Morgunblaðið - 06.12.1992, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. DESEMBER 1992
31
anda sem einkenndi Iífíð í orustu-
flugsveit. Ég gerði mér þó grein
fyrir að mikil ábyrgð fólst í starfí
þessu sem leiðbeinandi ungra,
óreyndra flugmanna sem voru að
búa sig undir átökin við harðsnúinn
og vel þjálfaðan andstæðing.
í fyrstu var nokkur fróun í þeirri
virðingu - já, jafnvel lotningu -
sem þessir ungu menn sýndu okkur
sem verið höfðum í eldlínunni. Þá
þyrsti í upplýsingar um bardaga-
tækni óvinanna og eiginleika flug-
véla þeirra. Þeir spurðu án afláts,
og í byijun var maður óneitanlega
dijúgur með sig, en þegar á leið fór
tilbreytingaleysið og endurtekning-
in að segja til sín og maður fór að
suða í yfirvöldum um að komast á
ný í flugsveit.
Ég hóf þennan kennsluferil sem
vara-deildarstjóri en innan skamms
hækkaði 'yfírmaður minn mig upp
í stöðu yfírkennara og ég var látinn
taka við deildinni. Starfíð fólst í að
kenna þessum verðandi orustuflug-
mönnum bardagatækni bæði í vöm
og sókn. Reynt var að skapa and-
rúmsloft sem líktist því sem gerist
í orustuflugsveit. Til dæmis vom
æfð skyndiútköll eins og árás væri
yfírvofandi, og til liðs við okkur
vom fengnar sprengjuflugvélar frá
öðmm skólum til að leika hlutverk
London aðfaranótt sunnudagsins
og á tilsettum tíma ókum við i leigu-
bíl inn um stóra hliðið framan við
höllina. Tveir hermenn með byssu
um öxl stóðu þar vörð, en fjarska
venjulegur lögregluþjónn leit inn
um glugga bílsins og gaf okkur síð-
an merki um að halda áfram. Nú,
á tíunda tug þessarar aldar, get ég
ekki annað en dáðst að því hversu
miklu einfaldari öryggisgæzlan var
fyrir fimmtíu ámm, enda höfðu
hryðjuverkamenn þá enn ekki verið
„fundnir upp“.
Ég leiddi þá gömlu upp breiðar
tröppur að anddyrinu og úr forsaln-
um var okkur síðan vísað inn í stór-
an viðhafnarsal. Sætaraðir vom þar
fyrir gesti og fylgdi ég ömmu til
sætis og slóst síðan með í hóp
manna sem voru auðsjáanlega
þama í sömu erindagerðum og ég.
Á meðal þeirra rakst ég á gamlan
samheija ur 350. flugsveitinni sem
hafði verið í North Weald á sama
tíma og 111.
Von bráðar birtist siðameistari
og skipaði okkur í röð meðfram
öðmm langveggnum, og höfum við
líklega verið eitthvað nálægt fímm-
tíu talsins, flugmenn, hermenn og
sjóliðar af ýmsum tignargráðum.
Fyrir miðjum veggnum á móti var
pallur og tröppur að honum til
Norður-Afríku þegar ég var út-
nefndur fyrir þetta glingur.
Ég þrammaði upp á gallinn og
fór í gegnum ritúalið. Ég sá að
kónginum varð starsýnt á axlirnar
á mér, en þar var saumaður borði
með orðinu ICELAND. Hann horfði
síðan forvitnislega framan í mig og
sagði: „Jæja, ungi maður, ég sé að
þú ert frá Islandi. Eru margir land-
ar þínir á meðal okkar?“
„Eftir því sem ég bezt veit, Sir,
er ég eini Íslendingurinn í flughem-
um, en verið getur að einn eða tveir
fínnist í landhemum," svaraði ég.
Næst spurði hann hvað hefði hvatt
mig til að yfirgefa ísland og ganga
í flugherinn. Eg svaraði þessu eftir
beztu getu og síðan spurði hann
mig ýmissa spuminga um land mitt
og þjóð. Meðal annars spurði kon-
ungur hvort rétt væri að hita ætti
öll hús höfuðborgarinnar með heitu
vatni úr iðmm jarðar. Þetta þótti
honum stórkostlegt. Nú hafði kon-
ungur talað við mig miklu lengur
en venjan var við slíkar athafnir.
Fjöldi manna beið eftir að komast
að og siðameistarinn var tekinn að
ókyrrast - vafalaust þurfti að halda
einhveija áætlun sem þegar hafði
raskazt. Konungur brosti kumpán-
lega til mín, nældi dinglumdanglið
á jakkann minn og sagði um leið
Þorsteinn í Spitfire-vél merktri með íslenzka fánanum.
árásarmanna. Einnig vom sviðsett-
ar „rhubarb“-ferðir og „yfírferðir"
og þá vom flugmenn úr liði kenn-
ara látnir leika hlutverk vamarliðs
eða nokkurs konar Abbeville-
stráka.
Ekki var þessi þjálfun nýliðanna
hættulaus. Nokkrir kennarar höfðu
þegar týnt lífi í árekstrum í lofti
við kappsama lærlinga, helzt til
fulla af eldmóði. Sjálfur var ég
heppinn að sleppa óskaddaður úr
einu slíku tilviki.
Samflug var einn þeirra þátta,
sem mikil áherzla var lögð á að
æfa, enda var leikni í því talin nauð-
synleg omstuflugmönnum. Það
liggur í augum uppi að töluverð
hætta er samfara því að kenna
byijendum listina að fljúga þétt
samflug og fékk ég að kenna á
því. Munaði oft mjóu að flugvélar
nemenda rækjust" á mína, og loks
kom að því að ein þeirra rak skrúf-
una í stélið á minni vél og braut
meirihluta þess af. Nemandinn •
kastaði sér út í fallhlíf, en þó að
mín vél léti illa að stjóm tókst mér
að magalenda henni á akri.
Svo kom að því sunnudag einn
síðla sumars að ég skyldi heim-
sækja kónginn í höll hans. Mér var
heimilt að taka með mér tvo gesti
og kom auðvitað ekki annað til
greina en að amma mín færi með
mér. Fyrir utan hvað mér þótti
vænt um hana fannst mér hún verð-
skulda heimsókn í Buckingham-
höll. Á vígvöllum fyrri heimsstyij-
aldarinnar hafði hún misst þrjá
syni. Það var fóm sem ekki þarf
nánar að útlista.
Ég hafði fengið orlof og sótti
ömmu til Grasby. Við gistum í
beggja handa og rauðir dreglar lágu
að þeim. Meðan beðið var eftir kon-
ungi lék hljómsveit Vínarvalsa og
aðra létta tónlist og menn töluðu
saman í hálfum hljóðum. Eftir
skamma stund kom Georg VI. kon-
ungur, klæddur einkennisbúningi
aðmíráls, og allir sem sátu risu á
fætur. Konungur gaf siðameistara
merki og bauð hann þá gestum að
setjast aftur. Við hlið konungs á
pallinum stóðu tveir aðstoðarmenn
og hélt annar á bakka sem orður
og heiðursmerki lágu á.
Siðameistari tók nú að lesa hátt
og snjallt nöfn manna á lista sem
hann hélt á, og greindi frá hvaða
orðu viðkomandi skyldi veita mót-
töku. Sá hinn ávarpaði gekk þá
rösklega eftir dreglinum, upp tröpp-
umar, sneri sér að hans hátign og
heilsaði honum að hermanna sið.
Konungur talaði til hans nokkur orð
sem við hinir heyrðum ekki og síðan
nældi hann orðuna á bijóst hans
og rétti honum höndina. Sá heiðr-
aði tók í hönd konungs, hneigði sig,
tók eitt skref aftur á bak, kvaddi
að hermanna sið, sneri rösklega til
vinstri og gekk niður af pallinum.
Allt tók þetta innan við mínútu.
Ég var einhvers staðar í miðjum
hópnum, og að því kom að siða-
meistarinn kallaði: „Flying Officer
Þorsteinn Elton Jónsson, Royal Air
Force, Distinguished Flying Med-
al.“
Distinguished Flying Medal og
Distinguished Flying Cross eru
sömu orðumar; en Medal er veitt
undirmönnum og Cross yfírmönn-
um, og er þetta dæmigert fyrir þá
stéttaskiptingu sem fyrirfínnst í
Bretlandi. Ég hafði verið liðþjálfi í
og hann rétti mér höndina: „Mér
var sönn ánægja að hitta þig, ungi
maður, og ég óska þér góðs gengis.“
Þegar ég kom niður af pallinum
tók á móti mér liðsforingi í flug-
hemum, sem gegndi einhvers konar
hirðsveinshlutverki, og kynnti mig
fyrir tveimur ungum prinsessum
sem stóðu þarna álengdar. Tók ég
í hönd þeirra og hneigði mig eins
og vera bar. Ekki grunaði mig þá
að nærri hálfri öld síðar, heima á
íslandi, myndi ég aftur hneigja mig
fyrir þeirri eldri, þegar hún var hér
á ferð í opinberri heimsókn sem
Elísabet II. Englandsdrottning.
Að athöfninni lokinni leiddi ég
ömmu mína út í sólskinið og fyrir
utan hallarhliðin rákumst við óvænt
á Björn Björnsson stórkaupmann
og Huldu, konu hans. Þau voru
þarna að spóka sig í góða veðrinu.
Það var skemmtileg tilviljun að þau
skyldu vera þama á ferð einmitt
þá, því að ekki voru margir íslend-
ingar í Lúndúnum á þessum ámm.
Þarna vom einnig fréttamenn,
og daginn eftir birtist smáklausa í
nokkram blaðanna um að eini ís-
lendingurinn í flughernum hefði
verið heiðraður. Út á við reyndi ég
að gera lítið úr þessu og gefa í
skyn að þetta væri allt bara bölvað-
ur hégómi, en innra með mér var
ekki laust við að ég væri dálítið upp
með mér. Mér fannst ég hafa endur-
goldið að einhveiju leyti það traust
sem faðir minn, Hawkridge, Mitch-
ell, Unwin og aðrir höfðu sýnt þeg-
ar þeir greiddu götu mína.
Úm kvöldið keypti ég kampavíns-
flösku og skálaði við ömmu mína
sem samgladdist mér.
Öndvegishúsgögn
Ambassador - 3ja sæta sófi og tveir stólar úr
handverkuðu antikieðri. Kr. 223.014,-
Cerda - 3ja sæta sófi og tveir stólar. Kr. 199.485,- stgr.
Hliðaborð kr. 22.134,- stgr.
Petworth - 3ja sæta sófi og tveir stólar. Kr.176. 400,
stgr.
Cavina- borðstofuhúsgögn úr hnoturót frá Palau á Spáni.
Borðstofuborð; sporöskjulagað og sex stólar. Kr.
139.035,- stgr. Glerskápur kr. 118.947,- stgr.
Buffetskápur kr. 83.514,- stgr. Spegíll kr. 74.121,- stgr.
HÚSGAGNAVERSLUN, Siðumúla 20, sfmí 688799
■
B
zvzqví