Morgunblaðið - 06.12.1992, Blaðsíða 16
16
MÓRGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. DESEMBER 1992
eftir Áslaugu Jónsdóttur
RÚMT ÁR er liðið frá því
að átta manna hópur fór til
tveggja ára dvalar inn í lok-
að lífhvolf, Biosphere 2, rétt
fyrir utan Tuscon í eyði-
mörk Arizona-fylkis í
Bandaríkjunum. Lífhvolf er
sá hluti lofts, láðs og lagar
þar sem líf getur þrifist og
var þetta tilbúna lífhvolf
byggt upp frá grunni, en
inni í því er eyðimörk, vot-
lendi, hitabeltisgresja, regn-
skógur, jarðyrkja, haf og
mannabústaður. Þetta er
langtíma verkefni sem felst
fyrst og fremst í rannsókn-
um á hinum ýmsu lífríkjum
jarðarinnar og vemdun um-
hverfisins og ef vel tekst til
er þessi átta manna hópur
aðeins sá fyrsti á næstu
hundrað árum til að loka sig
inni í þessu lífhvolfi til að
komast að ýmsu því sem lít-
il eða engin vitneskja er um.
hafa haldið því fram að verkefnið sé fyrst
fremst til að laða að ferðamenn fremur en að
vera vísindalegs eðlis.
Lífhvolfið i eyðimörk Arizona-
fylkis nær yfir um 1,3 hektara
Áttmenningamir sem hafa þegar svæði.
verið í Lífhvolfínu í rúmt ár og
koma ekki út fyrr en í septem-
bermánuði á næsta ári.
Ilífhvolfinu, sem nær yfir um 1,3
hektara svæði og er um 26
metrar þar sem það er hæst,
eru tæplega 4 þúsund tegundir af
plöntum og dýrum. Hópurinn fram-
leiðir alla sína fæðu sjálfur og mat-
aræði þeirra er laust við öll þau
efni, sem oftast eru í fæðu okkar.
Þetta hefur m.a. gert það að verk-
um að kólesterólmagn og blóðþrýst-
ingur áttmenninganna hefur fallið
verulega. „Það er okkur mikið gleði-
efni hversu mik-
ið kólesteról-
magnið í líköm-
um okkar hefur
fallið. Við erum
öll við góða
heilsu og læknir-
inn okkar hér
inni, Roy Wal-
ford, sem er einn
af fremstu sér-
fræðingum á
sviði næringarfræði, fylgist reglu-
lega með heilsu okkar. Það er einn-
ig gaman að segja frá því að við
erum öll í góðu formi. Ég er til
dæmis 45 ára og nú veg ég það
sama og ég gerði þegar ég var um
tvítugt. Síðan ég kom inn í Lífhvolf-
ið hef ég misst um 11 kíló,“ sagði
Mark Nelson, einn þeirra átta í Líf-
hvolfinu og meðal upphafsmanna
verkefnisins, í samtali við blaða-
mann Morgunblaðsins.
Áttmenningarnir í Lífhvolfinu
eru Bandaríkjamennirnir Abigail
Alling, Linda Leigh, Taber MacCalI-
um, Roy Walford og Mark Nelson,
Bretamir Jane Poynter og Sally
Silverstone og Belginn Mark Van
Thillo og hefur hvert þeirra umsjón
með mismunandi sviðum Lífhvolfs-
ins auk þess sem þau vinna sameig-
inlega að uppskeru fæðunnar.
Heilhveitipizzur með geitaosti
„Auðvitað söknum við margra
hluta eins og fjölskyldu og vina og
svo ýmiss konar matvæla sem við
getum ekki framleitt hér. Við höf-
um hins vegar
ekki verið ein-
angruð og t.d.
höfum við verið
að fylgjast með
forsetakosning-
unum og með
hjálp yfirvalda í
Arizona fáum
við, sem emm
með bandarísk-
an ríkisborg-
ararétt, að kjósa í kosningum með
fjarstýringu," sagði Mark, en sam-
skipti hópsins í Láfhvolfinu við aðra
utan þess eru aðeins í gegnum fjar-
skipti og hefur enginn komið út eða
farið inn í Lífhvolfið síðan hópurinn
fór þangað inn 26. september á síð-
asta ári fyrir utan eitt tilfelli þegar
Jane Poynter, ein úr hópnum, fór
út í um 5 klukkustundir er hún
þurfti að fara í aðgerð á fíngri sem
ekki var hægt að framkvæma inni
í Lífhvolfinu.
Þess má einnig geta að hópurinn
hefur m.a. framleitt bjór úr hrís-
gijónum og vín úr banunum. Þá em
Af dvöl hóps
manna í lok-
uðu lífhvolfi
pizzur í Lífhvolfínu búnar til úr
heilhveiti og á þær em m.a. settir
ferskir tómatar, kjúklingur eða
skinka og geitaostur.
Meðal helstu markmiða verkefn-
isins er að auka skilning fólks á
vistkerfum jarðarinnar og vekja al-
menning tií umhugsunar um um-
hverfið. „Auk þess erum við að
komast að því í fyrsta skipti hvern-
ig fólki vegnar í öðm lífhvolfi, sér-
staklega ef við ætlum í framtíðinni
að byggja upp vistkerfí á öðmm
plánetum," sagði Mark.
150 milljóna dollara fjárfesting
Einn af upphafsmönnum verk-
efnisins er auðkýfingurinn Edward
Bass frá Texas-fylki. Hann hefur
mikið látið til sín taka á sviði um-
hverfismála og fyrirtæki hans, De-
cisions Investment, lagði fram
stærsta hluta fjármagnsins í verk-
efnið eða um 150 milljónir dollara
sem samsvarar um 8,4 milljörðum ,
ísl. króna.
Chris Helms, fjölmiðlafulltrúi
verkefnisins, sagði að ætlunin væri
að ná því fjármagni, sem upphaf-
lega var sett í verkefnið, aftur m.a.
með markaðssetningu á ýmiss kon-
ar tækni til vemdar umhverfínú,
sem hefur verið þróuð innan Líf-
hvolfsins.
I upphafi verkefnisins var gert
ráð fyrir að byggingin ætti að vera
svo loftþétt að aðeins 1% af loftinu
þar myndi komast út á ári. Hins
vegar kom í ljós að meiri leki var
á loftinu en áætlað var og til að
bæta úr því var meira loft sett inn
í Lífhvolfið og fannst mörgum að
þar væru greinilega á ferð mikil
mistök við byggingu og fram-
kvæmd verkefnisins. „Við höfum
náð miklum framförum hvað loft-
einangrun varðar hér í Lífhvolfinu.
Eftir að við náðum að komast fyrir
vandann lekur aðeins um 10% af
loftinu út á ári og það er mun minna
en t.d. NASA hefur náð í vistfræði-
legu verkefni í bækistöðvum sínum
í Flórída. Það var því mjög ögrandi
viðfangsefni sem verkfræðingar,
sem unnu að byggingu Lífhvolfsins,
fengu þegar þeir þurftu að gera það
svo loftþétt og hingað til hefur eng-
um tekist eins vel til,“ sagði Mark.
Verkefnið gagnrýnt
Verkefnið hefur fengið mikla
gagnrýni síðan áttmenningarnir
fóru inn í Lífhvolfið og því settu
aðstandendur verkefnisins á lagg-
irnar nefnd sl. vor, sem skipuð var
ýmsum sérfræðingum utan verk-
efnisins, til að meta vísindalegt
starf innan Lífhvolfsins og koma
með tillögur um nauðsynlegar
breytingar. í áliti nefndarinnar, sem
hún skilaði í sumar, kom m.a. fram
að nákvæmari vísindalega áætlun
vantaði um hvers konar rannsóknir
væru framkvæmdar í tengslum við
Lífhvolfið. í niðurstöðum nefndar-
innar var einnig viðurkennt að
ákveðinn tíma hefði tekið að koma
verkefninu í gang og því hefði hóp-
urinn ekki getað eytt eins miklum
tíma til rannsókna en að það hefði
breyst eftir því sem liðið hefði á
fyrsta árið. Þá sagði einnig að verk-
efni af þessu tagi gæti hugsanlega
varpað ljósi á áður óþekkta hluti
hvað umhverfi og lífríki jarðarinnar
varðaði og var því viðurkennt sem
slíkt.
Annað, sem mjög var gagnrýnt,
var þegar Jane Poynter fór aftur
inn í Lífhvolfíð, eftir aðgerð á fíngri,
með tösku fulla af ýmsum persónu-
legum munum svo sem bókum.
Þótti þetta stinga mjög í stúf við
fullyrðingar aðstandenda verkefnis-
ins, að ekkert yrði tekið inn í Líf-
hvolfið eftir að hópurinn færi inn.
Þá voru einnig miklar vangaveltur
um innihald töskunnar. „Að sjálf-
sögðu hefði átt að opna töskuna
og sýna fjölmiðlum innihald hennar
í stað þess að láta eins og þetta
væri eitthvert leyndarmál, sem það
var alls ekki. Við lærðum á þessu
að við verðum að vera hreinskilnari
út á við, sérstaklega hvað fjölmiðla
varðar, því þama var úlfaldi gerður
úr mýflugu. Fyrir okkur var þetta
ekki einu sinni mál því við vissum
að hún var ekki að fara með neitt
inn sem henni var ekki leyfilegt,"
sagði Chris Helms.
Þá hefur verkefnið fengið mikla
gagnrýni fyrir að laða að ferðamenn
og margir hafa haldið því fram að
eitt af helstu markmiðum þess sé
ekki vísindalegs eðlis heldur til að
afla tekna með komu ferðamanna.
Chris vísaði þeirri gagnrýni á bug.
„Eitt af markmiðum þessa verkefn-
is er að auka áhuga og þekkingu