylgja Norðurlandsumdæmi vestra og Austurlandsumdæmi, en í öllum umdæmunum lækkar hlutfall leið- beinenda milli ára. Hlutfallslega mest fækkun hefur hins vegar orðið í Reykavík, þar sem leiðbeinendur voru ríflega þrefalt fleiri í fyrra en í ár. Skólasetur á tveim hæðum með tengibyggingu og setustofum úr gleri og með torfi á þaki. Arkitekt er Gestur Ólafsson. Norrænt skólasetur verður reist á Hvalfjarðarströnd Áform eru um að reisa á Hvalfjarðarströnd Norrænt skólaset- ur, þar sem nemendur frá Norðurlöndum munu koma til vikudval- ar með íslenskum jafnöldrum til að kynnast íslandi og til umhverf- isfræðslu. Fyrir þessu stendur áhugahópur um norræna sam- vinnu. Húsið, sem stendur fallega í lyng- og birkibrekku á Hval- fjarðarströndinni og fylgir sveigju brekkunnar, teiknaði Gestur Ólafsson. Þar verður gistirými fyrir 90 manns. Er hugmyndin að hefja byggingarframkvæmdir í vor. Fjármögnun byggist ann- ars vegar á styrkjum og lánum, m.a. úr Vest-Norden Fonden og hins vegar á hlutafé, en stofnfundur hlutafélagsins verður á fimmtudag kl. 5 í Norræna húsinu. Á Norðurlöndum er alls staðar slík aðstaða til nemendaskipta og kynna, ýmist á vegum opinberra aðila, einkaaðila eða félagasam- taka. Aðalhvatamaður þessa hér, Sigurlín Sveinbjarnardóttir, hefur haft umsjón með slíkum nemenda- skiptum í störfum sínum sem námsstjóri, formaður í skólanefnd Norræna félagsins á íslandi og núverandi skóíaráðgjafi á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar. Hún segir hugmyndina sprottna af þörf, enda áhuginn á norrænu samstarfi mjög vaxandi. M.a. leggja forsætisráðherrar Norður- landa fram tillögur um að efia samskipti á Norðurlöndum og jafn- framt um aukna áherslu á um- hverfismál. Um 600-800 ungmenni taka nú þegar þátt í nemendaferð- um til íslands. En reynslan sýnir hve erfitt hefur verið að taka á móti skólafólki hér vegna aðstöðu- leysis. Miðað er við að nemenda- hópar á aldrinum 13-19 ára komi hingað, enda fá þeir styrki til slíks. Muni þeir dvelja í viku í skólasetr- inu með íslenskum jafnöldrum sín- um, sem þá læra um leið norræn mál, og með kennurum sínum og leiðbeinendum héðan. Rekstur skólasetursins mun skapa atvinnu 5-10 manna á staðnum, auk þjón- ustuaðila sem fá um 100 nýja við- skiptavini og 50-60 farþegar bæt- ast við í flugi til landsins vikulega. Og Sigurlín bendir á að líklegt sé að margir þessara ungxi nemenda sæki aftur til landsins sem þeir kynnast. í upphafi var án árangurs leitað að hentugu húsnæði í vannýttum skólum á Suður- og Vesturlandi, þar sem hóparnir koma ört með flugi. Kom í ljós að kostnaður verð- ur ekki meiri við að byggja nýtt hús en leigja og breyta öðru. Hús- ið er á tveimur hæðum, um þúsund fermetrar 'og er tengibygging og setustofur úr gleri, en torf á þaki. Áætlaður kostnaður við nýja húsið er 52 milljónir króna. Sótt er um lán til Vest-Norden Fonden, sem ætlað er að efla nýsköpun atvinnu- greina á íslandi, Grænlandi og Færeyjum, og um styrki til ýmissa norrænna aðila. En gert er ráð fyrir að reksturinn standi undir sér. Á þeim árstíma sem skólabúð- imar eru ekki í rekstri, þ.e. um hélgar yfir veturinn og á sumrin verður aðstaða nýtt fyrir fundi, námskeiðahald, minni ráðstefnur o.fl. Er undirbúningur í fullu sam- ráði við skólayfirvöld hér á landi. Á niðurskurðartímum sýndist' þessu áhugafólki um skólamál og norræna samvinnu óraunhæft að ætlast til þess að ríkið reisi slíkt skólasetur og því var ákveðið að stofna hlutafélag. En hópurinn tel- ur líka að nú sé rétti tíminn, bæði vegna áherslunnar í norrænu sam- starfi og að á samdráttartímum nást hagstæðrari samningar um byggingarframkvæmdir. Óánægja bifreiðaeigenda í Siglufirði Sendir á Sauðárkrók með bíla til skoðunar Lögreglan hringdi í hvern og einn BIFREIÐAEIGENDUR í Siglu- firði verða að skipuleggja hina lögbundnu, árlegu bifreiðaskoð- un vel, því í ár hefur aðeins ver- ið boðið upp á 20 skoðunardaga alls í Siglufirði. Þeir sem ein- hverra hluta vegna hafa látið þessa daga fram hjá sér fara verða að aka til Sauðárkróks, um 120 kílómetra leið, til næstu skoðunarstöðvar Bifreiðaskoð- unar íslands. Nokkuð er um þetta þrátt fyrir að lögreglan á Siglu- firði muni hafa hringt í alla þá sem áttu eftir að láta skoða, er síðustu skoðunardagar ársins stóðu yfir í nóvember. Ríkir óánægja með þetta ástand hjá bifreiðaeigendum. Þeir bifreiðaeigendur á Siglufirði sem enn eru á óskoðuðum bifreiðum nú í desember verða því að gera sér að góðu að fara á Sauðárkrók til skoðunar. Bjarki Sigurðsson, hjá Bifreiðaskoðun á Sauðárkróki, kvaðst vissulega sjá vandamálið frá sjónarhóli Siglfirðinga. Samt væri varla hægt að tala um að ástandið nú væri ófyrirséð, því lögreglan á Siglufirði hafi hringt í hvern ein- asta bifreiðaeiganda sem átti eftir að láta skoða, og tilkynnt um síð- asta möguleikann, í nóvember. „Það var reyndar Siglfirðingur sem átti pantaðan fyrsta tímann hjá okkur í morgun, en þá voru það veðurguð- irnir sem gripu í taumana," sagði Bjarki. Bjarki kvað lögregluna á Siglu- firði vera duglega að reka fólk með bflana í skoðun þótt það þyrfti að aka til þess 120 kílómetra leið. Á næsta ári stæði þó til að skoða á Siglufirði í hveijum mánuði frá og með mars, svo einhver bót ætti að verða á. ♦ ♦ ♦---- Sparaði sér þúsundir með hlaupunum EIGANDI bifreiðar sparaði sér nokkra þúsundkróna seðla þegar hann hljóp uppi dráttarbíl, sem var að færa bifreið hans í Holta- port. Hann greiddi sekt fyrir ólöglega stöðu, en slapp við gjaldið fyrir vörsluna í Holta- porti. Lögreglumaður, sem fór um ásamt bílstjóra á dráttarbíl, hafði komið að bifreið mannsins, þar sem henni var lagt ólöglega við Lauga- veg. Dráttarbíllinn tók bifreiðina í tog og hélt af stað inn í Holtaport. Þegar nokkuð hafði verið ekið heyrði lögreglumaðurinn hróp og köll og sá hvar maður kom hlaup- andi á eftir dráttarbílnum, sem var á leið niður Vatnsstíginn. Þar var eigandi bílsins kominn, móður og másandi, og fékk hann að leysa bifreiðina til sín gegn greiðslu þús- undkróna sektar, en slapp við 2.000 króna gjald í Holtaporti og 2.650 króna gjald vegna dráttarbílsins. Afhentu nefndinni Guðlaug Runólfsdóttir starfsmaður Mæðrastyrksnefndar og Unnur Jónasdóttir formaður nefndarinnar taka við framlagi starfsmannafé- lags Morgunblaðsins frá Sigmundi O. Steinarssyni formanni félagsins. Starfsmenn Morgunblaðsins styrkja Mæðrastyrksnefnd félagsgjöldin fyrir desembermánuð STJÓRN starfsmannafélags Morgunblaðsins hefur ákveðið að gefa Mæðrastyrksnefnd félagsgjöld starfsmannasjóðsins fyrir desember- mánuð, samtals 135.000 krónur. Sigmundur Ó. Steinarsson formaður starfsmannafélagsins segir að starfsmenn Morgunblaðsins telji pening- unum vel varið á þessum vettvangi í ár. „Þetta er gert til að gleðja þær mæður sem eiga erfitt með að fjármagna jólahaldið hjá sér og börnum sínum,“ segir Sigmundur. Guðlaug Runólfsdóttir starfsmað- ur Mæðrastyrksnefndar segir að þessir fjármunir séu mjög vel þegnir nú því búist sé við að mun fleiri leiti á náðir nefndarinnar í ár heldur en í fyrra sem þó var metár hvað ljölda varðar. „Við höfum þegar tekið við 72 umsóknum um aðstoð fyrir þessi jól sem er óvenjulega mikill fjöldi svona snemma í mánuðinum,“ segir Guðlaug. „En hins ber að geta að miðað við erfiðleikana í þjóðfélaginu nú kemur þetta okkur ekki á óvart.“ Guðlaug segir að fyrir jólin í fyrra hafi Mæðrastyrksnefnd borist um- sóknir um aðstoð frá 460 fjölskyldum en nefndin reyni eftir megni að veita öllum sem sækja um aðstoð ein- hveija lausn mála. „Það er alls ekki algengt að starfsmannafélög standi að framlögum til okkar eins og Morg- unblaðið nú en yfirleitt er beiðnum okkar um fjárstuðning afskaplega vel tekið og við erum þakklátar þeim sem sýna okkar hlýhug með þessum hætti,“ segir Guðlaug.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.