Morgunblaðið - 06.12.1992, Side 20

Morgunblaðið - 06.12.1992, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. DESEMBER 1992 GUÐNI REKTOR Guðni rektor — Enga. mélkisuhegðun, takk! heita endurminningar Guðna Guðmundssonar rektors Menntaskólans í Reykjavík sem Ómar Valdimarsson blaðamaður hefur skráð. Vaka-Helgafell gefur út. Frásögnin byggist einkum á samtölum sem þeir Guðni og Ómar hafa átt en einnig var leitað í smiðju fjölmargra samferðarmanna Guðna, vina hans og samstarfsmanna. Morgunblaðið hefur feng- ið leyfi til að birta nokkur kaflabrot úr bókinni. Fyrst er gripið niður í kaflanum „í menntaskóla norðan við stríð“ en þar segir frá hvernig það bar að að Guðni stundaði menntaskólanám á Akureyri. Guðni og Katrín á leið frá Atlavík. Sendur í sveit Reykjavík og samfélagið allt tók miklum breytingum á stríðsárunum og í kjölfar stríðsins. En það breytt- ist fleira. Móðir mín var mjög heymardauf, hafði verið það frá rúmlega tvítugsaldri, og því var það að hún heyrði ekki hvað ég var að gera þegar ég átti að vera að lesa undir próf uppi í mínu herbergi - þar sem ég var þess í stað að spila á grammifón, nokkrar dægurlaga- plötur sem Gunnar bróðir minn leyfði mér að hlusta á úr sínu safni. Hann átti reyndar mest klassíska músík en ég fékk ekki að koma nálægt því safni. Slagaramir voru líka meira að mínu skapi á þeim ámm. Ég var haldinn þeirri sjálfsblekk- ingu sem ég veit að krakkar eru haldnir enn í dag: að halda að maður geti lært og hlustað á tón- list um leið — og jafnvel að þannig læri maður betur. Það er náttúrlega tóm blekking því auðvitað vill mað- ur heldur vera að hlusta á tónlist- ina en að hugsa um það sem stend- ur í bókinni. Foreldrar mínir uggðu ekki að sér og urðu því felmtri sleg- in þegar kom á daginn að ég var alls ekki að fást við það sem ég átti að vera að gera - og hafði ekki einkunnir til að komast inn í Menntaskólann í Reykjavík. Sigríð- ur systir mín, sem þá var orðin gift kona norður á Akureyri, fór því til Sigurðar skólameistara Guð- mundssonar í MA og spurði hvort þar væri pláss fyrir mig í þriðja bekk. Þótt Sigurður ætlaði að fara að takmarka inngöngu, féllst hann á að taka mig næsta vetur. Ég var því nánast sendur í sveit vegna leti og kæmleysis í skóla hér í Reykjavík! Deli að sunnan Næstu Qóra vetur var ég búsett- ur hjá Sigríði systur minni og manni hennar, Halldóri Halldórs- syni prófessor, í Brekkugötunni á Akureyri, og hafði þar herbergi undir súð uppi á þurrklofti — en engan grammófón. Þar sat ég og las og las og las og þá loksins fór ég að hafa gaman af að læra. Fyrst var ég í herbergi sem sneri upp að Brekkunni og deildi því með strák austan af Bakkafírði. Það fór vel á með okkur enda var hann skemmtilegur félagi. Að minnsta kosti að einu leyti var hann snið- ugri en ég. Hann var á eilífu kven- nafari og notaði því herbergið mjög lítið. Næstu þrjá vetur hafði ég minna herbergi sem sneri út að Ráðhústorginu og þar var ég einn. Ég hafði aldrei áður komið til Akureyrar en líkaði strax vel og undi mér þar hið besta. En vegna þess að ég bjó niðri í bæ kynntist ég Akureyringum og öðrum skóla- félögum mínum ekki jafn mikið og ef ég hefði búið á vistinni, þótt ég ætti náttúrlega minn vinahóp. Það var nokkuð langt upp á Brekku og því sótti ég lítið í skólann eftir að Enskukennari í MR, hættur að reykja og farinn að taka í nefið. Það er algengt að krakkarnir séu að taka af manni myndir sem eiga að sýna mann í sem fárán- legustu ljósi, segir rektorinn. Kaflar úr endur- minningum Guðna Guð- mundssonar rekt- ors Menntaskól- ans í Reykjavík eftir Ómar Valdi- marsson. kennslu lauk á daginn, enda spor- latur. Auk þess var ég ekki mjög útsláttarsamur á þessum árum, ég kunni ágætlega við að hlusta á útvarp, lesa og spila, sem mikið var gert af á þessu heimili. Ég spilaði líka talsvert við skólafélaga mína og man að við æstum heimilis- fólk og konur, sem bjuggu á sömu hæð, stundum upp í að spila lander uppá peninga. Þegar við höfðum grætt nóg stóðum við upp og sögð- um takk fyrir, við ætlum að skreppa í bíó! Ég kom norður nálega tveimur vikum áður en skóli hófst því að Halldór mágur vildi kanna stöðu mína í íslensku. Það var nú jafn- gott, því að hún reyndist harla lít- il. Hann djöflaði mér út í kennslu- bók Wimmers í fomíslensku og tókst að kenna mér það mikið í málfræði áður en skóli hófst, að ég varð mér ekki til skammar. Hann kenndi mér svo íslensku allt til stúdentsprófs, afburða kennari sem við bekkjarsystkinin höfum öll haldið sambandi við síðan. Það er aldrei haldin svo afmælisveisla í árgangnum að þeim hjónum sé ekki boðið. Ég verð líka að minnast á Sig- urð L. Pálsson enskukennara, frá- bæran kennara og skemmtilegan. Það þurfti svolítið að læra á hann. Eldskírn mín var þessi: Tími var byijaður í 3. bekk A. Geir S. Björnsson, vinur minn og sessunautur, var eitthvað að fíkta við jakkann minn og ég sagði stundarhátt: — Láttu mig vera. — Viljið þér vera rólegur Guðni minn, þér eruð ekki eins rólegur og þér eruð vanur að vera, sagði Sigurður. — Alveg sjálfsagt, sagði ég. Það kom mér á óvart að þetta svar féll ekki í góðan jarðveg: — Þér skuluð bara vera rólegur. Við höfum ekkert að gera við ein- hveija dela að sunnan sem gera allt vitlaust! — Ég skil það, sagði ég. — Já, þér getið sko bara farið fram á gang og staðið á haus, ef þér getið ekki verið rólegur! æpti Sigurður. Þá loksins rann upp fyrir mér, að það átti ekkert að svara. Þar með féll allt í ljúfa löð. En mikil lifandis ósköp lærði maður hjá hon- um. Næst grípum við niður í kaflan- um „.. ., .fyrír neðan nefið" sem fjallar um fyrstu ár Guðna í kennslu við Menntaskólann í Reykjavík. Skelfingu lostinn Ég hef áður sagt frá því að ég var skelfíngu lostinn þegar ég byij- aði að kenna við MR. Ég kunni svo sem alveg nóg, ég hafði ekki áhyggjur af því, en það var annað mál hvort mér tækist að koma minni þekkingu almennilega til skila. Það er kannski að sumu leyti skýringin á því hvað ég byijaði með miklum andskotans látum við nemendur. Ég ætlaði ekki að láta þá komast upp með neitt múður — aðallega af því að ég var skíthrædd- ur við þá. Einn fjórði bekkurinn þennan vetur, 1951—52, var strákabekkur þar sem voru mjög góðir menn. Þetta var góður máladeildarbekkur og sumir þar afburða vel að sér í ensku, menn eins og Hjörtur Torfa- son hæstaréttardómari, Ásgeir Ing- ólfsson fréttamaður, Árni Kristins- son læknir, Sveinn Einarsson og fleiri. Ég gæti svosem talið upp allan bekkinn, ef ég nennti. Öðrum máladeildarbekk kenndi ég líka þennan vetur, þar sem einnig var ágætt fólk, ljúft og gott í um- gengni. Ég hugsa að fleiri kennar- ar hafi sömu sögu að segja: Maður man lengur eftir þeim sem maður þarf að hafa svolítið fyrir. Ég gaf nemendum mínum ekki þumlung eftir og þeim þótti ég áreiðanlega vera kolvitlaus í frekju. Sjálfur vissi ég að ég var kannski óþarflega stífur. Og þó. Uppreisnin í 4. B Einhverntíma á útmánuðum, á meðan haldinn var bókamarkaður í Listamannaskálanum, kom ég inn í tíma og þá lá lítið kver á borð- inu, „Mannasiðir" hét það. Þegar ég opnaði kverið sá ég að allur bekkurinn hafði áritað það, utan einn maður. Ég vissi ekki alveg hvernig ég átti að bregðast við þessu, fannst þetta ekki nema hæfilega maklegt, hló samt svolítið. Svo kenndi ég minn tíma, fór síðan út og skildi kverið eftir. í frímínútunum komu þeir til mín og Hjörtur Torfason hafði orð fyrir þeim. — Þér gleymduð bókinni sem við vorum að kaupa handa yður, kenn- ari, sagði hann og rétti mér kverið. — Takk fyrir, sagði ég. Þetta var á föstudegi og ég hafði það fyrir reglu að hafa stíl hjá þeim á mánudögum. Um helgina leitaði ég í smiðju til Halldórs mágs míns, sem þá var fluttur hingað suður, og spurði hann hvemig hann myndi bregðast við. — Já, það er einmitt það, sagði Halldór. Það er einmitt það. Af hvetju læturðu þá ekki gera stfl upp úr bókinni? Ég settist niður og bjó til stíl upp úr kverinu, níðangurslega þungan, og lagði fyrir bekkinn á mánudagsmorgninum. Daginn eftir skilaði ég stílnum. Niðurstaðan varð sú að Hjörtur fékk þijá, Ás- geir fékk tvo, Árni einn og restin núll. Svo fleygði ég í þá stílunum og sagði: — Það er greinilegt að þið kunn- ið ekki mannasiði, drengir. Það fór ákaflega vel á með okk- ur eftir þetta og við kveðjumst með miklum kærleikum þegar ég hitti þessa stráka. Ég neita því ekki að mér sárnaði svolítið en ég lét það ekki grafa um sig, ég hef alltaf verið fljótur að gleyma. Viðurnefnið — Gæti veríð að frægt viður- nefni þitt — eða uppnefni réttara sagt, Guðni —kjaftur", eigi rætur sínar að rekja til þessa atviks? — Hvort það er beinlínis þetta atvik veit ég ekki en mér þykir ekki ólíklegt að ég hafi fengið þetta helvítis viðurnefni, sem síðan hefur loðað við mig, mjög fljótlega eftir að ég býijaði að kenna þótt ég hafi ekki orðið var við það fyrr en seinna. Og hvernig líkaði þér? — Alveg djöfullega, það verð ég að segja. Sérstaklega varð mér illa við þegar ég heyrði það fyrst, aðal- lega vegna pabba og mömmu sem voru friðsemdarfólk og hefúr sjálf- sagt ekki þótt gott að heyra þetta. Konan mín? Við höfum aldrei rætt þetta heima hjá mér né annars staðar. Hún hefur aldrei beinlínis kvartað — kannski hefur henni þótt ég eiga þetta skilið! Auðvitað líkar mér þetta ekki allskostar enn — en það hefur ekki haldið fyrir mér vöku þótt við mig hafí fest viðurnefni sem gæti verið kurteis- legra. Enga mélkisuhegðun, takk Ég ætti kannski að segja þér frá vetrinum þegar ég kenndi með handafli. Það hefur sennilega verið 1952 eða ’53, að Ármann sálugi Halldórsson, sem ég hafði kennt hjá í Miðbæjarskólanum, en var nú orðinn námsstjóri í Reykjavík, hringdi til mín í lok september og spurði hvort ég ætti lausan tímann klukkan átta á morgnana — það vantaði enskukennara i einn bekk í Gagnfræðaskóla verknáms, sem þá var nýstofnaður. Ég átti tímann lausan og lofaði að gera þetta. Fyrsta morguninn tók ég stræt- isvagn vestur í Selsvör, þar sem þessum bekk var kennt í húsi Jóns Loftssonar. Magnús Jónsson skóla- stjóri beið eftir mér á kennarastof- unni en hafði annars aðsetur ann- ars staðar. Hann fylgdi mér inn í bekkinn, hélt smátölu yfír piltunum og tilkynnti þeim að hér væri kom- inn kennari sem væri þekktur að því að halda aga. Ef þetta gengi ekki núna, sagði Magnús, þá væri augljóst að þetta væri þeim að kenna. Það fór svolítið um mig við þessi orð Magnúsar því að ég vissi ekki alveg hvað þetta „þetta“ þýddi. Ég komst fljótlega að því. Þessir náungar töldu það ekki vera í verkahring nemenda í verknáms- skóla að lesa bækur og voru nán- ast búnir að „drepa af sér“ einn kennara á fyrsta mánuðinum. Ég þóttist fljótt sjá að þama leyndist sums staðar geta undir stífninni og hortugheitunum en gerði mér fljótlega ljóst að munnlegar um- vandanir mundu hafa lítið að segja. Mælirinn fylltist þegar einhverju var kastað aftan á hálsinn á mér. Ég lokaði Bogabók, sem ég var með í hendinni úti á miðju gólfí, sneri mér snöggt við og lét hana vaða í kjammann á næsta manni, svo að spjöldin brotnuðu. Daginn eftir kom pilturinn til mín og baðst afsökunar á að hafa kastað í mig — ég hafði sumsé hitt þann rétta! Þegar ég var búinn að fleygja

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.